Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek kemur hingað til lands í viku- lokin og heldur fyrirlestur við Háskóla Íslands á laugar dag 26. janúar kl. 13.30 í sal á Háskólatorgi. Eins og tíðkast gjarna um þekkta einstaklinga verður hann reiðubú- inn að árita verk sín að fyrirlestrin- um loknum, og þá einkum nýja þýð- ingu á riti sínu, Óraplágunni, sem kom út fyrir jól í flokki Lærdóms- rita Bókmenntafélagsins, í nýjum vistarverum Bóksölu stúdenta á hinu glæsilega Háskólatogi við hlið gömlu aðalbyggingarinnar. Žižek kemur hingað til lands á vegum útgefanda síns á Íslandi, Hins íslenska bókmenntafélags. Fyrirlesturinn er í boði Bókmennta- félagsins, Heimspekistofnunar Háskóla Íslands, Félags áhuga- manna um heimspeki og Lista- háskóla Íslands. Žižek fæddist í Ljubljana 1949 og hefur vakið mikla athygli um allan heim á síðustu árum og áratugum fyrir frjóa, líflega og vægðarlausa greiningu á sam félagi og menningu Vesturlanda. Hann er mikill tísku- höfundur og hefur gríðarlega víðan grunn í samræðu sinni við hug- myndir og ýkjur í samtíma okkar. Þá þykir hann með eindæmum snjall fyrirlesari og fer víða til að halda ræður sem þessa. Hér fyrir neðan má sjá útdrátt úr fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku og nefnist „Embedded in ideology“ eða Innlimuð í hug- myndafræði eins og heitið hefur verið þýtt. Þar spyr hann hvað hugmynda- fræði sé? „Þegar fengist er við vanda sem eflaust er raunveruleg- ur, hefur sú athöfn að festa fingur á honum og skynja hann á hugmynda- fræðilegan hátt ósýnilegan blekk- ingarleik í för með sér. Svo dæmi sé tekið: Hugtakið umburðarlyndi vísar til raunverulegs vanda – hvernig er hægt að vera á móti umburðarlyndi í garð útlendinga eða á móti femínisma eða hlynntur hómófóbíu? Það sem menn ættu hins vegar að snúast gegn er sá skilningur á rasisma (sem í dag er orðinn sjálfvirkur) að hann sé skortur á umburðarlyndi: hvers vegna er talið að fjölmörg álitamál nú um stundir snúist um umburðar- leysi, frekar en ójöfnuð, arðrán eða óréttlæti? Hvers vegna er umburð- arlyndi lagt fram sem lausn á vand- anum, frekar en frelsisbarátta, pól- itísk barátta, eða jafnvel vopnuð barátta? Að sveipa málin dulúð með þessum hætti er ekki til marks um fágaðan málflutning og rökræðu: það er hluti af ósjálfráðum hversdags skilningi okkar á hug- myndafræði – líkt og blaðamenn- irnir sem segja fréttir frá Írak eru umkringdir hermönnum Banda- ríkjahers erum við öll innlimuð í hugmyndafræði.“ Sem fyrr segir hefst fyrir lestur- inn kl. 13.30 á Háskólatorgi. - pbb Žižek í heimsókn SLÓVENSKI HEIMSPEKINGURINN SLAVOJ ŽIŽEK ER FJÖRLEGUR FYRIRLESARI. Haldinn verður opinber stofnfundur hagsmunafélags myndlistarfólks á Norður- landi næstkomandi laugar- dag. Félagið mun ganga undir nafninu Myndlistarfélagið og er því ætlað að vinna að eflingu myndlistar og menningar í landshlutanum. Undirbúningsfundur að stofnun félagsins var haldinn í nóvember síðastliðnum og mættu þá hátt í 30 myndlist- armenn. Þar voru hagsmuna- mál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valinn var undirbúningshópur til að vinna að stofnun félagsins, en í honum eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Þórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Vara- menn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar. Á stofnfundinum á laugar- dag verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks. Fundurinn fer fram í Deiglunni á Akureyri kl. 17 á laugardag. - vþ Myndlistarfé- lag stofnað Leikritið Draugalest eftir Jón Atla Jónasson verður á dagskrá Útvarpsleikhússins í kvöld kl. 22.20 í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Draugalest segir frá fjórum mönn- um sem koma saman í herbergi úti í bæ og segja sögur sínar meðan blóðið rennur niður veggina. Leik- ritið, sem var frumraun höfundar, var frumsýnt í Borgarleikhúsinu og vakti að vonum athygli. Það ruddi braut fyrir fjölda annarra verka úr smiðju Jóns Atla. Hann var tilnefndur til Norrænu leik- skáldaverðlaunanna 2006 fyrir Brim. Með hlutverkin í Draugalest, sem verður á dagskrá Útvarpsleik- hússins í kvöld á Rás 1, fara leikar- arnir Ellert A. Ingimundarson, Pétur Einarssson, Þór Tulinius og Gunnar Hansson, tónlistin er eftir Ghostigital og hljóðvinnslu annaðist Einar Sigurðsson. - pbb Draugalest í kvöld Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fræðslufundur í Safnaðarheimili Háteigskirkju í kvöld 24. janúar kl. 20. Fyrirlesari Sigríður Kristín Helgadóttir. Allir velkomnir Sorg og sorgarviðbrögð D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Komdu. Hringdu. Vertu með í heilsurækt ársins með Byr. Lækkaðu mánaðargreiðslur heimilisins í dag. Hafðu samband í síma 575 4000, eða sæktu um á www.byr.is Lækkaðu mánaðargreiðslurnar með Byr Komdu með í ræktina. Au ktu fjárhagslegt þol þitt o g lækkaðu mánaðargreiðslur heimilis ins. Komdu með í ræktina! Láttu Heimilislán Byrs létta þér greiðslubyrðina • Lán til allt að 60 mánaða • Lægri vextir • 50% afsláttur af lántökugjaldi • Þú getur greitt inn á lánið eða greitt það upp án aukakostnaðar • Þú þarft ekki að vera viðskiptavinur Byrs Svona erum við - alltaf í ræktinni! Dreifðu kreditkor ta- reikningnum • Þú getur drei ft reikningnum í allt að 36 m ánuði • Engin stimpil gjöld • Engin lántöku gjöld • Aðeins eitt sím tal ATH. Lán eru háð útlánareglum Byrs. Tilboð gildir til 01.03.2008. á K r i ng l u k r ánn i föstudaginn 25. janúar og laugardaginn 26. janúar 2008 3 5 á r a g o s a f m æ l i ... f r á V e s t m a n n a e y j u mLogar Nú g ý s á f a s t a l a nd i nu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.