Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 22
22 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is Hlutabréf hríðféllu í Kauphöll Íslands í gær og lækkaði Úrvals- vísitalan um 4,48 prósent. Vísital- an fór lægst í um 4.980 stig en end- aði daginn í 5.051 stigi. Hún hefur nú lækkað um 8,7 prósent það sem af er vikunni og um tuttugu pró- sent frá áramótum. Árið sem nú er nýhafið er enn sem komið er það versta í sögu hlutabréfaviðskipta hér á landi. Þá hefur evra aldrei verið sterkari gagnvart krónu, en nú fást 97,7 krónur fyrir hverja evru. Mest lækkun varð á bréfum í Existu sem rýrnuðu um rúm ell- efu prósent. Spron lækkaði um tæplega átta og Eimskip um rúm- lega sex prósent. Bréf Atlantic Petroleum hækkuðu um rúmlega fjögur prósent. Lækkunin var nokkru meiri en á alþjóðamörkuðum, þar sem bréf lækkuðu þrátt fyrir 75 punkta stýrivaxtalækkun bandaríska seðlabankans á þriðjudag. Hin breska FTSE-vísitala féll um 3,9 prósent, bandaríska tæknivísital- an NASDAQ um tvö prósent og Dow Jones um rúmlega eitt pró- sent. C20 vísitalan í Kaupmanna- höfn lækkaði um 1,41 prósent og hin sænska S30 um 3,69 prósent. Sérfræðingar eru sammála um að lækkanir á alþjóðlegum mörk- uðum megi rekja til ótta um yfir- vofandi kreppu í Bandaríkjunum. Stýrivaxtalækkun Seðlabankans hafi hreinlega komið of seint fram. Fram kemur í hálffimmfréttum Kaupþings að Úrvalsvísitalan hafi ekki lækkað svo mikið á einum degi síðan 4. janúar 2006. - jsk KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 1.086x 5.051 -4,48% Velta: 7.101 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,15 -3,21% ... Bakkavör 48,30 -5,29% ... Eimskipafélagið 27,70 -6,42% ... Exista 11,07 -11,03% ... FL Group 9,78 -3,65% ... Glitnir 18,85 -4,07% ... Icelandair 26,00 -1,52% ... Kaupþing 682,00 -4,88% ... Landsbankinn 30,00 -3,54% ... Marel 95,50 -1,65% ... SPRON 5,62 -7,57% ... Straumur-Burðarás 12,95 -2,41% ... Össur 90,50 -3,11% ... Teymi 5,60 -3,11% MESTA HÆKKUN ATL. AIRWAYS +4,15% ALFESCA +0,15% MESTA LÆKKUN EXISTA -11,03% SPRON -7,57% EIMSKIPAF. -6,42% Deila um nafnlausar sendingar Í Færeyjum er tekist á um grundvallaratriði vegna nafnlausrar póstkortssendingar inn á hvert heimili í eyjunum. Í sendingunni eru færeysku stjórnmálaflokkarnir kortlagðir eftir því hvort þeir teljist kristilegir eður ei. Miðflokkurinn telst þar einn flokka 100 prósent Jesúmegin, Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn eru ofar miðju, í miðið situr Sjálfstýrisflokk- urinn, en Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi eru nokkuð undir miðju, segir í frétt Útvarps Færeyja. Sendingin hefur vakið nokkra reiði og margir sem krefjast þess að upplýst verði um sendanda. Sofus Clementsen, forstjóri Póstsins í Færeyjum, segir það hins vegar ekki munu gert og Pósteftirlitið segir málið ekki heyra undir valdsvið þess. Enn af póstmálum Í Danmörku er líka fjallað um póstmál, en nokk- uð á öðrum nótum þó. Þar hefur stjórnendum Post Danmark ofboðið ástandið, en að meðal- tali er hver starfsmaður með 18 veikindadaga á ári. Útvarp Færeyja greinir frá að til úrbóta hafi stjórn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að búa til happdrætti meðal þeirra starfsmanna sem ekki nýta sér veikindarétt á heilu ári. Dregnir verða út átta vinningar upp á 100 þúsund danskar krónur hver, eða sem jafn- gildir um 1,3 millj- ónum íslenskra króna. Auk aðalvinninganna verða svo líka dregnir út smærri vinningar sem ganga til heppinna í hópi starfsmanna sem að hámarki hafa nýtt sér tvo veikindadaga. Peningaskápurinn ... Greiningardeild sænska bankans SEB Enskilda seg- ir Existu berjast við