Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 16
 16. desember 2007 SUNNUDAGUR UMRÆÐAN Skipulagsmál Sigurður Matthíasson, eigandi Svefns og heilsu ehf., ásakaði bæjaryfirvöld á Akureyri um valdhroka í tengslum við fram- kvæmdir á Glerártorgi í grein í Fréttablaðinu þann 13. desember sl. Í grein Sigurðar eru nokkrar rangfærslur sem ástæða er að leiðrétta. Í stuttu máli snýst deila þessi um niðurrif á eign SMI ehf. en félagið er eigandi verslunarmið- stöðvarinnar Glerártorgs. Umrædd eign er áföst hluta versl- unar Svefns og heilsu ehf. og telst ein eign skv. fjöleignarhúsalögum. Til þess að niðurrifið nái fram að ganga þarf samþykki sameiganda, en Svefn og heilsa ehf. hefur ekki viljað gefa leyfi fyrir því, þrátt fyrir að félagið hafi enga lögvarða hagsmuni af því að umræddur eignarhluti víki af svæðinu. Ítrek- að hefur verið leitað eftir sam- þykki á niðurrifinu og því jafnan hafnað. Skýrt skal tekið fram að eignir Svefns og heilsu ehf. skerð- ast með engum hætti þó svo að umrætt leyfi verði gefið fyrir nið- urrifinu. Aðkoma Svefns og heilsu ehf. er frá Borgarbraut og eru ekki lagð- ar til breytingar þar um eða farið fram á skerðingu á eignarhaldi húseigna félagsins. Þar með er tekið fullt tillit til þarfa Svefns og heilsu ehf. og hagsmunir verslun- arinnar tryggðir í deiliskipulags- tillögunni. Ranglega er því haldið fram að hagsmunir framkvæmda- aðila hafi verið teknir fram yfir hagsmuni Svefns og heilsu ehf. Í hnotskurn snýst málið um önnur atriði s.s. tengingar húsnæðis Svefns og heilsu ehf. við nýbyggingar- hluta Glerár- torgs. Þessir tveir aðilar, Svefn og heilsa ehf. og SMI ehf., hafa ekki komist að sameiginlegri niður- stöðu hvað það varðar og er það mál þeirra í milli sem Akureyrar- bær getur ekki skipt sér af. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála vísaði nýlega frá kröfu Svefns og heilsu ehf. um ógildingu deiliskipulagsins þar sem þeir áttu ekki hagsmuna að gæta. Það er því rangt sem haldið er fram í greininni að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna félagsins. Áður hafði sama nefnd vísað frá tveimur kærum Svefns og heilsu ehf. og komist að þeirri niðurstöðu að félagið hefði ekki hagsmuna að gæta. Er um valdhroka að ræða þegar deilumál sem þessi fá slíka niðurstöðu frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála sem er hinn rétti vettvangur slíkra mála? Ósk Akureyrarbæjar hf. um samþykki Svefns og heilsu ehf. á niðurrifi á eign sem fyrirtækið á ekki hefur ekki fengist, en það er forsenda þess að aðgengi að Gler- ártorgi verði tryggt. Akureyrar- bær er því nauðugur einn kostur, til að skipulagið nái fram að ganga, að fara fram á eignarnám á hluta húsnæðis Svefns og heilsu ehf. Það skal skýrt tekið fram að ítrekað hefur verið leitað sátta og Svefni og heilsu ehf. verið boðnar sáttagreiðslur í málinu. Því miður hefur það ekki gengið eftir og því er þessi neyðarleið farin eins og áður segir. Áður en slíkt er heimil- að skal leita samþykkis Skipulags- stofnunar og sannanlega skal sýnt fram á að samningaleiðin hafi verið reynd til þrautar. Akureyrarbær hefur átt í góðu samstarfi við atvinnulífið í bænum og fjöldi fyrirtækja hefur að und- anförnu hafið rekstur á Akureyri sem sýnir að hér er gott að stofna og reka fyrirtæki. Það er því dap- urleg staðreynd ef forsvarmenn Svefns og heilsu ehf. velja þann kostinn sem verstur er í stöðunni í stað þess að halda áfram með blómlegan rekstur og vinsæla verslun, öllum til góðs í framtíð- inni. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Glerártorg – staðreyndir málsins Skýrt skal tekið fram að eignir Svefns og heilsu ehf. skerðast með engum hætti þó svo að umrætt leyfi verði gefið fyrir niðurrifinu. SIGRÚN BJÖRK JAKOBSDÓTTIR UMRÆÐAN Varnarmál Þar sem öryggissamstarfið við Bandaríkin rofnaði ekki 2006, þarf Ísland hvorki að grípa til róttækra ráðstafana í öryggismál- um né að móta nýja Evrópustefnu. Íslensk stjórnvöld verða engu síður að huga að því, hvernig hagsmunum Íslands er best borgið í samræmi við samrunaþróunina í Evrópu. Þar er átt við stækkun Evrópusambandsins, vöxt myntbandalagsins og viðgang evrunnar. Lega Íslands mótar óhjákvæmilega varanlega öryggis- hagsmuna Íslendinga sjálfra og bandamanna þeirra — landið er enn skurðpunktur öryggishagsmuna Evrópu og Norður Ameríku. Íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt og þess vegna heldur varnar- samningurinn enn óbreyttu gildi sínu. Íslendingar beina athygli sinni í auknum mæli í norður, fyrst að olíu- og gasflutningum um íslensku efnahagslögsöguna, svo að umskipunarhöfnum á Íslandi; síðan að olíu- og gasvinnslu í okkar efna- hagslögsögu. Ísbreiða heimskautsins hopar stöðugt sökum