Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 74
54 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. glata 6. mannþvaga 8. sarg 9. í hálsi 11. ekki 12. helgitákn 14. kjöt 16. í röð 17. mánuður 18. ennþá 20. átt 21. velta. LÓÐRÉTT 1. knattleiksknött 3. tvíhljóði 4. fargið 5. regla 7. slípaður 10. eldsneyti 13. er 15. ávöxtur 16. húðpoki 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. tapa, 6. ös, 8. urg, 9. kok, 11. ei, 12. kross, 14. flesk, 16. hi, 17. maí, 18. enn, 20. nv, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. pökk, 3. au, 4. pressan, 5. agi, 7. sorfinn, 10. kol, 13. sem, 15. kíví, 16. hes, 19. nú. „Ég er að skilgreina líkama minn þessa dagana og hlusta því mikið á rokk. AC/DC-flokk- urinn og Led Zeppelin koma oft upp á iPodinum. Eftir erfið- an vinnudag er svo fátt betra í freyðibaðinu en að hlusta nokkrum sinnum á Mandy með Barry Manilow.“ Steini Sleggja, umsjónarmaður fast- eigna. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 35 ár. 2 Jennifer Connelly. 3 Pervez Musharraf. Tölvuleikurinn EVE online verður í næsta mánuði settur í sölu á vefsíðunni steamgames.com en síðan er einn helsti dreifingaraðili á PC-leikjum í heim- inum og er meðal annars framleiðandi Counter Strike, eins vinsælasta net-tölvuleikjar heims. Að sögn Magnúsar Bergssonar, markaðsstjóra CCP, hafa samningaviðræður staðið yfir í níu mánuði. „Við vonum auðvitað að barnið dafni vel en þetta er í fyrsta skipti sem þessi síða tekur leik eins og EVE í sína notkun. Og auðvitað er alltaf gaman að ríða á vaðið,“ segir Magnús. Notendur steamgames. com eru taldir vera tæplega þrettán millj- ónir en áskrifendur EVE eru í kringum þrjú hundruð þús- und. Magnús segir því ljóst að leik- urinn sé að fikra sig inn á nýjan og enn stærri markað. Og það sé engin tilviljun að þeir hafi valið Steamgames. „Við gerðum á sínum tíma könnun hjá notendunum okkar og þar kom í ljós að fjörutíu prósent þeirra sem leika EVE höfðu spilað Counter Strike þannig að þetta er markaður sem við höfðum kynnt okkur vel,“ segir Magnús. Athygli vakti eftir jól þegar greint var frá því að stjórnendur CCP gáfu starfs- mönnum sínum Playstation 3 tölvu í jóla- gjöf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætlar fyrirtækið að gera enn betur á árs- hátíðinni því fyrirtækið hyggst halda til Marakess í Marokkó. Magnús staðfesti þetta og segir að það sé nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í svona mikl- um vexti að halda góðum starfsanda. „Þetta þjappar fólkinu saman,“ segir Magnús. - fgg CCP margfaldar kúnnahóp sinn „Ég var nú bara að enda við að horfa á þetta,“ segir Herdís Sigurgrímsdóttir sem leikur stórt hlutverk í tæplega fimm mínútna innslagi grínfrétta- mannsins Jason Jones fyrir The Daily Show en honum er stjórnað af Jon Stewart. Eins og kom fram í fjölmiðlum á síðasta ári gerði Daily Show sér mat úr þeirri ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur að kalla Herdísi heim frá Írak enda vakti sú ráðstöfun mikla athygli. Jones kom hingað til lands og reyndi að fá bæði íslensk stjórnvöld og íslenskan almenning til að endurskoða þá ákvörðun og í kjölfarið hefst mikil leit fréttamannsins að Herdísi sjálfri sem birtist af og til sem spegilmynd á búðargluggum Laugavegar- ins. Þátturinn er byggður upp eins og spennuþáttaröðin 24 og Jones fer hreinlega á kostum í þessu fyrra innslagi. Hægt er að horfa á innslagið á heimasíðu þáttarins, TheDailyShow. com. Herdís vildi lítið tjá sig um sína eigin frammi- stöðu í þættinum en sagði að enn væru öll kurl ekki komin til grafar, það ætti eftir að sýna seinni