lausa- fjárskort. Stjórnarformaður félagsins og greinendur segja umfjöllunina illa unna og forsendur rangar. „Þessar hugleiðingar greiningar- manns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningar- maðurinn þekkir greinilega ekki vel til Existu og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum,“ sagði Lýður Guð- mundsson, stjórnarformaður Existu, í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Greiningardeild sænska bankans SEB Enskilda birti umfjöllun um Existu og lausafjárstöðu félagsins í vikubyrjun. Umfjöllunin, sem ekki er formleg greining, er ætluð við- skiptavinum og ráðgjöfum. Þar kemur fram að gengi stærstu eigna Existu, þar á meðal kjölfestan í Kaupþingi og finnska trygginga- félaginu Sampo, auk norska fjár- málafyrirtækisins Storebrand, hafa fallið mikið í óróleikanum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá síðasta hausti og megi Exista ekki við nema allt að tíu prósenta lækkun til viðbótar áður en félagið neyðist til að selja eignir upp í skuldbindingar. Líklegt þyki að bæði skandinavísku félögin séu viljug til að kaupa eigin bréf að því gefnu að afsláttur verði gefinn á markaðsgengi þeirra. Exista er stærsti hluthafi Sampo með tæpan tuttugu prósenta hlut. Athygli vekur að greinendur SEB Enskilda mæla með kaupum á tryggingafélaginu á meðan staða stærsta hluthafans er dregin í efa. SEB Enskilda reiknar gengis- þróun á eignasafni Existu frá hæsta gildi þess á öðrum ársfjórðungi í fyrra en þá stóð gengi hlutabréfa almennt hátt. Við þessa forsendu er miðuð eiginfjárstaða Existu á þriðja ársfjórðungi. Slíkur útreikn- ingur veldur því að áætlað tap er meira en raunin er, líkt og grein- ingardeild Glitnis benti á í gær. Fleiri taka í sama streng enda eðli- legra að miða út frá gengislækkun eignasafns Existu um svipað leyti. Þá er hlutdeild Existu í þriggja milljarða evra hagnaði Sampo af sölu á bankastarfsemi til Danske Bank í fyrra dregin frá eiginfjár- stöðu félagsins. Slíkur viðbótar- frádráttur er sagður rangur. Niðurstaða SEB Enskilda er að lausafjárstaða Existu nemi nú 365 milljónum evra, jafnvirði 35,4 milljörðum íslenskra króna, sam- anborið við 260 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Stjórnendur Existu hafa ákveðið að tjá sig ekki frekar um málið þar sem þagnarskylda hvíli á þeim fyrir birtingu uppgjörs á fimmtu- dag í næstu viku. „Við munum þá gera nákvæma grein fyrir stöðu félagsins,“ heldur Lýður áfram. Exista hefur þegar haft samband við SEB Enskilda og óskað eftir útskýringum á rangfærslunum. Erlendur Hjaltason, forstjóri Existu, sagði í samtali við Frétta- blaðið fyrir hálfum mánuði aðgang fyrirtækisins að lausafé nægja til að mæta endurfjármögnunarþörf félagsins nær allt árið. „Eru þá ekki taldar með auðseljanlegar eignir,“ sagði hann. jonab@frettabladid.is FRÁ AÐALFUNDI EXISTU Stjórnendur Existu á aðalfundi félagsins í fyrra. Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu, segir umfjöllun sænska bankans SEB Enskilda illa unna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hugleiðingar um Existu víðs fjarri veruleikanum STÆRSTU EIGNIR EXISTU* Eign Hlutfall Skipti (móðurfélag Símans) 43,6% Bakkavör 39,60% Kaupþing 23,00% Sampo 19,98% Storebrand 8,70% * Í lok þriðja ársfjórðungs 2007 „Þótt það verði sveiflur eins og í Existu, þá hefur það lítil áhrif á áhættugrunn okkar,“ segir Guð- mundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri SPRON. SPRON á beint og óbeint um 7,4 prósenta hlut í Existu. Gengi hluta- bréfa í Exista hefur lækkað mikið undanfarnar vikur. „Þegar áhættugrunnurinn er reiknaður út eru fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum dregnar frá eigin fé. Þannig hafa verðsveiflur ekki áhrif á áhættugrunninn,“ segir Guðmundur. Áhættugrunnurinn, eða eiginfjárhlutfall (CAD-hlut- fall), sé mjög rúmur. Guðmundur segir að rekstur sparisjóðsins sé tvíþættur. Annars vegar viðskiptabankaþjónusta og síðan fjárfestingar. „Þótt fjárfest- ingar sveiflist, þá hefur það ekki áhrif á viðskiptabanka starfsemina.