Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 86
50 16. desember 2007 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Nánar á expressferdir.is
eða í síma 5 900 100
75.900 kr.
Chelsea – Tottenham
11.–13. janúar
Verð á mann í tvíbýli
49.900 kr.
West Ham – Birmingham
8.–10. febrúar
Verð á mann í tvíbýli
74.900 kr.
Liverpool – Sunderland
1.–3. febrúar
Verð á mann í tvíbýli
83.900 kr.
Chelsea – Liverpool
9.–11. febrúar
Verð á mann í tvíbýli
BOLTINN ER HJÁ OKKUR
Það verður barist hart þegar Valur tekur á móti Fram í
hörku Reykjavíkurslag N1-deildar karla kl 16 í Vodafone-
höllinni að Hlíðarenda. Valur hafði betur gegn Fram
þegar liðin mættust í Framhúsinu fyrr í vetur í frábær-
um handboltaleik en liðin hafa verið á fínni siglingu í
deildinni síðan þá og eru komin í fjögurra liða úrslit í
Eimskipsbikarnum. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals,
býst við skemmtilegum og spennandi leik á milli þessara
erkifjenda.
„Leikirnir við Fram hafa undanfarin ár verið með
skemmtilegustu leikjunum sem við spilum hér á
Íslandi og það hefur myndast ákveðin samkeppni á
milli þessara liða, sem er bara mjög jákvætt og það
er því mikil stemning í okkar herbúðum fyrir leikn-
um,“ sagði Óskar Bjarni, sem hefur náð að koma
Val á beinu brautina í vetur eftir erfiða byrjun.
„Við töpuðum fyrstu þremur leikjunum í deild-
inni og erum svo ekki búnir að tapa síðan þá,
hvorki í deild né bikar, en ég geri mér grein fyrir
því að við erum með bakið uppi við vegg í baráttunni. Jafnteflið
við Aftureldingu í síðasta leik var til að mynda mjög svekkjandi en
ég hef trú á því að leikmenn mínir komi sterkir til baka í leikinn
gegn Fram,“ sagði Óskar Bjarni, sem telur að dagsformið muni
ráða úrslitum.
„Liðin eru mjög svipuð að getu og spila bæði fína vörn og eru
með góð markvarðapör, þannig að það er sama gamla klisjan
um dagsformið sem á eftir að ráða miklu. Ég þykist vita að
stuðningsmenn Fram muni fjölmenna í Vodafone-höllina
þannig að ég vona að stuðningsmenn okkar verði
tilbúnir og skapi góða stemningu,“ sagði Óskar Bjarni
og Ferenc Antal Buday, þjálfari Fram, tekur í sama
streng.
„Það var frábær stemning þegar við mættum Val
síðast og ég á von á því að stuðningsmenn okkar
fjölmenni á leikinn og styðji liðið áfram. Valsliðið er
mjög sterkt, spilar hraðan handbolta og eru vel skipu-
lagt, þannig að við verðum að vera á tánum til þess
að fá eitthvað út úr þessum mikilvæga leik.
ÓSKAR BJARNI OG FERENC BUDAY, ÞJÁLFARAR VALS OG FRAM: MÆTAST Í REYKJAVÍKURSLAG Í N1-DEILD KARLA Í DAG
Jafnan góðir leikir þegar Valur og Fram mætast
GOLF Birgir Leifur Hafþórsson,
atvinnukylfingur úr GKG,
stendur í ströngu eftir þriðja
keppnisdag á Opna Suður-
Afríkumótinu. Birgir Leifur lék í
gær á 75 höggum eða þremur
höggum yfir pari Pearl Valley-
vallarins og var því samanlagt á
ellefu höggum yfir pari í 59.-63.
sæti þegar keppni lauk í gær.
Birgir Leifur lék fyrstu fjórar
holurnar í gærmorgun á pari,
síðan fékk hann fugl og eftir það
þrjú pör í röð, þannig að hann var
á fínu róli eftir fyrstu átta
holurnar. Á níundu holunni dundi
ógæfan yfir okkar mann og hann
þurfti að sætta sig við tvöfaldan
skolla eða skramba. Þá fékk hann
par á næstu tveimur holum, svo
komu tveir skollar í röð, en hann
kláraði svo með fimm pörum í
röð.
