Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 4
4 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Ásta Þorleifsdóttir, þriðji varamaður á lista F-listans, segir að allt síðan Ólafur F. Magnússon hafi farið í sjúkraleyfi hafi flokkurinn mælst með í kringum þrjú prósent og því komi niðurstaðan nú ekki mjög á óvart. „Það góða við lágar tölur er að það er alltaf möguleiki á að hækka þær,“ segir Ásta. Hún segir laka útkomu F-listans í skoðanakönn- unum endurspegla þá staðreynd að flokkurinn hafi ekki haft tækifæri til að láta til sín taka. „Ég held að þegar fólk kynnist vinnubrögðum þessa nýja meirihluta, sem er með sterka stefnuskrá, stendur þétt saman og hefur framtíðarsýn fyrir borgina, muni það sjá að þau verða alls ekki vond fyrir hagsmuni borgarbúa.“ - ovd Ásta Þorleifsdóttir: Kemur ekki mjög á óvart SKOÐANAKÖNNUN 5,5 prósent segj- ast vilja Ólaf F. Magnússon sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var meðal borgarbúa í gær. Ólafur tekur við embættinu í dag. 7,5 prósent karla og 3,3 pró- sent kvenna segjast vilja Ólaf í embættið. 56,9 prósent segjast vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam- fylkingar, sé borgarstjóri. Hann nýtur meiri kven- en karlhylli og segjast 62,4 prósent kvenna vilja Dag í stól borgarstjóra, en 51,8 prósent karla. Þetta er meira fylgi en Dagur hafði tveim dögum eftir að hann tók við, en í könnun Fréttablaðsins 13. október á síðasta ári sögðust 41,3 prósent vilja Dag sem borgar- stjóra. Þá sögðust 21,3 prósent vilja að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti Sjálfstæðisflokks, væri áfram borgarstjóri. Nú segist 18,1 pró- sent vilja að Vilhjálmur taki við því embætti. Svandís Svavarsdóttur, oddviti Vinstri grænna, nýtur stuðnings 7,6 prósenta sem næsti borgar- stjóri. Eftir framgöngu hennar í REI-málinu í október var hún nefnd í 18 prósentum tilfella. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokks, kemst nú ekki á blað, en 4,9 prósent nefndu hann sem næsta borgarstjóra í október á síðasta ári. 72,7 prósent aðspurðra tóku afstöðu til spurningarinnar, sem var: Hver vilt þú að sé borgar- stjóri Reykjavíkur? Einnig var spurt hvaða flokk fólk myndi kjósa ef boðað yrði til kosninga nú og tóku 64,2 prósent afstöðu til spurningarinnar. Af þeim sögðust 34,8 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og fengi hann samkvæmt því sex borgarfulltrúa, einum færri en hann hefur nú. Fylgi flokksins minnkar nokkuð, eða um 8,1 pró- sentustig frá síðustu kosningum og 8,9 prósentustig frá könnun Fréttablaðsins þann 9. janúar á þessu ári. Fylgi Samfylkingar eykst hins vegar. Það mælist nú 42,3 prósent og yrðu fulltrúar hans samkvæmt því sjö, en eru sex nú. Fylgið eykst um 14,9 prósentustig frá kosning- um og 7,0 prósentustig frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Breytingar á fylgi annarra flokka frá síðustu könnun blaðsins eru minni háttar. 14,0 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn, og fengi flokkurinn tvo fulltrúa kjörna samkvæmt því. 4,9 prósent styðja Framsóknarflokkinn sem kæmi ekki manni að. Frjálslyndi flokkurinn kæmi heldur ekki manni að, en fylgi hans mælist nú 2,9 prósent. Eitt prósent segist myndu kjósa einhvern annan flokk. Hringt var í 600 íbúa Reykja- víkur miðvikudaginn 23. janúar, sem valdir voru af handahófi. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni. svanborg@frettabladid.is frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila Verð eru flug fram og til baka frá Reykjavík (4 flug á viku) og fela í sér þjónustugjald, skatta og flugvallargjöld. Einn smellur á www.klmiceland.is fyrir besta miðaverðið, bókun á netinu, upplýsingar um flug, flugpunkta og þar fram eftir götunum. Rafræn miðakaup gera ferðalagið þitt auðveldara. klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700 FYLGI FLOKKANNA Í REYKJAVÍK 40% 30% 20% 10% 0% KOSNINGAR MAÍ 2006 13. OKTÓBER 2007 9. JANÚAR 2008 23. JANÚAR 2008 SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 6,3% 5,8% 42,9% 39,4% 30,7%27,4% 13,4% 19,4% 10,1% 3,1% 4,6% 4,9% 43,7% 34,8% 3,0% 2,9% 13,2% 42,3% 14,0% 35,3% „Mér sýnast stóru tíðindin í þessari könnun vera þau að íbúar og samfélagið eru að hafna þessum nýja meirihluta og lýsa andstöðu við hvernig til hans er stofnað og á hvaða forsendum,“ segir Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgar- stjóri. „Ég tel það til merkis um ríkari lýðræðisþroska og ákveðinn vörð um grundvallarleikreglur sem hafa verið þverbrotnar, því miður, á undanförn- um dögum.