Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 22
22 28. desember 2007 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Þótt áramót séu engin sérstök tímamót, hefja þá jafnan upp raust sína ýmsir spekingar, sem segja okkur, séu þeir biblíufróð- ir, að lífsgæðakapphlaupið sé aðeins hégómi og sókn eftir vindi, en kunni þeir sinn Einar Benediktsson, erindisleysa með dugnaðarfasi. Þessir spekingar hrista höfuðið yfir eyðslu landsmanna og neyslu og fjölyrða um peningadýrkun. Þeir hafa ekki beinlínis rangt fyrir sér. Auðurinn er góður þjónn, en vondur húsbóndi, og allt er best í hófi. En margt má segja til varnar eða að minnsta kosti til skýringar lífsgæðakapphlaupinu, og þar sem fáir aðrir verða eflaust til þess um þessar mundir, skal ég taka það að mér. Kapphlaup Hvers vegna liggur nútíma- mönnum á? Margir hafa tekið eftir því, að fólk fer sér miklu hægar í sveitum en borgum og í suðrænum löndum en norræn- um. Skýringin er einföld. Því fleiri tækifæri sem menn hafa úr að velja, því dýrmætari verður tími þeirra. Þeir þurfa þess vegna að skammta tímann skynsamlega, flýta sér, svo að þeir geti gert allt það annað, sem þeim stendur til boða hverju sinni. Ella eru þeir að missa af einhverju. Í sveitum er hins vegar fátt að gera og þess vegna þarf ekki að asa að neinu. Hið sama er að segja um suðræn lönd, þar sem allir sitja úti í veðurblíðunni og masa. Þeir gera það, af því að annarra kosta er ekki völ. Þeir eru ekki að missa af neinu. Kapphlaup nútímamanna er því eðlilegt viðbragð við fjölgun tækifæra. Lífsgæði Tækifærin, sem nútímamenn keppa að, eru umfram allt um að bæta lífskjör sín í víðasta skilningi. Þetta er mikils virði. Þegar botnlanginn springur í venjulegum Íslendingi, fær hann bót meinsins í einum uppskurði. Við búum við einhverja full- komnustu læknisaðstoð og heilsuvernd í heimi. Það er, af því að Íslendingar hafa háar tekjur. Við höfum efni á þessu. Þegar Stephan G. Stephansson var unglingur, seint á nítjándu öld, sá hann nokkra jafnaldra sína þeysa saman á fákum fram hjá bóndabænum. Þeir voru á leið suður í Lærða skólann. Stephan hljóp út í móa og grét. Foreldrar hans voru of snauðir til að setja hann til náms. Eftir nokkra leit fann móðir hans soninn. Þá sveið henni fátæktin mest. Nú þarf enginn fróðleiks- fús unglingur að hverfa frá námi á Íslandi sökum efnaskorts. Hagvöxturinn, sem er ávöxtur lífsgæðakapphlaupsins, er umfram allt fólginn í því að gera hlutina betur og ódýrar. Áður fyrr þurftu skóladrengirnir, sem Stephan sá við túnfótinn hjá sér, að nota þrjá daga í ferðina suður í Lærða skólann. Nú má aka sömu leið á þremur klukkustund- um. Þannig spara menn sér tvo sólarhringa og 21 klukkutíma, sem þeir geta notað til einhvers annars. Áður fyrr þurfti til að framleiða eina bók skinn úr mörgum kálfum, blek úr sortulyngi og uppihald skrifara heilu veturna. Nú er venjulegur íslenskur verkamaður klukku- stund að vinna fyrir einni vænni bók. Ólíkt því sem ýmsir spekingar segja, snýst hagvöxtur ekki um að auka sífellt magn, heldur um að fjölga tækifærum. Nautn eða fíkn Í lífsgæðakapphlaupinu reyna menn að fullnægja þörfum sínum betur og ódýrar en áður. Þeir njóta lífsins. Mannlífinu fer fram. En spekingarnir horfa ásökunaraugum á okkur og segja titrandi röddu (ekki síst úr prédikunarstólum kirknanna), að við séum orðin háð efnislegum gæðum. Við séum eyðslufíklar og neyslufíklar. Ég spyr á móti: Hver er munurinn á nautn og fíkn? Manni finnst matur góður, leggur mikið á sig til að gera hann og getur ekki hugsað sér að vera án hans. Hann er sælkeri, en þarf ekki að vera átvagl. Öðrum manni finnst sopinn góður og fær sér ljúffengt rauðvín með