Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 13

Fréttablaðið - 24.01.2008, Síða 13
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 13 ALÞINGI Væri kolum brennt til að knýja álver líkt álveri Alcoa á Reyðarfirði myndi það losa um 860 sinnum meiri koltvísýring út í andrúmsloftið á ári en raunin er með því að framleiða orkuna með Kárahnjúkavirkjun. Þetta kom fram í svari Þórunnar Svein- bjarnardóttur umhverfisráðherra við fyrir- spurn Péturs H. Blöndals, þingmanns Sjálf- stæðisflokks, á Alþingi í gær. Pétur spurði meðal annars um það hversu mikið Kárahnjúkavirkjun sparaði mannkyn- inu mikla losun gróðurhúsalofttegunda, sé miðað við að ella hefði álframleiðslan sem orka virkjunarinnar fer til farið fram í sambærilegu álveri í Kína, sem knúið væri með brennslu kola. Þórunn svaraði því til að brennsla kola til að knýja slíkt álver myndi losa um 4.290 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið á ári. Til samanburðar losi vatnsaflsvirkjunin við Kárahnjúka um 5 þúsund tonn af koltvísýringi á ári. Losunin væri því um 860 sinnum meiri í Kína. Í svari Þórunnar við öðrum spurningum Péturs kom fram að bílaumferð hér á landi hafi losað 673 þúsund tonn af koltvísýringi árið 2005. Útblástur frá kolabrennslu til að knýja álver í Kína væri því um sexfalt meiri en af bílaumferð hér á landi. - bj Umhverfisráðherra spurður um hagsmuni heimsins af Kárahnjúkavirkjun: Kolabrennsla væri margfalt verri ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR Umhverfisráðherra segir að ef álverið á Reyðarfirði yrði knúið með brennslu kola myndi það losa um 860 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið en það gerði með orku frá Kárahnjúkavirkjun. JAFNRÉTTISMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var á þriðjudag valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðs- þingsins. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem gegnir stöðu formanns nefndarinnar. Fram kemur í tilkynningu frá Íslands- deild Evrópu- ráðsþingsins að jafnréttisnefndin sé yngsta nefnd þingsins, stofnuð árið 1998. Á síðustu árum hefur nefndin beitt sér mikið í málum sem snúa að mansali og vændi. Alls eru tíu málefnanefndir starfandi í Evrópuráðsþinginu og funda þær flestar fjórum til átta sinnum á ári. - bj Nefnd Evrópuráðsþingsins: Fyrsti karlmað- urinn í forsvari STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON BRETLAND, AP Á síðustu tólf mánuðum hafa sjö ungmenni framið sjálfsvíg skammt frá smábænum Bridgend í Wales. Í síðustu viku fannst 17 ára stúlka látin í herbergi sínu þar sem hún hafði hengt sig. Sex ungir menn á aldrinum 17 til 27 ára hafa einnig fundist látnir á þessu svæði. „Við vitum ekki hvort hérna er á ferðinni einhver undarlegur trúarsöfnuður eða eftirhermu- sjálfsvíg eða hvort þau hafi gert með sér einhvern furðulegan samning um að drepa sig,“ segir Kevin Clarke, faðir eins ungu mannanna, í dagblaðsviðtali. - gb Óhugur í Bretlandi: Sjálfsvígsalda ungmenna ALÞINGI Ræður forseta Íslands og ráðherra sem fluttar eru á erlendum tungum á að þýða á íslensku samtímis, eða svo skjótt sem auðið er, að mati tveggja þingmanna Samfylkingarinnar. Mörður Árnason varaþing maður er flutningsmaður þingsályktunar- tillögu þar sem því er beint til ráðamanna að þýða ræður sínar. Á síðasta ári fluttu forseti, forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra samtals 29 ræður á öðru tungumáli en íslensku. Með því að þýða ræður og greinar ráðherra á íslensku má koma í veg fyrir mistúlkun og rangþýðingar, enda ræðurnar margar mikilvægar fyrir íslenskt samfélag, segir í greinargerð. - bj Ræður ráðamanna á íslensku: Komið í veg fyrir mistúlkun MÖRÐUR ÁRNASON Þingmaður Sam- fylkingarinnar vill að ræður forseta og ráðherra verði þýddar eins fljótt og auðið er. Framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að opna skuli fyrir skráningu á öllum stöðvum. Samkvæmt lögum er ljóst að skylt er að hafa opið á skráningu skjólstæðinga á þær. HEILBRIGÐISMÁL Má ekki loka á skráningar M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 99 77 0 1 /0 8 8. dagur – 8. útkall París á Hagkaupsverði Kauptu miða á www.icelandair.is í dag eða í verslunum Hagkaupa í Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind eða á Akureyri. 50 FERÐAVINNINGAR Allir kassastrimlar eru happdrættis- miðar. Neðst á strimlinum er 7 stafa númer. Þú ferð inn á www.icelandair.is og slærð þar inn númerið og færð samstundis svar við því hvort þú hafir dottið í lukkupottinn. Hafið sætisólarnar spenntar Við kynnum 24 spennandi áfangastaði Icelandair árið 2008, helgarferðir, sumarævintýri og sérferðir. Nýr ferðabæklingur Icelandair, Mín borg, liggur frammi í öllum verslunum Hagkaupa. Þetta er verslunarstjórinn sem talar Full búð af spennandi Duty Free tilboðum. Duty Free tilboð á sælgæti og fleiru. Ferðadagar Icelandair og Hagkaupa frá 17.–27. jan. París Hvert viltu fara? á 15% afslætti í dag* + Allar nánari upplýsingar á www.icelandair.is * Í dag, 24. janúar, bjóðum við 15% afslátt af öllum fargjöldum á Best Price og Economy fargjaldaflokkum til Parísar. Ferðatímabil er til og með 31. desember 2008.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.