Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 11

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 11
FÖSTUDAGUR 28. desember 2007 11 ÚTFLUTNINGSMÁL Útflutningur hrossa jókst heldur á milli ára 2006 og 2007. Í ár voru flutt út samtals 1.497 hross en 1.360 í fyrra. Fjölgun- in nemur því 137 hrossum, sam- kvæmt upplýsingum frá Bænda- samtökunum. Flest þeirra hrossa sem flutt voru út á þessu ári fóru til Svíþjóðar. Næststærsti hópurinn fór til Dan- merkur og sá þriðji stærsti til Þýskalands. Þá má geta þess að tvö hross fóru til Rússlands, eitt til Grænlands, eitt til Frakklands og eitt til Belgíu. Séu tölur þriggja síðustu ára bornar saman við útflutningstölurn- ar í ár sést að stöðugur samdráttur hefur verið í útflutningnum þar til nú að hann réttir heldur við. Árið 2004 voru flutt út samtals 1.578 hross en 2005 voru þau 1.501 talsins. - jss Útflutningur á hrossum hefur heldur aukist á milli ára: Fleiri hross flutt út í ár en á síðasta ári HROSS TIL ÚTLANDA Heldur fleiri hross voru seld til útlanda í ár heldur en í fyrra. SVÍÞJÓÐ Mona Sahlin, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, mælist vinsælasti stjórnmála- maðurinn í Svíþjóð, samkvæmt skoðanakönnun sem sænska dagblaðið Aftonbladet hefur látið gera. Mona Sahlin hefur stuðning 48 prósenta kjósenda. Stuðningur Fredriks Reinfeldts forsætisráðherra hrynur. Reinfeldt hefur verið forsætis- ráðherra í rúmt ár og er nú í öðru sæti á lista yfir vinsælustu stjórn- málamennina. Fimmti hver kjósandi segist hafa litla sem enga trú á honum og hann hefur sérstaklega lítinn stuðning meðal kvenna. - ghs Stjórnmál í Svíþjóð: Mona Sahlin er vinsælust MONA SAHLIN Formaður sænskra jafnaðarmanna. ALMANNATRYGGINGAR Lífeyrisþeg- ar fá greiðsluáætlun ársins 2008 frá Tryggingastofnun ríkisins í byrjun janúar. Fyrsta greiðsla á nýju ári verður lögð inn á reikninga fólks á nýársdag. Í greiðsluáætluninni er yfirlit um væntanlegar greiðslur frá Tryggingastofnun og þær forsendur sem stofnunin hefur til útreikninga á lífeyrisgreiðsl- um. Í greiðsluáætluninni er ekki tekið tillit til breytinga sem ríkisstjórnin hefur kynnt að fyrirhugaðar séu á lífeyris- greiðslum á árinu 2008. Það verður gert þegar ný lög verða samþykkt. - gar Lífeyrir frá Tryggingastofnun: Fyrsta greiðslan á nýársdag UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun segir Vegagerðina ekki hafa farið að lögum um umhverfismat þegar hún breytti vegstæði nýs vegar um Gautsdal í Reykhólahreppi frá því sem kynnt var. Þetta kemur fram á strandir.is. Að því er segir á strandir.is sneri Reykhólahreppur sér til Skipulagsstofnunar vegna vinnubragða Vegagerðarinnar. Sérstaklega finnist heimamönn- um aðfinnsluvert hvernig vegurinn hafi verið færður út á fossbrún í Gautsdal frá því sem var upphaflega kynnt. Með því skapist óþarfa slysahætta. Fossinn eigi til að fjúka upp af fossbrúninni og þá geti skapast hálka og svellbunkar. - gar Ólögleg vegagerð í Gautsdal: Hnikuðu vegi fram á fossbrún REYKHÓLAR Heimamenn í Reykhóla- hreppi eru ósáttir við legu nýs vegar. Hækka útsvar fyrir styrk Bæjarhreppur á Ströndum hefur eins og fleiri sveitarfélög hækkað útsvars- prósentuna í hámarkið 13,03 prósent til að missa ekki af aukaframlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Framlagið er aðeins greitt sveitarfélögum sem fullnýta heimild til útsvarsálagningar. HRÚTAFJÖRÐUR ÚTFLUTNINGUR HROSSA - HELSTU ÚTFLUTNINGSLÖND 2007 2006 2005 Austurríki 36 33 53 Bretland 11 26 17 Sviss 65 52 77 Þýskaland 246 221 269 Danmörk 395 346 320 Finnland 83 126 162 Noregur 117 85 134 Svíþjóð 427 376 335 Bandaríkin 82 59 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.