Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 81

Fréttablaðið - 28.12.2007, Side 81
FÖSTUDAGUR 28. desember 2007 37 Íslandsvinurinn og tónlistarmaðurinn Damon Albarn kveðst vera fyrir löngu búinn að fá nóg af hæfileika- þáttum sem ganga út á að búa til stjörnur og kallar á að framleiðslu þeirra verði hætt undir eins. Albarn var í viðtali við Radio 4 útvarpsstöðina í Bretlandi þegar hann lét ummælin falla og hafa þau valdið nokkru fjaðrafoki þar ytra. „Við þurfum að endurskoða nokkra þætti og venjur í okkar menningarsamfélagi. Fyrir það fyrsta þurfum við að losna við þætti á borð við X- Factor og það tafarlaust,“ sagði Albarn. Hinn 39 ára gamli söngvari segir slíka þætti senda út röng skilaboð til almennings. „Svona þættir ýta undir þá hugsun að hægt sé að öðlast frægð og frama án þess að vinna fyrir því. Það er náttúrulega bull og vitleysa. Það á að vera mjög erfitt og krefjandi að vera vinsæll tónlistar- maður,“ segir Albarn. Ekki meiri X-Factor DAMON ALBARN Hefur óbeit á raunveru- leikaþáttum á borð við X-Factor og Idol. Fleiri mistök voru gerð í hasarmyndinni Spiderman 3 heldur en í nokkurri annarri mynd á árinu, samkvæmt lesendum bresku heimasíðunnar moviemistakes.com. Alls sáust 157 mistök í mynd- inni. Í henni sást meðal annars í Terminal-turninn í Ohio þrátt fyrir að myndin eigi að gerast í New York. „Peningurinn sem er lagður í svona myndir er alltaf að verða meiri og maður myndi því halda að hægt væri að koma í veg fyrir svona mistök, en sú er alls ekki raunin,“ sagði talsmaður heimasíðunnar. „Meira að segja tölvuteiknaðar myndir eru ekki ónæmar fyrir þessu, sem mér finnst ótrúlegt.“ Á meðal fleiri mynda sem voru fullar af mistökum voru High School Musical 2, 1408 og Hot Fuzz. Flest mistök í Spiderman SPIDERMAN Hasarmyndin Spiderman 3 er full af mistökum samkvæmt heimasíðunni moviemistakes.com. Ný kvikmynd Jessicu Simpson, Blonde Ambition, kollféll á fyrsta sýn- ingardegi og halaði aðeins inn um 24.000 krón- um. Alls sáu 48 bíógestir myndina sem þótti það slök að upphaflega átti að gefa hana strax út á DVD. Ákveðið var að sýna hana eingöngu í bíóhúsum í heimabæ Jessicu í Texas, í von um að þar leyndust helst aðdáendur hennar. Greinilega ekki! Courtney Love var rænd í vikunni, þar sem hún dvaldi á Four Seasons hótelinu í New York. Teknir voru bleikir demants- eyrnalokkar að andvirði rúmlega tveggja milljóna króna sem Courtney ætlaði sem jólagjöf handa dóttur sinni, Francis Bean, og hafði ekki enn látið tryggja. Lögreglan yfirheyrir nú allt starfsfólk hótelsins sem kom nálægt herberginu. Victoria Beckham varð einnig fórnar- lamb þjófa nýlega, en brotist var inn í búningsher- bergi hennar á Kryddpíu- tónleikum í Þýskalandi. Rándýrum fatnaði og fylgihlutum var stolið, þar á meðal sviðsbúningum og sérhönnuðum náttslopp frá Roberto Cavalli. Kryddpían er æf yfir ráninu en fátt er henni mikilvægara en tískan. Búningsherbergi hinna stúlknanna voru látin ósnert. Söngkonan Fergie úr hljómsveitinni Black Eyed Peas og leikarinn Josh Duhamel úr sjón- varpsþáttunum Las Vegas trúlofuðu sig um jólin. Parið hefur verið saman í þrjú ár og festi nýlega kaup á ein- býlishúsi. Söngstjarnan hefur því mörgu að fagna þessa daga en lagið Big Girls Don’t Cry af fyrstu sólóplötu hennar, The Dutchess, er tilnefnd til Grammy-verðlauna. FRÉTTIR AF FÓLKI Nám í tónvinnslu og lagasmíðum - í samstarfi við Digidesign framleiðanda Pro-Tools Tónvinnsluskólinn „Sponsored Digidesign School“ Nýlega gerðu Tónvinnsluskólinn og Digidesign með sér samstarfssamning um þjálfun nemenda í Pro-Tools og kallast nú Tónvinnsluskólinn „Digidesign Sponsored School“. Þetta veitir okkur rétt til að kenna til alþjóðlega viðurkennds prófs Pro-Tools 101 og Pro-Tools 110. 101 gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro-Tools til eigin hagsmuna við lagasmíðar og upptökur meðan að 110 gráðan gerir mönnum kleift að nota Pro-Tools í hljóðversumhverfi atvinnumannsins. Veitir rétt til framhaldsnáms Eftir að hafa tekið þessi próf geta nemendur farið beint í 201 og 210 gráðurnar erlendis sem gerir menn að viðurkenndum „Pro-Tools Operator“ sem gefur möguleika á störfum hér og erlendis í hljóðverum og kvikmyndaverum. Hvernig klárar maður lag frá A til Ö Að öðru leiti er námskeiðið óbreytt, farið er í ferlið frá því að hugmynd að lagi kviknar þar til lag er tilbúið til útgáfu, hvernig gengið er frá hljómablöðum (lead sheets) og samskiptum í hljóðveri. Kennt er á midi, hljóðforritið Melodine, farið í almennar upptökur, míkrófóntækni og staðsetningar, eftirvinnslu, hljóðblöndun og lokahljóðjöfnun. Námið tekur 4 mánuði eða 160 klst. VORNÁMSKEIÐIN HEFJAST Í FEBRÚAR Námskeiðin hefjast í febrúar. Skráningar í síma 534 9090 eða á heimasíðunni www.tonvinnslu skoli.is Sponsored Digidesign School

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.