Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 60
40 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabla- Óskarsverðlaunahafinn Adrien Brody leikur í The Darjeeling Limited í leikstjórn Wes Anderson. Myndin er frumsýnd hér á landi á morgun. Þóra Karitas Árnadóttir ræddi við leikarann í London. „Þegar ég fór til Indlands í fyrsta skipti var ég á eigin vegum og ferð- aðist með vinum mínum,“ segir leikarinn Adrien Brody. „Þá hafði ég ekki hugmynd um að ég yrði svo heppinn að fá að fara aftur til Ind- lands að taka upp kvikmynd. Ferðin með félögunum var ævintýraleg en ég held að seinna skiptið hafi jafn- vel verið dýrmætara. Þá tengdist ég fegurð landsins betur og kynnt- ist því hvað Indverjar eru vinalegir og opnir.“ Kvikmyndin The Darjeeling Lim- ited fjallar um þrjá bræður sem hafa ekki talast við um árabil en halda saman til Indlands í andlegt ferðalag í leit að sjálfum sér og til að ná sáttum. Auk Adriens Brody leika þeir Jason Schwartsman og Owen Wilson aðalhlutverkin. „Við náðum mjög vel saman án nokkurrar fyrirhafnar. Jason og Owen eru frábærir strákar og ferðalagið hafði auðvitað mikil áhrif á okkur. Ævintýrið sem á sér stað í kvikmyndinni The Darjeeling Limited er líka raunverulegt ólíkt sumum kvikmyndum þegar leikar- inn fær í rauninni ekki að takast á við það ferðalag sem persónan er að ganga í gegnum. Þá lítur út fyrir að karakterinn sé að ganga í gegnum svakalegt ferðalag en hann er kannski bara fastur inni í upptöku- veri,“ segir Brody. The Darjeeling Limited var tekin upp í farþegalest sem ferðast á áætlun um Indland. „Við urðum að gjöra svo vel að mæta á réttum tíma á hverjum morgni svo við misstum ekki af lestinni. Við bjuggum saman í stóru húsi og elduðum saman á kvöldin. Það hjálpaði okkur leikur- unum að tengjast hvort öðrum og var frábær skemmtun.“ Anderson eins og Polanski Leikstjórinn sagðist hafa haft þig í huga þegar hann skrifaði handritið en karakterinn sem þú leikur er á flótta undan kærustunni sinni, hræddur við að axla ábyrgð á ófæddum syni og á það til að stela fötum og hlutum frá vinum og fjöl- skyldu í tíma og ótíma. „Já, ég veit einmitt ekki hvort ég á að taka því vel eða illa að Wes hafi haft mig í huga þegar hann skrifaði handritið. Ég sá ekkert líkt með mér og persónunni og hef ekki gengið í gegnum það sem Peter fer í gegnum. Ég er samt búinn að krefjast þess að ég fái að halda belt- inu sem Peter stelur í tíma og ótíma og Wes er búinn að lofa mér að verða við því. Það sem var sér- kennilegt er að þegar við horfðum á lokaútgáfu kvikmyndarinnar sá ég meira af sjálfum mér á hvíta tjaldinu en ég hef séð áður í nokk- urri bíómynd. Það var ekki planað en kannski var það vegna þess að ég hafði meira andrými og tíma til að vera ég sjálfur í Indlandi og í þessum undarlegu aðstæðum sem við bjuggum við. Ég lánaði því Peter margt úr mér við túlkunina. “ Wes Anderson virðist vera mjög nákvæmur leikstjóri með næmt auga fyrir smáatriðum. Hvernig var upplifun þín af honum? „Við héldum okkur bókstaflega við handritið en margir halda að við höfum spunnið upp handritið á staðnum og það segir mikið um leikstjórnarhæfileika Wes og gæðin á handritinu. Þegar leikstjórinn er nákvæmur og veit hvað hann vill getur það bætt mjög miklu við vinnu leikarans. Það er dásamleg gjöf að hafa auga fyrir smáatriðum og Wes Anderson og Roman Polanski hafa báðir þann hæfi- leika.“ Með andlitið í afturenda belju Er það rétt að þú hafir komist í lífshættu á Indlandi? „Oftar en einu sinni,“ svarar Adrien og hlær. „Á aðfangadag unnum við hálfan daginn og svo skipulagði tökuliðið sameiginlega kvöldmátíð utandyra við stóran varðeld. Umhverfið var yfirnátt- úrulega fallegt og við vorum flutt þangað í uxakerrum og svo þurft- um við að ganga sjö hundruð skref upp á fjallstind til að komast að staðnum þar sem við borðuðum saman jólamatinn. Kærastan mín var í heimsókn og þetta var ógleymanlegt kvöld. Við borðuð- um æðislegan mat saman og þarna voru dansarar og menn að spúa eldi. En þegar við ætluðum að fara að koma okkur heim á leið voru uxarnir farnir og í staðinn fannst okkur það góð hugmynd að stökkva aftan á pallbíl. Ég held að ákvörð- unin hafi haft eitthvað með Ind- land að gera. Mér fannst fólkið mjög frjálslegt þar og það hafði frelsandi áhrif á mig. Eins og það búi við færri reglur og minni höft og