Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 40

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 40
BLS. 4 | sirkus | 28. DESEMBER 2007 „PASSA Í LEVIS-GALLABUX- URNAR FRÁ 1998“ Það eru margir sem ætla að taka sig taki á nýju ári og byrja í megrun. Enda dreymir alla um að verða eins og á gullaldarárun- um 90 og eitthvað, fyrir barneignir og breyttan vöxt. Áramótaheit sem ætti að vera bannað með lögum; gallabuxurnar ættu fyrir löngu að vera komnar á haugana enda ár og dagar síðan þær voru upp á sitt besta. áramótaheit „MINNI DRYKKJA“ Eftir marineringu jólahátíðarinnar eru þeir margir sem ákveða að minnka áfengisneysluna. Ætli einhver að koma sér lifandi í gegnum janúarmánuð án brjóstbirtu skal sá hinn sami biðja um kraftaverk. „LIFA HEILBRIGÐARA LÍFI“ Þegar nýtt ár gengur í garð tæmast vítamín- og bætiefnarekkar apótekanna. Flestir standa sig vel í að innbyrða öll fjörefnin fyrstu dagana í janúar en fljótlega fer að síga á ógæfuhliðina, Það er nánast full vinna að taka inn tíu mismunandi vítamín yfir daginn og margir gefast upp á að vakna hálftíma fyrr og kjósa svefninn fram yfir bætiefnin. „EYÐA MINNA OG SPARA MEIRA“ Af hverju ekki að njóta lífsins svona rétt áður en kreppan skellur á? Leiðinlegt áramótaheit sem leiðir af sér hafragraut í öll mál, færri fegrunaraðgerðir og leiðindi. Það vill enginn vera með útbelgdan maga af höfrum, augabrúnir eins og Bjarni Fel og geta aldrei gert sér glaðan dag. „KÆRASTI/KÆRASTA Á ÁRINU“ Maðurinn á erfitt með að vera einn en ætti ekki að strengja þess heit að finna sér maka á nýju ári enda fátt jafn súrt og að vera með einhverjum bara til þess að forðast einveruna. Með rétta hugarfarinu getur verið hresst að vera einn og njóta þess að vera engum háður. Örlögin banka upp á þegar maður er upptekinn við að gera eitthvað allt annað! RÆKTA SAMBANDIÐ VIÐ ÆTTINGJANA Fallegt áramótaheit sem er ógerlegt að taka með trompi í dagsins önn nema þú hafir 48 tíma í sólarhring. „AÐ VINNA Í LOTTÓINU“ Það er uppspretta mikilla vonbrigða og betra að setja Lottópeningana í bauk eða geyma þá undir koddanum. „AÐ VERA FULLKOMINN Á NÝJA ÁRINU“ Gleymdu því, það gengur aldrei upp. „ÖRUGGT KYNLÍF“ Margir heita því eftir óskemmtileg- ar heimsóknir síðasta árs upp á Húð og kyn að lifa öruggu kynlífi. Þetta áramótaheit á fyllilega rétt á sér en erfitt er að standa við það. Eins og máltækið segir þá fiska þeir sem róa og ekki er hægt að treysta 100% á smokkinn. Nær væri að hafa áramótaheitið „Ekkert kynlíf“ til að forðast kynsjúkdóma. „EKKI FLEIRI STÖÐUMÆLASEKTIR“ Heit sem er ómögulegt að standa við enda virðast stöðu- mælaverðir skrifa sektarmiðann um leið og sekúnda er komin fram yfir. SEM ÆTTI AÐ VARAST10 Skífulistinn er samantekt af mest seldu titlum í Skífunni og verslunum BT út um allt land. Mýrin Næturvaktin Astrópía Simpsons The Movie Shrek The Third Simpsons Sería 10 Die Hard 4 300 Spiderman 3 (2disc) Simpsons Sería 9 Hairspray Night at the Museum Pirates of the Caribbean 3 Happy Feet 007 Casino Royale Eragon Da Vinci Code Open Season John Tucker Must Die Köld Slóð 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 ÁRSLISTINN DVDÁRSLISTINN TÓNLIST Garðar Thor Cortes Cortes 2007 Mugison Mugiboogie Sprengjuhöllin Tímarnir okkar Mika Life in a Cartoon Motion Hjálmar Ferðasót Ýmsir 100 Íslensk 80´s lög Ýmsir Pottþétt 45 Eivör Human Child/Mannabarn Villi Vill Myndin af þér Ýmsir Pottþétt 44 Páll Óskar Allt fyrir ástina Ýmsir Pottþétt 43 Megas Frágangur Pavarotti Forever 2cd Katie Melua Pictures Gus Gus Forever Björk Volta Ýmsir 100 íslensk jólalög Ýmsir Íslandslög 7 Jógvan Jógvan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Árslisti Skífunnar og BT 2007 1 2 3 4 5 6 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.