Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 8
8 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
FÉLAGSVÍSINDADEILD
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
4
04
88
1
2/
07
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost:
15 eininga diplómanám á meistarastigi. Tilvalið nám með starfi.
FARSÆL LEIÐ TIL ÞRÓUNAR
Í STARFI OG MEIRI LÍFSGÆÐA
■ Afbrotafræði
■ Alþjóðasamskipti
■ Atvinnulífsfræði
■ Áfengis- og vímuefnamál
■ Fjölmenningarfélagsráðgjöf
■ Fjölmiðlafræði
■ Fræðslustarf og stjórnun
■ Fötlunarfræði
■ Hagnýt jafnréttisfræði
■ Mat og þróunarstarf
■ Opinber stjórnsýsla
■ Rannsóknaraðferðir
félagsvísinda
■ Þróunarfræði
■ Öldrunarfélagsráðgjöf
■ Öldrunarþjónusta
Umsóknarfrestur er til 4. janúar
Inngönguskilyrði eru BA-próf eða sambærilegt próf.
Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það.
Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www.felags.hi.is
Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu
félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525 4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is
VINNUMARKAÐUR Minnst þrjú fyrir-
tæki bjóða upp á símsvörun,
sjúkraskráningu og ráðleggingar í
veikindum starfsfólks. Heilsu-
verndarstöðin sinnir um 80 fyrir-
tækjum sem hafa samtals um 15
þúsund starfsmenn á sínum snær-
um og segir að það gefi 20-25 pró-
sentum færri fjarvistir.
Björn Aðalsteinsson er sviðs-
stjóri þjónustusviðs. Hann segir
að fyrirtækið gefi sjúklingum ráð,
votti að fólkið sé raunverulega
veikt og sendi fyrirtækinu skrán-
ingarskýrslu á hálfs árs fresti.
„Samkvæmt kjarasamningum
hafa fyrirtækin heimild til að
biðja um læknisvottorð. Í stað
þess að starfsmaðurinn eltist við
það hringir hann í okkur. Hjúkrun-
arfræðingar svara í símann og við
vinnum í umboði trúnaðarlæknis,“
útskýrir Björn.
Hugmyndin er að veita fólki ráð
í veikindum „til að stytta veikindi
og votta að fólk sé raunverulega
veikt. Við gefum fyrirtækjunum
upplýsingar um það hverjir hafi
hringt og á hvaða tíma þeir voru
veikir. Fyrirtækin fá aldrei upp-
lýsingar um það hvað sé að ein-
staklingum en ef grunur er um að
hlutirnir séu ekki í eðlilegum far-
vegi þá er talað við yfirmann eða
þá að trúnaðarlæknir talar við ein-
staklinginn,“ segir hann.
Á hálfs árs fresti er send skýrsla
til fyrirtækisins þar sem fram
kemur hvort fjarvistir séu vegna
eigin veikinda, sjúkra barna eða
vinnuslysa og þá á hvaða tíma.
Einnig er veikindum skipt í grófa
flokka. Björn segir að ekki sé
hægt að rekja það til einstaklinga.
Menn hafi rétt til að neita að ræða
veikindin en starfsmenn þjónustu-
versins reyni að beina fólki til
sjúkraþjálfara, sérfræðinga eða
sálfræðinga ef ástæða þyki.
Hjá Heilsuverndarstöðinni er
markmiðið að lágmarka fjarvistir
vegna veikinda og slysa og verður
fjarvistartíðni allt að fjórðungi
minni, samkvæmt vef fyrirtækis-
ins.
Magnús Norðdahl, lögfræðing-
ur ASÍ, segir að í kjarasamningum
séu ákvæði sem segi að tilkynna
skuli atvinnurekanda um veikindi.
Verkalýðshreyfingin meti það sem
svo að starfsmaður láti sinn næsta
yfirmann vita. Starfsmenn þurfi
ekki að gefa upp veikindi sín og
geti leitað til þess læknis sem þeir
treysta ef beðið sé um læknisvott-
orð. Ekki hafi verið samið um það
í kjarasamningum að skylda
starfsmenn til að láta skráningar-
fyrirtæki vita um veikindi.
ghs@frettabladid.is
Veikindaleyfi
dragast saman
um fjórðung
Fyrirtæki bjóða upp á sjúkraskráningu og ráðlegg-
ingar í veikindum starfsfólks. Fyrirtækin votta að
fólk sé raunverulega veikt. Fjarvistir fjórðungi færri.
Þróunin ekki samkvæmt samningum, að mati ASÍ.
SKRÁ VEIKINDAFORFÖLL Hjúkrunarfræðingar skrá veikindaforföll starfsmanna. Á
hálfs árs fresti er fyrirtækinu send skýrsla þar sem teknar eru saman upplýsingar um
fjarvistir en fyrirtækin fá aldrei upplýsingar um hvað er að starfsmönnunum, að sögn
Björns Aðalsteinssonar, sviðsstjóra hjá Heilsuverndarstöðinni. Myndin tengist efni
fréttarinnar ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við gefum fyrirtækjun-
um upplýsingar um það
hverjir hafi hringt og á hvaða
tíma þeir voru veikir.
