Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 12
 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópusam- bandið ætlar að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um fimmt- ung á næstu tólf árum. Áætlað er að kostnaðurinn við þetta nemi fimmtíu milljörðum evra, sem jafngildir um 4.850 milljörðum króna. „Þetta kostar eitthvað, en það er viðráðanlegt,“ sagði Manuel Barr- oso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en benti á að væri kostnaðinum dreift niður á íbúa Evrópusambandsríkjanna þyrfti hver þeirra að greiða þrjár evrur á viku, eða rétt um 290 krón- ur. Tíu sinnum dýrara væri að gera ekki neitt, segir Barroso: „Daglegt verð á olíu og gasi hækkar, en raunkostnaður heildarpakkans lækkar,“ sagði hann. „Í staðinn fyrir kostnað ættum við að tala um hagnað fyrir Evrópu sambandið.“ Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur sett þak á los- unarheimildir Evrópusambands- ríkjanna svo ná megi þess markmiði. Auðugri löndin þurfa að færa stærri fórnir en þau fátæk- ari, eins og sést til að mynda á því að Danir, Írar og Lúxemborgarar þurfa að draga úr losun gróður- húsalofttegunda um tuttugu pró- sent en Búlgarar fá aftur á móti að auka losun sína um tuttugu pró- sent og Rúmenar um nítján pró- sent. Þjóðverjar þurfa að minnka los- unina um fjórtán prósent, Bretar um sextán prósent og Frakkar um fjórtán prósent. - gb Evrópusambandið kynnir nýja áætlun í orkumálum: Dregið úr útblæstri MANUEL BARROSO Kynnti í gær áform Evrópusambandsins um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mig langar til að … ... að geta verið löt að loknum vinnudegi þegar börnin eru sofnuð enda eru letiköst eitt helsta áhugamál mitt. Í sjónvarpssófanum með Kellogg's Special K bliss og góða bíómynd. Er það ekki bara allt í lagi? Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður og móðir specialk.is Kellogg's Special K kemur mér á sporið Við fjölskyldan borðum alltaf morgunmat, eins og t.d. Kellogg's Special K. Það auðveldar mér líka að komast á sporið á ný eftir jólaboðin og áramótin. Með vel samsettum morgunmat hættir mér líka miklu síður til að detta í óhollustu á miðjum morgni eða fituríkan skyndibita í hádeginu. Eftir allt laufabrauðið og heimagerða konfektið mitt yfir jólin er líka frábært að eiga gómsæta Special K stöng að grípa til, þá þarf ég heldur ekki að hafa neinar áhyggjur af því að innbyrða of margar hitaeiningar. F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.