Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 14
14 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Aðstandendafélag aldraðra hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í fyrra. Reynir Ingibjartsson er for- maður félagsins. Hann var tekinn tali í daglegri heim- sókn hjá móður sinni, Önnu Vilborgu Magnúsdóttur, 88 ára, sem býr ein í þjón- ustuíbúð í Hraunbænum í Reykjavík. „Ég áttaði mig kannski ekki á því fyrr en við vorum mætt til að taka við verðlaununum hvaða gildi svona viðurkenningar hafa. Þarna var fjöldi fólks saman kominn sem tengdist góðverkum á ýmsan máta og verðlaunin eru mikil hvatning og viðurkenning á því sem það er að gera. Því er veiting samfélagsverðlauna mjög þarft og gott framtak hjá Fréttablað- inu.“ Þannig farast Reyni Ingi- bjartssyni orð þegar hann er inn- tur eftir viðbrögðum sínum við Samfélagsverðlaununum fyrir ári. Aðstandendafélag aldraðra eru ung samtök, stofnuð 26. mars 2006. Þau hafa það að markmiði að vekja athygli alþjóðar á slæmri stöðu margra aldraðra í okkar landi og hafa áhrif á ráðamenn. Það hefur meðal annars haldið tvo fjölmenna fundi í Háskólabíói. Reynir kveðst ekki hafa orðið meira hissa á ævi sinni en þegar hann fékk símtalið í fyrra um að félagið hlyti Samfélagsverðlaunin. Þegar í ljós hafi komið að ekki var einungis um viðurkenningu að ræða heldur fylgdi henni fjárfúlga hafi hann orðið enn meira undr- andi. „Við vorum satt að segja alveg gersamlega á kúpunni og framlag Fréttablaðsins upp á eina milljón kom sér einstaklega vel,“ segir hann. En hvernig var verðlauna- fénu varið? Fór það upp í skuldir? „Bæði og. Það fyrsta sem við gerð- um var að opna heimasíðu. Það hafði staðið til frá því félagið var stofnað. Slóðin er www.hjaafa.is en það verður að viðurkennast að við höfum varla haft burði til að halda henni almennilega gangandi. En ef eitthvað á að gera nú til dags og ná til fólks þá auglýsir það ekki í fjöl- miðli öðruvísi en það kosti tugi þús- unda. Því þurfa öll samtök að hafa eitthvert fé handa á milli.“ Reynir heimsækir aldraða móður sína, Önnu Vilborgu, daglega. Hún er 88 ára ekkja og býr ein í íbúð en er afskaplega dugleg og ekki stend- ur á kaffiveitingunum. „Þér er kalt og veitir ekki af kaffi,“ segir hún brosandi. Heimilið ber líka hagleik hennar og verkkunnáttu vitni. Prjónadúkar, púðar, málverk, vefn- aður og útsaumsmyndir prýða það. Einnig flosaður hundur sem hlaut fyrstu verðlaun á sýningu. Nú hafa handavinnuvopnin verið slegin úr höndum hennar því sjónin er að daprast. „Það er erfitt að vera latur,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera algerlega heyrnarlaus er hún hress í tali og eldfljót að ná því sem skrif- að er á krítartöflu. Þannig er tjá- skiptum hennar háttað. Reynir segir umhyggjusama nágranna líta til móður hans reglu- lega. „Hún er búin að lenda í ýmsum áföllum, detta, brotna og eiga í erf- iðum bakmeiðslum eftir bílslys. Því hefði hún ekki getað verið hér ef nágrannarnir væru ekki svona góðir,“ lýsir hann. Hann kveðst hafa reynt í nokkur ár að finna öruggan stað fyrir hana í kerfinu en ekkert gangi. Heimaþjónustan standi varla undir nafni því sólar- hringsþjónusta þyrfti að vera í boði. Víða sé líka þröngt inni á stofnunum, bara nokkrir sentimetr- ar milli rúma. Þessu þurfi að breyta því svona ástand sé okkur ekki sæmandi. Hann hefur fulla trú á Jóhönnu félagsmálaráðherra og vonar að hún fái nægan stuðning til að breyta hlutunum til betri vegar. „Það er ekki nóg að byggja hús og fjölga rýmum,“ segir hann. „Það þarf líka að halda þar uppi þjónustu og greiða mannsæmandi laun fyrir þau störf sem þar eru unnin.“ gun@frettabladid.is Hef aldrei orðið eins hissa KRÍTARTAFLAN KEMUR Í GÓÐAR ÞARFIR Reynir skrifar móður sinni um hvaðeina sem við ber. Hér um hitastigið úti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Einmitt „Ég hef vissulega fengið vinsamlegar ábendingar frá góðum félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum um að það væri hægt að koma á meirihlutasamstarfi á ný.“ BJÖRN INGI HRAFNSSON, BORG- ARFULLTRÚI FRAMSÓKNARMANNA, SEGIR SJÁLFSTÆÐISMENN HAFA BOÐIÐ SÉR AÐ TAKA ÞÁTT Í MYND- UN NÝS MEIRIHLUTA Í BORGINNI. Fréttablaðið 23. janúar. Einmitt „Ég held að þetta séu aðeins dagdraumar hjá Birni Inga.“ JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON, BORG- ARFULLTRÚI SJÁLFSTÆÐISFLOKKS- INS, UM UMMÆLI BJÖRNS INGA HRAFNSSONAR, BORGARFULLTRÚA FRAMSÓKNARFLOKKSINS. Fréttablaðið 23. janúar. „Það er alveg klikkuð vinna í gangi, ég er eiginlega að drukkna í að halda utan um veiðileyfasöluna,“ segir Þröstur Elliðason, veiðileyfasali hjá Strengjum og eigandi fyrirtækisins. „Þetta er mikið batterí fyrir einn mann. Ég sé alls ekki mikla kreppu í veiðileyfamarkaðnum eins og er. Það er að minnsta kosti alveg á hreinu að niður- sveiflan á fjármálamörkuðunum endurspeglast ekki í veiðileyfabókunum hjá mér núna miðað við í fyrra. Kannski er það þó ekki alveg marktækt því ég hef ekki verið með mikið af stórfyrir- tækjum í viðskiptum heldur þjóna fyrst og fremst einstaklingum. En það er alla vega nóg að gera í bókununum og mikið púsluspil að koma öllu heim og saman,“ segir Þröstur sem hefur staðið fyrir mikilli uppbyggingu á veiðisvæðum sem hann annast, bæði hvað varðar fiskinn í ánum sjálfum og aðbúnað veiðimannanna. „Það er einmitt mikið verkefni fram undan að fara að skipuleggja ýmsar fjárfestingar sem þarf að leggja í, til dæmis í veiðihúsum. Þannig að það er mikill toppur í þessu núna en ég vonast til að geta fundið tíma til að skreppa eitthvað með fjölskylduna í frí í vor áður en vertíðin byrjar á fullu. Svo erum við reyndar mjög mikið saman í Breiðdalnum á sumrin þar sem við erum með starfsstöð. Þannig að fjarvistirnar eru ekki eins miklar og kannski mætti halda,“ segir Þröstur Elliðason. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÞRÖSTUR ELLIÐASON VEIÐILEYFASALI Að drukkna í veiðileyfum „Þetta er orðin dágóð upphæð sem hefur komið inn og þetta hefur tölu- vert mikið að segja fyrir rekstur svona félags,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, en rúmar þrjár milljónir söfnuðust á tónleikum til styrktar félaginu sem haldnir voru á sunnu- dagskvöldið. Er þetta í níunda sinn sem slíkir tónleikar eru haldnir og er saman- lögð fjárhæð sem safnast hefur komin yfir 25 milljónir króna. Náð- ist sú tala þegar velunnari tónleik- anna gaf 600 þúsund krónur sem upp á vantaði til að ná 25 milljón króna múrnum. Eru þessir tónleik- ar orðnir árlegur viðburður fyrir marga tónlistarmenn sem fram komu á tónleikunum en meðal þeirra má nefna Stebba og Eyfa, Jógvan, Friðrik Ómar, Hara-systur, Birgittu Haukdal, Sniglabandið, Klaufa, Nylon, Garðar Thor Cortes og Pál Óskar. Auk tónlistarmannanna eru Concert, EBKerfi, Háskólabíó og Bylgjan sem og tónleikagestir nefndir sem aðstandendur tónleik- anna. Garðar Jökulsson myndlist- armaður gaf svo andvirði verka til styrktarfélagsins. „Okkar stærstu verkefni snúa að því að styðja fjárhagslega við félagsmennina eins og hægt er og svo hins vegar að standa að við- burðum sem allir kosta einhvern pening,“ segir Óskar að lokum. - ovd Allir listamennirnir og tónleikahaldararnir gefa vinnu sína til styrktarfélagsins: Meira en 25 milljónir króna STEBBI OG EYFI Rjómi listamanna tekur alltaf þátt og færri komast að en vilja. Kynntu þér málið á www.kristall.is Happatappar „Mér líst ekkert á þetta en með tilvísun í starf mitt get ég ekki hneykslast yfir upprisu Vilhjálms sem leitar eftir uppreisn pólitískrar æru eftir að mörgu leyti ómaklegar hrakfarir,“ segir séra Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn, um nýmyndaðan meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. „Þá verð ég sem krónískur Reykvíkingur að lýsa undrun minni að meirihluti sé myndaður utan um það höfuðstefnumál að halda flugvallarskrímslinu í Vatnsmýrinni. Annars finnt mér að sexmenn- ingarnir ættu að afhausa meirihlut- ann og taka saman við alla aðra í borgarstjórninni undir forystu fólks sem er vel til forystu fallið, Dag og Gísla Martein, Svandísi og Hönnu Birnu. Mjög fá málefni greina þetta fólk að. Það hefur aldrei komið fyrir áður.“ SJÓNARHÓLL NÝR BORGARSTJÓRNARMEIRIHLUTI Líst ekkert á BALDUR KRISTJÁNSSON Sóknarprestur í Þorlákshöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.