loftslagsbreytinga og opnar siglingaleiðir og veitir aðgang að auðlindum, sem áður voru lokaðar sökum ísalaga árið um kring. Verður Norður-Íshafið nýtt Miðjarðarhaf vegna loftslagsbreytinga? Þróun öryggismála Þróun öryggismála á Norður-Atlantshafi var með þeim hætti að umsvif flota og flughers Sovétríkj- anna jukust jafnt og þétt frá lokum sjöunda áratug- arins og fram til 1985 þegar þessi umsvif náðu hámarki. Viðbúnaður Bandaríkjanna á Íslandi — kafbátavarnir og loftvarnir — var í fullu samræmi við þessi umsvif Sovétríkjanna. Með hruni Sovét- ríkjanna og tímabundnu hnignunarskeiði Rússlands gjörbreyttust pólitísk viðhorf og þar með ógnarmat NATO á Norður Atlantshafi og annars staðar. Augljóst hefur verið allt frá því að Sovétríkin heyrðu sögunni til að varnarsamstarf Íslands og Bandríkjanna myndi taka breytingum. Spurningarn- ar nú eru um það, hvernig á að framkvæma varnar- samninginn við núverandi aðstæður.Það verður að sýna fram á: (a) með hvaða hætti verður snúist til varna á landi; (b) að unnt sé að fylgjast náið með öllum siglingum við Ísland; (c) með hvaða hætti haldið verður uppi loftvörnum á Ísland; og (d) að tryggt sé öryggi allra þeirra sem lenda í lífsháska á Íslandi eða í nágrenni við landið.Því þarf að meta þýðingu þess út frá öryggis- og varnarhagsmunum Íslands að senn hafa aðflutningsleiðir sem liggja um íslenska efnahagslögsögu afgerandi þýðingu fyrir orkuöryggi bandalagsþjóða Íslands og fyrir heims- viðskipti. Samstarf við grannþjóðir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra færði fyrir því rök í september 1995 að við Íslendingar ættum að búa okkur undir að axla meiri ábyrgð á eigin öryggi og ljóst væri að við hefðum styrk til að koma á eigin varnarsveitum. Björn hefur margoft bent á nauðsyn þess að efla enn frekar samstarf og samráð Íslands við grannþjóðir um siglingar og hafnarmál og öryggisviðbúnað við Norður Atlantshafið til að bregðast við mikilli aukningu siglinga og sjóflutninga um þessi hafsvæði, einkum í tengslum við auðlindanýtingu á norðurslóð- um, ekki síst vegna olíu- og gasvinnslu. Árið 1999 kynnti ríkisstjórn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra megintillögur starfshóps um öryggismál. Hópurinn lagði meðal annars til að leiðir yrðu kannaðar til þess að Íslendingar gætu axlað stærra hlutverk, einir eða í samstarfi við önnur ríki, í vörnum Íslands. Áhersla var einkum lögð á eftirfarandi atriði: (a) efld löggæsla; (b) varnir gegn hryðjuverkum; (c) almannavarnir; (d) björgunarstörf og leit;(e) æfingar og; (f) eftirlit og gæsla á hafinu kringum landið. Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna frá 2006 felst í þessum atriðum: (a) samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um framtíðarfyrirkomulag varna Íslands; (b) samkomulagi um skil á landi og á mannvirkjum; (c) samkomulagi um afhendingu búnaðar og tækja vegna yfirtöku Íslands á rekstri Keflavíkurflugvallar; og loks (d) samningi um leigu á búnaði og tækjum fyrir flugvöllinn. Íslendingar verið virkari Þríþætt verkefni blasti við ríkisstjórn Íslands 2006 þegar stjórn Bandaríkjanna tilkynnti um brottför varnarliðsins. Í fyrst lagi þurfti að tryggja að rekstur alþjóðaflugvallarins í Keflavík gengi snurðulaust eftir brottför varnarliðsins. Bandarík- in áttu þar mikilvægan búnað sem samkvæmt bandaríkum lögum hefði átt að flytja burt frá Íslandi ef ekki hefði samist um annað en samkomu- lag náðist um þetta atriði. Í öðru lagi þurfti að ná samkomulagi um skil á landi og mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli og annars staðar á Íslandi og það tókst sömuleiðis. Þriðja og síðasta verkefnið var að tryggja öryggishagsmuni Íslands til framtíðar og það tókst og nú eiga ríkin tvö í viðræðum um frekari útfærslu hins nýja öryggis- samstarfs. Sú aðstoð og samvinna er mikilvæg sem boðin er fram af hálfu Bandaríkjanna í tengslum við öryggissamstarfið á sviði löggæslu, landa- mæraeftirlits, landhelgisgæslu, varna gegn hryðjuverkum og fleiri öryggisþátta. Hér skapast ýmis tækifæri fyrir löggæsluaðila á Íslandi. Ljóst er að Íslendingar sjálfir verða hér efir að vera virkari í eigin öryggismálum en verið hefur og þá ekki síst þegar kemur að innra öryggis ríkisins og borgaranna og verja þarf meiri fjár- munum til þessara verkefna.Sérstök varnarmála- stofnun er með öllu óþörf. Höfundur er fyrrverandi ráðuneytisstjóri. Skurðpunktur öryggishagsmuna RÓBERT TRAUSTI ÁRNASON Myndaðu eins og fagmaður. Borgaðu eins og leikmaður. Taktu hágæða ljósmyndir heima í stofu, leiktu þér að ljósmyndun. Tilvalið fyrir eigendur SLR véla. www.hanspetersen.is INTERF IT EX15 0 HEIMA STÚDÍÓ 39.990kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.