Fréttablaðið - 28.12.2007, Síða 74
28. desember 2007 FÖSTUDAGUR
SÍÐUSTU VIKUR KRISTS Rokkóperan Jesus Christ Superstar verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Rokkóperan sígilda Jesus
Christ Superstar eftir þá
Andrew Lloyd Webber og
Tim Rice verður frumsýnd
í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Þetta er í þriðja skipti sem Leik-
félag Reykjavíkur setur verkið
Jesus Christ Superstar upp. Það
var fyrst sýnt árið 1973 í leik-
stjórn Péturs Einarssonar, en
þess má til gamans geta að Pétur
fer með hlutverk prests í þessari
nýjustu uppfærslu. Verkinu var
ætlað að laða ungt fólk að leik-
húsinu og gekk það átak vonum
framar þar sem tuttugu þúsund
manns sáu þessa fyrstu íslensku
uppfærslu. Stykkið var svo sett
upp að nýju 22 árum seinna, árið
1995, í leikstjórn Páls Baldvins
Baldvinssonar, og laðaði þá að
þrjátíu þúsund áhorfendur.
Áhugi landsmanna á þessari
rokkóperu virðist lítið hafa dalað
á þeim tólf árum sem liðin eru
síðan hún var seinast sett upp,
enda hafa miðar rokið út og er nú
svo komið að uppselt er á tíu
fyrstu sýningarnar. Björn Hlynur
Haraldsson, leikstjóri verksins,
er að vonum ánægður með mót-
tökurnar. „Þessi miðasala er nátt-
úrulega vonum framar. En ég er
eðlilega spenntastur fyrir því
hvernig áhorfendum líst á þessa
uppfærslu og hlakka því mikið
til þess að fara að sýna.“
Jesus Christ Superstar birtist
fyrst sem upptaka á plötu árið
1970 og var fyrst sett upp í leik-
húsi á Broadway í New York ári
síðar. Verkið segir frá síðustu
vikunum í lífi Jesú Krists og
endar með krossfestingu hans.
Sagan fylgir að mestu leyti
píslarsögunni eins og hún kemur
fyrir í Nýja testamentinu, en
upprunalega uppfærslan er hæfi-
lega krydduð með anda hippa-
tímabilsins. Björn ákvað þó að
fara örlítið aðra leið í uppfærsl-
unni þessu sinni. „Mig langaði til
að losna við hippa fýluna sem
hefur fylgt þessu verki og því er
uppsetningin frekar tímalaus.
Karl Ágúst Úlfsson gerði nýja
þýðingu á textanum og er hún
skýr, einföld, skiljanleg og laus
við hippalegt slangur. Ég vildi
frekar leggja áherslu á söguna í
verkinu fremur en einhvern tíð-
aranda, enda er boðskapur verks-
ins sígildur.“
Athygli vekur að í tveimur
burðarhlutverkum verksins eru
þeir Hrafn Björgvinsson, betur
þekktur sem Krummi, sem leik-
ur Jesú og Jens Ólafsson sem
leikur Júdas, en hvorugur þeirra
hefur tekið þátt í uppsetningu í
atvinnuleikhúsi áður. Þeir hafa
aftur á móti báðir vakið athygli
sem söngvarar tveggja af fram-
sæknustu rokkhljómsveitum
landsins, Krummi með Mínus og
Jens með Brain Police. „Ég vildi
einfaldlega leggja áherslu á að
þetta er rokkópera en ekki popp-
tónlist og vildi því fá bestu rokk-
söngvara landsins til að fara með
þessi hlutverk. Þeir eru enda frá-
bærir sem Jesús og Júdas,“ segir
Björn. Val þeirra í burðarhlut-
verk verksins gefur sterklega til
kynna að þessi uppfærsla verði í
meira lagi rokkuð og að hér sé
því kominn menningarviðburður
sem lætur engan ósnortinn, ekki
einu sinni lifuðustu rokkhunda.
vigdis@frettabladid.is
Guðsonurinn rokkar
Tvær krukkur með hljóðritum af
mestu söngvurum heims voru
settar í geymslu á jólum 1907 í
kjallara Parísaróperunnar með
ströngum skilyrðum um að þær
yrðu geymdar þar í hundrað ár.
Það var stjórnandi fyrirtækis sem
síðar var kallað EMI sem kom
krukkunum fyrir og voru hljóðrit-
in varðveitt í geymsluhólfum úr
nýuppfundnu efni: asbesti. Meðal
þeirra söngvara sem áttu söng á
hljóðritunum voru bæði Nelly
Melba hin ástralska og Napolí-
söngvarinn dáði Enrico Caruso.
Krukkurnar voru fjarlægðar úr
kjallara óperunnar 1989 en þá
hafði tilvist þeirra verið innan-
búðarmönnum kunn um áratuga-
skeið, en varðveislutíminn var
virtur. Nú hefur sérfræðingum í
eyðingu hættulegra efna verið
falið að ná hljóðritunum úr hinum
hættulegu hirslum og þá er
spurning hvort hljóðritin séu heil
og dugi til afritunar. Bæði Nellie
Melba og Caruso voru frægustu
söngvarar heimsins á sinni tíð og
eru velflestar hljóðritanir með
þeim löngu þekktar svo hver ný
hljóðritun sem finnst með söng
þeirra þykir gulls ígildi.
Melba og Caruso
HARMONIKUBALL
í kvöld frá kl. 22:00
í Húnabúð, Skeifunni 11 Reykjavík.
Kveðjum gott harmonikuár með
dúndrandi dansi.
Harmonikufélag Reykjavíkur.
7. og 8. des uppselt
30. des
Þjóðleikhúsið
Gleðilegt ár!
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Gott kvöld
eftir Áslaugu Jónsdóttur
Sprellfjörug barnasýning með
söngvum og brúðum
30/12 kl. 13.30 & 15.00 örfá sæti laus
Konan áður
eftir Roland Schimmelpfennig
Háski og heitar tilfinningar
29/12 örfá sæti laus
Ívanov
Eftir Anton Tsjekhov
Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur
28/12 uppselt. 4/1 örfá sæti laus
5/1 örfá sæti laus
Skilaboðaskjóðan
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna
29/12 kl. 14 & 17 uppselt
30/12 kl. 14 & 17 uppselt
Krassandi saga úr íslenskum samtíma
Aukasýn. 30/12
Óhapp!
eftir Bjarna Jónsson
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