Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 57
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008
Slóvenski heimspekingurinn Slavoj
Žižek kemur hingað til lands í viku-
lokin og heldur fyrirlestur við
Háskóla Íslands á laugar dag 26.
janúar kl. 13.30 í sal á Háskólatorgi.
Eins og tíðkast gjarna um þekkta
einstaklinga verður hann reiðubú-
inn að árita verk sín að fyrirlestrin-
um loknum, og þá einkum nýja þýð-
ingu á riti sínu, Óraplágunni, sem
kom út fyrir jól í flokki Lærdóms-
rita Bókmenntafélagsins, í nýjum
vistarverum Bóksölu stúdenta á
hinu glæsilega Háskólatogi við hlið
gömlu aðalbyggingarinnar.
Žižek kemur hingað til lands á
vegum útgefanda síns á Íslandi,
Hins íslenska bókmenntafélags.
Fyrirlesturinn er í boði Bókmennta-
félagsins, Heimspekistofnunar
Háskóla Íslands, Félags áhuga-
manna um heimspeki og Lista-
háskóla Íslands.
Žižek fæddist í Ljubljana 1949 og
hefur vakið mikla athygli um allan
heim á síðustu árum og áratugum
fyrir frjóa, líflega og vægðarlausa
greiningu á sam félagi og menningu
Vesturlanda. Hann er mikill tísku-
höfundur og hefur gríðarlega víðan
grunn í samræðu sinni við hug-
myndir og ýkjur í samtíma okkar.
Þá þykir hann með eindæmum
snjall fyrirlesari og fer víða til að
halda ræður sem þessa.
Hér fyrir neðan má sjá útdrátt úr
fyrirlestrinum, sem fluttur verður
á ensku og nefnist „Embedded in
ideology“ eða Innlimuð í hug-
myndafræði eins og heitið hefur
verið þýtt.
Þar spyr hann hvað hugmynda-
fræði sé? „Þegar fengist er við
vanda sem eflaust er raunveruleg-
ur, hefur sú athöfn að festa fingur á
honum og skynja hann á hugmynda-
fræðilegan hátt ósýnilegan blekk-
ingarleik í för með sér. Svo dæmi
sé tekið: Hugtakið umburðarlyndi
vísar til raunverulegs vanda –
hvernig er hægt að vera á móti
umburðarlyndi í garð útlendinga
eða á móti femínisma eða hlynntur
hómófóbíu? Það sem menn ættu
hins vegar að snúast gegn er sá
skilningur á rasisma (sem í dag er
orðinn sjálfvirkur) að hann sé
skortur á umburðarlyndi: hvers
vegna er talið að fjölmörg álitamál
nú um stundir snúist um umburðar-
leysi, frekar en ójöfnuð, arðrán eða
óréttlæti? Hvers vegna er umburð-
arlyndi lagt fram sem lausn á vand-
anum, frekar en frelsisbarátta, pól-
itísk barátta, eða jafnvel vopnuð
barátta? Að sveipa málin dulúð með
þessum hætti er ekki til marks um
fágaðan málflutning og rökræðu:
það er hluti af ósjálfráðum
hversdags skilningi okkar á hug-
myndafræði – líkt og blaðamenn-
irnir sem segja fréttir frá Írak eru
umkringdir hermönnum Banda-
ríkjahers erum við öll innlimuð í
hugmyndafræði.“
Sem fyrr segir hefst fyrir lestur-
inn kl. 13.30 á Háskólatorgi.
- pbb
Žižek í heimsókn
SLÓVENSKI HEIMSPEKINGURINN SLAVOJ ŽIŽEK ER FJÖRLEGUR FYRIRLESARI.
Haldinn verður opinber
stofnfundur hagsmunafélags
myndlistarfólks á Norður-
landi næstkomandi laugar-
dag. Félagið mun ganga undir
nafninu Myndlistarfélagið og
er því ætlað að vinna að
eflingu myndlistar og
menningar í landshlutanum.
