Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 51
ATVINNA
SUNNUDAGUR 16. desember 2007 2113
Rafvirkjar - Vélvirkjar
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is
Við óskum að ráða rafvirkja og vélvirkja í dagvinnu og vaktavinnu
hjá Norðuráli á Grundartanga.
Norðurál er eftirsóttur vinnustaður. Starfsmenn eru á fi mmta hundrað talsins, verkefnin margvísleg og störfi n fjölþætt. Hjá fyrirtækinu starfa
m.a. verkfræðingar, tæknifræðingar, viðskiptafræðingar, sálfræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, líffræðingar, tölvunarfræðingar, rafvirkjar,
vélvirkjar, vélstjórar & rafsuðumenn, auk ófaglærða starfsmanna sem öðlast dýrmæta sérhæfi ngu við störf sín og nám hjá fyrirtækinu.
Hvaða kröfur gerum við?
Sveinspróf í viðkomandi iðngrein eða að
umsækjandi stefni í sveinspróf innan árs
Áhugi, góð samskiptahæfni og geta til að
vinna sjálfstætt
Reynsla af vinnu í iðnaðarumhverfi eða við
sambærileg störf er æskileg
Kunnátta í ensku og almennri tölvunotkun
kemur í góðar þarfi r
Hvað veitum við?
Við bjóðum þér traust og gefandi starf hjá
nútímalegu fyrirtæki. Þú vinnur mikilvæg verk
með góðu samstarfsfólki og við tökum vel á
móti þér. Verkefnin eru fjölbreytt og felast m.a.
í viðhaldi, bilanaleit, endurnýjun og endurbótum
á tæknibúnaði Norðuráls, með aukinni áherslu
á fyrirbyggjandi viðhald.
Starfsþjálfun og símenntun
Nýtt mötuneyti á staðnum
Atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun
að hluta árangurstengd
Fyrirtækið greiðir þér aukið framlag
í lífeyrissjóð
Hjá Norðuráli starfar öfl ugt starfsmannafélag
sem stendur reglulega fyrir ýmsum áhuga-
verðum uppákomum.
Nánari upplýsingar veita:
Lárus Hjaltested, yfi rvaktstjóri á
rafgreiningarsviði, Einar F. Björnsson,
viðhaldsstjóri, og Rakel Heiðmarsdóttir,
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs,
í síma 430 1000.
Hvernig sækir þú um?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir
27. desember n.k. Þú getur sótt um á vef
fyrirtækisins, www.nordural.is, sent umsókn
þína á netfangið umsókn@nordural.is eða
póstlagt umsóknina merkta: Rafvirki eða
Vélvirki. Við förum með umsókn þína sem
trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað.
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla
og kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Einar F. Björnsson, viðhaldsstjóri:
„Velkomin í öfl ugan, samheldinn og faglegan hóp iðnaðarmanna!”
Lárus Hjaltested, yfi rvaktstjóri:
„Hér gefast góð tækifæri til að vaxa í starfi og öðlast nýja færni”
Hjartavernd leitar að
erfðatölfræðingi.
Starfi ð felst í úrvinnslu gagna rannsókna Hjartaverndar þar
á meðal Öldrunarrannsókn Hjartaverndar sem er styrkt af
heilbrigðismálaráðuneyti Bandraríkjanna (NIH). Um er að
ræða úrvinnslu á erfðamörkum í stórum rannsóknahópum
frá almennu þýði. Hæfniskröfur eru PhD eða sambærileg
menntun í tölfræðilegri erfðafræði og reynsla í meðferð
stórra gagnabanka. Vinnutími getur verið sveigjanlegur.
Hjartavernd vinnur í alþjóðlegu umhverfi í nánum tengslum
við háskóla og stofnanir í Evrópu og Bandaríkjunum.
Hjartavernd (The Icelandic Heart Association) is looking for
a statistical geneticist. The position involves analysis of data
collected in the NIH-funded Age Gene/Environment-Reykja-
vik Study (AGES-Reykjavik) and other studies at Hjartavernd.
The scientist will analyze genetic polymorphism data gener-
ated in large population based studies, including analysis of
genome-wide datasets. Position requirements are a PhD
or similar education in statistical genetics and experience
in working with large datasets. Flexible work arrangements
are possible. Hjartavernd has numerous international col-
laborators and works closely with universities and institutes
in Europe and USA.
Upplýsingar veitir Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjar-
taverndar, í síma 535 1800 eða á v.gudnason@hjarta.is
Umsóknum skal skila á netfangið atvinna@hjarta.is eða til
Hjartaverndar merktar ERÐATÖLFRÆÐINGUR.
Hjartavernd, Holtasmára 1,201 Kóp., sími 535 1800
Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967 með víðtækri faraldsfræðilegri
rannsókn, Hóprannsókn Hjartaverndar, þar sem áhersla var lögð á að fi nna
helstu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma hérlendis. Nýjasti áfangi í rann-
sókninni er Öldrunarrannsókn Hjartaverndar þar sem tæplega 6000 manns
hafa verið skoðaðir en þeir tóku jafnframt allir þátt í fyrri áföngum Hóprannsóknar
Hjartaverndar. Í Öldrunarrannsókninni eru öll helstu líffærakerfi skoðuð og er
Hjartavernd með fullkomnustu myndgreiningardeild hérlendis. Hjartavernd vinnur
ennfremur að forvörnum á sviði hjarta- og æðasjúkdóma, m.a. með áhættumati
Hjartarannsóknar þar sem helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru
skoðaðir. Hjá fyrirtækinu vinna um 50 manns með þverfaglegan bakgrunn, þar af
eru nokkrir sem stunda framhaldsnám
Rekstrarstjóri
Fyrirtækið sem er útibú frá Þýsku alþjóðlegu fyrirtæki í
heilsu og fegrunargeira. Fyrirtækið selur hágæðavörur
og er leiðandi í Evrópu og á þeim mörkuðum sem það
starfar á. Sjá www.lrworld.com
Við leitum að manneskju til að sjá um okkar daglega
rekstur á útibúi okkar á Íslandi. Starfi ð felst í stjórnun
starfsfólks, skrifstofu og lagerhalds. Mikil þjónustulund
og lipurð er nauðsynleg. Viðkomandi verður að tala
og skrifa ensku og/eða þýsku. Ekki er krafi st sérstakrar
annarrar menntunar en reynsla í stjórnun og þekking á
bókhaldi er æskileg.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast sendið fyrirspurn
ásamt upplýsingum til r.pickardt@lrworld.com