Hinn enski Oliver Wilson var
efstur á mótinu eftir þriðja
keppnisdag í gær og er alls á
fjórum höggum undir pari.
Wilson lék á fimm höggum undir
pari í gær. Hástökkvari gærdags-
ins var hins vegar Garth Mulroy
sem lék á átta höggum undir pari
og skaust upp í þriðja sæti. - óþ
Birgir Leifur Hafþórsson:
Lék á þremur
yfir pari í gær
ERFITT Birgir Leifur þurfti að sætta sig
við tvöfaldan skolla á níundu holu í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
> Örn komst í úrslit
Örn Arnarson, sundkappi úr SH, hefur verið að
gera góða hluti á Evrópumótinu í 25 metra laug í
Debrecen í Ungverjalandi. Örn keppti í gærmorgun í
undanrásum og var þá með sjötta besta tímann þegar
hann synti á 52,75 sekúndum. Í undanúr-
slitunum bætti hann um betur og varð
fimmti á tímanum 51,84 sekúndum
sem er einungis 1/10 úr sekúndu frá
Norðurlandsmeti hans í greininni. Örn
keppir til úrslita í 100 metra baksund-
inu í dag.
HANDBOLTI Akureyri lagði ÍBV að
velli með 40 mörkum gegn 26 í N1
deild karla á Akureyri í gærdag.
Jafnræði var með liðunum
framan af fyrri hálfleik en
þó hafði Akureyri ávallt
frumkvæðið. Í stöðunni
14-13 gáfu Akureyringar
í og fóru með þægilegt 5
marka forskot í leikhléið
en þá var staðan 19-14.
Í síðari hálfleik var
aldrei spurning hvor-
um megin sigurinn
myndi lenda því lið
Akureyrar jók for-
ystuna jafnt og
þétt en Eyjamenn
sáu aldrei til sólar.
Því var ekki síst
að þakka frábærri
markvörslu Svein-
bjarnar Pétursson-
ar í marki Akureyrar sem varði
hvorki fleiri né færri en 28 skot í
leiknum og var án efa besti
maður vallarins. Úrslit
leiksins urðu svo 40-26
og fyrsti heimasigur
Akureyrar á þessari
leiktíð staðreynd.
Rúnar Sigtryggs-
son, þjálfari
Akureyrar,
var að
vonum ánægður með sigurinn.
„Það hefur verið stígandi í lið-
inu að undanförnu en þó hefur
gengið illa að klára leikina. Það
tókst loksins í dag. Það eru 28 stig
í pottinum eftir áramót og við
ætlum okkur að ná í sem flest af
þeim til að koma okkur í betri
stöðu í deildinni.“
Sveinbjörn Pétursson, mark-
vörður Akureyrar, átti sem áður
segir stórleik og varði 28 skot.
Hann sagði úrslitin mikinn létti.
„Við komum af fullum krafti í
þennan leik og héldum þeim krafti
út allan leikinn. Ég var sjálfur
mjög einbeittur og staðráðinn í að
sýna það að ég á heima hérna í
deild þeirra bestu.“ - þrf
Akureyri vann ÍBV með öruggum hætti, 40-26, í N1-deild karla á Akureyri í gær:
Miklir yfirburðir hjá Akureyri
ÖFLUGUR Jónatan Þór Magnússon
átti góðan leik og skoraði sjö mörk
fyrir Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
HANDBOLTI Stjarnan vann næsta
auðveldan sigur á máttlausu liði
Aftureldingar, 25-19, í N1-deild
karla í Mosfellsbæ í gær. Aftureld-
ing réð engan veginn við öfluga
vörn Stjörnunnar sem náði HK og
Fram að stigum í öðru sæti deildar-
innar fyrir vikið en Afturelding fer
í jólafrí í fallsæti.
Leikurinn var jafn fyrstu 10 mín-
úturnar en þá tóku gestirnir úr
Garðabæ að síga fram úr. Hægt og
rólega byggði Stjarnan upp forskot
með frábæra vörn að vopni en Aft-
urelding skoraði aðeins 8 mörk í
fyrri hálfleik. Stjarnan fór aðeins
með fjögurra marka forskot inn í
hálfleikinn, 8-12, þar sem varnar-
leikur Aftureldingar var til fyrir-
myndar í fyrri hálfleik þótt sókn-
arleikurinn væri fyrir neðan allar
hellur.
