Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 24

Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 24
24 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mannréttindabrot Mannréttindi eru algild en ekki afstæð og geta því aldrei gengið kaupum og sölum. Íslend- ingar hafa yfirleitt skipað sér framarlega í sveit þeirra þjóða, sem bera mesta virðingu fyrir mannréttindum. Síðasta aftakan á Íslandi fór fram í Húnavatnssýslu 1830. Eftir það voru tíu Íslendingar að vísu dæmdir til dauða í Hæsta- rétti, en kóngurinn mildaði dómana, svo að enginn var tekinn af lífi. Dauðarefsing var afnumin í tveim áföngum, 1869 var felld úr lögum dauðarefsing fyrir blóðskömm og dulsmál, það er útburð til að leyna barnsfæðingu, og 1928 var dauðarefsing afnumin með öllu, mörgum áratugum á undan afnámi dauðadóma annars staðar um Norðurlönd. Tyrkir afnámu dauðarefsingu 2004 og Albanar 2007, því að öðrum kosti fengju lönd þeirra ekki inngöngu í Evrópusambandið. Gervöll Evrópa hefur nú hafnað dauðarefsingu. Bandaríkin eru eina iðnríkið utan Asíu, þar sem dauðadómar tíðkast enn – og nú einnig pyndingar, því að sjaldan er ein bára stök. Dauðarefs- ing er mannréttindabrot vegna þess, að hún er óafturkræf: sá, sem er tekinn af lífi og reynist saklaus, verður ekki vakinn aftur til lífsins. Saga frá Síle Til eru lönd, þar sem stjórnvöld og almenningur líta mannréttindi og mannréttindabrot öðrum augum en flestir Íslendingar. Sleppum Kína, því það dæmi liggur í augum uppi: ríkisstjórn Kína brýtur mannrétt- indi í stórum stíl, enda liggja mannréttindabrot í eðli allra einræðisstjórna. Tökum heldur Síle, sem er nú lýðræðisland. Þar studdi um þriðjungur landsmanna herforingjastjórn Pinochets 1973- 90 þrátt fyrir gróf mannréttinda- brot, sem allir vissu um, en sumir heimamenn horfðu fram hjá eða vörðu með skírskotun til þess, að hagstjórnin hjá Pinochet og þeim væri svo skínandi skilvirk. Að baki þessarar afstöðu bjó sú hugmynd, að mannréttindabrotin – morðin, mannshvörfin, pyndingarnar – hefði verið nauðsynlegur liður í landsstjórninni og herforingjunum hefði ekki getað tekizt að bæta lífskjörin og lyfta þjóðarbúskapn- um svo sem raun varð á nema með því að koma þúsundum stjórnar- andstæðinga fyrir kattarnef. En þetta er rangt, og siðlaust. Engin áreiðanleg gögn styðja þá skoðun, að mannréttindabrot af nokkru tagi séu nauðsynlegur liður árangurs- ríkrar hagstjórnar, hvorki í einstökum löndum né í heiminum í heild. Hitt virðist mun líklegra í ljósi tiltækra gagna, að lýðræði og full virðing fyrir óskoruðum mannréttindum stuðli að betri hagstjórnarháttum og betri lífskjörum. Mannréttindabrot eru valdníðslu- tæki glæpamanna. Augusto Pinochet (1915-2006) varð sem betur fer svo langlífur, að sannleik- urinn um hann kom í ljós í lifanda lífi. Hann reyndist vera stórtækur mútuþegi og þjófur auk annarra glæpa. Nú er allur vindur úr fyrrum stuðningsmönnum hans og herforingjanna, sem sitja nú margir á bak við lás og slá eða bíða dóms. Sama firra Mannréttindi og mannréttindabrot snúast ekki alltaf um líf og dauða, heldur einnig um jafnræði og réttlæti. Stjórnarskrá lýðveldisins geymir svofellt ákvæði í 65. grein: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Þessi grein er tekin nær orðrétt upp úr 26. grein Mannréttindasátt- mála Sameinuðu þjóðanna og var leidd í lög 1995. Á grundvelli þessarar greinar auk atvinnufrels- isákvæðis 75. greinar stjórnar- skrárinnar felldi Hæstiréttur þann dóm í máli Valdimars Jóhannes- sonar gegn ríkinu 1998, að fisk- veiðilögin brytu í bága við stjórnar- skrána. Alþingi brást við dóminum með því að breyta lögunum, en þó aðeins til málamynda. Þennan dóm Hæstaréttar hefur Mannréttinda- nefnd SÞ nú í reyndinni innsiglað og þá um leið ógilt dóm Hæsta- réttar í Vatneyrarmálinu 2000, þar sem rétturinn sneri við blaðinu undir ódulbúnum þrýstingi frá formönnum beggja ríkisstjórnar- flokkanna þá. Úrskurður Mannréttindanefndar SÞ um daginn er áfellisdómur yfir mannréttindabrotum af hálfu Alþingis með fulltingi Hæstaréttar. Tvær vikur eru nú liðnar frá