Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 16
16 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur M ill jó ni r k ró na 22 5, 4 10 7, 7 87 ,4 10 2, 5 36 7, 2 2002 2003 2004 2005 2006 Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, berst nú fyrir lífi ríkisstjórnar sinnar. Hún missti meirihlutann á mánudaginn þegar einn smáflokkanna, sem standa að henni, tók pokann sinn og fór. Prodi fór fram á það að báðar deildir þingsins samþykktu traustsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Í öldungadeildinni ræður úrslitum hvort nógu margir þeirra sjö þingmanna, sem sitja þar ókjörnir til æviloka, ákveða að styðja stjórnina. Hve naumur er meiri- hlutinn? Í neðri deild ítalska þingsins eiga 630 þingmenn sæti. Af þeim hefur átján flokka sam- steypustjórn Prodis haft 348 þingmenn og er traust í sessi þótt fjór- tán þingmenn UDEUR hafi sagt skilið við hana. Í öldungadeildinni sitja aftur á móti 315 þingmenn og þar naut stjórnin aðeins stuðnings 158 þingmanna, og var því strax komin í minnihluta þegar þrír þingmenn UDEUR sögðu skilið við stjórnina. Hverju breyta æviþingmennirnir? Auk hinna 315 þing- manna öldungadeildar eiga sjö menn rétt á setu þar allt til æviloka. Þetta er nokkuð sérstakt fyrirkomulag, sem minnir helst á lávarðadeild breska þingsins en er þó frá- brugðið henni. Fyrrverandi forsetar Ítalíu eiga sjálf- krafa rétt á þingsetu í öldungadeildinni, en auk þess hefur forseti landsins hverju sinni heimild til að veita allt að fimm manns þann heiður að verða æviþingmenn í öldungadeildinni í virðingarskyni fyrir „framúrskarandi árangur í þágu föðurlands- ins á sviði félagsmála, vísinda, lista eða bók- mennta“, eins og segir í reglum þar um. Þessir menn hafa sömu réttindi og aðrir öldunga- deildarþingmenn og geta því ráðið úrslitum við afgreiðslu mála. FBL-GREINING: ÍTÖLSK STJÓRNMÁL Naumur meirihluti ríkisstjórnar Prodis Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í febrúar í þriðja sinn. Steinunn Stefáns- dóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, er for- maður dómnefndar. Hver er tilgangur Sam- félagsverðlaunanna? „Markmið verðlaunanna er að draga fram það sem vel er gert í sam- félaginu en jafnvel fáir vita af; vekja athygli á öllu því starfi sem er unnið af fórnfýsi og umhyggju fyrir náunganum.“ Hverjir koma til greina? „Verðlaunin skiptast í fimm flokka: Hvunndags- hetjan, Frá kynslóð til kynslóðar, Til atlögu gegn fordómum, Heiðursverð- laun og sjálf Samfélagsverðlaunin. Allir koma til greina sem lagt hafa eitthvað af mörkum sem er umfram það sem við getum ætlast til af sam- ferðafólki okkar, bæði einstaklingar og samtök. Tilnefningar má senda í tölvupósti – samfelagsverdlaun@ frettabladid.is eða á visir.is/samfe- lagsverdlaun. Þar má finna nánari upplýsingar um flokkana.“ Hversu margar tilnefningar hafa borist? „Nú hafa borist vel yfir hundrað tilnefningar. Fresturinn til að skila inn tilnefningum rennur út mánudaginn 28. janúar.“ SPURT OG SVARAÐ SAMFÉLAGSVERÐLAUN Vekja athygli á góðu starfi STEINUNN STEFÁNS- DÓTTIR FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is > Útflutningur drykkjarvara HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig BANDARÍSK REYNSLUSAGA EFTIR WES ANDERSON LEIKSTJÓRA RUSHMORE OG ROYAL TENENBAUMS FERÐIN TIL DARJEELING FRUMSÝND 25. JANÚAR Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM ,,Fimmta kvikmynd Anderson´s er töfrandi, marglaga og stór- skemmtileg. Þessi taumlausa og litríka lestarferð yfir Indland hreyfir meira við mér og verður stöðugt fyndnari því meira sem ég hugsa um hana.” - Glenn Kelly, Premiere Stuttur tíma félagshyggju- meirihlutans í borgarstjórn er senn á enda. Síðasta verk borgarstjóra var að tryggja framtíð Kolaportsins. Ýmis verkefni voru í undirbún- ingi. Enginn málefnasamn- ingur var lagður fram sem var ein ástæða þess að Ólafur F. Magnússon sleit samstarfinu, að hans sögn. „Það kom okkur öllum sem hér stöndum, Tjarnarkvartettinum, verulega á óvart að þetta skyldi hafa farið svona,“ sagði Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgar- stjóri um klukkutíma eftir að Ólafur F. Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tilkynntu um það á blaðamannafundi á Kjarvals- stöðum að Sjálfstæðismenn og Frjálslyndir og óháðir hefðu náð saman um meirihlutasamstarf. Eftir mikið pólitískt fárviðri vegna málefna Orkuveitu Reykja- víkur og Reykjavík Energy Invest tók meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og F-lista við stjórn borgarinnar. Dagur B. Eggerts- son varð borgarstjóri. „Forseti, góðir borgarfulltrúar. Sá meiri- hluti sem nú er tekinn við stjórn borgarinnar er félagshyggju- meirihluti. Þetta þýðir, að hinn nýi meirihluti telur það eitt af brýnustu úrlausnarefnum samfé- lagsins að vinna gegn ójöfnuði, að heilu þjóðfélagshóparnir dragist ekki aftur úr og standi frammi fyrir mun færri og fábrotnari tæki- færum til þess að njóta lífsins en aðrir,“ sagði Dagur eins og hálfs tíma langri stefnuræðu sinni 20. nóvember, við framlagningu fjár- hagsáætlunar. Við tók tími upplýsingaöflunar og skipulags af hálfu meirihlutans. Kjarnamarkmið hans varðandi þjónustu við íbúa var að „færa hana út í hverfin“. Aðgerðir og undirbúningur Eitt fyrsta verk nýs meirihluta var að gera tilraun til þess að taka á starfsmannavanda í skólum og umönnurstörfum, með beinum aðgerðum. Um 800 milljónir króna voru lagðar til þess taka á vandan- um, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Steingrímssyni aðstoðar- manni borgarstjóra. „Það er kom- inn tími til þess setja mannauðinn í forgang hjá borginni,“ sagði Dagur. Við aðgerðina bötnuðu kjör leik- skólakennara en mikillar ónægju hafði gætt um langt skeið innan stéttarinnar vegna vondra kjara og mikils álags. Kynntar voru hug- myndir um að leggja áherslu á að styrkja starfsumhverfi kennara og vilji sýndur til þess að beita sér fyrir hækkun launa við endurskoðun kjarasamninga. Skipaður var stýrihópur til þess að fara yfir málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Engery Invest. Svandís Svavarsdóttir stýr- ir því starfi í góðu samstarfi við Bryndísi Hlöðversdóttur, stjórnar- formann Orkuveitunnar. „Öllu verður komið upp á yfirborðið“, sagði Svandís eftir meirihlutaskipt- in. Vinnu stýrihópsins er enn ekki lokið. Meðal annars var ráðist í að leyfa kennurum að fara í húsdýra- garðinn, og á fleiri staði á vegum borgarinnar, endurgjaldslaust. Það féll í grýttan jarðveg hjá sumum. Ýmsum úr kennarastétt fannst þetta móðgun en mótmæli vegna þessa voru þau ekki hávær. Öllum skilaboðum um vilja borgaryfir- valda til að þess að taka á rótgrón- um vanda í umönnunarstéttum var vel tekið. Þó að mikill tími allra fulltrúa og borgarstjóra hafi farið í að móta nánasta starfsumhverfið og afla upplýsinga, á þeim tíma sem frá- farandi meirihluti var við völd, voru stefnumarkandi ákvarðandi teknar. Vinna var hafin við að gera Reykjavík að kvikmyndaborg auk þess sem lögð var áhersla á að hraða uppbyggingu útvistarsvæða, hverfatorga, sparkvalla og skóla- lóða í hverfum borgarinnar. Verk- efnið sem snýr að uppbyggingu í hverfum heitir 1,2 og Reykjavík. Einnig var forvarnasjóður fyrir hverfatengd verkefni efldur umtalsvert, ráðgert að 100 milljón- ir fari til ýmissa forvarnaverkefna í stað tíu milljóna. Ýmis önnur verkefni voru í undirbúningsferli, meðal annars kynning á stefnuskrá meirihlutans en hún átti að fara fram í febrúar. Enginn málefnasamningur Sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýndu harðlega að enginn málefnasamningur hefði verið lagður fram af fráfarandi meiri- hluta. „Borgarbúar vita ekkert hvað meirihlutinn ætlar að gera,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson í viðtali við Fréttablaðið í október. Dagur sagði óvenjulegar aðstæður í borgarmálunum kalla á að meiri- hlutinn færi yfir stöðu mála, ein- setti sér að vinna að stefnu málum í sameiningu og leggja fram skýr- ar lausnir. Ólafur F. Magnússon hefur sagt að það hafi verið hans vilji að vinna á grundvelli mál- efnasamnings, og nefndi það meðal annars sem ástæðu fyrir því að hann sleit samstarfinu. „Í raun voru þetta slit án ástæðu,“ voru viðbrögð Dags eftir að nýr meiri- hluti F-lista og Sjálfstæðisflokks hafði verið myndaður. 100 dagar Tjarnarkvartetts liðnir VIÐ TJÖRNINA Margrét Sverrisdóttir, varamaður Ólafs F. Magnússonar, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson sjást hér saman við Tjörnina. Þau voru kölluð Tjarnarkvartettinn eftir þetta. SJÁLFSTÆÐISMENN Borgarfulltrúar Sjálfstæðis flokksins voru reiðir Birni Inga Hrafnssyni fyrir að hafa slitið samstarfinu við sjálfstæðismenn. Engum duldist að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins var ósamstiga eftir harðar deilur um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.