Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 10
10 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR NOREGUR Norsk-pakistanskur maður hefur verið handtekinn í Pakistan grunaður um morð á sjö ára gamalli stúlku í Islamabad í október. Maðurinn hefur viður- kennt að hafa nauðgað stúlkunni og kæft hana, að sögn norska Dagbladet. Hann situr nú í fangelsi í Islamabad. Norsk stjórnvöld hafa sent starfsmann úr utanríkisþjónust- unni og lögmann til Pakistans til að rannsaka málið en Noregsdeild Amnesty International telur fulla ástæðu til að hafa varann á því hætta sé á því að maðurinn verði dæmdur til dauða og hengdur. Óttast er að hann hafi játað eftir pyntingar. - ghs Norðmaður í Pakistan: Í haldi grun að- ur um morð RÚSSLAND, AP Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hvatti rússnesk stjórnvöld til að leggja enn harðar að sér við undirbúning þess að hann taki við sem forsætisráð- herra eftir forsetakosningar sem fram fara í mars. Sagðist Pútín myndu þiggja starf forsætisráðherra yrði samflokksmaður hans, Dmítrí Medvedev, kjörinn forseti. Haft er eftir Pútín að „fram undan sé tími þar sem stjórnvöld verði að vinna sjálfstætt og ákveðið“. - ovd Forseti, svo forsætisráðherra: Pútín ætlar sér ráðherrastólinn BANDARÍKIN, AP Tígrisdýri, sem drap ungan mann og særði tvo aðra alvarlega, var mögulega sleppt úr búri sínu í dýragarðinum í San Francisco á mánudag. Lög- reglan í borginni hefur nú girt búrið af og hafið rannsókn á því hvernig tígrisdýrið komst út. Kannað verður hvort gleymst hafi að loka dyrum að búrinu eða hvort dýrinu var viljandi sleppt út. Starfsmenn dýragarðsins segja óhugsandi að dýrið hafi komist út í gegnum opnar dyr á búrinu heldur hljóti það að hafa stokkið eða klifr- að út. Veggurinn umhverfis búr tígrisdýranna er 5,5 metra hár. Að auki er 6 metra breitt síki fyrir innan veggina. Ólíklegt er talið að dýrið hafi getað stokkið yfir bæði síkið og vegginn, því tígrisdýr í dýragörðum eru venjulega í mun lélegra formi en villt dýr. Tígrisdýrið Tatiana réðist á starfsmann dýragarðsins rétt fyrir jólin í fyrra og særði hann alvarlega á handlegg. Þá kom ekki til greina að aflífa hana. Drengurinn sem lést var 17 ára gamall. Foreldrar hans hafa kallað eftir upplýsingum frá dýragarðin- um um hvernig atvikið átti sér stað. Mennirnir tveir sem særðust eru 19 og 23 ára gamlir bræður. Búist er við því að þeir muni ná sér að fullu. - þeb Dýrið sem drap einn og særði tvo í San Francisco-dýragarðinum: Var mögulega sleppt úr búri TATIANA Lögreglan rannsakar nú hvern- ig dýrið komst úr búri sínu. NORDICPHOTOS/AFP JÓL Einar Sveinsson, jólasveinn í El Salvador, var útnefndur sérlegur sendiherra barnanna fyrir þessi jól af Bloom-barnaspítalanum í San Salvador, höfuðborg landsins. Einar hefur um árabil helgað síðustu mánuði ársins þessum starfa, safnað hvítu skeggi og klætt sig svo í jólasveinabúninginn. Hann hefur notið mikilla vinsælda og er orðinn næsta goðsagnakenndur í augum borgarbúa, sem kalla Einar „hinn raunveru- lega jólasvein“ og heilsa honum hvert sem hann fer. „Það var alveg sérstaklega mikið að gera um þessa jólavertíð og allt árið hefur bara flogið út um gluggann,“ segir Einar sem framleiðir útvarps- og sjónvarpsþætti fyrir jólavertíðina, svo þeir séu búnir til sýningar í lok ársins. Sjónvarpsþátturinn hefur mælst með allt að 60 prósenta áhorf og nefnist Sveinki og álfarnir í hitabeltinu. Hann fjallar um ævintýri íslensks jólasveins sem fer suður til að sinna gleymdu börnunum í Mið-Ameríku. