Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 68
48 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is Aron Einar Gunnarsson, leikmaður hollenska liðsins AZ Alkma- ar, er einn af sex nýliðum í A-landsliðshópi Ólafs Jóhannes- sonar fyrir æfingamót á Möltu 2.-6. febrúar. Aron Einar, sem verður nítján ára í lok apríl, hefur leikið með U-21 árs landsliði Íslands og verður af þeim sökum einungis með í fyrsta leik æfingamótsins á Möltu gegn Hvíta-Rússlandi þar sem U-21 árs landsliðið mætir Kýpur 6. febrúar í riðlakeppni fyrir EM 2009. „Ég bjóst alls ekki við kallinu í A-landsliðs- hópinn svona snemma, en það er mjög gaman að þessu og ég stefni á að nýta mér þetta tækifæri og verð pottþétt reynslunni ríkari fyrir vikið. Eftir leikinn gegn Hvít- Rússum fer ég svo með U-21 árs liðinu til Kýpur og það er líka spennandi verkefni,“ sagði Aron Einar, sem gekk til liðs við AZ Alkmaar frá Þór Akureyri sumarið 2006. „Það hjálpaði mér mikið að Grétar Rafn Steinsson var fyrir hjá liðinu þegar ég kom fyrst út og hann studdi mjög vel við bakið á mér og reyndist mér manna best utan vallar. Inni á vellinum átti ég í smá erfiðleikum til að byrja með enda mjög ólíkur fótbolti spil- aður í Hollandi. Ég byrjaði í unglingaliðinu, þar sem leikmennirnir eru mjög tæknilega góðir og með góðar sendingar. Ég lagði því mjög hart að mér að bæta mig í þeim þáttum og var oft á tíðum síðasti maðurinn út af æfingavellinum. Það er því óhætt að segja að ég sé búinn að bæta mig 100% hvað varðar tækni og sendingar síðan ég kom út. Mér hefur gengið vel með varaliðinu og hef fengið að æfa með aðalliðinu upp á síðkast- ið,“ sagði Aron Einar, sem vonast til að taka næsta skref fljótlega. „AZ Alkmaar hefur gengið herfilega í deildinni upp á síðkastið og ég bíð því spenntur eftir að fá hugsanlega tækifæri með aðalliðinu á næstunni, en annars er ég alveg rólegur og einbeiti mér bara að því að æfa vel og vera tilbúinn að grípa tækifærið þegar það gefst,“ sagði Aron Einar að lokum. ARON EINAR GUNNARSSON, AZ ALKMAAR: YNGSTUR Í 30 MANNA LANDSLIÐSHÓPI ÓLAFS JÓHANNESSONAR Ég bjóst alls ekki við kallinu svona snemma FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið leitaði í gær til sjónvarps- stöðvarinnar Sky Sports um upp- tökur frá leik Tottenham og Arsenal í undanúrslitum deildar- bikarsins á White Hart Lane í fyrrakvöld. Ástæðan er atvik sem átti sér stað á milli framherja Ars- enal, Nicklas Bendtner og Emm- anuel Adebayor, sem fór framhjá dómara leiksins. Tottenham kom á óvart í leikn- um og slátraði nágrönnum sínum frá Norður-Lundúnum 5-1. Eitt- hvað virðist mótlætið hafa farið illa í liðsmenn Arsenal því á loka- mínútum leiksins þegar sigur Tot- tenham var í höfn virtist Emm- anuel Adebayor skalla samherja sinn Nicklas Bendtner þannig að blæddi úr nefinu á honum, en atvikið fór framhjá Howard Webb, dómara leiksins. William Gallas, fyrirliði Arsenal, var fyrstur til að skerast í leikinn og reyndi að róa Danann Bendtner, sem virtist vera afar reiður með framgöngu Ade- bayors. „Þeir vita það best sjálfir að þeir gerðu mistök og þurfa að svara fyrir þau sjálfir. Við verðum að læra af þessu sem lið og reyna að halda ró okkar þegar á móti blæs,“ sagði Gallas í viðtali eftir leik. