Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
SUNNUDAGUR
16. desember 2007 — 342. tölublað — 7. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Hátíðamatur
Fallegar myndir,
uppskriftir og ráð
um forrétti, aðal-
rétti og eftirrétti
eru meðal efnis í
sérblaði um mat.
FYLGIR FRÉTTA-
BLAÐINU Í DAG
Matur
OPIÐ: SUNNUDAG KL: 12-18
Ljósakrónur
STÚDENTABLAÐIÐ
HÁSKÓLINNH
MENNINGM
PÓLITÍKP
fylgir
Fréttablaðinu
í dag!
Matur
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]
Desember 2007
ÞAÐ SEM VEX OG GRÆR VIÐ OKKAR FÓT HANGIKJÖT NÚTÍMANSKARTÖFLUR ERU BRAUÐ JARÐAR HEITREYKT GÆS
Bjóralið og
nuddað naut
forréttur að hætti Grillsins
Andabringur
– einfaldur
veisluréttur
Nanna Rögnvaldardóttir skrifar
Lagskipt og
leikandi
jóladesert Friðriku
Geirsdóttur
Meðlæti
MÁLTÍÐIN
FULLKOMNUÐ
Þrjár góðar uppskriftir að rauðkáli, ítölsku eggaldini og Waldorfsalati í nýjum búningi.
Góðir gestir í
Berlín
Cat Stevens vill
setja upp söngleik
í leikhúsi Helga
Björnssonar.
FÓLK 58
ALLHVASST Í dag verða suðaustan
10-18 m/s sunnan og vestan til
annars hægari. Hvessir austan til
seint í dag. Dálítil rigning sunnan og
vestan til, einkum síðdegis. Skýjað
með köflum á Norðausturlandi.
Hlýnandi veður.
VEÐUR 4
JÓLALEGASTI GLUGGINN Það var mikið um dýrðir í versluninni 38 þrep við Lauga-
veg í gær en gluggi verslunarinnar var valinn sá jólalegasti af samtökunum Miðborg
Reykjavíkur. Eflaust hefur gamli hesturinn átt drjúgan þátt í að heilla dómnefndina.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÖRYGGISMÁL Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra segir það stílbrot að
koma á fót nýrri stofnun í kringum
ratsjárkerfið hér á landi, í ljósi
þess að vel hafi gengið að samhæfa
störf þeirra sem koma að öryggis-
málum. Þetta er þvert á hugmynd-
ir Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur utanríkisráðherra um stofnun
nýrrar varnarmálastofnunar, að
mati Steingríms J. Sigfússonar,
formanns Vinstri grænna. „Ágrein-
ingurinn hefur verið staðfestur
svart á hvítu.“
Frumvarp Ingibjargar um varn-
armál er til umræðu í þingflokkum
stjórnarliða og verður lagt fram á
vorþingi.
Björn kynnti ríkisstjórninni nýja
skýrslu um víðtækar öryggisráð-
stafanir á vegum dóms- og kirkju-
málaráðuneytis og stofnana þess á
föstudag. Í niðurstöðum kynningar
á skýrslunni segir að mikið hafi
áunnist á undanförnum árum við
að samhæfa störf allra sem að
öryggismálum koma, og Björn
heldur áfram: „Stílbrot á þeirri
þróun að koma á fót nýrri stofnun í
kringum ratsjárkerfið. Íhuga alla
þætti vel, áður en það skref er stig-
ið.“
Spurður um hvort ágreiningur
sé innan stjórnarflokkanna um
stofnun varnarmálastofnunar segir
Björn svo ekki vera. Stílbrotið
segir hann felast í því „ef ratsjár-
stofnun er ekki hluti þess sam-
hæfða öryggiskerfis, sem hefur
verið þróað hér undanfarin ár.
Stofnun á vegum utanríkisráðu-
neytisins kemur ekki í veg fyrir, að
um slíka samhæfingu verði að
ræða.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
utanríkisráðherra boðaði stofnun
varnarmálastofnunar á fundi Varð-
bergs og Samtaka um vestræna
samvinnu í lok nóvember. Kom
fram í máli hennar að ekki ætti að
blanda saman varnarviðbúnaði og
borgaralegum stofnunum.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, segir að
ágreiningur stjórnarflokkanna um
öryggismál hafi verið staðfestur.
