Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 28

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 28
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Vélar og þjónusta selja vélar og tæki til verktaka- og landbúnaðarstarfa. Þótt fyrirtækið sé ungt byggir það á þrjátíu ára gömlum merg. Mikil sala hefur verið á vélum hjá fyrirtækinu í ár og Gísli Ólafsson sölustjóri segir bjart framundan hjá verktökum. „Það hefur verið mjög góð sala á þessu ári og við bindum miklar vonir við það næsta,“ segir Gísli Ólafsson, sölustjóri hjá Vélum og þjónustu. „Í þungavinnuvélunum höfum við verið að selja vélar frá Hydrema sem eru dönsk gæðaframleiðsla. Síðan erum við með Yuchai sem eru kínverskar vélar. Kínverjar hafa verið að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum mörkuðum og eru orðnir mjög færir í smíði á ýmsum teg- undum þungavinnuvéla. Yuchai-vélarnar hafa notið mikilla vinsælda í Bandaríkj- unum og eins á meginlandi Evrópu. Þær hafa til að mynda verið söluhæstar í Sví- þjóð þrjú ár í röð, en sænski markaður- inn er mjög kröfuharður. Það er því mikill gæðastimpill fyrir framleiðsluna.“ Gísli segir mikinn uppgang hafa verið undanfarin ár og einnig sjái fram á bjarta tíma. „Það lítur út fyrir að það verði um 50 prósenta söluaukning í vinnuvélum hjá okkur á því ári sem senn lýkur frá árinu 2006. Það felst fyrst og fremst í góðri sölu á Hydrema-vélunum. Við náðum nýjum samningi við Hydrema fyrir tveim- ur árum og höfum því getað boðið hjóla- gröfur og beltagröfur á mjög samkeppn- ishæfu verði. Traktorsgröfurnar eru tals- vert dýrari en hafa á móti margt umfram aðrar vélar. Þær eru mun kraftmeiri en sams konar vélar frá öðrum framleið- endum. Síðan er hún öll með rafmagns- sellói og vendigír sem eykur á liðleika vélarinnar.“ Gísli segir Vélar og þjónustu helst vera að þjónusta minni verktaka og einyrkja. „Við höfum þó verið að selja vélar í tölu- verðum mæli til Ræktunarsambands Flóa og Skeiða sem er mjög öflugt fyrirtæki. Þeir hafa verið að kaupa af okkur litlar búkollur og hjólagröfur. Annars erum við mest að selja til minni verktaka og ein- yrkja og það er úti um allt land. Við höfum verið í samstarfi við Höld á Akureyri.“ Hann segir einyrkja helst kaupa minni vélar. „Það er algengt að einyrkjar fái sér litlar beltavélar. Nýliðar eru að hasla sér völl í smáum verkum. Þá seljum við tals- vert af Hydrema og Venieri traktorsgröf- um, en þær nýtast í ýmiss konar verk.“ Gísli sem er vélfræðingur að mennt á langan feril að baki í vinnu við vélar og í verktakastörfum. „Þetta er annað árið sem ég starfa hjá Vélum og þjónustu en var áður í verktaka- iðnaðinum. Ég hef verið að vinna kringum vinnuvélar frá því ég var 16 ára gamall og maður hefur því séð gríðarlega þróun á þessu sviði í gegnum árin. Sú tölvutækni sem er komin í flestar vélar í dag er langstærsta stökkið sem ég hef orðið vitni að. Þetta eru auðvitað í grunninn eins tæki þó alltaf sé verið að þróa og bæta.“ Hann segir Vélar og þjónustu vera ungt fyrirtæki sem eigi sér þó langa sögu. „Fyrirtækið byggir á gömlum merg. Það voru bræðurnir Bjarni Sighvatsson og Karl Sighvatsson sem stofnuðu forvera þess fyrir meira en þrjátíu árum síðan. Fyrirtækið var þá mikið að selja landbún- aðarvélar og þungavinnutæki og fyrir- tækið hefur verið í því alla tíð, og mikið verið selt gegnum tíðina af þungavinnu- vélum, traktorum og ýmsum heyvinnslu- vélum. Húsnæði fyrirtækisins á Járnhálsi var byggt fljótlega eftir að fyrirtækið fór af stað.“ - öhö Mikil aukning í sölu vinnuvéla á árinu sem senn er á enda Gísli Ólafsson sölustjóri Véla og þjónustu vonast eftir áframhaldandi aukningu í sölu vinnuvéla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hydrema-traktorsgrafa að störfum í Mývatnssveit. 2 VIÐ FJÁRMÖGNUM ÞAÐ SEM UPP Á VANTAR! Ertu að spá í atvinnutæki? Nýttu þér upplýsingar og reiknivélar á www.gf.is eða hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 440 4400. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 7 2 3 5

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.