birtingu úrskurðarins, en Alþingi hefur samt ekki séð ástæðu til að lýsa því yfir, að fiskiveiðilögunum verði breytt til samræmis við stjórnarskrána og Mannréttinda- sáttmála SÞ. Alþingi virðist líta svo á líkt og herforingjarnir í Síle á sínum tíma, að þjóðarhagur útheimti mannréttindabrot. En það er firra. Hefði fiskveiðunum verið stjórnað með vel útfærðu veiði- gjaldi, þar sem allir sætu við sama borð, eins og lagt var til strax í upphafi og við veiðigjaldsmenn höfum æ síðan haldið fram með fullbúið lagafrumvarp í höndunum, hefðu fiskveiðilögin ekki þurft að koma til kasta Mannréttindanefnd- arinnar. Boðið stendur. Mannréttindi eru algild Í DAG | ÞORVALDUR GYLFASON UMRÆÐAN Borgarmál Nýi borgarstjórnarmeirihlutinn er óstarfhæfur. Hann er myndaður á grundvelli lyga. Ólafur F. var keyptur til fylgilags við Sjálfstæðisflokkinn með borgarstjórastólnum og með ósönnum full- yrðingum um að Sjálfstæðisflokkurinn væri annars að mynda meirihluta með öðrum flokki. Þessi framganga fékk bless- un formanns Sjálfstæðisflokksins eins og hann hefur staðfest. Ef eitthvað er pólitísk misneyting þá er það framganga Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn, einkum oddvitans sem svo eftir- minnilega brást trausti félaga sinna í haust og klúðr- aði þáverandi meirihluta. Hann brást þá líka trausti borgarbúa. Hví skyldu þeir treysta honum nú? Ólafur F. Magnússon var í veikindaleyfi nánast allt árið 2007. Hann tók þó þátt í að mynda nýjan meirihluta í október þegar ágreiningur milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, og innbyrðis í Sjálfstæðisflokknum, um orkumál urðu þeim meirihluta að aldurtila. Ólafur kom til starfa í borgarstjórn eftir veikindi í desember og tók þá við sem forseti borgarstjórnar. Hann segir nú að honum hafi ekki þótt hlutur F-listans nægilega sýnilegur. Hvað breyttist frá því meirihlut- inn var myndaður í október, og sem Ólafur var giska ánægður með, og þar til nú í janúar? Jú, eina breytingin var sú að Ólafur tók við sem forseti borgarstjórnar af Margréti Sverrisdóttur. Getur verið að við það hafi F-listinn orðið ósýnilegur? Forsætisráðherra segir að meirihlutaskipt- in í borginni hafi engin áhrif á stjórnarsam- starfið frekar en þegar Sjálfstæðisflokkur- inn hrökklaðist frá völdum í haust. Hér er ólíku saman að jafna. Í haust féll meirihluti tveggja flokka vegna ágreinings um grundvallarstefnu í orkumálum og þar sem bullandi ágreiningur var einnig innbyrðis í Sjálfstæðisflokkn- um. Nú gerist það að Sjálfstæðisflokkurinn seilist inn í starfandi meirihluta og kaupir með gylliboðum og ósannindum einn borgarfulltrúa, sem hefur ekki einu sinni varamenn sína með sér. Hér er farið langt út fyrir eðlilegar leikreglur stjórnmálanna í örvæntingarfullu valdabrölti. Það þarf enginn að segja mér að það hafi ekki áhrif á stjórnar- samstarfið. Hvernig og hvenær það brýst upp á yfirborðið er svo annar handleggur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Tæpitungulaust ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON S agan endurtekur sig, fyrst sem tragikómedía og síðan sem farsi, segir gamalt máltæki. Nú var ekki að sjá að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins væru himinlifandi þegar þeir stóðu á Kjarvalsstöðum aftan við forystu- menn hins nýja meirihluta Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, Kjartans Magnússonar og Ólafs F. Magnússonar. Svipurinn var óráðinn, tómur, frosinn: Í hverju erum við nú lent? Skiljanlega vilja forystumenn Sjálfstæðisflokksins ná völdum í Reykjavík. Þeir stigu sigursælir og reifir á stjórnpallinn að lokinni öruggri kosningabaráttu. Svo splundraðist meirihlutinn í höndum þeirra. Var ljóst að innan þeirra raða ríkti ekki traust þótt snarlega tækist að berja í rifurnar og sameinast um stefnu- mið í málinu sem sundraði. Bræðingurinn sem varð að fárra ráðum og framganga þeirra Vilhjálms og Ólafs er ekki til marks um að þeirra sess sé tryggur. Yfirlýsingar duga ekki til að sann- færa almenning um að samstarf Sjálfstæðisflokksins við Ólaf F. Magnússon verði