Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 46

Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 46
BLS. 10 | sirkus | 28. DESEMBER 2007 TAKTU Á MÓTI NÝJA ÁRINU MEÐ STÆL Glæsileikinn í hávegum Það er best er að byrja á því að setja Select Moisturecover á augnsvæði, undir og ofan á augnlok. Select Spf 15 meik er sett yfir allt andlit og aðeins niður á háls. Svo er púðrað vel með Blot Powder/pressed. Ekki er verra að nota bursta nr. 129. Blýanturinn, Taupe, er not- aður til að skerpa augabrúnir. Undir augabrúnina er settur augnskugginn Vanilla með bursta nr. 224 og á augnlok- in er sett Pigment í Sweet Sienna með bursta nr. 217. Blanda vel þar til skil sjást ekki og setja alveg upp að augabrún yfir augnkróknum. Neðst við augn- háralínu er settur svartur augnskuggi í Black Tied með bursta nr. 239 og eftir það svartur blýantur í Smolder og blanda hann vel upp í svartan augnskugga. Halda skal svæði neðan við augað alveg hreinu. Gerviaugna- hár nr. 35 eru límd þétt við augnahárin og maskari Plush lash í Plushblack rennt var- lega í gegn og gerviaugnahárum og augna- hárum blandað vel saman. Skerpa vel undir kinnbeinum með bursta nr. 116 Bronzing Powder í Golden. Ofan á kinnbein er sett Bea- uty Powder/Loose í Dancing Light og er það einnig frá- bært til að fá glimmer gljáa á húð hvar sem er. Varablý- antur í Half Red notaður til að móta varir og fyllt svo upp í með varalit í Lustre Bludding Lust. Yfir hann er sett Lip- glass í Red Romp. Setja Select Moisturecover á augnlokið. Það er gott að byrja á augnförðun og klára hana áður en farðinn er settur á andlitið. Oft geta dökkir augn- skuggar hrunið niður á kinnar og skemmt farðann ef meikað er áður. Byrja á því að skerpa augabrúnir. Innst í augnkrók er augnskuggi úr jólapallettu Royal Assets Metallic Eyes sem heitir Créme Royale og berið á hálfa leið undir auga frá augnkrók. Ofan á mitt augnlok er settur Mineralize-augnskuggi í Enga- ging og síðan byrjað að vinna með dökkfjólubláan Mineralize-augnskugga í Earthly Riches undir ennisbeini. Best er að horfa beint í spegil til að finna hvernig skugginn rammar inn augað. Fara vel inn í augnkrók upp að augabrún og láta renna aðeins niður á nef. Einnig gera þykka línu undir auga og fara 2/3 í átt að augnkrók. Láta deyja út á móti gyllta augnskugganum sem var settur í byrjun. Passa að halda helm- ingi af augnloki ljósu. Neðst við augnhára- línu í fjólubláa litnum skal setja svartan augnskugga í Black Tied, bæði undir og yfir. Nota skal ofangreinda bursta einnig hér. Loks er blýanturinn Smolder settur í og við augnahárin uppi og niðri. Fluidline í Blacktrack er settur alveg upp að efri augnháralínu í örþunnri línu. Maskara vel með Fibre Rich Lash í All Black. Til að klára augnförðun er settur Glitter Eyeliner í Blitzed í augnkrók yfir allan gyllta augnskuggann. Gott er að nota hreinsiklút til að þrífa allt það sem hefur hrun- ið niður af augnskuggum. Nú skal meika andlitið með Studio Fix Fluid Spf 15 og gott er að nota meik- bursta nr. 188. Púðra vel með Blot Powder/Pressed. Kinnalitur Powder Blush í Harmony er sett- ur undir kinnbein. Beauty Pow- der/Loose í Dancing List er sett vel á kinnbein og dusta létt yfir allt andlit, herðar og bringu sem gefur létta glimmer- áferð. Varablýantur í Subculture notaður til að ramma inn varir og fylla svo upp í með Lustre- varalit í Gilty Kiss. Rétt í miðjuna setja Lipglass í Majestic. Þegar nýja árið gengur í garð er ekkert annað við hæfi en að líta hrikalega vel út og geisla af fegurð. „Make up artist-inn“ Guðbjörg Huldís sýnir hér helstu trikkin með förðunarvörum frá MAC, hvort sem þú vilt vera eins og díva eða töffari. Soffía Dóra frá Eskimó var módel. Dívan.. Töffarinn..

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.