Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 28.12.2007, Qupperneq 30
 28. DESEMBER 2007 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vinnuvélar Fyrirtækið Jötunn vélar á Selfossi hefur keypt 30 prósenta hlut í Brörup Maskinhandel í Danmörku. Jötunn vélar á Selfossi, sem selja vinnuvélar og tæki til landbúnaðarvinnu, hafa gengið frá samningi um kaup á 30 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu Brörup Maskin- handel á Suður-Jótlandi í Danmörku. Kaup Jötuns véla á hlutnum í fyrirtækinu tengjast kyn- slóðaskiptum en eigandi 50 prósenta hlutafjár dró sig út úr félaginu vegna aldurs og meðeigendur hans, sem jafn- framt eru lykilstarfsmenn fyrirtækisins, óskuðu eftir að auka sinn hlut en jafnframt að fá með sér sterkan utanað- komandi fjárfesti. Þetta er annað fyrirtækið erlendis sem Jötunn vélar kaupa hlut í. „Þetta er liður í að styrkja fyrirtækið og marka fram- tíðarvöxt eins og við sjáum hann. Við fórum fyrr á þessu ári af stað með annað fyrirtæki og þetta er því ágætt fram- hald á erlendri grund,“ segir Finnbogi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Jötuns véla. Brörup Maskinhandel er eitt af elstu vélasölufyrirtækj- unum í Danmörku. Það var stofnað árið 1929 og hefur verið rekið með góðum hagnaði um árabil. Áætluð velta Brörup Maskinhandel árið 2008 er um þrír milljarðar íslenskra króna. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í þremur bæjum á suðurhluta Jótlands, í Brörup, Toftlund og Starup en á öllum stöðum er starfrækt verkstæði, varahlutasala og sala nýrra véla. Fyrirtækið er söluaðili fyrir fjölda þekktra framleiðanda, meðal annars Massey Ferguson og Fendt dráttarvélar, Kuhn, Kverneland og McHale hey- og jarðvinnutæki. Finnbogi segir að með kaupum á hlut í Brörup náist líklega einhver hagræðing í innkaupum. „Þeir voru að leita að sterkum aðila til að koma að rekstrinum og höfðu samband við okkur. Það er von okkar að báðir aðilar hafi gagn af þessum kaupum. Við getum lært margt af Dönum og þeir sömuleiðis af okkur.“ Fyrir eiga Jötunn vélar helmings hlut í vélasölufyrir- tækinu Total Maskiner í Ringsted á Sjálandi sem stofnað var um síðustu áramót en rekstur Total Maskiner hefur að sögn Jötuns véla gengið framar væntingum. - öhö Jötunn vélar á Selfossi kaupa 30 prósent í danska fyrirtækinu Brörup Maskinhandel Óábyrg vinnubröð Kláusar á fyrsta deginum í vinnunni vekja litla gleði hjá samstarfs- mönnum hans eins og sjá má. Ýmsar hættur geta skapast þegar unnið er á vinnuvélum. Því er vert að hafa alltaf vakandi athygli á vinnunni og tryggja þannig bæði öryggi sitt og annarra. Í Þýskalandi var gerð stutt- mynd um þær hættur sem geta fylgt starfi á lyfturum. Myndin heitir á frummálinu Stapler fahrer Klaus – Der erste Arbeitstag og segir frá fyrsta vinnudegi Kláus- ar á lyftara. Það má segja að allt sem getur farið úrskeiðis fari úr- skeiðis á fyrsta degi og ferill hans endar jafnfljótt og hann byrjar og það með miklu blóðbaði. Þótt myndin sé frekar blóðug er húmorinn alltaf skammt undan en þrátt fyrir það er hún líka ágæt til að minna á hvað ber að varast á vinnusvæði. Þar er á spaugilegan hátt vakin athygli á hvernig smá gleymska eða ábyrgðarleysi getur valdið stórum slysum og jafnvel manntjóni. Það er þó vert að benda á að myndin er ekki við hæfi barna eða viðkvæmra einstaklinga. Hún hlaut fjölda viðurkenninga þegar hún var gerð og er hér sennilega á ferðinni eitt frumlegasta forvarna- myndband sem um getur. Myndina má finna á mynd- bandaveitunni YouTube.com ef leitað er að „Der erste Arbeits tag“. - öhö Fyrsti vinnudagurinn getur verið skrautlegur Kláus virðist hinn sælasti í vinnunni þótt allt gangi á afturfótunum. 4 Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns véla, segir kaupin lið í því að styrkja fyrirtækið og marka framtíðarvöxt. MYND/EGILL BJARNASON Bíldshöfða 12 - 110 Reykjavík - Sími 577 1515 - www.skorri.is Mesta úrval landsins af rafgeymum • Mælum rafgeyma. • Skiptum um rafgeyma. • Traust og fagleg þjónusta. TUDOR tryggir gæðin!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.