hlutann. „Hvenær það verður sýnt veit ég hins vegar ekkert um,“ segir Herdís sem sagðist þó ætla að fylgjast grannt með gangi mála. Hún hafði hins vegar ekkert heyrt neitt meira frá stjórnendum Daily Show og vildi lítið gefa út á skemmtanagildi þáttarins. „En ég hefði hins vegar aldrei tekið þátt ef ég hefði ekki haft húmor fyrir þessu,“ segir Herdís. Meðal annarra Íslendinga sem koma fram má nefna Stefán Pálsson, formann Félags hernaðarandstæðinga, og Magnús Ver Magnússon, fyrrum handhafa titilsins Sterkasti maður heims. - fgg Herdís fór á kostum í Daily Show FÓR Á KOSTUM Herdís Sigurgrímsdóttir fór á kostum í þætti Jons Stewart. Hún er nú á leiðinni til Afganistans þar sem hún verður aðstoðarmaður sendiherra Nato. GOTT GRÍN Jon Stewart og félagar hjá Daily Show gera góðlátlegt grín að eins manns her Íslands í Írak. Í STÖÐUGRI ÚTRÁS Magnús og félagar í CCP hafa samið við steamgames, eina stærstu leikja- síðu heims. „Jájá, þetta er bara búið. Var ekki alveg eins og maður bjóst við að yrði. Ég hélt að það væri meiri metnaður fyrir þessu,“ segir Edgar Smári Atlason, fyrrum Luxorliði. Luxor, boy-band Einars Bárðar- sonar, hefur lagt upp laupana. Luxor er skilgetið afkvæmi Einars sem auglýsti fyrir um hálfu ári eftir frambærilegum söngvurum sem komu í stórum stíl í áheyrnar- prufur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Einari kom hann af fjöllum. „Ef þetta er rétt þá finnst mér það mjög leiðinlegt og ekki gaman að heyra það frá fjölmiðlum. Mér fannst gaman að vinna með þess- um strákum og þeir eru allir mjög góðir hver á sinn hátt. Fengu tæki- færi í þessu sem aðrir létu sig dreyma um. Ég lagði mikið undir og við lögðum mikið á okkur hjá Concert að láta þetta ganga,“ segir Einar sem taldi allt í góðu gengi og vísar til þess að fjögur þúsund ein- tök af plötu Luxor seldust um síð- ustu jól. Gagnrýnendur fjölmiðl- anna fóru hins vegar hamförum og létu óspart dynja á þeim að sögn Einars: „Einn kallaði þá syni djöfulsins. Annar birti dóm 18 tímum eftir að platan kom til landsins sem er einsdæmi. Dómurinn byrj- aði á því að þeir stæðu fyrir allt sem hann hataði í tón- list, hefði þá ekki einhver annar átt að dæma plötuna? Svona ofsóknir draga máttinn úr hörðustu mönn- um. Hvað þá einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í sviðsljósinu.“ Einar óskar Luxor-piltum velfarnaðar en segir: „Bret- land verður að bíða eftir stráka- söngflokk frá Íslandi eitthvað aðeins lengur.“ Edgar Smári segir ekki beinlínis hafa strandað á listrænum ágrein- ingi. En reynsla söngvara innan hópsins hafi verið misjöfn og menn náð misvel saman. En einkum sé metnaðar- og áhugaleysi um að kenna. „Ég kem úr gospelheimin- um á Íslandi og er vanur að vinna með mjög vönduðum pródúsentum. Það er svart og hvítt miðað við reynslu mína af Luxor. Þetta var ekki alveg það sem ég hélt að ég væri að fara út í. Ég hélt að ég væri að fara út í alvöru pakka en þetta stóð ekki undir væntingum. Maður fer í atvinnu- viðtal og heldur að vinnustaðurinn sé æðislega skemmtilegur. En svo kemur annað í ljós,“ segir Edgar Smári. Eftir stendur jólaplata, Kaup- þingstónleikar, framkoma í Kast- ljósi og Í beinni hjá Loga auk stöku árshátíðar. Edgar segir þetta hafa verið of mikla vinnu fyrir of lítinn pening. Hann segist ekki hafa verið fyrstur til að velta því fyrir sér að segja skilið við Luxor. Heimir frá Akureyri hafi verið búinn að ákveða að kúpla sig út. Og nú ætla þeir, hann og Arnar Jónsson úr Luxor, að hefja samstarf. Og ætla sér að syngja saman næstu misser- in. Og strax búnir að bóka nokkur gigg. Þótt Luxor sé nú liðið