Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 82
46 16. desember 2007 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is Ingvi Hrafn Jónsson sjón- varpsstjóri segir afskriftir skulda RÚV andstyggilegan gerning. Segist sjálfur hafa þjáðst af RÚV-hrokanum, sem hann kallar svo meðan Páll Magnússon sjónvarps- stjóri segir Ingva Hrafni skjöplast þegar kemur að rökhugsuninni. „Enginn er látinn sæta ábyrgð fyrir þetta sukk. Reginhneyksli. Það er mín persónulega skoðun. RÚV-hrokinn er erfiður sjúkdóm- ur,“ segir Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri á ÍNN, meistari ljósvakans, og sparar sig hvergi venju fremur. Ingvi er mættur til landsins frá Flórída og það beinlínis hvín í tálknum hans í þættinum Á Hrafnaþingi. Já, og reyndar hvar sem hann fer. Því nú ofbýður Ingva Hrafni. Í útsendingu á mánudag henti hann frá sér í gólf- ið útprentaðri frétt Vísis þess efnis að á fjárlögum væri gert ráð fyrir því að afskrifa 800 millj- ónir af skuldum RÚV ohf. Með viðbjóði. Ingvi Hrafn telur þetta makalausan gerning. „Ég er að reka hér litla sæta sjónvarpsstöð og ströggla við að halda því dæmi gangandi. Svo les maður það að Sjálfstæðisflokkur- inn, flokkur einkaframtaksins, heldur áfram að moka almannafé í þessa hít. Fyrirtæki sem hefur undanfarin fimm ár tapað milljón á dag. Menntamálaráðherra er búinn að gera ýmsar dellur en svo eru þær krórónaðar í fjárlögum með að henda óheyrilegum fjár- munum í þetta opinbera ríkisfyr- irtæki,“ segir Ingvi Hrafn. Og hann getur trútt um talað. Því hann var fyrir tuttugu árum starf- andi sem fréttastjóri á Ríkissjón- varpinu og veit um hvað hann talar. Sjálfur segist Ingvi Hrafn hafa verið haldinn RÚV-hroka og góður með sig í skjóli ríkisins. „En þetta finnst mér „dis- gusting“. Að sjá þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingar henda þessum síðustu óráðsíu- peningum í RÚV. Blessa sjálftöku fjár í hlutafélag undir stjórn Páls Magnússonar. Mér finnst þetta andstyggilegt. Svo gerir RÚV allt til að klekkja á keppinautum sínum með undirboðum á auglýs- ingamarkaði og hafa í hótunum við fólk ef það mætir á aðra miðla í viðtöl.“ Ingvi Hrafn er flokksbundinn sjálfstæðismaður og það er honum óljúft að játa að þessi gerningur lýsi hentistefnu sem flokkur hans praktiserar. „Jájá, það má kannski kalla þetta aumingjaskap. Þetta er þvert á allt það sem við frjáls- hyggjumenn viljum. Maður hefði haldið að Sjálfstæðisflokkurinn vildi losa um þessi heljartök ríks- ins en mér býður í grun að ótti flokksins við aðaleigendur 365 ráði þarna mestu um.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir, varðandi afskriftir á skuld- um RÚV, það alltaf hafa legið við formbreytingu stofnunarinnar í vor að eiginfjárhlutfall hins nýja félags yrði 15 prósent. „Ekkert nýtt í því og eitthvað skjöplast Ingva Hrafni nú þegar kemur að rökhugsuninni eins og fyrri daginn. Því til þess er ein- mitt leikurinn gerður að komast fyrir þennan taprekstur. Alltaf hefur legið fyrir að Ríkisútvarpið hefur verið rekið með tapi undan- farin tíu ár eða svo. Á bilinu 150 uppundir 400 milljónir á ári. Hvar á þeim kvarða hefur ráðist mjög af gengisþróun á hverjum tíma.