hverri máltíð á kvöldin, jafnvel hátt í flösku í hvert sinn, en þetta stendur honum ekki fyrir þrifum. Er hann ekki hófdrykkjumaður fremur en ofdrykkjumaður? Þriðji maðurinn stundar líkams- rækt af krafti og er háður henni. En hún er honum nautn og ástæðulaust að tala um fíkn í því sambandi. Því er stundum haldið fram, að allt, sem sé gott, sé ýmist ósiðlegt, ólöglegt eða fitandi. Í lífsgæðakapphlaupinu öðlumst við margt, sem er gott án þess að vera ósiðlegt, ólöglegt eða fitandi. Lífsgæðakapphlaupið Tækifæri lífsins HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Í DAG | Hvers vegna liggur nútíma- mönnum á? Margir hafa tekið eftir því, að fólk fer sér miklu hægar í sveitum en borgum og í suðrænum löndum en norrænum. UMRÆÐAN Kjarasamningar Höfuðmarkmið Samtaka atvinnulífs-ins í komandi kjarasamningum er að varðveita þann árangur sem náðst hefur í atvinnulífinu og lífskjörum þjóðarinnar og skapa nýjan grunn til framfara. Á árinu 2007 hefur margt gengið vel, fjárfestingar hafa verið miklar, fyrirtæk- in hafa viljað ráða til sín starfsfólk, kaup- máttur hefur vaxið og atvinnuleysi hefur ekkert verið. Ekki hefur tekist jafn vel til í baráttunni gegn verðbólgunni, fyrst og fremst vegna verðhækk- unar íbúðarhúsnæðis og mikilla launahækkana sem voru rúmlega þrefalt meiri en á evrusvæðinu. Vaxtatæki Seðlabankans hefur reynst bitlaust þrátt fyrir ótæpilegar vaxtahækkanir. Fyrirtæki í alþjóð- legri samkeppni hafa þurft að búa við erfið rekstrar- skilyrði vegna hás gengis krónunnar. Komið er að endurnýjun kjarasamninga og niðurstaðan ræður miklu um þróun verðbólgu á næsta ári. Þess vegna hafa Samtök atvinnulífsins sett fram þá stefnu að í kjarasamningunum eigi að nota allt svigrúmið sem atvinnulífið hefur til þess að hækka lágmarkslaun, færa kauptaxta nær greiddum launum og ná til þeirra sem hafa dregist aftur úr í launum að undan- förnu. Almennar launahækkanir við núverandi skilyrði yrðu aðeins verð- bólgufóður. Flestum starfsmönnum íslenskra fyrirtækja kemur best að ná verðbólgunni eins mikið niður og mögu- legt er og það er jafnframt best fyrir atvinnulífið og líklegast til þess að skila árangri fyrir alla. Mikil óvissa er um framvindu efnahags- lífsins á næsta ári. Fjármálageirinn sem leitt hefur uppganginn í atvinnulífinu hefur orðið fyrir barðinu á samdrætti á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum. Búast má við því að það hægi smám saman á atvinnulífinu á fyrri hluta ársins og vonandi verður botninum þá náð og nýtt uppgangstímabil hafið. Hjöðnun verðbólgu er lykilatriði til þess að minnka óvissu, stytta og draga úr hugsanlegum samdrætti og koma atvinnulífinu aftur á fulla ferð. Hjöðnun verðbólgu hlýtur því að vera forgangsmál fyrir Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfinguna í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Höfundur er framkvæmdastjóri SA. Verjum lífskjörin VILHJÁLMUR EGILSSON Engin leiðindi fram undan Fjölmiðlafólki ætti ekki að leiðast í vinnunni á komandi ári, ef eitthvað er að marka völvu Vikunnar. Eldgosi er spáð á árinu, og jafnvel tveimur gosum þar sem jörð skelfur og gos myndast. Völvuspá er ekki völvuspá nema eldgos sé í þeim og hinar bráðnauðsynlegu spár um jarðhræringar á Reykjanesi, en slíkar spár eru jafn árviss viðburður og jólin sjálf. Ekki bara jörð sem skelfur En það er fleira sem mun gjósa, hafi völvan rétt fyrir sér, því völvan spáir því að ríkis- stjórnin springi í loft upp og boðað verði til kosninga á árinu. Þingvalla- ríkisstjórnin yrði þá ekki langlíf, þrátt fyrir margendurómaða ræðu ráðherra um gott samstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þá kæmi það völvunni ekki á