Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 12
12 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR STJÓRNSÝSLA Um fimmtán starfs- menn stjórnarráðsins skipta um vinnustað um áramót þegar til- færsla verkefna milli ráðuneyta tekur gildi. Talsvert fleiri fá nýja yfirboðara þegar heilu stofnanirn- ar flytjast frá einu ráðuneyti til annars. Umfangsmestur er flutningur Tryggingastofnunar frá heilbrigð- isráðuneyti til félagsmálaráðuneyt- isins sem um leið fær nýtt heiti; félags- og tryggingamálaráðuneyti. Sjúkratryggingar verða áfram á könnu heilbrigðisráðuneytis. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti verða sameinuð um ára- mót en Einar K. Guðfinnsson hefur farið með bæði ráðuneytin frá myndun ríkisstjórnarinnar í vor. Þá verður Hagstofan hefðbundin ríkis- stofnun undir forræði forsætis- ráðuneytisins en ekki ráðuneyti eins og verið hefur. Þeir málaflokkar sem mest kveð- ur að og færast milli ráðuneyta eru sveitarstjórnarmál sem flytjast úr félagsmálaráðuneyti í samgöngu- ráðuneyti og ferðamál sem færast úr samgönguráðuneyti í iðnaðar- ráðuneytið. Þá flyst umsýsla Kefla- víkurflugvallar frá utanríkis- ráðuneyti til samgönguráðuneytis, stjórnsýsla landbúnaðarháskólanna færist frá landbúnaðarráðuneyti til menntamálaráðuneytis, málefni fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu flytjast frá dóms- og kirkjumála- ráðuneyti til viðskiptaráðuneytis og sá þáttur matvælamála sem var í umhverfisráðuneytinu fer til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins. Þá færast landgræðsla og skógrækt – utan nytjaskóga – frá landbúnaðarráðuneyti til umhverfisráðuneytis. Með tilfærslu verkefna flytjast starfsmenn á milli ráðuneyta, flest- ir með flutningi sveitarstjórnar- mála til samgönguráðuneytis og tryggingamála til félags- og trygg- ingamálaráðuneytis. Flutningur viðskiptaráðuneytis- ins úr Arnarhvoli í núverandi húsa- kynni landbúnaðaráðuneytisins við Sölvhólsgötu er fyrirhugaður um mánaðamótin janúar-febrúar. Í fyrstu verður þar þröng á þingi því ekki er ráðgert að landbúnaðurinn flytjist í sjávarútvegsráðuneytið í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu fyrr en með haustinu. bjorn@frettabladid.is HREINSAÐ TIL Gíraffi leggur á sig erfiðið sem hann þarf til að teygja sig alla þessa löngu leið niður að jörðinni til að ná sér í epli sem féll af tré í dýragarðinum í Sidney, höfuð- borg Ástralíu. NORDICPHOTOS/AFP Fólk og málaflokkar flytjast milli ráðuneyta um áramót Umfangsmikil breyting verður á stjórnarráðinu um áramót þegar ráðuneyti verða sameinuð, málaflokkar fluttir á milli ráðuneyta og stofnanir færðar til. Hátt í fimmtán starfsmenn flytjast á milli ráðuneyta. SJÁVARÚTVEGSHÚSIÐ Þótt starfsemi landbúnaðarráðuneytisins flytjist ekki í Sjávar- útvegshúsið við Skúlagötu fyrr en í haust tekur sameining sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyta gildi 1. janúar. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Umtals- verðar breytingar verða á verksviði ráðuneytis Jóhönnu um áramót þegar tryggingamál færast undir þess forræði. Um leið flytjast sveitarstjórnarmál til samgönguráðuneytisins. ■ Lífeyristryggingar og félagslegar bætur færast frá heilbrigðisráðu- neyti til félags- og trygginga- málaráðuneytis. ■ Sveitarstjórnarmál færast frá félagsmálaráðuneyti til sam- gönguráðuneytis. ■ Ferðamál færast frá samgöngu- ráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. ■ Menntastofnanir landbúnaðar- ins færast frá landbúnaðarráðu- neyti til menntamálaráðuneytis. ■ Landgræðsla og skógrækt (utan nytjaskóga) færast frá landbún- aðar ráðuneyti til umhverfisráðu- neytis. ■ Vatnamælingar færast frá iðnaðarráðuneyti til umhverfis- ráðuneytis. ■ Málefni matvæla færast frá umhverfisráðuneyti til sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðu- neytis. ■ Einkaleyfisstofa færist frá iðnaðarráðuneyti til viðskipta- ráðuneytis. ■ Málefni Keflavíkurflugvallar færast frá utanríkisráðuneyti til samgönguráðuneytis. ■ Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins færist frá viðskiptaráðuneyti til iðnaðarráðuneytis. ■ Málefni fasteigna, fyrirtækja- og skipasala færast frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti til við- skiptaráðuneytis. ■ Hagstofan breytist úr ráðuneyti í ríkisstofnun. HELSTU BREYTINGAR Á STJÓRNARRÁÐINU ÍÞRÓTTIR Landsmót hestamanna 2010 verður á Vindheimamelum í Skagafirði ef samningar nást við heimamenn. Á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að fjórar umsóknir hafi borist um að halda mótið árið 2010. Umsókn- irnar hafi verið frá umsjónar- mönnum Vindheimamela í Skagafirði, Melgerðismela í Eyjafirði, Gaddstaðaflata við Hellu og Víðidals í Reykjavík. Stjórn Landsmóts hestamanna hafi ákveðið að ganga til samn- inga við Skagfirðinga og ætli að ljúka þeim í síðasta lagi 1. júní 2008. - gar Landsmót hestamanna 2010: Samið við Skagfirðinga VINDHEIMAMELAR 2002 Forseti Íslands og Anna Bretaprinsessa á Landsmóti hestamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍKIN Leikarinn og bardaga- listakappinn Chuck Norris hefur kært útgefanda bókar sem inni- heldur fjögur hundruð goðsagna- kenndar staðreyndir um hann. Hann segir útgefendurna notfæra sér nafn sitt á ólöglegan hátt og krefst skaðabóta. Bókin, sem heitir „Sannleikur- inn um Chuck Norris: 400 stað- reyndir um heimsins hörðustu manneskju“, er byggð á lista yfir ímyndaðar staðreyndir um Norris, sem hefur verið í dreifingu á netinu síðastliðin tvö ár. Þar er grínast með ímynd Norris sem hörkutól. Meðal staðreynda sem finna má í bókinni eru: „Tár Chuck Norris lækna krabbamein. Verst að hann hefur aldrei grátið,“ og „Chuck Norris sefur ekki. Hann bíður.“ Samkvæmt fréttavef Reuters segir Norris að titill bókarinnar gefi til kynna að staðreyndirnar séu sannar, en ekki grín. Hann hafi viljað vernda nafn sitt og því lagt fram kæru á hendur útgef- endunum. Norris er einna frægastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Walker, Texas Ranger sem fram- leiddir voru frá 1993 til 2001. Þar lék hann hörkutólið Walker sem barðist gegn glæpum í Texas-ríki Bandaríkjanna. - sþs Leikarinn Chuck Norris er ósáttur við bók með ímynduðum staðreyndum um sig: Segir tár sín ekki lækna krabbamein CHUCK NORRIS Hörkutóls-leikarinn á kosningafundi með Mike Huckabee sem sækist eftir forsetaframboði fyrir Repúblikanaflokkinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ Chuck Norris hefur talið upp í óendanleikann. Tvisvar. ■ Chuck Norris les ekki bækur. Hann starir á þær þar til hann fær þær upplýsingar sem hann vill. ■ Það er engin haka undir skeggi Chuck Norris, bara annar hnefi. ■ Chuck Norris getur drekkt fiski. ■ Chuck Norris getur reimað skóna sína með fótunum. ■ Það er engin þróunarkenning, eingöngu listi yfir dýrategundir sem Chuck Norris leyfir að lifa. „STAÐREYNDIR“ UMHVERFISMÁL Vefurinn Náttúran. is hefur skorað á björgunarsveit- ir landsins að taka aftur við rusli þeirra flugelda sem þær selja fyrir áramótin. Fram kemur á vefnum að áskorunin felist í því að hjálpar- sveitir taki frumkvæði og auglýsi að þær taki við ruslinu og sjái til þess að því sé komið til endur- vinnslu. Þá segir þar að samvinna milli hjálparsveita og endur- vinnslustöðva gæti orðið með besta móti og sveitirnar myndu verða ábyrg samtök sem hugi að umhverfisvernd. - þeb Skora á björgunarsveitir: Björgunarsveit- ir taki rakettur ANNÁLL 2007 Í DAG KL. 12:30 Farið yfir helstu viðburði viðskiptalífsins á árinu 2007 skemmtilegri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.