“ jakob@frettabladid.is RÚV-hrokinn erfiður sjúkdómur INGVI HRAFN SÝNIR PUTTANN Jólakveðja Ingva Hrafns til fjárlaganefndar fyrir að blessa sjálftöku fjár yfirstjórnar RÚV. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Söngkonan Jennifer Lopez hefur lítið viljað tjá sig um þungun sína sem hún staðfesti 7. nóvember, löngu eftir að farið var að sjást á henni. Nú harðneitar hún að gefa upp kyn barnsins en nýleg versl- unarferð hennar gefur til kynna að hún eigi von á tví- burum af sitt hvoru kyni með eiginmanni sínum, söngvaranum Marc Anth- ony. Lopez keypti tvo samstæða barna- galla, annan í bláu og hinn í bleiku, sem hún lét svo áletra á orðin prins og prinsessa. Hjón- in skráðu sig einn- ig á gjafalista hjá versluninni Petit Tresor í Los Angel- es og eru flestir munir á óskalistan- um í tvöföldu. Þar má meðal annars finna tvo bangsa, með bleika slaufu annars vegar og bláa hins vegar, tvær bastkörfur, tvær skokk-kerrur og tvo tvíburavagna, hvorn í sínum litnum. Sama verslun var einnig ráðin til að hanna barnaherbergi í öll þrjú hús stjörnuparsins og er þar ekkert til sparað. Hvert herbergi mun kosta um 2,5 milljónir króna, vöggurnar skreytt- ar gulli og frönsku útsaum- uðu rúmfötin auðvitað í bleiku og bláu. Jennifer Lopez er 38 ára og telja gárung- arnir hana hafa orðið barnshafandi í kjöl- far tæknifrjóvgun- ar, sem eykur líkur á tvíburagetnaði. Söngkonan hefur ekki viljað gefa upp settan fæðingardag en talið er að hún eigi von á sér í febrúar. Lopez með tvíbura JENNIFER LOPEZ OG MARC ANTHONY Eiga von á stelpu og strák ef marka má nýlega verslunar- ferð þeirra. Katie Holmes klæðir sig upp til að gleðja eiginmann sinn, leikarann og vísindakirkjumanninn Tom Cruise. Hún segir að það kveiki sérstaklega í honum þegar hún fer í jakkaföt eða mínípils. „Ég er hrifin af því að hann sé hrifinn af því. Þá roðna ég!“ segir leikkonan. Í viðtali við InStyle sagðist hún hins vegar hrífast af framtaks- semi eiginmanns síns. „Hann veit hvað hann er að gera. Þegar hann ákveður að gera eitthvað gerir hann það. Það er frábært. Það er æsandi,“ segir Katie. Hún hefur nú einnig tjáð sig um fæðingu dóttur sinnar, Suri, sem er eins og hálfs árs gömul. Sögusagnir um að fæðingin hafi verið í anda Vísindakirkjunnar, og því farið fram í algjörri þögn, hafa gengið fjöllum hærra. Katie stendur hins vegar fast á því að eiginmaður hennar hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að láta henni líða vel. „Ég hefði ekki getað beðið um meiri stuðning frá einni manneskju. Hann var búinn að undirbúa herbergið með kertum úti um allt og myndum í römmum. Það var mjög heimilis- legt og fallegt,“ segir Katie. Mínípils Katie æsa Tom Cruise upp KLÆÐIR SIG FYRIR CRUISE Katie Holmes segist klæðast jakkafötum eða míní- pilsum til að kveikja í eiginmanni sínum, Tom Cruise. NORDICPHOTOS/GETTY > Í FÖTUM AL CAPONE Þegar Robert De Niro lék glæpaforingjann Al Capone í kvikmyndinni The Untouch a- bles leitaði hann uppi klæð- skerana sem unnu fyrir hinn raunverulega Capone snemma á 20. öld og lét þá sníða nákvæmlega eins föt á sig fyrir myndina. w w w .o as is- st or es .co m 25% afsláttur af öllum yfirhöfnum KRINGLUNNI OG SMÁRALIND Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.