Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 24
24 16. desember 2007 SUNNUDAGUR L andspítalinn, Þjóð- kirkjan og Hjúkrunar- þjónustan Karitas standa fyrir samveru á aðventu sem er sér- staklega ætluð þeim sem syrgja ástvini. Samveran fyrir þessi jól fór fram í Grensáskirkju síðastliðinn fimmtudag og telur Rósa Kristjánsdóttir, djákni á Landspítalanum, að um 250 manns hafi mætt sem er mun minna en undanfarin ár enda var veður og færð með versta móti. Undanfarin ár hafa á milli 280 til 300 manns mætt til þessarar samverustundar. „Það sem gerir þessa samveru mjög hjartnæma er minningar- stundin þar sem fólk kveikir á kertum til að minnast látins ætt- ingja; það er mjög tilfinninga- þrungið.“ Að leyfa sér að upplifa sorgina Rósa sá sjálf á eftir barnabarni og föður á síðasta ári svo hún veit hvað það er að halda jól eftir að skarð hefur myndast í fjölskyld- unni. „Það er mín reynsla og ég trúi því að almennt gefist það best að taka á missinum strax og leyfa sér að upplifa sorgina. Ég er hjúkr- unarfræðingur og þar var mér kennt að það þurfi að hrófla við sárunum og hreinsa áður en þau geta gróið saman aftur. Ég veit að sumir kjósa að vera ekki á landinu yfir fyrstu jólin eftir ástvinamissi og auðvitað virði ég það því hver og einn tekst á við sorgina með sínum hætti. En það koma jól eftir þessi og hvað á að gera þá? Eins hef ég heyrt það að heimkoman geti verið erfið í slík- um tilfellum.“ Jól sem minna á fráfall Þótt Rósa hefði aldrei upplifað jól með dótturdóttur sinni sem lést skömmu eftir fæðingu var margt sem minnti á áfallið fyrstu jólin eftir fráfall hennar. „Dóttir mín og tengdasonur höfðu til dæmis ákveðið að eftir að þau væru komin með barn myndu þau halda jólin heima og útaf fyrir sig. Þau héldu sig við þá ákvörðun þrátt fyrir allt og ég veit að það var erfitt.“ Starfsfólk Landspítalans leggur mikið upp úr því að reyna að lina sársauka þeirra sem séð hafa á eftir ástvinum á árinu. „Þáttur í eftirfygni við aðstandendur er boð til þessarar samveru og ég veit að hún hefur verið mjög mikilvæg fyrir marga. Svo vil ég trúa því að boðskortið eitt og sér hafi haft ein- hverja þýðingu fyrir þá sem ekki gátu komist.“ Að lokum hefur Rósa litla hug- vekju fyrir alla sem senn munu halda gleðileg jól. „Það er fyrir- ferðarmikið í fjölmiðlum að allir hafi það svo gott um jólin. Ég er ekki að leggja til að fólk haldi jól með samviskubit þar sem aðrir eigi um sárt að binda en hins vegar mættum við leiða hugann að þeim og jafnvel rétta hjálparhönd, það er jafnvel innhaldsríkara að gleðj- ast með þeim hætti.“ Jólakvíði EA-samtökin, eða Emotion Anon- ymous, hafa í fjölda ára haldið fundi um jólakvíða á aðventunni þar sem fólk sem haldið er slíkum kvíða reynir að vinna bug á þess- um kvilla sem leitt getur til vanlíð- anar og þunglyndis. Stefán Jóhannsson er einn þeirra sem hefur þurft að glíma við þenn- an vanda og hjálpað öðrum að tak- ast á við hann. „Þegar ég var fyrst beðinn um að halda námskeið um jólakvíða þá fórum við að gera okkur grein fyrir því hvað það voru margir sem leituðu til sálfræðinga og geð- lækna einfaldlega vegna þess að þeir voru skelfingu lostnir og full- ir kvíða fyrir jólin,“ segir hann. „Enda geta þau verið erfið fyrir þá sem hafa misst ástvin á árinu, farið í gegnum skilnað eða hjá þeim sem eiga í fjárhagskröggum. Það er því miður ekki annað að sjá á aðsókninni eftir þeirri aðstoð sem veitt er fyrir hver jól en það sé nokkuð stór hópur. Svo kvíða börn jólunum ef þeim fylgir mikil drykkja foreldranna.