því ríki ákveðið kæruleysi,“ segir Adrien með bros á vör. „Svo stóð ég aftan á þessum pallbíl og þetta var mjög rómant- ísk og falleg stund. Ég stóð þarna og starði djúpt í augun á kærust- unni minni þegar við keyrðum allt í einu á rafmagnslínu sem festist undir hálsinum á mér. Ég var í mikilli hættu en bjargaðist sem betur fer. Seinni reynslan var einn daginn þegar við vorum að aka á mótorhjóli á hraðbrautinni mun- aði minnstu að andlitið á mér hefði endað í afturendanum á belju. Við vorum að taka fram úr og sáum ekki fyrr en það var orðið of seint að það var belja að ganga yfir veg- inn. Þegar við snarhemluðum var andlitið á mér í sentímetra fjar- lægð frá afturendanum á kúnni. Þetta var svona „Police Academy“ atriði en svo fékk ég algjört hláturskast yfir þessu fáránlega atviki.“ Í lífshættu á Indlandi STÓRLEIKARAR Aðalleikararnir í The Darjeeling Limited, frá vinstri Adrien Brody, Owen Wilson og Jason Schwartzman. Brody segir í viðtali við Fréttablaðið að hópurinn sem vann að myndinni hafi náð einstaklega vel saman. > STOLT AF HÖRMUNGUM SÍNUM Lindsay Lohan segist vera stolt af kvikmyndinni I Know Who Killed Me sem hlaut níu tilnefningar til gullna rifsbersins. „Ég vona að samband mitt við leikstjóra myndarinnar verði svipað og samband Martin Scorsese og Leonardo Di Caprio,“ sagði Lohan við The Sun. Kvikmyndarinnar Cloverfield hefur verið með nokkurri eftir- væntingu. Enda hefur J.J. Abrams, framleiðandi myndar- innar, sýnt fádæma herkænsku við kynningu á henni. Myndbrot úr henni láku á netið, svo var þeim kippt úr umferð, sem sagt allt gert til að magna upp spenn- una. Abrams hefur á örfáum árum breyst í hálfgerðan gullkálf í bandaríska afþreyingariðnaðin- um, bæði með sjónvarpsþáttaröð- inni Lost og leikstjórn sinni á þriðju Mission: Impossible-mynd- inni. Jafnframt hyggst Abrams dusta rykið af Star Trek-kvik- myndaseríunni sem væntanlega verður tekin upp hér á Íslandi. Cloverfield segir frá Rob sem er á leiðinni til Japans og hyggst kveðja vini sína og vandamenn með glæsilegu teiti í miðborg New York. Jafnframt hyggst Rob segja frá nokkrum af sínum innstu leyndarmálum. En margt fer á annan veg og kveðjuhófið snýst upp í að fylgjast með bein- um útsendingum af jarðskjálft- um í næsta nágrenni og viðstadd- ir fylgjast með eyðileggingunni ofan af húsþaki. Og þar verður þeim ljóst að ekki er um náttúru- hamfarir að ræða heldur hafa einhverjar verur hertekið mið- borgina. Skrímsli Abrams líta dagsins ljós HERKÆNSKA Herbragðið að leka út myndbrotum úr myndinni virðist hafa virkað vel því mikil eftirvænting ríkir fyrir myndinni. ÁRÁS Íbúar New York vakna upp við vondan draum þegar skrímsli ráðast á borgina. Greint var frá tilnefningunum til Óskarverðlaunanna á mánudaginn og voru þær flestar eftir bókinni. Reyndar kom á óvart hversu margar tilnefningar kvikmynd George Clooney, Michael Clayton, fékk en það sýnir kannski glöggt hversu valdamikill þessi fyrrver- andi læknir á Bráðavaktinni er orð- inn í draumaverksmiðjunni. Þá eru Bretar kampakátir með niðurstöð- una en kvarta þó sáran yfir því að Keira Knightley skuli ekki vera til- nefnd fyrir leik sinn í Atonement sem fékk sjö tilnefningar. Þá kom nokkuð á óvart að Cate Blanchett skyldi hljóta tvær tilnefningar; eina fyrir I‘m Not There. og hina fyrir Elizabeth: The Golden Age. Hins vegar spá flestir því að það verði kvikmyndirnar There Will Be Blood og No Country For Old Men sem berjast munu um stytturnar 24. febrúar. Þeir Paul Thomas Anderson og svo Coen-bræðurnir hafa sankað að sér helstu fagverðlaunun- um í hinni stóru Ameríku en báðar myndirnar hlutu átta til- nefningar. Á það hefur þó verið bent að mikið sé snobbað fyrir Tjall- anum í Hollywood og því gæti Atonement komið skemmtilega á óvart. Spennandi kapphlaup fram undan EKKERT Í SINN HLUT Keira Knightley er ekki tilnefnd en kvikmyndin hennar Atonement fékk hins vegar sjö tilnefningar. TILNEFNDUR Javier Bardem er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í No Country for Old Men og er talinn sigurstranglegur. SMS LEIKUR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. E I T T H V A Ð S K E F I L E G T E R Á S V E I M I FRUMSÝND 25 · 01 · 08 SENDU JA COF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar f yrir t vo, tölvueikir, DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.