Fréttablaðið - 16.12.2007, Blaðsíða 53
ATVINNA
SUNNUDAGUR 16. desember 2007 15
Íslendingar hafa löngum
verið stoltir af því að
vera dugnaðarforkar til
vinnu. Það þykir sjaldan
fínt að vera letingi.
Enda er það satt: miðað við
hvað Íslendingar eru vel
settir peningalega byrja
börnin okkar að vinna til-
tölulega snemma. Unglinga-
vinnan er talinn sjálfsagður
kostur á sumrin og ótækt að
láta börnin hlaupa iðjulaus
um. Unglingar sækja hins-
vegar líka í vinnu hjá einka-
fyrirtækjum því þar eru
jafnan skárri laun. Launa-
taxtar þrettán ára unglings
eru ekki beysnir, fjórtán
ára fá þeir aðeins meira en
þó eru þetta lúsarlaun
miðað við það sem fullorðn-
ir fá. Hugsunin er sú að
menn öðlist meiri reynslu
eftir því sem þeir eldast og
taki það með sér í verðandi
vinnuframlegð.
En hver hefur ekki lent í
því að fara út í búð, setja
mat í kerru, keyra kerruna
upp að færibandi og sel-
flytja vörurnar upp á borð
þar sem taugatrekktur
unglingur lætur innrautt
píptæki lesa inn verð?
„Hvað ertu eiginlega gömul
elsku barn?“ Heyrði blaða-
maður eitt sinn út undan
sér í kassaröðinni.
Samkvæmt reglugerð
númer 426/1999 mega 13 til
14 ára unglingar einungis
vinna létt störf í verslunum
og sérstaklega er tekið
fram að afgreiðsla á kassa
sé ekki heimil.
Í lögum um vinnu barna
og unglinga eftir 1. október
1997 stóð skrifað: „1. Heim-
ilt er að ráða unglinga til
vinnu, þ.e. 15-18 ára. 2.
Óheimilt er að ráða börn
(þ.e. undir 15 ára aldri) til
vinnu. Undantekningar frá
þeirri meginreglu eru eftir-
farandi: a) Heimilt er að
ráða börn 14 ára og eldri til
vinnu enda sé vinnan hluti
af fræðilegu eða verklegu
námsfyrirkomulagi.”
Þessi meginregla virðist
hafa gufað upp eða týnst í
ótal undantekningareglum.
Þegar allt kemur til alls
mega þrettán til fjórtán ára
unglingar vinna í stórmörk-
uðum svo lengi sem þau eru
ekki á kassanum og sinna
hæfandi störfum.
Samkvæmt Elíasi G.
Magnússyni forstöðumanni
kjarasviðs hjá VR eru ekki
mörg brot sem koma upp á
þeirra borð. „Það er svona
annað slagið sem það slæð-
ist inn. Og ef það gerist er
yfirleitt nóg að benda á það
og þá er það lagað. Oft
kemur þetta upp í kringum
talningar í verslunum og í
jólamánuðinum er meiri
vinna og þá eru stundum
brotnar reglur. En almennt
er ekki verið að brjóta
þetta. Langflest þessi mál
leysast þegar þeir [atvinnu-
rekendur] sjá að þarna er
eitthvað í gangi. Það er ekki
almennur brotavilji.” segir
Elías.
Meðalaldur félagsmanna
VR í stórmörkuðum og mat-
vöruverslunum lækkaði úr
31,5 ári frá árinu 2000 í 24,4
ár árið 2006. Og ljóst að þó
nokkrir félagar VR sem
vinna í stórmörkuðum eru
undir fimmtán ára aldri.
Það er mikilvægt að ungl-
ingar og forráðamenn
þeirra fylgist sjálfir með
hvort reglum um vinnutíma
og vinnuaðstæður sé fram-
fylgt. Atvinnurekandi hefur
upplýsingaskyldu við for-
eldra barna undir fimmtán
ára aldri og þeirra sem eru
í skyldunámi. Þeim ber að
upplýsa um ráðningakjör,
lengd vinnutíma og einnig
tíðni óhappa og slysa sem
gætu tengst starfinu.
Eitt það mikilvægasta
sem unglingur ætti að hafa
í huga ef hann fær sér vinnu
yfir hátíðarnar er að skrá
niður vinnutíma sinn og
gera sér grein fyrir hvaða
dagar eru frídagar og ekki
vinnuskyldir því þá er
skylda að borga yfirvinnu.
Í mörgum tilvikum er um
talsverða aukavinnu að
ræða og mikilvægt að halda
vel utan um tímaskráningu
svo komast megi hjá mis-
skilningi og mistökum við
útreikning launa.
Á meðfylgjandi töflu hér
á síðunni sést hvernig
vinnutíma barna og ungl-
inga skal háttað. Nánar má
grennslast fyrir um reglu-
gerðir um vinnu ungmenna
á heimasíðu VR: www.vr.is
niels@frettabladid.is
Meðalaldur
starfsfólk lækkar
Neytendurnir þurfa afgreiðslu og unglingarnir hlaupa undir bagga.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vinnutími barna og unglinga – Almennar reglur
Börn Börn 15 ára Unglingar
13-14 ára í skyldunámi 15-17 ára
Á starfstíma 2 klst. á dag 2 klst. á dag 8 klst. á dag
skóla 12. klst. Á viku 12. klst. Á viku 40 klst. á viku
Utan starfstíma 7 klst. á dag 8 klst. á dag 8 klst. á dag
skóla 35 klst. á viku 40 klst. á viku 40 klst. á viku
Vinna bönnuð Kl. 20-6 Kl. 20-6 Kl. 22-6
Hvíld 14 klst. 14 klst. 12 klst.
á sólarhring á sólarhring á sólarhring
2 dagar á viku 2 dagar á viku 2 dagar á viku
Nokkrar undanþágur eru gefnar frá ákvæðum um vinnutíma
sem sýndar eru í þessari töflu. Taflan er fengin úr fréttabréfi
Vinnueftirlitsins 1. tbl. 23. árg. 2006
ÚTBOÐ
TILKYNNINGAR
» Ráðningarþjónusta
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík
Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Ert þú í
atvinnuleit?
Skrifstofustörf
Lagerstörf
Verslunarstörf
Bókhaldsstörf
Ræstingarstörf
Sérfræðistörf
Útkeyrslustörf
Sölustörf
Stjórnunarstörf
Störf við kerfisstjórn
Störf við forritun
Framleiðslustörf
Iðnstörf
Þjónustustörf
Fjöldi starfa í boði.
» Kannaðu málið á
www.hhr.is
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Innkaupaskrifstofa
F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkur-
borgar, mannvirkjaskrifstofu,
Orkuveitu Reykjavíkur, Gagnaveitu
Reykjavíkur og Mílu ehf.:
Sléttuvegur - nýtt íbúðarhverfi. Gatnagerð og
lagnir.
Útboðsgögn verða seld í síma- og upplýsingaþjónustu
Ráðhúss Reykjavíkur, frá og með 18. desember 2007.
Opnun tilboða: 8. janúar 2008, kl. 10:00 í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
12062
Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod
Grandagarður 14 er til sölu,
tilboð óskast
Faxafl óahafnir sf. óska eftir kauptilboðum í fasteignina
Grandagarð 14, 101 Reykjavík. Fasteignin er þrjár hæðir ,
samtals að gólffl eti 856,8 fermetrar. Húsið er byggt árið
1961 úr steinsteypu. Húsið var byggt af Slysavarnafélagi
Íslands og hýsti aðalstöðvar þess um árabil. Lóðin sem
fylgir húsinu verður um 457 fermetrar að stærð. Húsið er í
útleigu og yfi rtekur væntanlegur kaupandi leigusamninga.
Hver bjóðandi getur aðeins skilað inn einu tilboði og
áskilja Faxafl óahafnir sf sér rétt til þess að taka hvaða
tilboði sem er eða hafna öllum.
Nánari upplýsingar og gögn um eigina má nálgast á
skrifstofu Faxafl óahafna sf., Tryggvgötu 17, sími 5258900.
Húseignin verður til sýnis í samráði við Faxafl óahafnir sf.
Kauptilboð skulu berast skrifstofu Faxfl óahafna sf.,
Tryggvgötu 17, Reykjavík, fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn
8. janúar 2008.
Farið verður með tilboð sem trúnaðarmál
Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A, laga nr. 99/1993 um
framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari
breytingum og með vísan til reglugerðar dags.
14. desember 2007, er hér með auglýst eftir umsóknum
um tollkvóta vegna innfl utnings á blómum, fyrir tíma-
bilið 1. janúar til 30. júní 2008.
Nánari upplýsingar má fi nna á vefsíðu landbúnaðar-
ráðuneytisins: www.landbunadarraduneyti.is
Skrifl egar umsóknir skulu berast til landbúnaðarráðu-
neytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00
miðvikudaginn 19. desember n.k.
Tollkvótar vegna
innfl utnings á blómum.