Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 12
12 16. desember 2007 SUNNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu,
Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Hvert er hámarkið?
Þingheimur fór í jólafrí á föstudag og
hvað sem lesið var eftir að þinginu
var frestað virðist fólk sammála um
að haustþingið hafi verið fremur
tíðindalítið. Eini hasarinn hafi verið í
kring um þingskaparlögin, sem Vinstri
græn hafa ein verið á móti. Björn
Bjarnason veltir því fyrir sér á heima-
síðu sinni hvers vegna
Vinstri grænum vegni
svona illa í þinginu:
„Sumir segja, að með
9 mönnum sé þing-
flokkurinn orðinn of
stór. Eitt er víst, þetta
gengur ekki upp
hjá þeim.“
Ef þing-
flokkur
Vinstri
grænna er orðinn of stór til að vegna
vel, ættu þingflokkar Framsóknar-
flokks og Frjálslynda flokksins ekki að
vegna alveg framúrskarandi vel nú?
Af er það sem áður var
„Lesbók Morgunblaðsins hefur verið
gerð að vettvangi fyrir einhvers konar
vinstri spekinga … Þar vaða uppi
ofstækisfullir sósíalistar, femínistar,
póstmódernistar og umhverfis-
verndunarsinnar. Gamalgrónir
lesendur Morgunblaðsins eru
margir hættir að fletta Lesbók-
inni,“ hefur Egill Helgason eftir
ritstjóra Þjóðmála, Jakobi F.
Ásgeirssyni, í nýjasta hefti ritsins.
Það er greinilegt að Jakob
telur það af sem áður var,
þegar góðir hægrimenn
stjórnuðu blaðinu.
Elsku Davíð
Vefrit Stjórnmála og stjórnsýslu
(stjornmalogstjornsysla.is) hefur
birt ellefu nýja ritdóma á síðu sinni.
Einn af ritdómunum er „Saga hins
sjálfskipaða sveitamanns“ um ævi-
sögu Guðna Ágústssonar eftir Birgi
Hermannsson. Birgir er ekki alveg
jafndómharður og sumir aðrir sem rit-
rýnt hafa bókina, og ekkert er minnst
á biskupasögur. Birgir telur aftur
á móti að helsti galli bókarinnar
sé ekki gallalaus sýn á Guðna,
heldur skýlaus aðdáun á Davíð
Oddssyni: „Aðdáun Guðna
leynir sér ekki og þótt mikið
sé talað um Davíð í bókinni er
sú umfjöllun að mestu
gagnrýnislaus.“
svanborg@frettabladid.is
Trú og saga
Samspil trúar og ríkisvalds er eitt viðkvæmasta og erfiðasta deilumál sögunnar. Borgarastyrj-
aldir og milliríkjaátök hafa orðið vegna mismun-
andi skoðana manna á málinu og leitun er að því
deiluefni sem er eldfimara í mannlegu samfélagi.
Í landinu okkar hefur alla jafna ríkt góður friður
um þessi mál, fyrir utan helst þann tíma sem
siðaskiptin gengu yfir. Íslenska þjóðin er kristinn-
ar trúar, yfirgnæfandi meirihluti manna er í
þjóðkirkjunni og stærsti hluti þeirra sem kjósa að
standa utan hennar eru í kristnum trúfélögum.
Hingað til hefur það verið óumdeilt að kenna ætti
kristinfræði í skólum þótt vissulega hafi alla tíð
verið uppi sá vandi að börnum sem koma frá
heimilum þar sem foreldrar eru ekki kristnir sé
ætlað að stunda slíkt nám. Þeirri spurningu hefur
nokkuð vaxið fiskur um hrygg hvort saman fari
skólaskylda og kennsla í ákveðnum trúarbrögð-
um, hvort ríkisvaldið geti haldið einni trú að börn-
um umfram aðra.
Ríkið styður kirkjuna
Ég er þeirrar skoðunar að kenna eigi kristinfræði
í grunnskólum landsins. Í fyrsta lagi er kristin-
fræðsla ekki það sama og trúboð. Skólinn er ekki
kirkja og það er ekki hægt að leggja að jöfnu
trúboð og fræðslu í þeirri trú sem þjóðin aðhyll-
ist. Í öðru lagi tel ég að ríkisvaldið hafi rétt til að
hlutast til um að kristinfræðsla fari fram í skólum
landsins í ljósi þess að í stjórnarskránni stendur
að „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera
þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því
leyti styðja hana og vernda“. Ef þessu væri
öðruvísi háttað, ef hér væri ekki þjóðkirkja sem
ríkisvaldið styddi, þá væri eðlilegt að spurninga-
merki væri sett við kristinfræðslu í skólum á
vegum ríkisvaldsins. En þetta snýr hins veginn,
hér er ríkisstyrkt þjóðkirkja og því ekkert við það
að athuga að í ríkisreknum skólum sé kristin-
fræðsla.
Lykill að samfélaginu
Hvað varðar stöðu þeirra sem trúlausir eru eða
aðhyllast önnur trúarbrögð vil ég segja þetta.
Vandinn felst meðal annars í því að hér eru of fáir
sjálfstætt reknir skólar á grunnskólastigi, miðað
við til dæmis Norðurlöndin. Ég tel að sjálfstætt
starfandi skólum eigi að vera það í sjálfsvald sett
hvort þar séu kennd kristinfræði eða ekki. Meira
valfrelsi í skólamálum ætti því að geta orðið
hjálplegt fyrir þennan hóp. Jafnframt er ég
þeirrar skoðunar að vegna þess hversu saga og
menning þjóðarinnar er samofinn trúnni og
kirkjunni sé öllum nauðsynlegt að kunna góð skil
á helstu þáttum þeirrar trúar sem hefur verið
þjóðinni stoð og stytta í meira en þúsund ár. Þessi
rök eiga kannski einkum við þá sem hingað flytja
frá ólíkum menningarheimum, skilningur á trúnni
okkar er um leið lykill að skilningi á samfélaginu
okkar.
Samhengi og menning
Það á að kenna menningu og sögu íslenskrar þjóðar og íslensks samfélags. Það á að kenna
grunngildi með fullri vitund um það hvaðan þau
koma. Það á líka að muna að kristin gildi eru ekki
langt frá búddískum til að mynda. Virðing fyrir
fólki og náttúru er leiðarstef í mörgum trúar-
brögðum og það á að kenna. Það á að kenna
biblíusögur og hvar og hvernig þær endurspegl-
ast í bókmenntum allra tíma. Það á að nýta
dæmisögur biblíunnar til að vekja spurningar og
vangaveltur um siðferðileg álitaefni daglegs lífs.
Kennsla í kristinfræði er ekki kennsla í að vera
kristinn og á ekki að vera það. Það er ekki
hlutverk skólanna að stunda trúboð eða vera
staður fyrir trúariðkun. Það er hlutverk og
verkefni kirkjunnar. Kristni og biblíusögur mega
hins vegar ekki vera feimnismál. Sú kennsla er og
á að vera menningarsaga fyrst og fremst. Það á
heldur ekki að draga undan veikleika eða skugga-
hliðar kristninnar og kirkjunnar í sögunni og
áhrif hennar í lengd og bráð.
Félagslegt hlutverk
Hlutverk kirkju og kristni í lífshlaupi einstakl-
ings og þjóðar er jafnframt hluti kennslu í
samfélagsgreinum og skilningi á félagslegu
samhengi. Skírn, ferming, brúðkaup og jarðarfar-
ir marka spor í lífi velflestra fjölskyldna og eru
að hluta trúarlegar athafnir en að öðrum félags-
legar. Vísast er þetta hlutverk meira að segja
mismunandi í upplifunum hvers og eins án þess
að um það sé rætt sérstaklega í daglegu tali. Hins
vegar á það að vera umræðuefni í skólanum að
slíkar athafnir hafi þetta margþætta hlutverk.
Trúarlegur kveðskapur, jólasálmar, þjóðsöngur-
inn og gamlar bænir og vers hafa líka hluti
sögunnar og ennþá hluti daglegs lífs sumra. Þessi
þráður í sögu og menningu á að vera hluti
almennrar grunnmenntunar án þess að trúariðk-
un eigi að vera hluti skólastarfsins.
Umburðarlyndi er kjölfestan
Íslensk menning er síbreytileg og lifandi í
samfélagi þjóðanna. Það verðum við líka að muna
og það þarf að koma fram í námi og kennslu. Því
þarf almenn trúarbragðafræðsla að vera til staðar
og umræðan um jafnrétti lífsskoðana að eiga sinn
sess. Umburðarlyndi er kjölfesta margbreytilegs
samfélags, skilningur á mismunandi gildum,
trúarbrögðum og menningarheimum.
Við megum ekki vera svo hrædd við að styggja
hvert annað að við hættum að sinna kristilegum
hluta sögunnar og menningarinnar í kennslu og
skólastarfi. Við erum hluti ákveðinnar menningar
og eigum að vera það. Hverju við trúum hvert og
eitt getum við svo átt við okkur sjálf.
Á að kenna kristinfræði í
grunnskólum?
ILLUGI
GUNNARSSON
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
BITBEIN Illugi Gunnarsson spyr:Í
vikunni var maður dæmdur fyrir brot gegn stúlku sem var
nemandi hans. Brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir áttu
sér stað þegar stúlkan var fjórtán og fimmtán ára gömul en
samkvæmt framburði stúlkunnar hófust þau skömmu áður
en hún varð þrettán ára.
Maðurinn, sem var kennari stúlkunnar, stjúpfaðir vinkonu
hennar og knattspyrnuþjálfari hennar einnig um skeið, og stúlk-
an áttu í kynferðislegu sambandi og er maðurinn dæmdur fyrir
alvarlegt trúnaðarbrot sem varðað getur allt að tólf ára fangels-
isvistun.
Maðurinn var hins vegar dæmdur til fimmtán mánaða fang-
elsisvistar en dómurinn er skilorðsbundinn að fullu. Einnig er
honum gert að greiða stúlkunni 500.000 krónur í bætur, auk hluta
þóknunar réttargæslumanns hennar.
Í dómsorði yfir manninum segir: „Ákærða verður virt til mik-
illa málsbóta að gagnkvæmt ástarsamband var á milli hans og
stúlkunnar.“
Margt er skrýtið í kýrhausnum. Þrír dómarar við Héraðs-
dóm Norðurlands vestra komast að þeirri niðurstöðu að rétt sé
að kalla samband fullorðins manns, kennara og íþróttaþjálfara,
við nemanda í grunnskóla ástarsamband. Það er grundvallar-
misskilningur að samband milli fullorðins og barns geti talist
ástarsamband. Ástarsamband hlýtur alltaf að byggja á ákveðnu
jafnræði milli hlutaðeigandi.
Skilaboðin sem send eru með þessum dómi eru sérkennileg.
Hefði samband mannsins og stúlkunnar til dæmis ekki verið
refsivert ef maðurinn hefði eingöngu verið stjúpi vinkonu stúlk-
unnar en ekki kennari hennar eða íþróttaþjálfari?
Vitanlega er umhugsunarefni að þar til fyrir skemmstu var
löglegt að eiga samræði við fjórtán ára barn og að aldurinn var
þá aðeins hækkaður upp í fimmtán ár. Þarna ætti vitanlega aldur
beggja að skipta máli og þá aldursmunur um leið. Hugsunin með
þessari lagagrein hlýtur að vera sú að vernda börn.
Það kann að vera eitthvert sannleikskorn í gamla orðtakinu
sem segir að ástin spyrji ekki um aldur. Þann fyrirvara verður
þó að hafa á að ástin hlýtur að spyrja um aldur þegar barn er
annars vegar.
Samband barns við fullorðinn byggir alltaf á trúnaði barnsins
við þann sem eldri er og hinn eldri hlýtur alltaf að bera ábyrgð
í sambandinu. Stúlkunni og manninum ber ekki saman um hvort
stúlkan hafi verið þátttakandi í sambandinu með fullum vilja
eða ekki. Það ætti í raun ekki að skipta máli. Ef samband milli
barns og fullorðins verður kynferðislegt er það alfarið á ábyrgð
hins fullorðna. Hann bregst trúnaði. Því hlýtur dómurinn í Hér-
aðsdómi Norðurlands vestra að vekja furðu. Binda verður vonir
við að þessum dómi verði vísað til Hæstaréttar og maðurinn þar
dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni.
Sérkennilegur dómur í máli sem varðaði
samband fullorðins manns við barn:
Ástin hlýtur að
spyrja um aldur
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR