Fréttablaðið - 28.12.2007, Blaðsíða 48
BLS. 12 | sirkus | 28. DESEMBER 2007
DARIA WERBOWY
Takið eftir skemmtilegri
samsetningu Dariu,
„heimadressið“ poppað upp
með glæsilegum pallíettu-
jakka.
MYND/GETTYIMAGES
KRON KRON Áramótakjóllinn í ár,
rómantískur svartur kjóll úr þungu
prjónaefni frá Tata-Nata.
Ómótstæðileg
áramótadress
HÖNNUN KARLS
LAGERFELD
Það verður víst
enginn svona
léttklæddur í
íslenskri slyddu og
snjó, en litasam-
setningin gefur
tóninn fyrir
áramótin.
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
Glamúr, glitrandi pallíettur og glansandi efni eru áberandi í ára-
mótatískunni þetta árið. Ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi í verslunum höfuðborgarinnar, enda hefur framboð
af glamúrfatnaði sjaldan verið meira. Njótum þess að
fá að klæða okkur upp úr hversdagsleikanum einu
sinni á ári og skörtum okkar fegursta. - bm
ILSE JACOBSEN Það stirnir á
þessa fallegu skó sem gefa
heildardressinu enn
sparilegra yfirbragð.
GALLERI SAUTJÁN Tindrandi
pallíettukjóll, flottur einn
og sér, við þykkar
sokkabuxur eða gallabux-
ur. Kjóllinn verður látlausari
við einfalda golftreyju eða
einlitan jakka.
GALLERI
SAUTJÁN
Gylltar
pallíettur eru
sparilegar og
koma öllum í
hátíðarskap um
áramótin.
GLITRANDI NAOMI
CAMPBELL Naomi í
fallegum svörtum
pallíettukjól.
M
YN
D
/G
ET
TY
IM
AG
ES
KRON KRON Silfurlitaður
ævintýrakjóll frá japönsku
systrunum Tata-Naka. Kjóllinn er
í senn hátíðlegur og partílegur
og gengur við mörg hátíðleg
tilefni.
MYNDIR/VÖLUNDUR
COMPANYS Leðurjakki gefur
elegant svörtum buxum
hressilegra yfirbragð og
hálsmenið setur punktinn yfir
i-ið. Geggjað dress fyrir þær
sem taka buxurnar fram yfir
kjólinn.
OASIS Það stirnir á þennan fagra
kjól í húmi nætur og ekki spillir
svört sláin ásýndinni. Dress sem
er hægt að nota á marga vegu.
Sláin gengur við hvað sem er og
ætti að vera skyldueign hverrar
konu.
COMPANYS
Silfurlitaður glamúr
jakki slær tóninn fyrir
áramótin, jakki sem
er flottur við allt og
nýtist við öll tækifæri.
OASIS
Falleg
svört slá
og glitr-
andi pallí-
ettukjóll.
Góð viðbót
og má
notast á
marga vegu.
Sláin er
ómissandi
þegar farið er
á milli staða í
áramótagleð-
skapnum.