Stjarnan fann lausnir á öflugri
vörn heimamanna í hálfleik og
gjörsamlega keyrði yfir slaka
heimamenn á fyrstu sextán mínút-
um seinni hálfleiks, 12-6, og náði 10
marka forystu, 24-14. Þá slökuðu
Stjörnumenn á enda leikurinn unn-
inn. Afturelding gafst aldrei upp
og skoraði fimm af þeim sex mörk-
um sem skoruð voru síðustu 13
mínútur leiksins en lokamínúturn-
ar voru vægast sagt farsakenndar
þar sem Afturelding reyndi að
leysa leikinn upp með að taka tvo
Stjörnumenn úr umferð. Þrátt fyrir
að skora aðeins eitt mark síðustu
13 mínútur leiksins vann Stjarnan
öruggan sex marka sigur, 19-25.
Patrekur Jóhannesson lék ekki
með Stjörnunni vegna meiðsla en
var Kristjáni Halldórssyni þjálf-
ara til halds og trausts á bekknum.
„Ég er með slitið krossband og ætla
ekki í aðgerð. Ég er að byggja þetta
upp. Það tekur ákveðinn tíma en ég
vona að ég geti spilað í febrúar,“
sagði Patrekur um framhaldið hjá
sér en Stjarnan hefur saknað hans í
vetur.
Patrekur bjóst ekki við eins auð-
veldum leik og raun bar vitni. „Þeir
gerðu jafntefli við Val hér um dag-
inn og eru með flott lið en við mætt-
um mjög ákveðnir til leiks. Ég var
ánægður með undirbúninginn fyrir
leikinn og þetta var nokkuð gott
hjá okkur fyrir utan síðustu 10
mínúturnar.
Vörnin var að vinna vel og Rol-
and traustur í markinu. Ég var
ánægður með hinn 19 ára Rati í
hægri skyttunni, hann sýndi hvað
hann getur gert þótt það vanti eitt-
hvað upp á leikskilninginn hjá
honum. Við erum að vinna með
hann en hann er mikið efni.“
Hilmar Stefánsson, hægri horna-
maður Aftureldingar, var þungur á
brún í leikslok. „Vorum heillum
horfnir. Þetta hefur verið svona
upp og niður hjá okkur í vetur. Það
er eins og það vanti sjálfstraust hjá
okkur á köflum.
Menn þora ekki að skjóta því
Roland varði einhver fjögur fimm
dauðafæri í fyrri hálfleik og þá
hætta menn. Það er ljóst að það eru
næg verkefni fram undan í lok
desember og janúar hjá okkur. Ég
veit að við ætlum að reyna að
styrkja okkur. Það vantar eitthvað
í sóknarleikinn. Varnarleikurinn
var fínn hjá okkur.“
Afturelding missti Akureyri upp
fyrir sig í síðustu umferðinni fyrir
jól og Hilmar gat ekki leynt von-
brigðum sínum í að sitja í fallsæti
yfir hátíðarnar. „Þetta er sérstak-
lega svekkjandi vitandi að við töp-
uðum í Vestmannaeyjum.
Það eru fjórar umferðir og við
megum ekki tapa fyrir ÍBV og
Akureyri eftir áramót, það er
ljóst,“ sagði Hilmar áður en hann
hélt til búningsherbergja. -gmi
Auðvelt hjá Stjörnunni í Mosfellsbæ
Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu Aftureldingu örugglega, 19-25, í N1-deild karla að Varmá í gærkvöldi.
Afturelding er því komið í fallsæti með tapinu, nú þegar sum liðin eru komin í langt og gott jólafrí.
Á FLEYGIFERÐ Heimir Örn Árnason, leikmaður Stjörnunnar, er hér á ferðinni í leiknum að Varmá í gærkvöldi, en hann átti fínan
leik og var að vanda í lykilhlutverki hjá Stjörnunni og skoraði sex mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL