Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 2
2 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
LÖGREGLUMÁL Tæplega áttræð ein-
stæð kona fannst látin í íbúð sinni í
Austurbrún 6 á Þorláksmessu.
Talið er að konan, sem var öryrki,
hafi verið látin í íbúðinni í nokkra
daga áður en hún fannst.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins hafði fólk ætlað að heim-
sækja konuna á Þorláksmessudag.
Þegar hún kom hvorki til dyra
fyrri hluta né seinni part dagsins
var lögreglu gert viðvart. Lög-
reglumenn fóru inn í íbúðina og
komu að konunni látinni.
Þetta er í annað sinn í desember-
mánuði sem komið er að einstæð-
ingi sem legið hefur látinn í hús-
næði sínu svo dögum skiptir. Fyrr
í mánuðinum fannst einstæð kona
látin í íbúð sinni í Hátúni 10. Talið
var að hún hefði verið látin í meira
en viku þegar komið var að henni.
Konan sem fannst á Þorláks-
messu bjó í félagslegu húsnæði á
vegum Reykjavíkurborgar í Aust-
urbrún. Ellý Þorsteinsdóttir, skrif-
stofustjóri hjá velferðarsviði borg-
arinnar, segir það mjög miður að
þetta skuli hafa gerst. Spurð segir
hún að eftirlitsskylda velferðar-
sviðs með fólki búsettu í félags-
bústöðum sé engin. Það fái stuðn-
ing og heimaþjónustu á grunni
einstaklingsbundinna þarfa en
sæki hana þá sjálft. Að sjálfsögðu
verði látin fara fram athugun á
atvikinu í Austurbrún 6. - jss
AUSTURBRÚN 6 Konan hafði legið
látin dögum saman í íbúð sinni
þegar lögreglan fann hana.
VIÐSKIPTI Skrifað hefur verið undir
samkomulag um kaup Bjarna
Ármannssonar, fyrrum forstjóra
Glitnis, á 12 prósenta eignarhlut í
Glitnir Property
Holding (GPH),
fyrir 970
milljónir króna.
Í tilkynningu
Glitnis um
kaupin kemur
fram að þau séu
háð samþykki
stjórnar GPH og
annarra eigenda
félagsins. GPH
er fasteignafélag sem starfar á
norræna fasteignamarkaðinum.
Gangi salan eftir nemur hagnaður
Glitnis 300 milljónum króna, en til
viðbótar færist til tekna 1,5
milljarða króna söluhagnaður
vegna tilfærslu eftirstandandi
eignarhlutar út úr samstæðu
bankans. Þar sem eign bankans í
félaginu fer niður fyrir 50 prósent
verður GPH eftirleiðis flokkað sem
hlutdeildarfélag Glitnis en ekki
dótturfélag. - óká
BJARNI
ÁRMANNSSON
Bjarni Ármannsson fjárfestir:
Kaupir fyrir 970
milljónir í GPH
LÖGREGLUMÁL Karlmaður af
litháískum uppruna hefur verið
úrskurðaður í farbann fram í miðj-
an janúar eftir að hann réðst á
lögreglumann og stórslasaði hann.
Það var á Þorláksmessukvöld að
maðurinn, sem var ölvaður, hafði
verið handtekinn á Hverfisgötunni
fyrir eignaspjöll. Hann réðst á
lögreglumanninn með þeim
afleiðingum að hinn síðarnefndi
kinnbeinsbrotnaði. Hann þurfti að
gangast undir aðgerð á Landspítal-
anum vegna áverkans. Árásarmað-
urinn hefur dvalið hér á landi í
rúmt hálft ár. Hann á að baki
sakarferil hér vegna þjófnaðar-
mála og líkamsmeiðinga. - jss
Kinnbeinsbraut lögreglumann:
Farbann vegna
líkamsárásar
Jóhann, var Hamborgarinn
hryggur um jólin?
„Hann var allavega ekki í neinni
sæluvímu.“
Þjóðverji á sextugsaldri var handtekinn
við komuna frá Hamborg á laugardag
með rúmlega 23.000 töflur af alsælu í
fórum sínum. Hann sat í varðhaldi yfir
hátíðirnar. Jóhann R. Benediktsson er
lögreglustjóri á Suðurnesjum.
HEILBRIGÐISMÁL Samstarfssamn-
ingur Reykjavíkurborgar og
Samtaka áhugafólks um áfengis-
og vímuefnavandann (SÁÁ) var
undirritaður í gær af Degi B.
Eggertssyni, borgarstjóra og
Þórarni Tyrfingssyni, formanni
SÁÁ.
Markmið samningsins er meðal
annars að auka forvarnastarf,
bæta þjónustu við áfengis- og
vímuefnasjúklinga og efla tengsl
meðferðaraðila og velferðar -
þjónustu.
Þá styrkir Reykjavíkurborg
SÁÁ um samtals 55 milljónir
króna á næstu þremur árum. - ovd
Samstarf SÁÁ og Reykjavíkur:
Aukin þjónusta
við áfengissjúka
HOLLAND, AP Þingmaðurinn Geert
Wilders sem þekktur er fyrir
andstöðu sína gegn innflytjendum
gagnrýndi
harðlega
jóladagsræðu
Beatrix
Hollandsdrottn-
ingar.
Wilders sagði
ræðuna vera
dulda árás á
flokk sinn,
Frelsisflokkinn,
og sagðist ætla í
næsta mánuði að leggja fram
þingsályktun þar sem skilið yrði á
milli drottningar og ríkisstjórnar.
Samkvæmt hollensku stjórnar-
skránni er forsætisráðherrann
ábyrgur fyrir ræðum drottningar
og getur hún því ekki tjáð sínar
eigin pólitísku skoðanir. - ovd
Þingmaður átelur drottningu:
Telur fjölmenn-
ingu kjaftæði
LÖGREGLUMÁL Þrír af þeim fjórtán
Litháum, sem handteknir voru
fyrir búðarhnupl í október, hafa
verið dæmdir til fangelsisvistar.
Einn fékk tveggja mánaða skil-
orðsbundinn dóm. Ákærur voru
gefnar út á hendur sex mannanna.
Tveir þeirra voru sýknaðir með
öllu.
Þyngsti dómurinn var tíu mán-
uðir en sá sem fékk hann hafði
rofið eldri skilorðsbundinn dóm.
Annar maður var dæmdur í fjög-
urra mánaða fangelsi og sá þriðji
í átta mánaða fangelsi, þar af
voru sex mánuðir skilorðs-
bundnir.
Þriggja vikna gæsluvarðhald
dregst frá refsingu þeirra allra.
Litháarnir fjórtán voru hand-
teknir í október og níu þeirra
máttu sitja í gæsluvarðhaldi í
þrjár vikur, meðan aðrir voru í
farbanni. Fólkið var grunað um
skipulagða glæpastarfsemi. Sex
voru síðan ákærð í nóvember í
þremur ákærum fyrir hylmingu,
þjófnað og vörslu þýfis.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins var rannsókn málsins
umfangsmikil og kostnaðarsöm.
Lögreglan hafi talið sig hafa rök-
studdan grun um að fólkið tengd-
ist 21 broti en það var síðan ákært
fyrir örfá brot og ekki fyrir skipu-
lagða glæpastarfsemi.
Öllum skaðabótakröfum versl-
ana var vísað frá dómi.
Þegar Litháarnir fjórtán voru
upphaflega fangelsaðir var haft
eftir lögreglu að þeir væru grun-
aðir um að hafa komið til Íslands
gagngert til að ræna. Einnig var
talað um tengsl við „litháíska
mafíu“ í fjölmiðlum og að um
„atvinnuþjófa“ hefði verið að
ræða.
Fyrir utan rannsóknar- og
gæsluvarðhaldskostnað skal
ríkissjóður greiða verjendum
mannanna um fimm milljónir
króna í málsvarnarlaun og 30.000
krónur fyrir túlkaþjónustu.
Heimildir Fréttablaðsins meta
hins vegar þýfið, eða fjárhagslegt
tjón vegna glæpanna, á að
hámarki tvær milljónir króna.
Í niðurstöðu dómsins, sem féll
20. desember, er rætt um galla
sem hafi verið á ákærum. Ekki
náðist tal af Karli Inga Vilbergs-
syni, sem fór með málið fyrir
hönd ákæruvaldsins.
klemens@frettabladid.is
Þrír af fjórtán hand-
teknum í fangelsi
Af fjórtán meintum skipulögðum glæpamönnum sem handteknir voru í október
fyrir búðarhnupl, voru fjórir dæmdir í tveggja til tíu mánaða fangelsi, þar af einn
skilorðsbundið. Málskostnaður mun meiri en hugsanlegt fjártjón glæpanna.
DANMÖRK Fjórir grímuklæddir
menn rændu peningamiðlun Den
Danske Bank í
Braband-
hverfi í
Árósum í
Danmörku
í gær.
Ræn-
ingjarnir
óku Toyota
Hilux bifreið í gegnum girðingu
sem umlykur bankann og tæmdu
því næst peninga úr peningaflutn-
ingabíl sem þar stóð. Þá flúðu
ræningjarnir á öðrum bíl sem svo
fannst mannlaus í tíu kílómetra
fjarlægð frá ránsstað.
Er ránið það næststærsta sem
framið hefur verið í Danmörku
en ræningjarnir komust á brott
með 26,7 milljónir danskra króna
sem reiknast til tæplega 330
milljóna íslenskra króna. - ovd
Bankarán í Danmörku:
Sluppu með
330 milljónir
LÖGREGLUMÁL Nær öruggt má telja að Þjóðverjinn sem
tekinn var með rúmlega 23 þúsund e-töflur í Leifsstöð
fyrir jól hafi einungis verið burðardýr. Hann hafi flutt
efnin inn fyrir einhverja búsetta hérlendis.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var maðurinn
afar óásjálegur og illa til reika við komuna til Kefla-
víkurflugvallar á laugardagskvöld. Hann mun vera
undirmálsmaður í þjóðfélaginu og fyrrverandi
heróínfíkill.
Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, lögmanns hans,
ber hann því við að hafa flutt efnin inn fyrir innlenda
aðila sem hann segist ekki kunna deili á. Algengt sé að
sá háttur sé hafður á, að endanlegur viðtakandi og sá
sem kemur með efnin til landsins hafi aldrei talast við
eða hist.
Sveinn Andri segir skjólstæðing sinn ætla að una
gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem hann hlaut til 14.
janúar.
Töflurnar 23 þúsund eru næstmesta magn e-taflna
sem lagt hefur verið hald á hérlendis, og annar stóri
skammturinn af efninu sem tekinn er í ár. Í skútu í
Fáskrúðsfjarðarhöfn fundust í haust 1.700 e-töflur og
14 kíló af e-töfludufti, sem dugað hefðu til framleiðslu
á um 140 þúsund töflum. - sh
E-töflusmyglið sem komst upp fyrir jól var ekki skipulagt af hinum handtekna:
Þjóðverjinn nær örugglega burðardýr
LEIFSSTÖÐ Maðurinn var óásjálegur og illa til reika við komuna
á Keflavíkurflugvöll.
Á LEIÐ Í FANGELSI Minnst tíu voru handteknir vegna málsins að ósekju, eða án
þess að nægileg sönnunargögn væru fyrir hendi. Málskostnaður var mun meiri en
hugsanlegt tjón af þjófnaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
Velferðarsvið borgarinnar lætur athuga hörmulegt atvik í Austurbrún:
Öldruð kona lá látin í íbúð
sinni svo dögum skipti
Af þeim fjórtán sem handteknir
voru og sátu í gæsluvarðhaldi eða
sættu farbanni voru ákærur gefnar
út á hendur sex mönnum.
■ Einn þeirra hlaut tíu mánaða
fangelsisdóm. Eldra skilorð var
dæmt upp í.
■ Annar hlaut fjögurra mánaða
fangelsisdóm.
■ Sá þriðji hlaut átta mánaða
fangelsisdóm, þar af sex mánuði
skilorðsbundna.
■ Sá fjórði hlaut tveggja mánaða
skilorð.
■ Tveir hinna ákærðu voru sýknaðir
með öllu.
SEX ÁKÆRÐIR
SAUÐÁRKRÓKUR Lögreglan á
Sauðárkróki lagði hald á rúm 60
grömm af hassi aðfaranótt
Þorláksmessu.
Voru þrír menn stöðvaðir fyrir
umferðarlagabrot og fundust þá
efnin á einum mannanna sem
játaði að eiga þau. Að sögn
varðstjóra má ætla að meirihluti
efnanna hafi verið ætlaður til
sölu enda um töluvert magn að
ræða og hafði þeim verið pakkað í
þar til gerðar umbúðir.
Lagði lögreglan einnig hald á
nokkurt fé sem hún ætlaði að
væri afrakstur mannsins af sölu
fyrr um kvöldið.
Í yfirheyrslum játaði maðurinn
að hafa ætlað efnin til sölu og var
mönnunum þá sleppt enda málið
talið upplýst. - ovd
Þrír teknir á Sauðárkróki:
Teknir með hass
á Þorláksmessu
Tíu bílum bjargað á Jökuldal
Björgunarsveitin Jökull á Jökuldal
aðstoðaði ökumenn tíu bíla við að
komast til byggða á Egilsstöðum eftir
að snöggan veðurhvell gerði þar um
slóðir.
LÖGREGLUMÁL
GEERT WILDERS
SPURNING DAGSINS