Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 28
[ ]Ávextir eru svo sannarlega hollir og góðir og verður sú vísa ekki of oft kveðin hversu mikilvægt er að neyta þeirra. Þeir geta hentað mjög vel sem eftirréttir og geta þannig svalað sætindaþörfinni. Farsímaspjall fyrir svefninn rænir þig sómasamlegri hvíld. Fram kemur í nýrri rannsókn sem farsímaframleiðendur stóðu sjálfir fyrir, að geislun frá gsm-símum geti valdið svefnleysi, höfuð- verkjum og rugli. Geislun frá far- símum hefur einnig áhrif á gæði og magn djúpsvefns, og truflar hæfni líkamans til að endurglæðast og hressa sig við. Rannsóknin fór meðal annars fram á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, en alls voru 35 karlar og 36 konur á aldrinum 18 til 45 ára rannsökuð. Hluti hópsins var geisl- aður með sama magni og verður við notkun farsíma, meðan öðrum var komið í sömu aðstæður en gefin „fölsk“ geislun. Þeir sem urðu fyrir farsímageislun áttu mun erfiðara með að ná djúpsvefni og sváfu auk þess styttra í dýpstum svefni, en talið er að geislun raski framleiðslu melatónín-hormóns, sem stjórnar svefn- og vökutakti líkamans. Segja rannsakendur að notkun farsíma sé varhugaverð og ávallt skuli nota hefðbundna landlínu þegar hringja þurfi að kvöldi. Einn- ig að forðast ævinlega að sofa við hlið farsíma á náttborði. Í september á síðasta ári voru birtar niðurstöður rannsókna sem tóku til sex ára. Í niðurstöðum þeirra var ekki útilokað að notkun á farsíma yki hættu á krabbameini í heila. Farsímar spilla nætursvefni Þessi tvö sofa örugglega ekki með farsímann á milli sín. Kaffidrykkja er slæm fyrir barnshafandi konur þar sem koffín hægir á blóðstreymi til fóstursins. Þeim konum sem innbyrða mikið koffín er tvöfalt hættara við fóst- urláti en þeim sem drekka ekki kaffi eða aðra koffíndrykki. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í San Francisco í Banda- ríkjunum á 1.063 barnshafandi konum. Í Berlingske tidende segir frá þessari rannsókn og samkvæmt niðurstöð- um hennar ættu ófrískar konur að halda sig frá öllum drykkj- um sem innihalda koffín, svo sem kaffi og kóla- drykkum. Í rannsókninni var skilgrein- ingin á miklu koffíni um 200 mg eða um tveir til þrír kaffibollar yfir daginn. Efnaskipti fóstursins eru ófullkomin og það á erfitt með að brjóta niður koffínið sem berst til þess gegnum fylgjuna. Auk þess getur koffínið hægt á blóðstreyminu til fóstursins. - rt Hætta á fósturláti Evrópskt átak gegn legháls- krabba BARIST GEGN LEGHÁLS- KRABBAMEINI Í EVRÓPU Í þessari viku stendur Krabba- meinsfélag Íslands fyrir átaki í forvörnum gegn leghálskrabba- meini í samvinnu við European Cervical Cancer Association. Á hverju ári greinast um 50 þús- und konur og 25 þúsund deyja í Evrópu af völdum legháls- krabbameins. Tilgangur átaksins er að koma á framfæri áskorun um að stöðva leghálskrabbamein, það er að skora á Evrópuþing- ið, framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins og ríkisstjórnir allra Evrópulanda að koma á fót öflugu forvarnarstarfi sem mun veita konum í Evrópu bestu mögulegu vörn gegn leghálskrabbameini. www.krabb.is • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem eru okkur lífsnauðsynlegir á sama hátt og prótín, kolvetni, vítamín og steinefni. Omega fitusýrur byggja upp ónæmiskerfið á marga vegu og hafa jákvæð áhrif á: Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum Fullkomin blanda! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsu okkar. Udo’s 3•6•9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra. Sálfræðiþjónusta mín er fl utt í Bolholt 4 Veiti sálfræðilega meðferð og ráðgjöf fyrir: • einstaklinga m.a. við kvíða, fælni, óöryggi, sorg, áföllum, kulnun, streitu. • fjölskyldur m.a. við samskiptaerfi ðleikum, gildin í fjölskyldunni, framtíðarsýn. • fyrirtæki m.a. fyrirtækja- og starfsviðmót, stjórnun breytinga. Handleiðsla fyrir stjórnendur og fagfólk. Held námskeið og veiti handleiðslu í Life-Navigation um hvernig • takast má við það óvænta í lífi nu • vaxa sem einstaklingur og njóta lífsins Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur í fyrirtækja-, vinnu- og klíniskri sálfræði cand psych. Tímapantanir í síma 663 8927 eða í netpósti agustina@life-navigation.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.