Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 1

Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 28. desember 2007 — 352. tölublað — 7. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM ÁRAMÓT MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. ÚTLITIÐ FULLKOMNAÐFylgihlutir um áramót mega vera ýktir, glitrandi og gylltir.ÁRAMÓT 3 DÝRIN RÓUÐ UM ÁRAMÓTEkki eru allir jafn hrifnir af skotgleði landans um áramótin. Sif Traustadóttir dýralæknir veitir góð ráð. ÁRAMÓT 2 Björgunarsveitir landsins vinna óeigingjarnt starf launalaust og standa sveitirnar sjálfar að mestu undir rekstrinum með ýmiss konar fjáröflun. „Flugeldasalan er langmikilvægasta fjáröflunin, hún heldur uppi björgunarsveitunum og hjá mörgum heldur hún uppi 80-90 prósentum af rekstrinum,“ segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í Landsbjörg eru 18 þúsund félagsmenn um land allt. „Við erum með 100 björgunarsveitir á okkar snærum, allarbjörguna sveitir landsins og svo um 70 lunglin d Mikil áhersla er lögð á þjálfun og rekur Slysa- varnafélagið Landsbjörg björgunarskóla þar sem fólk lærir að verða björgunarmenn. „Þú þarft að ljúka ákveðnu námi til að mega fara í útkall en það tekur yfirleitt tvö ár að klára það, hins vegar er hægt að nýta starfskrafta allra því það eru mörg störf þarna í kring,“ segir Ólöf. Ekki eru fluttar fréttir af öllum útköllum björgun- arsveitanna. Þau eru um 1.200 til 1.400 á ári eða 3-4 á dag allt árið um kring. Ólöf útskýrir að á bak við hverja stund í útkalli séu 12 aðrar vi viðhaldi tækja þjálf Þegar neyðin er stærst Ólöf Snæhólm, kynningar-fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, vill minna fólk á hlífðargleraugun um áramótin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% Föstudagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í ágúst–október 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu* 40% B la ð ið /2 4 s tu n d ir M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 43% 70% BB SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG Flugeldasalan hefst í dag áramót Í MIÐJU BLAÐSINS Skemmtanastjórinn við Lágmúla Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda- stjóri Nova, farsímavæddi landann á sínum tíma. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG VINNUVÉLAR Götunum haldið greiðfærum Sérblað um vinnuvélar FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG vinnuvélarFÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 2007 Greiðfærar göturMeðan flestir borgarbúar sofa er unnið ötult starf á götum borgarinnar BLS. 6 Léttur undirbúningur Edda Andrésdóttir er 55 ára í dag. Hún lítur á af- mælið sem léttan undirbúning fyrir sextugsafmælið. TÍMAMÓT 26 Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri NovaFARSÍMAVÆDDIÞJÓÐINA SJÓNVARP Níu handrit að leiknum sjónvarpsþáttum fengu styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands en það er helmingsfjölgun frá undanförnum árum. Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, segir þetta glöggt merki um að mikill uppgangur sé í framleiðslu leikins efnis fyrir sjónvarp. Að sögn Laufeyjar hefur sjónvarpssjóðurinn hækkað töluvert sem gerir Kvikmynda- miðstöðinni kleift að taka þátt í gerð leikinna þáttaraða í enn meira mæli. „Og hann mun halda áfram að hækka töluvert til ársins 2010 þannig að þetta er bara rétt að byrja,“ segir Laufey. - fgg / sjá síðu 42 Leikið sjónvarpsefni: Stefnir í metár HEILBRIGÐISMÁL Vinnu við frum- áætlun á nýju húsnæði Landspítal- ans er lokið. Verið er að ganga frá lokaskýrslu áætlunarinnar og verður henni skilað í lok febrúar eins og áætlað var. Ingólfur Þórisson, verkefnis- stjóri hins nýja spítala, segir að um jákvæðar breytingar sé að ræða. „Á legudeild verða einstakl- ingsherbergi með sérsnyrtingu,“ segir hann. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá eru þrengsli á deildum Landspítalans mikil. Margir sjúk- lingar liggja saman á stofu og í þeim deildum sem búa við hvað þrengstan kostinn þurfa sjúkling- ar jafnvel að liggja á göngum. „Þannig verður aðstaðan ekki á nýju sjúkrahúsi. Einbýli verða í forgangi, lögð hefur verið áhersla á að hugsa stofnunina út frá sjón- arhóli sjúklinganna,“ segir Ingólf- ur. Hann tekur fram að frumáætl- unin lúti að þarfagreiningu og deiliskipulagi lóðarinnar og enn eigi eftir að útfæra arkitektúr byggingarinnar. Það eru ráðgjafar danska arkitektafyrirtækisins CF Møller sem vinna að gerð þarfa- greiningarinnar og tillagnanna að deiliskipulagi. Áætlað er að fyrsta áfanga nýrrar byggingar verði lokið árið 2013 til 2014. Það er þó ljóst að vandamál Land- spítalans eru ærin á mörgum stöð- um vegna þrengsla. „Það er enginn vafi í mínum huga að spítalinn býr á sumum deildum við húsnæðis- vanda, eins og margar aðrar heil- brigðistofnanir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Guðlaugur segist vilja líta á aðstöðu sjúkrastofnana út frá stærra samhengi. Því hafi hann stofnað nefnd sem hefur það hlutverk að styrkja eftirlit með uppbyggingu fasteigna heilbrigðis- stofnana og starfar undir stjórn Ingu Jónu Þórðardóttur. „Ef litið er á aðstöðu sjúkrastofnana á landinu í heild tel ég að í því geti falist tækifæri, því verðmæti geta legið í eignum sem hægt er að losa um og byggja upp ný úrræði í staðinn,“ segir Guðlaugur. - kdk Allir sjúklingar fái einbýli með snyrtingu Vinnu við frumáætlun á nýju húsnæði og deiliskipulagi Landspítalans er lokið. Húsnæðisvandi spítalans nú er mikill. „Gríðarlega jákvæðar breytingar,“ segir Ingólfur Þórisson verkefnisstjóri. Skýrslu verður skilað í lok febrúar. Tarantino lentur Kumpánarnir Quent- in Tarantino og Eli Roth hyggjast verja áramótunum hér á landi. FÓLK 42 VEÐRIÐ Í DAG FROST Í dag verður fremur hæg norðlæg átt. Stöku él norðan til og austan, annars hálf- eða léttskýjað. Frost 3-12 stig, kaldast til landsins. VEÐUR 4     AKUREYRI Mikið vatnstjón varð í íbúðarhúsi við Brekkugötu á Akureyri í gær þegar heitt vatn lak um allar hæðir hússins. Húsið er að sögn varðstjóra lögreglunnar stórskemmt enda auðséð að vatnið hefur lekið um húsið í einhverja daga og hitinn verið gríðarlegur. Er húsið byggt árið 1923, úr steini og timbri og telur kjallara, hæð og ris. Kom lekinn upp í risinu og lak vatnið þaðan á aðrar hæðir hússins. Eini íbúi hússins var ekki heima þegar lekinn kom upp. - ovd Mikið vatnstjón á Akureyri: Vatn og hiti skemmdu hús PAKISTAN „Þetta er ekki bara sorg- legt fyrir okkur heldur fyrir allan heiminn,“ segir Sheikh Aamir Uz- Zaman, pakistanskur eigandi veit- ingahússins Shalimar í Austur- stræti í Reykjavík, um morðið á pakistanska stjórnarandstöðu- leiðtoganum Benazir Bhutto í gær. Bhutto var á leið af kosninga- fundi þegar hún var ráðin af dögum í skot- og sjálfsmorðs- sprengjuárás. Að minnsta kosti fimmtán aðrir létust í tilræðinu, sem hefur valdið mikilli ólgu í landinu. Böndin bárust strax að íslömskum öfgamönnum. Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, fordæmdi ódæðið strax og hvatti til stillingar. Þjóðarleiðtogar um heim allan fordæmdu tilræðið einnig og sendu þjóðinni samúðar- kveðjur, þeirra á meðal forsetar Bandaríkjanna og Indlands. „Morðið á Benazir Bhutto er hörmuleg áminning um fórnirnar sem einatt eru færðar þegar reynt er að festa lýðræði í sessi,“ segir í tilkynningu frá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni. - sh / sjá síðu 6 Pakistanska þjóðin í uppnámi eftir morðið á Benazir Bhutto: Sorglegt fyrir allan heiminn LISTIR Mynd frá Reykjanesinu eftir áhugaljósmyndarann Olgeir Andrésson var í gær valin mynd dagsins á stóra ljósaskiltinu á Times Square í New York í Bandaríkjunum. Myndin var því sýnd á fimm mínútna fresti á þessum fræga og fjölfarna stað. Einnig komst hún í almanak Times Square Gall- ery, sem skoða má á netinu. „Ég sendi myndina fyrir um mánuði og var búinn að stein- gleyma því að ég hefði sent hana,“ segir Olgeir um þennan heiður. Þess má geta að öðrum íslenskum áhugaljósmyndara, Guðrúnu Gísladóttur, hlotnaðist þessi sami heiður í október. - kóþ Íslenskur ljósmyndari: Reykjanes á Times Square SIGURMYNDIN Myndin var tekin seint í maí við Reykjanesvita og lét Olgeir ljós- op vélarinnar liggja opið í hálfa mínútu. HARMI SLEGNIR Stuðningsmenn Benazir Bhutto syrgðu leiðtoga sinn á spítalanum þar sem hún lést í gær. Lík Bhutto var í gærkvöldi flutt til Larkana, heimabæjar hennar. NORDICPHOTOS / AFP Sverre á leiðinni heim Sverre Andreas Jakobsson er á leið heim og stefnir á að spila handbolta á Íslandi. ÍÞRÓTTIR 38

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.