lík og hafi ollið Edgar vonbrigðum, segist hann ekki hafa viljað missa af þess- ari reynslu. Og segir til dæmis frá- bært að hafa kynnst Kristjönu Stefáns raddþjálfara og ýmsum sem að Luxor stóðu. jakob@frettabladid.is EDGAR SMÁRI ATLASON: BOY-BANDIÐ STÓÐ EKKI UNDIR VÆNTINGUM Luxor leggur upp laupana LUXOR-DRENGIRNIR Náðu ekki þeim árangri sem að var stefnt og þótti sumum metnaðarleysið of mikið. Frá vinstri eru þeir Arnar, Edgar, Svenni, Rúnar og Heimir. EINAR BÁRÐAR- SON Segir leitt hvernig fór og nefnir að gagnrýnendur fjölmiðla hafi farið hamförum gegn Luxor. Nýtt tölublað af Nýju lífi lítur dagsins ljós á næstunni en það var nýlega sameinað hinu sáluga tímariti Ísafold. Blaðið er sneisafullt af efni en þar má meðal annars sjá ítarlegt viðtal við leikstjór- ann Baltasar Kormák en íslenska þjóðin virðist seint fá nóg af kvikmyndum kappans því Brúðguminn hefur heldur betur slegið í gegn í kvikmynda- húsunum. Jafnframt verður að finna veglegan myndaþátt í blaðinu þar sem margir af kraftmestu þegnum þjóðarinnar koma saman. Má þar nefna íslenska vatns- kónginn Jón Ólafs- son, Gísla Örn Garðarsson sem virðist alltaf hafa nóg fyrir stafni og Garðar Thor Cortes en hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu Breta og Íslendinga. Jafnframt má þar sjá myndir af metsölurithöfundinum Óttari M. Norðfjörð, sjónvarpskonunni Ragnhildi Steinunni og háskólarekt- ornum Svöfu Grönfeldt. Eitt nafn sker sig þó úr þessum föngulega hópi en það er nafn Arons Pálma Ágústssonar sem hefur staðið í ströngu að undanförnu vegna skrifa saksóknara frá Texas. Engum dylst þó að Aron Pálmi er einn af mönnum síðasta árs enda hefur hann komið sér þægilega fyrir í sínu gamla heimalandi, fengið sér vinnu, samið ljóð og gefið út bók um dvöl sína í einu versta fangelsi Bandaríkj- anna. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Léttir! THIS is th e ch illing face of th e man susp ecte d o f sn atch ing four- year -old Mad die McC ann. It is the FIRS T de taile d lik enes s of a s talk er thou ght to hav e k id- nap ped the todd ler. And it’s base d on s ensa tion al n ew c lues unea rthe d by t he N ews of th e W orld . As a mass ive new man hunt bega n last nigh t a M cCan n fam ily so urce said: “Thi s is a stu nnin g br eakt hrou gh.” FULL STO RY: Page s 4 & 5 Do y ou k now this man ? Ca ll t i ll 003 490 230 0213 BY S ARA NUW AR Glitter h as heart at tack TRO UBLE D Ca bine t Mi n- ister Pete r H ain was reeli ng a gain last nigh t beca use his W IFE’S firm has mad e a f ortun e fro m gove rnme nt c ontra cts. The Torie s ar e no w calli ng fo r a p robe . l FU LL S TOR Y: P age 2 FRES H BL OW: Hain DISG RAC ED p op st ar Ga ry Glitte r ha s ha d a heart attac k—b ut fa iled t o die . Now the evil paed o- phile coul d be relea sed early from a V ietna m- ese jail t o ret urn to th e UK f or tr eatm ent. l FU LL S TOR Y: P age 9 PAG E - 5 5 Janu ary 20, 2008 In pa per By m obile Onlin e n otw. co.u k 90p PERV ERT: Sick Glitte r Hain in n ew cash pro be Nr. 4 - 200 8 Verð 65 9 kr. 24. ja n. – 31. jan . ÚTRÁS!NEWS OF THE WORLD OG CNN VELJA SÉÐ O G HEYRT! Ylfa Lind hætt með kærustun ni: Bara í Gerir lífið skem mtile gra! ÓLÉTTUR DRAG- KÓNGUR! Sjáið myndi rnar! Linda P. í mömmu fríi: Söngkonan Anna Sigga: Snjall! Geir Jón súper lögga: Tískukóng urinn Sævar Karl: F O K ! HITTIR BARNSFÖÐU R SINN! F LYTUR ÚR LANDI! Hildur Björk og Lovísa: MEÐ BEYONCÉ Á W EMBLEY! 40 KÍLÓ 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 Björn Ingi flottur í tauinu: Út um allan heim!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.