Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 67

Fréttablaðið - 28.12.2007, Page 67
FÖSTUDAGUR 28. desember 2007 23 ÁSGEIR MARGEIRSSON SKRIFAR UM VIÐSKIPTAÁRIÐ 2007 Árið 2007 var ár mótunar og mikillar uppbyggingar hjá hinu nýstofnaða fjárfestingarfélagi Geysi Green Energy. Ég tel afrakstur þessa fyrsta starfsárs Geysis vera afar góðan, sem skýrt kemur fram í eignasafni félags- ins. Við lögðum upp með bjart- sýni í hug, stefnufestu og sann- færingu um að góð liðsheild innlendra félaga á sviði orkumála myndi styrkja útrás á sviði jarð- varma. Í mínum huga stendur upp úr frá árinu 2007 sá sterki meðbyr sem félagið fékk í uppbyggingar- starfi sínu strax frá upphafi. Á innlendum vettvangi fjárfesti félagið í Hitaveitu Suðurnesja, Jarðborunum, Enex, Exorku og Keili miðstöð vísinda og fræða. Á erlendri grund fjárfesti félagið farsællega í Western Geopower í Kanada, PNOC-EDC á Filipps- eyjum og Enex Kína. Heildareign- ir félagsins nema nú um 45 millj- örðum kr. og eiga eftir að vaxa verulega. Vöxtur félagsins og það braut- ryðjandastarf sem Geysir hóf með verulegum fjárfestingum í endur- nýjanlegri orku naut mikillar athygli bæði innan lands og utan. Fjölmargir hafa sýnt félaginu áhuga sem fjárfestingarkosti og sem samstarfsaðila. Að auki liggja fyrir áhugaverðir fjárfestingar- kostir sem félagið hefur verið að meta á síðustu vikum. Fyrstu skref einkavæðingar Árið var íslenskum orkuiðnaði mikil tímamót með þeim fyrstu skrefum í einkavæðingu orkuiðn- aðarins, sem voru tekin með sölu á eignarhlut ríkissjóðs í Hitaveitu Suðurnesja. Eðlilega varð sam- keppni um eignarhlutinn í HS. Hitaveita Suðurnesja er vel rekið fyrirtæki, hefur á að skipa öflugu starfsfólki með mikla þekkingu og þar liggja margvísleg sóknarfæri. Tilboð Geysis bar því vitni að mikilvægt var að eignast mark- tækan eignarhlut í innlendu orku- fyrirtæki vegna útrásar félagsins. Það kom mörgum undarlega fyrir sjónir að ríkisstjórnin vildi selja hlut sinn til einkaaðila, en helsti samkeppnisaðili Geysis reyndist vera fyrirtæki í opinberri eigu. Seinna á árinu sannaðist hve illa stjórnmál og viðskipti geta átt samleið þegar forráðamenn Geys- is, í góðri trú, samþykktu að sam- eina félagið og Reykjavik Energy Invest í orkuútrás Íslendinga og sameina þar með kraftana í hörðu samkeppnisumhverfi hreinna orkugjafa úti í hinum stóra heimi. Sú orrahríð stóð ekki mest á Geysi, en skaðaði þá annars ágætu hug- mynd að sameinaðir kraftar Íslendinga auki líkur á árangri á erlendri grund. Hugmyndin að lágmarka áhættu almannafyrir- tækis í útrás verkefna var skyn- samleg, en svo fór sem fór. Að ljúka því máli bíður nýs árs. Ný löggjöf Mikilvægt er að ljúka þeirri vinnu sem iðnaðarráðherra hefur boðað, að undirbúa nýja löggjöf um auð- lindir á Íslandi. Nú þegar er kveð- ið á um bókhaldslegan aðskilnað einkaleyfisskyldrar starfssemi og samkeppnisrekstrar. Nú á að skilja alveg á milli. Verði það til að auka sátt manna um starfsemina styð ég framtakið heilshugar. Ég vara hins vegar við of ríkum hömlum á þennan atvinnurekstur. Það má ekki kæfa framtak og frumkvæði í orkuiðnaði. Ég horfi með tilhlökkun til næsta árs, enda áhugaverðir tímar framundan og næg fjárfestingar- verkefni í farveginum. Félagið býr yfir afli fjármagns og hug- mynda sem spennandi verður að fylgja eftir. Ég er sannfærður um að árið verði hluthöfum félagsins til framdráttar. Stefnan er skýr: Geysir Green Energy ætlar sér enn stærri hluti á nýju ári og stefnir í að verða umsvifamikið og í fremstu röð fyrirtækja í jarð- hitaiðnaði á heimsvísu innan skamms tíma. Bali og grænir orkugjafar 2007 hefur verið ár aukinna al þjóðlegra umhverfisáherslna og umræðu um hlýnun andrúmslofts- ins. Við þá umræðu er mikilvægt að hafa í huga að þjóðir heims hafa einkum horft til þriggja þátta til að sporna við losun gróðurhúsaloft- tegunda út í andrúmsloftið frá orkunotkun. Í fyrsta lagi orku- sparnaðar, í öðru lagi tæknifram- fara sem auka nýtingu núverandi orkugjafa með áherslum á umhverf- isvænleika og í þriðja lagi stórauk- innar nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum. Þessar áherslur sjáum við í metnaðarfullum markmiðum ríkja heims í nýtingu grænna orkugjafa. Sú áhersla fell- ur vel að uppbyggingu Geysis og ætlum við okkur að nýta þau tæki- færi sem þar bjóðast. Við finnum það á þeim mikla áhuga sem erlendir aðilar hafa sýnt félaginu og erum staðráðin í að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Sóknarfæri okkar Íslendinga liggja í þeirri staðreynd að jarð- hiti er vannýttur í heiminum. Við berum vissa ábyrgð á að deila verðmætri þekkingu með þeim sem eiga slíkar auðlindir. Reynsl- an kennir að miðlun tækniþekk- ingar sé best tryggð með fjárfest- ingum. Við þessa miklu uppbyggingu Geysis hefur verið afar mikilvægt fyrir okkur, starfsmenn Geysis Green Energy, að finna traust, hvatningu og stuðning í okkar verkum. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég óska öllum gæfu og gengis á nýju ári. Ár uppbyggingar og sóknar ÁSGEIR MARGEIRSSON Forstjóri Geysis Green Energy. B&L Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.