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, vildi ekki tjá sig um atvikið þar sem hann kvaðst ekki hafa orðið vitni að því. Enska knattspyrnusambandið mun bera upptökurnar af atvikinu undir Howard Webb, sem mun ákvarða hvort frekar verði aðhafst í málinu og leikmennirnir kærðir. Skemmst er að minnast atviks árið 2005 þegar Lee Bowyer og Kieron Dyer, þáverandi samherjar hjá Newcastle og núverandi samherj- ar hjá West Ham, slógust í leik gegn Aston Villa og fengu báðir að líta rauða spjaldið fyrir vikið. Eftir leikinn var Bowyer gerður að sökudólgi fyrir slagsmálin og fékk fjögurra leikja bann og sekt en þriggja leikja bann Dyer var einnig látið standa. Bowyer og Dyer „sættust“ fyrir framan sjón- varpsmyndavélar tveimur dögum seinna. - óþ Adebayor talinn hafa skallað Bendtner í fyrrakvöld: Ósætti hjá Arsenal HEITT Í KOLUNUM Nicklas Bendtner horfir illum augum á Emmanuel Adebayor sem talinn er hafa skallað samherja sinn. NORDIC PHOTOS/GETTY HANDBOLTI Sögusagnir þess efnis að handboltamarkvörðurinn snjalli Björgvin Páll Gústavsson væri við það að ganga í raðir þýska liðsins Grosswallstadt hafa verið á kreiki upp á síðkastið, en Björgvin Páll kvað lítið til í sögusögnunum í samtali við Fréttablaðið í gær. „Ég fór til reynslu hjá liðinu fyrir dálitlu síðan en það dæmi virðist vera dottið upp fyrir,“ sagði Björgvin Páll, sem hefur staðið sig vel með Fram í N1- deildinni í vetur og varið 14,7 skot að meðaltali í leik. „Markmiðið hjá mér er að standa mig vel hjá Fram og framhaldið kemur svo í ljós,“ sagði Björgvin Páll að lokum. - óþ Björgvin Páll Gústavsson: Ekki á leið til Grosswallstadt ÖFLUGUR Björgvin hefur staðið sig vel með Fram í N1-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs- son afhenti Ólafi Stefánssyni aftur fyrirliðabandið þegar Ólafur sneri aftur í leikinn á móti Þjóðverjum en tók hins vegar af honum metið yfir flesta leiki spilaða í röð með íslenska landsliðsinu á stórmót- um. Guðjón Valur lék þar sinn 61. leik í röð og er því orðinn nýi járn- maðurinn í landsliðsinu. Guðjón Valur bætti metið síðan enn frek- ar gegn Ungverjum í gærkvöldi. Guðjón Valur hefur leikið alla leiki íslenska landsliðsins frá því að hann var fyrst á skýrslu gegn Rússum 23. janúar 2000 á EM í Króatíu. Mikilvægi Guðjón Vals hefur aukist með hverju stórmót- inu og á undanförnum átta stór- mótum hefur það þótt til stórfrétta ef Guðjón Valur hefur sest á bekk- inn enda hefur hann nánast spilað hverja einustu mínútu. Guðjón Valur hefur verið fyrir- liði í fjórum þessara leikja, en það eru þeir leikir sem Ólafur Stefáns- son hefur misst af á síðustu tólf stórmótum landsliðsins. Ólafur missti af tveimur leikjum á EM 2006 í Sviss og það endurtók sig á EM í Noregi. Í báðum tilfellum missti hann af tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlakeppninni eftir að hafa meiðst í fyrsta leik. Guðjón Valur lék sinn fyrsta leik á stórmóti á EM í Króatíu árið 2000. Hann var þá leikmaður KA á Akureyri og hafði verið valinn í EM-hópinn en setið uppi í stúku í fyrstu tveimur leikjunum. Guðjón Valur kom inn í hópinn í þriðja leiknum á móti Rússum og fékk að spreyta sig síðustu átta mínúturn- ar þegar hann leysti Gústaf Bjarnason að hólmi. Guðjón Valur sló síðan í gegn þegar hann átti frábæra innkomu í leik gegn Sló- veníu og nýtti þá 5 af 6 skotum sínum en hann skoraði síðan 2 mörk úr 3 skotum í lokaleiknum þegar Ísland vann Úkraínu í leikn- um um 11. sætið á mótinu. Guðjón Valur hefur síðan fengið stærra og stærra hlutverk innan íslenska liðsins. Hann varð sjötti markahæsti leikmaður liðsins á HM í Frakklandi 2001, fimmti markahæstur á EM í Svíþjóð 2002 og varð annar markahæstur á HM í Portúgal 2003, EM í Slóveníu 20004 og Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Guðjón Valur hefur síðan verið markahæsti leikmaður liðsins á síðustu tveimur