langlíft. Sú hugmynd að þessi leikur sé gerður til að kaupa tíma svo finna megi traustari rekkjunaut er ekki ósennileg. Vandi sjálfstæðismanna er forystan: það er slétt sama hve oft Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson endurtekur í fjölmiðlum hve lengi hann hafi starfað í borgarstjórn og að sveitarstjórnarmálum, tími hans sem stjórnmálamanns og leiðtoga er liðinn. Hin misheppn- aða hallarbylting félaga hans sem lýsir sér best í fleygum orðum – til í allt án Villa – var söguleg nauðsyn borgarstjórnarflokknum: Hanna Birna og Gísli Marteinn verða að finna vatnaskil og taka þau völd sem þeim ber, hvernig svo sem þau deila þeim. Þegar Þorbjörg Helga lýsir áhyggjum yfir ástandi í embættis- mannakerfinu og hjá kjósendum ratar hún á staðreynd: kjósend- ur eru rasandi. Framferði Björns Inga fyrr á kjörtímabilinu er engin afsökun. Hans stjórnkænska er ekki til eftirbreytni, jafnvel þótt honum takist að troða sér í uppbótarsæti í næstu kosningum. Fram undan var kynning á stefnumálum fyrrverandi meirihluta. Kjósendur eiga fullan rétt á að það plagg verði lagt fram. Þá verður ekki síður kyndugt að sjá alþjóðlegar tillögur um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins – hvor þeirra, Ólafur eða Vilhjálm- ur, á að kynna það fyrir borgarbúum? Ætla Hanna Birna, Gísli Marteinn, Þorbjörg og Júlíus að standa þar aftur baka til með tóman svip og þegjanda í augunum? Kannski er betra að vera bara heima. Það er ekki hollt fyrir samfélag að taka brigður og svik, blekk- ingar og fals fram sem meginreglu í samskiptum manna. Almenn- ingur vill ekki sjá slík vinnubrögð, jafnvel þótt mönnum sé brátt til valdsins. Að kalla til samstarfs veika og styrklitla aðila er hættuspil: fyrir skipulögð og órofin vinnubrögð, fyrir samfellu í stjórnháttum, fyrir þau mörgu og mikilvægu framfaramál sem þarf að vinna að fyrir borgarbúa. Slíkt spil þarf ekki að enda sem algjör skrípaleikur, það getur snúist upp í aðra andhverfu: harm- leik. Og þótt menn hafi í hita leiksins skort greind til að sjá svo langt í fléttuverkinu er ábyrgð þeirra söm. Allt í lagi í Reykjavík: Fálm, flaustur og fals í ráðhúsinu PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Grundvallarplagg? Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista tekur við í borginni í dag. Sjálfstæðismenn gagnrýndu fráfarandi meirihluta harðlega fyrir að gera ekki málefnasamning og því kemur ekki á óvart að þeir leggja ríka áherslu á að hafa gert slíkan samning. Það rýrir reyndar gildi þessarar bragarbótar að aðeins þrír borgarfulltrúar tóku þátt í að semja plaggið og gerðu það augljóslega í miklum flýti. Víða er samningurinn almennt orðaður og óskýr. Ef málefnaskrá er jafn mikil grundvallarforsenda fyrir meirihlutasamstarfi og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vill meina, hefðu menn þá ekki átt að gefa sér meiri tíma til að semja hann og ganga úr skugga um að það væri sómasamlega gert? Árni feginn Líklega er þó enginn kátari yfir svipt- ingunum í borginni en Árni Mathiesen fjármálaráðherra, sem hefur fengið langþráða hvíld frá kastljósinu og erf- iðum spurningum vegna umdeildrar dómaraskipunar hans fyrir áramót. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar í því máli. Umboðsmaður Alþingis á enn eftir að skila áliti sínu um hvort skipun setts dómsmálaráðherra teljist til góðra stjórn- sýsluhátta. Líkamleg skuldbinding Nýr flötur er kominn á fatapóker Framsóknarflokksins, það er að frambjóðendum flokksins hafi láðst að gefa skæðin upp til skatts. Björn Ingi Hrafnsson segist ekki hafa talið þörf á því þar sem upphæðirnar hafi ekki verið háar. Hann skýrði líka frá því í fréttum Sjónvarpsins á mánudag að fötin nýttust honum ekki einu sinni lengur því hann hefði bætt á sig frá því í kosningabaráttunni og kæmist ekki lengur í spjarirnar. Jæja, þær slitna að minnsta kosti ekki á meðan. En eiga kjósendur Framsóknarflokksins þá ekki heimtingu á því að Björn Ingi mæti slank til leiks fyrir kosning- arnar 2010 og noti fötin aftur? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.