„Þetta er augljóst dæmi um að
þetta er bandalag um völd en ekki
venjuleg málefnabundin ríkis-
stjórn. Stjórnin hefur svikið öll lof-
orð um virkt þverpólitískt sam-
ráð.“
Jón Gunnarsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því
yfir að réttara væri að Samhæfing-
armiðstöðin í Skógarhlíð læsi úr
merkjum íslenska loftvarnarkerf-
isins en að stofnuð verði sérstök
varnarmálastofnun. Hann segir
ljóst að skiptar skoðanir séu um
það innan stjórnarflokkanna hvort
hægt sé að blanda saman rekstri
sem tengist NATO og borgaraleg-
um verkefnum hér á landi.
Ekki náðist í utanríkisráðherra
við vinnslu fréttarinnar. - bj / - shá
Stofnun um
ratsjárkerfið
er stílbrot
Ný stofnun í kringum ratsjárkerfið er stílbrot, segir
dómsmálaráðherra. Hann segir ekki ágreining um
málið í ríkisstjórn. Þvert á hugmyndir utanríkisráð-
herra um varnarmálastofnun, segir stjórnarandstaðan.
LÖGREGLUMÁL Tveir hettuklæddir
menn brutust inn í Bauluna í
Borgarfirði í fyrrinótt. Þjófarnir
brutu upp hurð til að komast inn
og höfðu á brott með sér poka af
karamellum.
Mennirnir óku síðan á brott og
hefðu ef til vill komist upp með
athæfið hefðu þeir ekki kastað
karamellunum út um bílglugga
skammt frá Blönduósi. Sú slæma
hegðun vakti athygli lögreglunn-
ar sem stöðvaði mennina og
handtók þá. - þo
Hettuklæddir brutust inn í Bauluna í Borgarfirði:
Stálu poka af karamellum
Þetta er augljóst dæmi
um að þetta er bandalag
um völd en ekki venjuleg mál-
efnabundin ríkisstjórn.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
FORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA
NÁTTÚRA „Þetta er í fyrsta skipti sem sannað þykir
að hér voru tófur fyrir landnám,“ segir Páll Her-
steinsson, prófessor í spendýrafræði. Um 3.500 ára
gömul bein íslenskra tófna fundust á Hvalsárhöfða
milli Kollafjarðar og Steingrímsfjarðar á Ströndum.
Niðurstaða rannsóknar Páls og fleiri dýrafræðinga á
beinunum birtist í Náttúrufræðingnum.
„Það eru til þjóðsögur um að tófan hafi verið flutt
hingað til lands af mönnum,“ segir Páll. Rannsóknin
rennir aftur á móti stoðum undir þá kenningu að
tófur hafi verið á Íslandi frá lokum ísaldar. Það
reynist þó erfitt að sanna að þær hafi verið svo
lengi.
„Hellirinn sem þær fundust í reis upp yfir
sjávarmál fyrir um 4.000 árum. Til þess að finna
eldri leifar þyrfti að fara mikið ofar og sprengja upp
hella 80 metrum fyrir ofan sjávarmál,“ segir Páll, en
hann telur ekki líklegt að farið yrði í slíkar aðgerðir.
Tófubeinin fundust fyrir tilviljun árið 2004 eftir
að klettur við Rauðaberg var sprengdur upp vegna
vegagerðar. Opnaðist þá inn í skúta þar sem beinin
lágu og voru þau send í aldursgreiningu til háskól-
ans í Stokkhólmi. - eb
Eina spendýrið á Íslandi við landnám og hefur verið hér frá lokum ísaldar:
Fundu 3.500 ára gamlar tófur
BEINAFUNDUR Nokkur hundruð ár skildi tófurnar að sam-
kvæmt aldursgreiningu en þær hafa líklega leitað í skútann til
að drepast af náttúrulegum orsökum.
Markasúpa
Það var mikið skor-
að í ensku úrvals-
deildinni í gær.
ÍÞRÓTTIR 54
22EDRÚ Í ELLEFU MÁNUÐI
Þjálfun mikilvæg
til árangurs
Umsjónarfélag ein-
hverfra nýtur góðs af
söfnunarátaki.
TÍMAMÓT 18
Fjölnir tattú kynnist sjálf-
um sér upp á nýtt