“ - ikh Ógnar ekki SPRON GUÐMUNDUR HAUKSSON Eigiðfjárhlut- fallið er rúmt. Þótt gengi í Existu sveiflist þá hefur það lítil áhrif. ÚRVALSVÍSITALAN — Þróunin frá áramótum: 28.12 09.01 16.01 23.01 6318 5051 5469 5453 AppliCon AB í Svíþjóð, sem er í eigu Nýherja, hefur keypt öll hlutabréf í sænska fyrirtækinu Marquardt & Partners. Kaupverð er ekki gefið upp. Fram kemur í tilkynningu frá Nýherja að kaupin séu í samræmi við þá stefnu App- liCon að útvíkka starf- semi sína á sviði hugbúnaðarlausna fyrir fjár- málafyrirtæki í Norður-Evrópu. Marquardt & Partners er ráð- gjafarfyrirtæki á sviði upplýs- ingatækni og sérhæfir sig í inn- leiðingu hugbúnaðar, ráðgjöf og þjónustu við fjármálafyrirtæki. AppliCon rekur skrifstofur í þrem- ur löndum auk Íslands; í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. - jsk Kaupa ráðgjaf- arfyrirtæki ÞÓRÐUR SVERRIS- SON. „Áætlanir okkar gera ráð fyrir fjölgun á árinu,“ segir Atli Atla- son, framkvæmdastjóri starfs- mannasviðs Landsbankans. Vangaveltur hafa verið um stór- felldan niðurskurð í fjármálageir- anum á árinu. Allt að 650 störf kunni að glatast á árinu. Bankamenn sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að árið 2008 verði þungt undir fæti en fullyrða að ekkert hafi verið ákveðið um fækkun. Ólafur Teitur Guðnasson, fjöl- miðlafulltrúi Straums, segir að starfsmönnum Straums hafi fjölgað umtalsvert á undanförn- um vikum. Um tuttugu manns hafa verið ráðnir þangað undanfarið, þar af rúmur helmingur hér á landi. Engar uppsagnir vegna niður- skurðar munu vera fyrirhugaðar hjá Kaupþingi, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Sömu sögu er að segja af SPRON. Vala Pálsdóttir, upplýsingafull- trúi Glitnis, segir að síðastliðið ár hafi verið metár í ráðningum hjá bankanum og það komi ekki á óvart þótt úr þeim dragi í ár. Hins vegar hafi ekki komið til uppsagna og engin ákvörðun verið tekin um slíkt. „Hér er ráðið í störf sem losna.“ Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, kann- ast ekki við að bankamenn séu að missa vinnuna. Um 6.000 manns starfa hjá fjár- málafyrirtækjum. Hátt í 40 pró- sent í útibúum. - ikh Engin fækkun í bönkum Í BANKANUM Fullyrt er að þrátt fyrir niðursveiflu verði ekki fækkað í röðum bankamanna. MARKAÐSPUNKTAR Míla og Geisli hafa gert sín á milli samstarfssamning þess efnis að Geisli taki að sér að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu í Vestmannaeyjum. Straumur hefur ráðið til starfa á skrif- stofu bankans í Stokkhólmi þá Mats Ericsson, forstöðumann sölusviðs markaðsviðskipta í Svíþjóð, Peter Bengtsson, sölustjóra í markaðsvið- skiptum, og Peter Näslund, yfirmann greiningar. Greiningardeild Landsbankans spáir að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í janúar. Gangi spáin eftir verður tólf mánaða verðbólga um sex prósent. Petrea I. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðssviðs hjá Símanum. Versta ársbyrjun í sögu Kauphallarinnar Úrvalsvísitalan hefur lækkað um fimmtung á árinu. Gríðarlegur órói er á alþjóðamörkuðum. FRÁ BRASILÍU Ekkert lát virðist á lækkun hlutabréfa víðs vegar um heim. Sérfræð- ingar segja stýrivaxtalækkun seðlabanka Bandaríkjanna of seint fram komna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.