“ Jólainnkaup í ágúst Jólakvíðinn hefur birst Stefáni í mörgum myndum. „Einhvern tím- ann fylgdi þessum tíma mikið óhóf til dæmis í drykkju og það kom óreiðu á marga hluti. Svo var ég stundum svo upptekinn að ég hafði engan tíma fyrir fólkið mitt. Það hringdi og ég lét bara símsvarann um að svara því og svo kveið ég fyrir því að hlusta á skilaboðin. Og svo var það erfiðasta þegar ég missti konu mína fyrir allmörgum árum. Kvíðinn getur verið mjög lamandi og hann getur fengið fólk til að einangra sig eins og í mínu tilfelli því ég vildi ekki vera að ónáða fólk með mínum kvíða. Ég vildi helst bara fá að vera í friði og þá þótti mér hreinlega ónæði af því ef verið var að bjóða manni eitthvað.“ En nú hefur Stefán brugðist við með árangursríkum hætti og sér fram á gleðileg jól. „Ég ætla ekki að taka þátt í þessu jólastressi. Nú geri ég allt tímanlega, ég keypti til dæmis flestar jólagjaf- irnar í ágúst. Ég byrja oft á vorin að kíkja eftir góðum gjöfum. En því er ekki heldur að neita að stundum gerir kvíðinn vart við sig en ég er búinn að vinna það vel í mínum málum að hann fær ekkert að staldra við.“ Að gleðjast með það sem þú hefur En hvað geta þeir gert sem finna fyrir kvíða nú þegar eftirvænting fyllir hjörtu flestra? „Við megum ekki gleyma hverju við erum að fagna á jólunum. „Í dag er oss frelsari fæddur,“ er það ekki fagn- aðarerindið? Það er að segja, þetta snýst um frelsi en svo höndlum við þetta ekki betur en svo að það vill snúast í andhverfu sína. Það er því mikilvægt að gleðjast með það sem maður hefur, óska sér gleði- legra jóla og reyna að finna til gleði þegar maður kveikir á sínu kerti þótt það sé aðeins eitt kerti en ekki tíu og gleðjast yfir matn- um þó að á borðum sé frekar kot- ungs- en kóngamatur.“ Unnið er eftir 12 spora-kerfinu í EA-samtökunum rétt eins og gert er í AA-samtökunum. „Í AA koma menn saman og viðurkenna van- mátt sinn gagnvart áfenginu en við tölum um vanmátt okkar gagn- vart eigin tilfinningum. Oft reyna menn að vinna bug á tilfinningum sem valda þeim vand- ræðum með vitsmununum en það er í raun eins og að fara út í bóka- búð og ætla að kaupa fransbrauð. Þú vinnur ekki bug á tilfinningun- um með vitsmununum.“ Skyldu það vera kvíðajól? Bráðum koma blessuð jólin börnin fara að hlakka til, segir í kvæðinu. En það er langur vegur frá því að allir hlakki til jólanna því í hugum sumra get- ur þessi hátíð ljóss og friðar verið átakanleg. Jón Sigurður Eyjólfsson talaði við Rósu Kristjánsdótt- ur og Stefán Jóhannsson sem bæði hafa upplifað slík jól. Kvíðinn getur ver- ið mjög lamandi og hann getur fengið fólk til að einangra sig eins og í mínu tilfelli því ég vildi ekki vera að ónáða fólk með mín- um kvíða. STEFÁN JÓHANNSSON RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR, DJÁKNI LANDSPÍTALANS Hún veit hvað það er að upplifa átakanleg jól og nú hjálpar hún öðrum, eins og starfsfólk af mörgum deildum Landspítalans, að fara sem gæfulegast í gegnum slík jól. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BARIST VIÐ JÓLAKVÍÐA Stefán Jóhannsson segir að fjölmargir leiti til sálfræðinga og geðlækna skelfingu lostnir og fullir kvíða fyrir jólin. Sjálfur var hann í þeim hópi sem þjáðist um hátíðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.