HM- keppnum (Túnis 2005 og Þýska- landi 2007), varð annar marka- hæstur á EM 2006 (skoraði flest mörk utan af velli) og er nú marka- hæsti leikmaður íslenska liðsins á EM í Noregi. ooj@frettabladid.is Nýi járnmaðurinn í landsliðinu Guðjón Valur Sigurðsson lék sinn 61. leik Íslands í röð á stórmótum þegar íslenska landsliðið tapaði fyrir Þjóðverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Hann bætti með því met Ólafs Stefánssonar frá árinu 2006. GÓÐUR Í METLEIKNUM Guðjón Valur Sigurðsson lék vel gegn Þjóðverjum en það dugði þó ekki til. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURFLESTIR LEIKIR Í RÖÐ Á STÓRMÓTUM: 62 Guðjón Valur Sigurðsson 2000- 60 Ólafur Stefánsson 1995-2006 50 Guðmundur Hrafnkelss. 1995-2004 44 Geir Sveinsson 1986-1997 35 Patrekur Jóhannesson 1995-2002 ÍÞRÓTTIR Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir var í gær kjörin Íþróttamaður Reykjavíkur en þetta var í 29. sinn sem Íþrótta- maður Reykjavíkur er kjörinn. Við sama tilefni veitti Reykja- víkurborg 16 milljónir og 250 þúsund krónur úr Afreks- og styrktarsjóði Reykjavíkur. Það eru borgarsjóður Reykjavíkur- borgar og Íþróttabandalag Reykjavíkur sem standa að Afreks- og styrktarsjóði Reykja- víkur. Að þessu sinni var mikil hækkun á úthlutun úr þessum sjóði en hún hækkaði um rúm 43 prósent, eða úr 11.350.000 árið 2006 í 16.250.000 fyrir árið 2007. Alls 46 einstaklingar, íþróttafé- lög og deildir afhenda styrki úr Afreks- og styrktarsjóði Reykja- víkur á bilinu 150.000 til 1.250.000 króna. Valsmenn fengu sem dæmi 3 milljónir og 750 þúsund krónur fyrir Íslandsmeistaratitla félagsins í knattspyrnu karla, knattspyrnu kvenna og í hand- bolta karla. Ragna fékk til varðveislu far- andbikar sem gefinn er af Reykja- víkurborg og eignarbikar ásamt 150.000 kr. styrk frá ÍBR af þessu tilefni. Auk hennar fengu tíu íþróttamenn sérstaka viðurkenn- ingu og hlaut hver þeirra styrk að upphæð kr. 50.000. Þau eru Ásgeir Sigurgeirsson (skot- íþróttamaður), Einar Sverrir Sigurðsson (vélhjólamaður), Guðmundur Stephensen (borðtennis maður), Haraldur Heimisson (kylfingur), Jakob Jóhann Sveinsson (sundmaður), Margrét Lára Viðarsdóttir (knatt- spyrnukona), Ragnheiður Ragn- arsdóttir (sundkona), Sveinn Elías Elíasson (frjálsíþróttamað- ur) og Þormóður Árni Jónsson (júdómaður). - óój Sextán milljónir veittar úr Afreks- og styrktarsjóði í gær: Ragna best í Reykjavík MEÐ BIKARINN Ragna Ingólfsdóttir átti frábært ár í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR > Vinnur KR fyrsta leikinn með Sola? Íslandsmeistarar KR-inga eiga á hættu að tapa sínum þriðja leik í röð þegar þeir sækja Snæfell heim í Stykkis- hólm í Iceland Express-deild karla. KR tapaði 76-87 á heimavelli fyrir Grindavík í síðasta deildarleik og datt síðan út úr bikarnum eftir 106-90 tap í Njarðvík fyrir ellefu dögum, en þetta eru einmitt tveir fyrstu leikirnir síðan að Jeremiah Sola kom til liðsins. Snæfell hefur unnið Njarðvík og Keflavík í Hólminum í þessum mánuði og eru því erfiðir heim að sækja. Fjórir aðrir leikir fara einnig fram í kvöld, Skallagrímur-Tindastóll, Fjölnir-Hamar, ÍR-Njarðvík og Þór Akureyri- Keflavík. Allir leikirnir hefjast klukkan Þjálfaranámskeið ÍSÍ vor 2008 Helgarnámskeið 1. stigs og 5 kennslustunda námskeið 2. stigs í feb. og mars í Rvk og á Akureyri. Fjarnám 1. stigs hefst 11. feb. Skyndihjálpar- námskeið í Rvk og á Akureyri. Allar frekari uppl. í síma 460-1467 og á vidar@isi.is. Skráning á namskeid@isi.is Sjá nánar á www.isi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.