Undirbúningsfundur að
stofnun félagsins var haldinn
í nóvember síðastliðnum og
mættu þá hátt í 30 myndlist-
armenn. Þar voru hagsmuna-
mál myndlistarfólks á
Akureyri og nágrenni rædd
og fjölmargar hugmyndir
komu fram. Valinn var
undirbúningshópur til að
vinna að stofnun félagsins,
en í honum eru Aðalheiður S.
Eysteinsdóttir, Brynhildur
Kristinsdóttir, Gunnar Kr.
Jónasson, Þórarinn Blöndal
og Hlynur Hallsson. Vara-
menn eru Arna Valsdóttir,
Jóna Hlíf Halldórsdóttir og
Jónas Viðar.
Á stofnfundinum á laugar-
dag verða drög að lögum
félagsins kynnt, kosin stjórn
og rætt um hagsmunamál
myndlistarfólks. Fundurinn
fer fram í Deiglunni á
Akureyri kl. 17 á laugardag.
- vþ
Myndlistarfé-
lag stofnað
Leikritið Draugalest eftir Jón Atla
Jónasson verður á dagskrá
Útvarpsleikhússins í kvöld kl. 22.20
í leikstjórn Stefáns Jónssonar.
Draugalest segir frá fjórum mönn-
um sem koma saman í herbergi úti
í bæ og segja sögur sínar meðan
blóðið rennur niður veggina. Leik-
ritið, sem var frumraun höfundar,
var frumsýnt í Borgarleikhúsinu
og vakti að vonum athygli. Það
ruddi braut fyrir fjölda annarra
verka úr smiðju Jóns Atla. Hann
var tilnefndur til Norrænu leik-
skáldaverðlaunanna 2006 fyrir
Brim.
Með hlutverkin í Draugalest,
sem verður á dagskrá Útvarpsleik-
hússins í kvöld á Rás 1, fara leikar-
arnir Ellert A. Ingimundarson,
Pétur Einarssson, Þór Tulinius og
Gunnar Hansson, tónlistin er eftir
Ghostigital og hljóðvinnslu
annaðist Einar Sigurðsson. - pbb
Draugalest í kvöld
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
Fræðslufundur í Safnaðarheimili Háteigskirkju
í kvöld 24. janúar kl. 20.
Fyrirlesari Sigríður Kristín Helgadóttir. Allir velkomnir
Sorg og sorgarviðbrögð
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Komdu. Hringdu.
Vertu með í heilsurækt ársins með Byr.
Lækkaðu mánaðargreiðslur heimilisins í dag.
Hafðu samband í síma 575 4000,
eða sæktu um á www.byr.is
Lækkaðu
mánaðargreiðslurnar
með Byr
Komdu með í ræktina. Au
ktu fjárhagslegt þol þitt o
g lækkaðu
mánaðargreiðslur heimilis
ins.
Komdu með í ræktina!
Láttu Heimilislán Byrs létta þér greiðslubyrðina
• Lán til allt að 60 mánaða
• Lægri vextir
• 50% afsláttur af lántökugjaldi • Þú getur greitt inn á lánið
eða greitt það upp
án aukakostnaðar
• Þú þarft ekki að vera
viðskiptavinur Byrs
Svona erum við - alltaf í ræktinni!
Dreifðu kreditkor
ta-
reikningnum
• Þú getur drei
ft reikningnum
í allt að 36 m
ánuði
• Engin stimpil
gjöld
• Engin lántöku
gjöld
• Aðeins eitt sím
tal
ATH. Lán eru háð útlánareglum Byrs.
Tilboð gildir til 01.03.2008.
á K r i ng l u k r ánn i
föstudaginn 25. janúar og laugardaginn 26. janúar 2008
3 5 á r a g o s a f m æ l i ...
f r á V e s t m a n n a e y j u mLogar
Nú g ý s á f a s t a l a nd i nu