Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 34
 24. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Express Ferðir hafa opnað Íslendingum leiðina að bestu skíðasvæðum austur- rísku og svissnesku Alpanna. „Með beinu flugi til Friedrichshafen, sem er einstaklega vel staðsett, hefur íslensk- um skíðaiðkendum opnast leið sem verið hefur lokuð í áraraðir nema með tengiflugi og löngum akstursleiðum. Það er leiðin að bestu skíðastöðum austurrísku og sviss- nesku Alpanna,“ segir Lilja Hilmarsdótt- ir, forstöðumaður Express Ferða sem bjóða skíðaferðir til Lech og Ischgl í Austurríki, og Davos og Flims Laax í Sviss, en lengst tekur tvo tíma að komast leiðar sinnar frá flugvellinum og á skíðin. „Það er meira og minna uppselt í allar okkar skíðaferðir, en enn laust í ferð til Davos 23. febrúar. Við erum ekki stór í snið- um, en samt að ryðja okkur braut á þessum vettvangi, enda skíðaferðir ákaflega vin- sælar meðal Íslendinga,“ segir Lilja. „Núna er gífurlega gott skíðafæri á öllum þessum stöðum, sem eiga það sammerkt að vera skíðasvæði í fremsta flokki. Lech er raunar talið eitt besta skíðasvæði heims og þar er alveg sama á hvaða skeiði fólk er statt í sinni skíðaiðkun; allir finna eitthvað við sitt hæfi. Í Davos er ávallt tryggt að komast í snjó því þorpið liggur hæst í 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli,“ segir Lilja, sem skrifar vaxandi vinsældir skíðaferða meðal annars á vetrarfrí íslenskra grunn- skólabarna. „Fjöldi íslenskra skíðaferðalanga eykst frá ári til árs og skíðaferð er orðin fastur liður í tilverunni hjá mörgum. Vetrar- frí í skólum er skemmtileg viðbót því þá gefst fjölskyldunni kostur á að njóta lífs- ins saman í skíðabrekkum erlendis. Í öllum þessum skíðaþorpum er líflegt og dásam- legt að vera, en segja má að Ischgl sé vin- sælastur hjá ungu fólki þar sem staðurinn er þekktur fyrir fræga skemmtikrafta sem troða upp á kvöldin,“ segir Lilja, sem sjálfri þykir ekkert frí betra en skíðaferð. „Það er mikið ævintýri og engu líkt að fara á skíði í útlöndum. Skíðaferð sameinar hreyf- ingu, útiveru og afslöppun. Maður kemur endurnærður heim því líkamleg áreynsla er svo góð og fer alltaf snemma að sofa eftir sællega útivist á daginn.“ -þlg Endurnærandi og engu líkt Fallegur ævintýradagur í skíðaparadísinni Ischgl í Austurríki. Íslenskir skíðamenn hafa um margt að velja þegar kaupa á skíðaferð til útlanda. Hér gefur að líta lista yfir staði sem ís- lenskar ferðaskrifstofur bjóða skíðaferðir til í vetur. EXPRESSFERÐIR: Lech og Ischgl í Austurríki Davos og Flims Laax í Sviss HEIMSFERÐIR: Flachau, Lungau og Zell am See í Austurríki FERÐAÞJÓNUSTA BÆNDA: Seefeld í Týról Katschberg í Austurríki ÚRVAL ÚTSÝN: Madonna di Campiglio og Selva Val Gardena á Ítalíu Flachau, Wagrain, Alpendorf, Kitzbühel og Kirchberg í Austur- ríki GB FERÐIR: Aspen, Beaver Creek, Vail, Brecken ridge og Keystone í Color- ado í Bandaríkjunum ÍSLENSKIR FJALLALEIÐSÖGUMENN: Ammassalikeyja á Austur-Græn- landi Haute Route frá Chamoix í Frakk- landi til Zermatt í Sviss Liverpoolland á Norðaustur- Grænlandi Fyrirheitna skíðalandið Skíðað í lausamjöll í Ischgl í austurrísku Ölpunum. Fyrr í janúar kom til landsins al- sæll og stæltur hópur íslensks skíðafólks eftir „Power“-skíða- ferð í ítölsku Alpana. Önnur slík ferð verður farin 8. mars. „„Power“-skíðaferðin er til Mad- onna di Campiglio í samstarfi við World Class með Evert Víglunds- son íþróttaþjálfara í fararbroddi. Hann er þaulreyndur skíðamaður sem leiða mun hópinn í spennandi ævintýri í heillandi andrúmslofti og frábæru færi,“ segir Laufey Jó- hannsdóttir, sölustjóri hjá Úrvali Útsýn, en Power-skíðaferðirnar eru nýlunda á íslenskum skíða- ferðamarkaði. „Þetta er ferð fyrir þá sem vilja spreyta sig og reyna á lík- amann. Farið er í erfiðari brekkur og skíðað af krafti allan liðlangan daginn, ekki síst í svörtu brekkun- um sem eru þær strembnustu. Æf- ingar verða nokkuð stífar og fjór- hjól notuð í bland við skíði,“ segir Laufey og lofar að Evert haldi mannskapnum í formi þessa viku. „Kvöldin fara svo í afslöpp- un og notalegheit, eins og tíðkast í skíðaferðum erlendis. Hópur- inn fer saman út að borða eða út á lífið eftir skíðamennsku dags- ins, en Evert býður þeim upp á skíðakennslu sem vilja eða þurfa, ásamt því að veita aðstoð við að leigja skíði, kaupa skíðapassa og fleira,“ segir Laufey og gefur góð fyrirheit. „Þarna koma dagar þar sem fólk rennir sér niður brekkurnar með kyndla að kvöldlagi og aðrir þar sem fólk getur valið milli fjór- hjólaferðar, fallhlífasvifs og ís- klifurs. Þetta er skíðaferð fyrir vana skíðamenn sem vilja aksjón allan tímann.“ - þlg Skíðað með kyndla undir ítölskum stjörnum Auðvelt er að slaka á og njóta sólar, mannlífs og veitinga í ævintýralandinu Madonna di Campiglio. Lagt í hann niður ögrandi brekkur í ítölsku Ölpunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.