Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 6
6 16. desember 2007 SUNNUDAGUR Jolahvað! 995,- ISIG skrautsett 62 stk. Opið til 22:00 fram að jólum www.IKEA.is Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar Minningarsjóður Jóhanns Péturs Sveinssonar óskar eftir umsóknum um styrki sem koma til úthlutunar í janúar 2008. Umsóknunum skal skila til Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík fyrir 10. janúar 2008 í umslagi merktu minningarsjóðnum. Tilgangur sjóðsins er einkum tvíþættur; a) að styrkja hreyfi hamlaða einstaklinga til náms og b) að styrkja einstök málefni með aðgengi fyrir hreyfi hamlaða í huga. Stjórn sjóðsins áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum ef svo ber undir. Stjórn minningarsjóðs Jóhanns Péturs Sveinssonar A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið TÆKNI Ríflega 40 prósent vin- sælustu tölvuleikjanna fyrir PC tölvur og PlayStation 3 leikja- tölvur eru bannaðir innan sex- tán ára aldurs. Það er í öfugu hlutfalli við þá sjö þúsund tölvu- leiki sem gefnir hafa verið út síðastliðin fjögur ár og eru merktir með samevrópska flokkunarkerfinu Pegi. Einung- is 17 prósent Pegi merktra tölvuleikja eru gerðir fyrir sex- tán ára og eldri. Fyrirtækið Sena er með umboð fyrir tölvuleikjum PC og PlayStation sem njóta mik- illa vinsælda á Íslandi og segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, PC og PlayStation tölvuleiki vera um 80 til 90 prósent af íslenska markaðnum. „Allir aldurshópar spila PC leiki, en PlayStation 3 tölvan er mest notuð af aldurs- hópnum 18 til 36 ára,“ segir Ólafur. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi, segir skotleiki ríkjandi hér á landi. „Það er meðal annars vegna þess að Nintendo hefur ekki hlotið jafngóðan hljómgrunn hér eins og í Evrópu. Það er öðruvísi hugsun á bak við Nin- tendo og meira um ævintýra- leiki á borð við Super Mario. Vinsældir Nintendo hafa því áhrif á hvernig leikir eru keypt- ir,“ segir Snæbjörn. - eb Flestir vinsælir tölvuleikir eru bannaðir innan sextán ára: Skotleikir ríkjandi á Íslandi TÖLVULEIKIR Á TOPPLISTA Leikur Merking God of War 18 ára Gears of War 18 ára Crysis 16 ára World of Warcraft 12 ára Guitar Hero III 12 ára Crash of the Titans 7 ára Ratchet and Clank 7 ára Mario Party 8 3 ára Borðar þú rjúpu á aðfangadag? Já 10,4% Nei 89,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að fræða grunnskólabörn um alnæmi og öruggt kynlíf? Segðu þína skoðuna á visir.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hljóp uppi karlmann í fyrrinótt sem hafði ekið ölvaður. Kærasta mannsins hafði reynt að koma í veg fyrir að hann æki ölvaður með því að teygja sig inn um bílgluggann og freistast til að ná bíllyklunum. Þá ók maðurinn af stað og konan dróst með bílnum nokkra metra. Hún hlaut nokkrar skrámur og maðurinn ók á brott. Konan hringdi í lögregluna sem hafði uppi á manninum. Þegar hann varð lögreglunnar var stöðvaði hann bílinn og hljóp í burtu en náðist að lokum og gisti fangageymslu. - þo Ölvaður ökumaður: Keyrði kærust- una niður MENNTAMÁL Konum við kennslu í framhaldsskólum landsins hefur fjölgað um fjörutíu prósent á sex árum en körlum um aðeins sjö prósent. Kynjaskipting kennara á framhaldsskólastigi er áþekk í dag en innan fárra ára er útlit fyrir að það jafnvægi raskist. Þró- unin er talin neikvæð og er undir- liggjandi vandi ójafnrar aldurs- dreifingar kennara innan framhaldsskólanna. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskóla- kennara, segir að ástæðan fyrir því að körlum fækkar hratt í kenn- arastöðum í framhaldsskólunum sé sú að mjög margir þeirra séu komnir yfir fimmtugt. Meirihluti kennara sem fara á eftirlaun um þessar mundir séu karlmenn og nýliðun í stéttinni sé borin uppi af konum. „Það kemur ekki á óvart, sérstaklega þegar litið er til kynja- hlutfalls stúdenta í háskólum. Konur eru mjög fjölmennar í mörgum greinum sem eru kennslu- greinar í fram- haldsskólun- um.“ Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fjölgaði fram- haldsskólum mikið og margir ungir kennarar voru ráðnir. Meirihluti þeirra voru karlmenn sem nú nálgast eða eru komnir á eftirlaunaaldur, en tæp- lega helmingur framhaldsskóla- kennara eru yfir fimmtugu. Fjölg- un kvenna í kennarastöðum um fjörutíu prósent á sex árum og aðeins sjö prósent fjölgun karla kristallast í þessu. Hlutföllin eru þó enn nokkuð jöfn, konur eru um 52 prósent framhaldsskólakenn- ara, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Aðalheiður segir ekki jákvætt fyrir skólana sem vinnustaði að mikil slagsíða sé á kynjahlutfall- inu. „Það er nauðsynlegt að bæði kynin starfi í skólunum því að það er nemendum hollt og nauðsynlegt að fá kennslu frá kennurum af báðum kynjum.“ Það er gömul saga og ný að þar sem konur eru fjölmennar í fag- stéttum þá hefur þeim gengið illa að berjast fyrir mannsæmandi launum. Spurð um hvort kynja- hlutfallið hafi ekki fljótlega nei- kvæð áhrif á laun stéttarinnar segir Aðalheiður að það sé fjarri því neikvætt að framhaldsskóla- kennarar verði kvennastétt. „Það er samt áhyggjuefni að þróunin stefni í þá átt í skólunum að karl- menn sniðgangi skólana af því að þeim býðst betri laun annars stað- ar.“ svavar@frettabladid.is Körlum fækkar ört í framhaldsskólunum Kynjahlutfall framhaldsskólakennara er að breytast hratt. Konum við kennslu hefur fjölgað um fjörutíu prósent á sex árum en körlum aðeins um sjö prósent. Þróunin er talin neikvæð og hefur áhrif á starf skólanna og launaþróun. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR MÓTMÆLI Framhaldsskólakennarar mótmæltu stytt- ingu náms til stúdentsprófs árið 2005. Miklar breyt- ingar munu verða á skólastarfi en einnig samsetningu kennarahópsins á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BRETLAND, AP Stéttaskipting í Bretlandi virðist vera rótgróin ef marka má nýlega rannsókn sem sýnir að möguleikar barna til að komast í hærri tekjuhóp heldur en foreldrar þeirra hafi ekkert breyst á þrjátíu ára tímabili, frá árinu 1970 til 2000. Breska götublaðið Daily Mail sagði niðurstöðuna „hrikalega“ og sýna að „stéttaskipting í Bretlandi hefur dýpkað og er núna með því versta sem gerist í heiminum.“ Dagblaðið The Independent varaði við því að fátækra barna biðu „ömurleg örlög“. Vikurit- ið Spectator sagði það áfall að félagslegur hreyfan- leiki í Bretlandi hefði „staðið í stað í 30 ár“. Einn rannsakenda, Jo Blanden, hagfræðingur við Surrey-háskóla, sagði niðurstöðurnar þó ekki það afdráttarlausar og að Bretar ættu alltént betri möguleika á að bæta stöðu sína en Bandaríkjamenn. Í rannsókninni voru tekjur mældar og menntun en ekki félagsleg staða eða stétt, að sögn Blandens. Fram kom að einkunnir fátækra en greindra barna fóru lækkandi eftir því sem börnin eltust. Einkunnir minna greindra barna frá ríkari fjölskyldum hækkuðu hins vegar eftir aldri. - sdg Félagslegur hreyfanleiki á Bretlandi hefur staðið í stað síðustu þrjátíu ár: Stéttaskiptingin söm og árið 1970 LÁVARÐADEILDIN Bretar halda fast í hefðir á borð við lávarða- deild þingsins og aðalstitla gömlu yfirstéttarinnar. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.