Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 62
maturogvin@frettabladid.is Veitingahúsið Salt hefur verið lagt niður á jarðhæð Radison SAS hótel 1919 í Hafnarstræti. Í staðinn er kominn veitingastaðurinn Gull- foss sem opnaði formlega í síðustu viku. Útliti staðarins hefur verið gjörbreytt. Veitingastaðurinn er nú þar sem barinn var, og öfugt. Það er veitingarmaðurinn Guffi, kenndur við Gaukinn, sem keypti rekstur Gullfoss í nóvember, en Salt var rekið samhliða hótelinu. Verðlagið er í svipuðum klassa og áður. Bæði fiskur og kjöt er á dagskrá, en Gullfoss er þó í spænskari anda en fyrirrennarinn Salt. Meðal annars er boðið upp á tíu rétta „New style tapas“ smakk- seðil með úrvali af réttum af mat- seðli sem valinn er af yfirmatreiðslumanni Gullfoss, Nicolas Vernaud. Smakkseðillinn kostar 6.500 kr. á manninn. Í setustofu með bar er bæði boðið upp á kaffidrykki, áfengi og eitthvað til að maula með. Þar á meðal er 200 gr „Top floor“ borg- ari með salati og cajun-kartöflum á 1400 kr. Opnunartími Gullfoss er frá klukkan 12 til 1 virka daga, en til klukkan 2 um helgar. Salt verður Gullfoss Nú er tíminn til að nota sítrónur í flestan mat. Sítrónur eru fullar af C-vítamíni, í einni er 30 prósent af ráðlögðum dagskammti og sítr- ónan er góð fyrir meltinguna. Svo er bragðið hressandi og gefur ljúf- fengt eftir- bragð. Hægt er að nota sítrónur í flesta rétti, til dæmis í súpur, eftirrétti og kjúklingarétti. Þegar sítróna er keypt skal velja sítr- ónu sem er fremur lítil en þung miðað við stærð, glansandi, fallega sítrónugul og með sléttan eða fín-trefj- óttan börk. Forðast skal léttar sítrónur, þurrar og rauðleitar, og sítrónur með grófgerðan börk eru komnar á síðasta snúning og farn- ar að tapa miklu af safa sínum. Stórar sítrónur eru oft með þykkum berki og farnar að þorna upp. Ef ætlunin er að nota sítrónu- börk í elda- mennsku eða til sultugerðar er langbest að velja lífrænt ræktað- ar sítrónur. Þegar kreista skal sítrónu yfir salat eða sjávar- rétti skal skera ávöxtinn á lengdina. Sítrónu- safa skal kreista yfir mat rétt áður en hann er borðaður, annars hverfur C-vítamín innihaldið við matreiðslu. Ferskar og stinnar sítrónur geymast í nokkrar vikur í ísskáp. Sítrónur í skammdeginu SÉÐ YFIR VEITINGAHÚSIÐ Gullfoss er í spænskum anda. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN GULLFOSSBARINN Tvöfaldur latté á 380 krónur, kókglasið á 300. Fiskisúpa er einn af uppá- haldsréttum myndlistarkon- unnar Auðar Jörundsdóttur, sem er jafnframt einn af eigendum bókabúðarinnar Útúrdúr við Njálsgötu. „Ég elda frekar oft mat og þetta er uppáhaldsmaturinn minn,“ segir Auður, sem stal uppskriftinni að fiskisúpunni frá pabba sínum. „Það tekur smástund að gera hana. Það fer samt eftir því hvað maður vill hafa hana góða. Maður lætur hana malla lengur eftir því sem meiri metnaður er fyrir hendi,“ segir hún og telur fjórar til fimm klukkustundir nauðsynlegar ef gæðin eigi að vera í hámarki. „Maður notar töluvert af græn- meti og svo er hægt að ráða því hvaða fisk maður vill hafa, því maður getur notað næstum því hvaða fisk sem er. Þú getur líka notað rækjur og skelfisk, bara eftir því sem þú hefur áhuga á.“ Eldar ekki eftir bókum Auður segist sjaldan elda beint upp úr bókum og því sé uppskrift- in sem hún gefur Fréttablaðinu eingöngu grunnuppskrift sem fólk getur unnið sjálft út frá. „Mér finnst mjög gaman að skoða mat- reiðslubækur en ég er ekki mjög dugleg að elda eftir þeim. Ég er kannski ekki voða frumleg en mér finnst mjög gaman að elda. Til dæmis finnst mér rosalega gott að borða fisk, enda er hann aðalmálið með þessari súpu.“ Engin matreiðsla í Útúrdúr Engar matreiðslubækur eru seld- ar í Útúrdúr, heldur aðallega list- tengdar bækur. „Búðin gengur mjög vel, ég er rosalega ánægð með það. Nú síðast vorum við með bókapartí fyrir Nýhil vegna bók- arinnar sem er að gera allt vit- laust, Islam með afslætti,“ segir Auður. Eldunaraðferð: Fyrst er kryddið hitað í ólívu- olíunni og svo er laukurinn og grænmetið léttsteikt upp úr því. Þegar þetta er búið að malla í smá- stund þá er soðinu og tómötunum bætt út í og því leyft að malla eins lengi og tími gefst til. Ef maður hefur sérlega góðan tíma er best að búa sitt eigið soð til. Undir lokin er rjómanum, hvítvíninu, fiskin- um og rækjunum bætt út í. Gott er að hafa skelfisk með í súpunni. freyr@frettabladid.is Góð fiskisúpa í uppáhaldi AUÐUR OG GUÐMUNDUR Auður Jörundsdóttir ásamt syni sínum og tónlistarmanns- ins Benedikts Hermanns Hermannssonar, Guðmundi Ara Benediktssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fiskisúpa Auðar: 1 1/2 l vatn Fiskikraftur Ólífuolía Fjögur hvítlauksrif Tveir laukar Tvær tsk turmerik Þrjár tsk rautt karrí Lárviðarlauf Fjórar gulrætur Tvær paprikur 400 gr. tómatar í dós Hvítvín 250 ml rjómi 1 kg lúða 500 gr. rækjur > ÞAÐ ER HENTUGT... ...að eiga góðan ofnhanska og fáir hanskar eru eins sniðugir og sílikon-hanskarnir frá Orka. Þeir þola 300 gráður á Cels- íus og eru vatnsheldir svo hægt er að sækja soðið egg beint í bullandi pottinn án þess þurfa að fara á spítala. Hanskarnir eru rifflaðir sem gefa betra grip og þannig í laginu að bæði örv- og rétt- hentir geta notað þá. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Sælkeramats mömmu á sunnudögum sem hún eldar fyrir Geirdallana. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Eins og áður segir þá toppar ekkert gourmet-máltíðir hjá móður minni og þá sérstaklega týpískan kjúkling eða katalóníu- saltfiskinn. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Þykir þorramatur móðgun við bragðlauka. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Nota helst fersk krydd sem og engifer/hvít- lauk/chili, blanda sem er nothæf á nánast allt. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Eitthvað létt og orkuríkt, helst góða fiskrétti með öllu tilheyrandi. Annars bjarga harð- fiskur og söl oftast málunum. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ávexti, djús, lýsi, kjúkling og oxpytt (sem enginn skilur!). Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tæk- irðu með þér? Fjölskylduna og árabát með veiðistöng. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Hrikalega góður strútur á Hakkasan í London. MATGÆÐINGUR VIKUNNAR: JÓN GUNNAR GEIRDAL, MARKAÐSSTJÓRI SENU Þorramatur móðgun við bragðlaukana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.