“ Dagur segist ánægður með útkomuna í könnuninni. „En ég held að stuðningurinn við flokkana endurspegli stuðning við þennan hóp en ekki bara mig og það eru tíðindi að samstarfsflokkarnir í núverandi meirihluta í heild sinni eru að bæta verulega við sig á kostnað Sjálfstæðis- flokksins og Frjálslyndra.“ - ovd Dagur B. Eggertsson: Hafna nýjum meirihluta „Það sem vekur athygli er að það er greinilega mjög mikil andstaða við þessar tilfæringar Vilhjálms Vilhjálmssonar í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Svandís Svavars- dóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna. „Það er algerlega ljóst að sá meiri- hluti sem nú situr, meirihluti félags- hyggjunnar, nýtur gríðarlegs stuðnings í Reykjavíkurborg sem kristallast líka í miklum stuðningi við okkar borgar- stjóra. Ég held að við höfum sýnt og sannað í gegnum þetta öldurót núna að við erum fólk sem er tilbúið til að stjórna og verðum tilbúin til að gera það áfram því þessar tilfæringar sem eru nú í gangi eru ekki á vetur setjandi.“ - ovd Svandís Svavarsdóttir: Njótum mikils stuðnings „Fylgi Framsóknar- flokksins er mjög svipað því sem verið hefur í könnunum Fréttablaðsins og við það að vera með þennan eina mann sem við erum með í borginni,“ segir Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. „En það er greinilegt að fráfarandi meirihluti, sem við eigum þátt í, nýtur mikilla vinsælda hjá borgarbúum. Það kemur líka í ljós að Sjálf- stæðisflokkurinn er í mikilli kreppu vegna þess að bæði er nýr meirihluti hans greinilega ekki að skora hjá borgarbúum og það kemur í ljós að flokkurinn missir líka talsvert fylgi frá síðustu könnun. Vilhjálmur fær svo minna fylgi sem borgarstjóri en fylgi flokksins er.“ - ovd Björn Ingi Hrafnsson: Kreppa Sjálf- stæðisflokksins Meirihlutinn vill Dag Einungis tæp sex prósent vilja Ólaf F. Magnússon sem borgarstjóra. Hann tekur við embættinu í dag. Tæp 57 prósent vilja að Dagur B. Eggertsson haldi áfram. Næstflestir, eða 18 prósent, kysu að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson settist í stólinn. „Það eru að ganga yfir breytingar og í sjálfu sér ekkert um það að segja á þessu stigi,“ segir Jórunn Frímanns- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, sem telur könnunina ekki marktæka af þeim sökum. „Mér finnst könn- unin ekki tímabær. Fólk bíður eftir að sjá nýjan borgarstjóra, bíður eftir að heyra í honum og kynnast honum,“ segir Jórunn. - ovd Jórunn Frímannsdóttir: Könnunin ekki tímabær GARÐABÆR Grunnskólakennarar í Garðabæ fá 110 þúsund króna eingreiðslu 1. maí. Aðrir starfs- menn grunnskóla fá mánaðarlega viðbótargreiðslu að fjárhæð 10 þúsund krónur frá 1. janúar til 30. nóvember. Áætlaður kostnað- ur nemur 24,8 milljónum króna. Allir starfsmenn Garðabæjar fá hvatapeninga til íþróttaiðkun- ar að fjárhæð 16 þúsund krónur á ári miðað við fullt starf. Þá verð- ur tveimur og hálfri milljón króna veitt til heilsueflingar starfsmanna. Kostnaðurinn við allar þessar aðgerðir nemur sam- tals 33,6 milljónum króna. „Þetta er ekkert nýtt. Það er sama hvar þú berð niður, það er alls staðar samkeppni um starfs- menn og við erum bara að skapa samkeppnisfærni og stöðugleika. Við erum líka bara að mæta sam- keppninni í sveitarfélögunum í kringum okkur,“ segir Páll Hilm- arsson, forseti bæjarstjórnar og formaður skólanefndar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi greiddu grunnskólakennurum 18 þúsund króna eingreiðslu um síð- ustu mánaðamót en öðrum lág- launastarfsmönnum bæjarins hlutfallslega meira. Gunnar I. Birgisson bæjar- stjóri segir að í fjárhagsáætlun fái leikskólar og grunnskólar framlag til að mæta auknu vinnu- álagi. - ghs FÁ 10 ÞÚSUND Á MÁNUÐI Bæjaryfirvöld í Garðabæ greiða grunnskólakennurum 110 þúsund króna eingreiðslu 1. maí. Aðrir starfsmenn skóla fá 10 þúsund á mánuði fram á haust. Kópavogsbær greiddi kennurum 18 þúsund krónur í eingreiðslu: Garðbæingar borga aukalega HVER VILT ÞÚ AÐ SÉ BORGAR- STJÓRI REYKJAVÍKUR? Dagur B. Eggertsson (S) 56,9% Ólafur F. Magnússon (F) 5,5% Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (D) 18,1% Svandís Svavarsdóttir (V) 7,6% Aðrir 11,5% Skv. könnun Fréttablaðsins 23. janúar 2008 GENGIÐ 23.01.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 127,6012 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 66,26 66,58 129,63 130,27 96,57 97,11 12,96 13,036 11,981 12,051 10,169 10,229 0,6246 0,6282 104,63 105,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.