Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 24
[ ]
Ekki eru allir jafn hrifnir af
sprengjulátunum á gamlárs-
kvöld. Dýrin stór og smá geta
orðið logandi hrædd þetta
líflega kvöld og því var Sif
Traustadóttir, dýralæknir
á Dýralæknamiðstöðinni í
Grafarholti, beðin að veita
lesendum og gæludýra-
eigendum nokkur góð ráð.
Hundar og kettir:
– Það er mikilvægt að halda hund-
um og köttum inni við frá morgni
gamlársdags (sprengingarnar byrja
gjarnan strax eftir morgunmat hjá
sumum) og fram yfir áramótin,
jafnvel einnig á þrettándakvöld.
Dýrin sækja gjarnan í dimm skot
fjarri gluggum, til dæmis undir
rúmi og inni í skáp. Gott er að vera
búin að undirbúa fyrir hundinn og
setja dýnu eða teppi sem hundurinn
þekkir á þann stað sem hann leitar
á. Gætið þess að þar sé ekkert sem
hundurinn getur meitt sig á. Margir
hundar eru vanir búrum og vilja
gjarnan liggja þar ef þeir eru
hræddir. Það getur verið gott að
breiða teppi yfir búrið til að dempa
ljós og hljóð.
– Í herberginu þar sem dýrið
heldur sig er gott að breiða vel fyrir
glugga, kveikja á lampa og útvarpi
til að dempa hljóð og ljósagang.
– Sum dýr leita í fang eigandans
þegar þau verða hrædd, önnur vilja
heldur vera ein í dimmu skoti. Best
er að leyfa dýrunum sjálfum að
velja, en ef þau vilja vera hjá eig-
anda er mikilvægt að ýta ekki undir
hræðsluna með því að gera of mikið
veður úr þessu. Eigandi verður að
halda ró sinni, leyfa dýrinu að vera
nálægt sér, en haga sér eðlilega að
öðru leyti og reyna að sýna dýrinu
að ekkert hættulegt sé að gerast.
– Hundar verða að vera í taumi
þegar þeir fara út í kringum áramót
því þeir geta fælst og hlaupið frá
eiganda. Þeir hundar sem ekki eru
mjög hræddir mega fara út, en ann-
ars er best að halda sig sem mest
inni þegar mestu lætin ganga yfir.
– Hægt er að fá hjá dýralæknum
lítið stykki sem sett er í innstungu
og gefur frá sér lyktarhormón/
ferómón sem virkar róandi á dýrin.
Það fæst bæði fyrir hunda (kallað
DAP) og ketti (Feliway). Ekki er
mælt með að gefa dýrum lyf nema í
mjög slæmum tilfellum. Þá er mikil-
vægt að ráðfæra sig við dýralækni
og fá kvíðastillandi lyf, en það skipt-
ir miklu máli hvaða lyf eru valin,
þar sem sum róandi lyf sem notuð
voru áður fyrr geta aukið vandann
til lengri tíma litið.
– Það er mögulegt að draga úr
hræðslu við flugelda með því að
spila flugeldahljóð af sérstökum
geisladiskum. Þetta þarf þó að
athuga tímanlega, því það tekur
marga mánuði að ná árangri ef
hundurinn er mjög hræddur. Best
er því að athuga með að útvega slík-
an disk eftir áramót og gæta að því
að um vandaðar upptökur sé að
ræða, en það getur gert mikið gagn
fyrir næstu áramót.
Hestar og önnur húsdýr:
– Allir hestar í þéttbýli eiga að vera
inni í húsum á gamlársdag og þrett-
ándanum. Mörg dæmi eru um að
hestar hafi fælst og brotið sér leið
út úr girðingum og gerðum, en af
því hafa hlotist slys bæði á hestum
og fólki.
– Gott er að byrgja rúður í hesthús-
um og hafa opið fyrir útvarp til að
minnka áhrif ljósa og hávaða að
utan.
– Hestamönnum er bent á að fara
sérstaklega varlega þegar farið er í
útreiðartúra í kringum áramót, þar
sem víða er verið að sprengja á
öðrum tímum en á sjálfu gamlárs-
kvöldi og ekki allir sem átta sig á að
það getur fælt hesta og önnur dýr.
– Þeim sem eiga hesta eða búfé í
nágrenni við þéttbýli er bent á að
gera ráðstafanir til að smala hross-
um heim og hafa dýr inni á húsum á
meðan mestu lætin ganga yfir. Gott
er að líta eftir dýrum á húsum eftir
miðnætti á gamlárskvöld.
Dýrin glöð um áramót
Gleðin yfir áramótin er misjöfn.
Áramót tvisvar sinnum á ári
JARÐARBÚAR HALDA EKKI ALLIR UPP Á ÁRAMÓT Á SAMA TÍMA.
Ekki er haldið upp á áramót á sama tíma alls staðar í heiminum þar sem
jarðarbúar nota ekki allir sama tímatalið.
Íslendingar, líkt og aðrir Vesturlandabúar, fylgja til að mynda gregoríska tíma-
talinu en samkvæmt því er gamlársdagur síðasti dagur almanaksársins.
Poila Baisakh, áramót Bengala, eru hins vegar haldin annaðhvort 14. apríl eða
15. apríl í Bangladess og Vestur-Bengal. Enkutatash, áramót Eþíópíu, eru haldin
11. september. Áramót hindúa eru tveimur dögum eftir Diwali-hátíðina, eða um
miðjan nóvember. Norouz, áramót Írana, eru haldin á augnabliki vorjafndægurs.
Sunni, áramót múslíma, eru haldin þann 1. Muharram. Þar sem dagatal
múslíma byggir á 12 tunglmánuðum, um það bil 354 dögum, er dagsetning
þess í gregoríska tímatalinu ögn fyrr á hverju ári. Þetta er áhugavert fyrir þær
sakir að múslímar munu þar af leiðandi halda tvisvar sinnum upp á áramót
árið 2008.
Nánari upplýsingar á www.wikipedia.org.
Mikið er um dýrðir á gamlárskvöld á
Íslandi, flugelda og fagnaðarlæti.
Grímur, hattar, ýlur og fjör Nú nálgast síðasta partí
ársins og því sjálfsagt að tjalda öllu til. Glys og gleði setja ætíð
sinn svip á hátíðina og er um að gera að skreyta sjálfan sig
og umhverfi sitt eins og dragdrottningu í Vegas.
Sif Traustadóttir, dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, veitir góð ráð.
NÆTURVAKTIN
KOMIN Á DVD
NÆTUR-
VAKTIN
allir 12 þættirnir
á 2 diskum troðfullir af
aukaefni; tilurð þáttanna
/ upptökur frá spunum,
gerð næturvaktarinnar
og yfirlestur
(commentary)
frá höfundum
og aðalleikurum.
Eigum við
að ræða
það eitthvað?
2
DVD