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins heimsótti Einar fyrir jólin 2005 ferðaðist hann á stundum milli staða í herþyrlu, enda stjórn- völd öll af vilja gerð til að aðstoða hinn raunverulega jólasvein. Einar hefur búið í Mið-Ameríku síðan 1968 og hefur síðustu árin verið árlegur gestur á forsíðum blaðanna. Fyrir þessi jól var hann framan á blöðun- um Diario de Hoy og La Prensa Gráfica. „Mér líður ágætlega vel en þarf að hvíla mig eftir þetta,“ segir hann. Skrokkurinn gamli krefjist rólegheita að jólum liðnum. „Og ég hlýði honum með ánægju,“ segir Einar, sem biður að lokum fyrir kæra kveðju til samlanda sinna. klemens@frettabladid.is Íslenskur jólasveinn sendi- herra barna í El Salvador Einar Sveinsson, jólasveinn í El Salvador, hefur verið útnefndur sendiherra barnanna af stærsta barnaspít- ala landsins. Hann var á forsíðum tveggja stærstu blaðanna um þessi jól og er þar árlegur gestur. Einar er úrvinda eftir jólavertíðina en hann nýtur starfsins út í ystu æsar. EINAR MEÐ FORSTJÓRA BLOOM-SPÍTALANS Fjölmiðlar sýndu því mikla athygli er Einar var viðurkenndur af for- stjóra spítalans, Ulises Iraheta, sem sendiherra barna. Einar safnar árlega styrkjum frá fyrirtækjum og efnafólki til að endurnýja tækjabúnað spítalans og segir að bestu og erfiðustu dagarnir fyrir hver jól séu þeir dagar sem hann heimsækir langveiku börnin á spítalanum. SELFOSS Þrír voru handteknir eftir líkamsárás á Hvíta húsinu, skemmtistað á Selfossi, í fyrri- nótt. Réðust þeir á fjórða mann sem meðal annars nefbrotnaði í átökunum. Var sá fluttur á sjúkra- hús Suðurlands til aðhlynningar. Samkvæmt varðstjóra lögregl- unnar á Selfossi var einn aðili handtekinn á staðnum og þurfti hann að gista fangageymslur. Hinir tveir árásarmannanna hlupu á brott en voru þekktir og handteknir í gærmorgun. Öllum mönnunum var sleppt seinnipartinn í gær eftir yfir- heyrslur og telst málið upplýst. - ovd Þrír handteknir eftir slagsmál: Líkamsárás á balli á Selfossi Tveir út af á Snæfellsnesi Tveir bílar fóru út af með skömmu millibili á Snæfellsnesvegi norðan- verðum. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra var mikil hálka á þessum slóðum og er það talið orsök útaf- keyrslna í báðum tilfellum. Engin slys urðu á fólki. LÖGREGLUFRÉTTIR GEORGÍA Sjö menn eru í framboði í forsetakosningunum í Georgíu sem fara fram laugardaginn 5. jan- úar. Helsta málið í kosningabarátt- unni er utanríkismál og varnar- mál, hvernig haga beri sambandinu við Evrópusambandið, ESB, Rússa og Atlantshafsbandalagið NATO, að sögn fréttavefjar The Georgian Times. Allir frambjóðendurnir nema einn vilja að Georgía taki afstöðu í öryggis- og varnarmálum og flest- ir vilja að Georgía stefni að auknu samstarfi við NATO og ESB, mis- mikið þó. Mikheil Saakashvili for- seti vill útrýma fátækt í Georgíu. Hann hefur skýra utanríkisstefnu, leggur áherslu á samstarf við NATO og ESB og samstarf við nágrannalönd í Kákasus. Levan Gachechiladze vill líka ganga í NATO og ESB. Irina Sarishvili sker sig mest úr hópi frambjóðenda. Hún talar fyrir hlutleysisstefnu Georgíu til að tryggja öryggi þjóðarinnar. Hún vill að þjóðin dragi sig út úr öllum hernaðarbandalögum og taki ekki afstöðu með eða á móti Rúss- um og Bandaríkjamönnum. Davit Gamkrelidze vill leita til NATO. Frambjóðandi sósíalista, Shalva Natelashvili, vill færa Georgíu í átt að NATO og ESB en halda samt góðu samstarfi við Rússa. Gia Maisashvili vill verða forseti fram- tíðarinnar og vill bæta sambandið við Rússa. Að því loknu sé hægt að ganga í ESB. Vinsamlegt samband við Bandaríkin sé í þriðja sæti. Sjöundi frambjóðandinn, við- skiptajöfurinn Badri Patarkats- ishvili, vill stöðugleika í utanríkis- málum. Hann er nú til rannsóknar vegna ásakana um að hafa ætlað að bylta núverandi ríkisstjórn Georgíu en fær samt að bjóða fram í kosningunum. - ghs Utanríkismál eru heitasta umræðuefnið í kosningabaráttunni í Georgíu: Sjö frambjóðendur til forseta EINN TIL RANNSÓKNAR Kosið verður milli forseta- frambjóðenda í Georgíu í byrjun janúar. Einn frambjóðend- anna, viðskipta- jöfurinn Badri Patarkatsishvili, er til rannsóknar vegna ásakana um að hafa lagt á ráðin um byltingu. Á FORSÍÐUNNI Hér segir frá því þegar íslenski ósvikni jólasveinninn heimsótti Bloom-spítalann. Einar hefur prýtt forsíður salvadorskra blaða fyrir jólin í ára raðir og var framan á þessum tveimur í ár. ÓSVIKIN JÓLAGLEÐI Barn í Simbabve hleypur heim í faðm fjölskyldunnar með jólatré. Þrátt fyrir að hafa prýtt vistaverurnar með tré er ólíklegt að það hafi notið hvítra jóla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.