Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 42
 24. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á snjóflóðanámskeið í lok janúar fyrir alla sem hafa yndi af ferðalögum að vetri. „Snjóflóðanámskeiðið er fyrir alla sem stunda einhverja ferða- mennsku að vetri. Hvortheldur fólk er gangandi, á gönguskíðum, fjallaskíðum eða á brettum,“ segir Leifur Örn Svavars son, fjallaleið- sögumaður og jarðfræðingur við snjóflóðadeild Veðurstofu Íslands. Markmið er að kynna snjóflóð, viðbrögð og varnir þannig að þátt- takendur geta ferðast af öryggi í fjalllendi að vetri að námskeiði loknu. „Auk þess að kenna öryggis- atriði og viðbrögð er áhersla lögð á að forðast snjóflóðasvæði. Þá skoðum við ákveðna tölfræði þar sem er hægt að læra af mistök- um annarra. Sem betur fer er þó ekki mikið af snjóflóðum á Íslandi en það eru alltaf einhverjir sem sleppa naumlega á ári hverju, til dæmis töluvert af vélsleðafólki sem kemur af stað eða lendir í flóði,“ útskýrir Leifur. Við snjóflóð eru mestu lífslík- urnar fyrstu fimmtán mínúturnar en þá finnast níutíu prósent fórnar lamba á lífi að sögn Leifs. „Þeir sem grafast í snjóflóði hafa í flestum tilvikum mjög stuttan tíma. Þá skiptir mestu að hafa góðan öryggisbúnað og að félag- arnir standi sig,“ segir Leifur og bætir við að hin heilaga þrenning snjóflóðabúnaðar sé snjóflóða ýlir, stangir og skófla. „Ef allir eru með ýlinn á sér er hægt að stilla á leit og þannig staðsetja viðkom- andi á stuttum tíma,“ segir Leifur og bætir við að í þessu tilfelli hafi GPS-tæki ekkert að segja. „Það eina sem GPS tæki geta gert er að koma í veg fyrir að fólk vill- ist, jafnvel inn á svæði þar sem er snjóflóðahætta.“ Á námskeiðinu ætlar Leifur að kenna notkun öryggisbúnaðarins og segir jafnframt að þeir þátt- takendur sem ekki eigi búnað geti fengið hann lánaðan. Snjóflóða- hætta er víða þar sem er nægur bratti og snjór, en að sögn Leifs er ekki alltaf jafn auðvelt að varast flóðin. „Auk þess að skoða augljós hættumerki þarf að skoða snjó- inn og kanna veðurfar sem hefur áhrif á flóðahættu,“ segir Leifur, sem ætlar að rýna gaumgæfilega í snjóinn á námskeiðinu. Námskeiðið fer fram að kvöldi 30. janúar og 2. febrúar að degi til. Allar nánari upplýsingar: www.fjallaleidsogumenn.is rh@frettabladid.is Lesið og rýnt í snjóinn Snjóflóðanámskeiði á að gera þátttakendum kleift að ferðast af öryggi í fjalllendi að vetri til,“ segir Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður og jarðfræðingur við snjóflóðadeild Veðurstofunnar. MYND/JÓN GAUTI JÓNSSON Spilavinir Spil og púsluspil fyrir alla fjölskylduna Langholtsvegur 126 · 104 Reykjavík · Sími 553 3450 · www.spilavinir.is Pús lusp il fyrir alla aldurshópa, við öll tæki færi ! Mikið úr val af spilum ! Ennþá eru lausir nokkrir vikulegir tímar! TENNIS Í VETUR Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 og á www.tennishöllin.is Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru að hefjast. 10 tíma námskeið kostar 17.900 kr. Aðeins fjórir á hverju námskeiði. Spaðar og boltar á staðnum. Tennis er skemmtileg hreyfing. Morgun- og hádegistímar í boði og nokkrir aðrir tímar enn lausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.