BJÖRN AÐALSTEINSSON
SVIÐSSTJÓRI HJÁ HEILSUVERNDAR-
STÖÐINNI
ORKA „Þetta er ekkert leynifyrir-
tæki og við reynum að verða við
óskum blaðamanna og samborg-
ara um upplýsingar, en það eru
einstök viðkvæm markaðsmál,
sem má telja á fingrum annarrar
handar, sem leynt þurfa að fara,“
segir Hjörleifur B. Kvaran, for-
stjóri Orkuveitunnar (OR).
Upplýsingalög séu erfið fyrir-
tæki sem til dæmis ætlar að selja
eignir sínar. Þá sé slæmt að sam-
keppnisaðilar hafi aðgang að
verðmati eignarinnar.
Svandís Svavarsdóttir, for-
maður REI-stýrihóps, sem vinn-
ur að framtíðarstefnumótun OR,
vill að félagið verði fært að öllu
leyti undir stjórnsýslulög. Það
lúti þá upplýsingalögum og jafn-
ræðisreglu.
„En sameignarfélag eins og
Orkuveitan hlýtur að vera einka-
réttarfélag,“ segir Hjörleifur og
vísar í lög um upplýsingaskyldu.
Í greinargerð með þeim segir
meðal annars að þau taki ekki til
félaga einkaréttarlegs eðlis, eins
og hlutafélög og sameignarfélög,
þótt þau séu í opinberri eigu.
Í lögunum sjálfum er svo gerð
sérstök undanþága frá þeim fyrir
opinberan samkeppnisrekstur.
En Hjörleifur segir einnig
koma til greina að gera fyrirtæk-
ið að byggðasamlagi, eins og til
dæmis Sorpa er rekin. Þetta sé þó
ekki sitt að ákveða, heldur eig-
endanna.
Ekki náðist í efstu fulltrúa
borgarstjórnarandstöðunnar.
- kóþ
Forstjóri Orkuveitunnar telur fyrirtækið vera einkaréttarlegs eðlis:
Orkuveitan ekki leynifyrirtæki
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
HJÖRLEIFUR B.
KVARAN
LÖGREGLUMÁL Að venju verða
fleiri lögreglumenn á vakt nú um
áramótin en aðra daga ársins.
Nú ber svo við að áramótin
koma strax í kjölfar helgar og
segir varðstjóri hjá lögreglunni
að búast megi við að meira verði
að gera nú um áramótin en aðra
daga. „Reynslan segir að það geti
verið allt frá því að vera mjög
mikið að gera niður í það að vera
mjög rólegt og allt þar á milli.“
Skipulag lögreglunnar gerir
frekar ráð fyrir að meira verði að
gera en minna og er því kallaður
til auka mannskapur á vakt. - ovd
Lögreglan fjölgar á vöktum:
Lögreglan býst
við auknu álagi
FINNLAND Rússnesk flugvél flaug
inn í finnska lofthelgi annan dag
jóla. Varnarmálaráðuneytið segir
að flugvélin hafi flogið um hálfan
kílómetra inn fyrir finnska
landhelgi suðvestan við Borgå í
Suður-Finnlandi og var inni í land-
helginni í þrjár mínútur.
Jyrki Iivonen, talsmaður
varnarmálaráðuneytisins, segir í
Hufvudstadsbladet að málið sé til
rannsóknar. Vitað sé að vélin hafi
verið í eigu rússneska ríkisins, af
gerðinni Tu-154. Flugstefna og
áfangastaður sé óþekkt.
Rússnesk flugvél flaug einnig
inn í finnska lofthelgi í
september. - ghs
Rússnesk flugvél:
Rauf finnska
lofthelgi
LANDBÚNAÐUR „Það er engin undan-
þága veitt til að slátra með öðrum
hætti en kveðið er á um í íslenskum
lögum og reglugerðum,“ segir Ólaf-
ur Friðriksson, skrifstofustjóri í
landbúnaðarráðuneytinu. Ráðu-
neytinu barst kvörtun þar sem lýst
er yfir furðu á að veitt hafi verið
leyfi til að slátra lömbum að hætti
múslíma í Sláturhúsinu á Selfossi
eins og greint var frá í Fréttablað-
inu í síðustu viku.
Sigurður Örn Hansson, forstöðu-
maður matvæla- og umhverfissviðs
hjá Landbúnaðarstofnun, segir að í
þessu tilfelli hafi slátrun farið fram
eins og venja er nema ef frá er talið
sérstök bæn sem trúbræðurnir
fóru með að múslimskum sið. „Það
er að segja, þau eru svipt meðvit-
und áður en þeim er látið blæða út,“
útskýrir hann.
Hinn 21. desember gekk í garð
sérstök hátíð múslíma en þá er
haldið upp á að guð hafi fært Abra-
ham lamb þegar hann hafði sýnt
fram á trúfestu sína. Er þá hefð að
gefa og borða lamb sem slátrað er
með hefðbundnum hætti. - jse
Slátrun lamba að hætti múslíma vekur ugg:
Farið var að íslensk-
um lögum við slátrun
SLÁTRUN Á SELFOSSI Farið var að
íslenskum lögum og reglum þegar ellefu
múslímar slátruðu lömbum í Sláturhús-
inu á Selfossi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
1 Hver er viðskiptamaður árs-
ins samkvæmt tuttugu manna
dómnefnd Markaðarins?
2 Hvaða hljómsveit þénaði
mest á tónleikaferðalagi sínu
um Bandaríkin á árinu 2007?
3 Hvað heitir fyrrum þjálfari
Chicago Bulls sem rekinn var á
aðfangadagskvöld?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42
VEISTU SVARIÐ?