óvart að meirihlutinn í borgarstjórn myndi einnig springa – á nýjan leik – eftir að ungliðarnir í flokkun- um kæmu einhverj- um leiðindum af stað. Það séu þó ekki nema tvær til þrjár mann- eskjur sem séu með einhver leiðindi þar – og ekki hægt að temja. Enga evru, takk Þá kemur Völvan út úr skápnum sem andstæðingur Evrópusambandsins og evrunnar. Líkt og Björgólfur Thor í Viðskiptablaðinu í gær telur völvan ekki allt gott í ESB. Björgólfur vill hins vegar kasta krónunni og undir það tekur svo sem Völvan. Völvan segir hins vegar að evran sé ekki þessi góði gjaldmiðill sem látið er af, og frekar ætti að taka upp stöðuga mynt, svo sem sænsku krónuna eða kanadíska dalinn. svanborg@frettabladid.is Þ egar Benazir Bhutto sneri aftur eftir átta ára útlegð til Pakistans í október sem leið fór hún ekki í grafgötur um að heimkoma hennar til föðurlandsins gæti kostað hana lífið. Fyrir höfðu faðir hennar og tveir bræður látið lífið fyrir Pakistan. Reynt var enda að ráða hana af dögum strax eftir heimkomuna og kostaði það tilræði á annað hundrað manns lífið þótt Bhutto sjálf slyppi þá með skrekkinn. Ferill Benazir Bhutto er merkur en þyrnum stráður. Hún er fyrsta konan sem varð þjóðarleiðtogi í múslímaríki. Hún var for- sætisráðherra Pakistans í tvígang, fyrst 1988 til 1990, eftir kosn- ingasigur Þjóðarflokksins en hún tók við sem leiðtogi flokksins eftir að faðir hennar, Ali Bhutto, hafði verið tekinn af lífi árið 1979. Aftur varð Benazir Bhutto forsætisráðherra á árunum 1993 til 1996. Í bæði skiptin hraktist hún úr stóli forsætisráð- herra vegna ásakana um spillingu og spillingarorðrómurinn hefur vissulega fylgt Benazir Bhutto eins og skuggi enda liggur bakland hennar í ævafornu pakistönsku ættarveldi. Benazir Bhutto sóttist nú eftir forsætisráðherraembættinu þriðja sinni og var að hefja af krafti hina formlegu kosningabar- áttu vegna fyrirhugaðra kosninga í janúar þegar hún var ráðin af dögum. Leiðtogar um allan heim hafa fordæmt morðið á Benazir Bhutto. „Hún hafði djúpan skilning á sameiginlegum hagsmun- um Vesturlanda og ríkja sem aðhyllast múhameðstrú. Með dauða hennar hafa sáttaöflin misst öflugan forystumann,“ segir forseti Íslands í yfirlýsingu sinni vegna morðsins á Benazir Bhutto í gær. Ekki sér fyrir endann á pólitískum afleiðingum dauða Benazir Bhutto. Víst er þó að það munar verulega um hvern veigamikinn talsmann friðar og sátta milli Vesturlanda og múslímaríkja. Það munar einnig verulega um hverja og eina af þeim fáu konum sem komist hafa til áhrifa í múslímaríkum. Ljóst er að með Benazir Bhutto er horfin á braut ein af merkustu og áhrifamestu konum heims. Margir bundu vonir við kosningarnar sem boðaðar höfðu verið nú í byrjun janúar en óvíst er um, að svo stöddu, hvort þær verði haldnar. Þegar hefur Sharif fyrrum forsætisráðherra Pak- istans lýst því yfir að hann muni hunsa kosningarnar og hvatt aðra stjórnarandstöðuflokka til að gera slíkt hið sama. Einnig hefur Sharif krafist þess að Musharraf forsætisráðherra fari frá völdum þegar í stað. Full ástæða er til að hafa þungar áhyggjur af framtíð Pakistans í kjölfar hins grimmdarlega morðs á Benazir Bhutto. Pakistan er ekkert smáríki. Það telur hvorki meira né minna en 170 milljónir manna. Þjóðin er margklofin og er kjarnorkuveldi að auki. Ljóst er einnig að ástandið í Pakistan skiptir sköpum fyrir friðarhorfur allar í þessum heimshluta. Miklu skiptir því fyrir heimsbyggðina alla að friðvænlega horfi hjá pakistönsku þjóðinni. Jafnljóst er að fall Benazir Bhutto er lóð á vogarskálar ófriðar en ekki friðar. Benazir Bhutto var ráðin af dögum í Pakistan í gær. Afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.