Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 26
26 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Umhverfismál Ef einhverjir, sem hafa lesið aðvörunargreinar mínar í gegn um árin um skelfilega skað- semi beitar búfjár á viðkvæman villigróður landsins og stækkandi eyðimerkur, hugga sig með því að ég viti ekki hvað ég er að segja og fari með ýkjur og sé ekki fræðing- ur í náttúruvísindum þá ætla ég að vitna í alvöru fræðinga, um hvað þeir segja um áhrif rányrkjunnar á landið. Þeim verðum við þó að trúa. Frá því landgræðslan tók til starfa fyrir hundrað árum, hafa allir sem að mál- inu hafa komið varað við rányrkjunni en þurft að berjast varn- arbaráttu við upp- græðsluna með bit- varginn á hælunum og stöðugar viðgerðir á skemmdum beitar- löndum enn þann dag í dag. Allt er þetta vegna skammsýni bændastéttarinnar og hugleysis ráðamanna, og þeirra fræðimanna sem vinna hjá ríkinu og verða að sætta sig við ástandið þegjandi til að halda vinnunni. Og hér kemur fyrsta tilvitnunin úr riti Landgræðslunnar, Græðum Ísland, og er úr grein eftir Andrés Arnalds. Hann segir „að þar sem land hafi verið friðað fyrir beit búfjár með girðingum eða vegna breytingar á búsetu hafi gróskan margfaldast á stutt- um tíma ef náttúran hafi fengið tækifæri til að sýna gróðurmátt sinn. Fimm gróðurfræðingum beri saman um að þvílík hnignun landkosta sem hér hefur átt sér stað eigi sér fáar hliðstæður í heiminum á sögulegum tíma. Hann segir að um landnám hafi allt að 65% landsins verið þakin gróðri en nú sé aðeins um fjórð- ungur eftir, sem hafi þó víða skipt um svip þar sem margar plöntutegundir hafi horfið úr beitilandinu oft þær viðkvæm- ustu og fallegustu. Nú sé aðeins um fjórðungur þakinn gróðri, mismunurinn hafi orðið gróður- eyðingunni að bráð.Hann endar greinina með því að segja að þegar gróðursagan sé rakin sé ljóst að það séu ekki náttúruöflin sem skipti sköpum um fram- vindu hennar heldur sé það á okkar valdi að skrá sögu hennar svo sæmd sé að“. Ég spyr ykkur lesendur sem eigið afkomendur, sem eiga eftir að lifa í þessu skemmda landi, segir samviskan ykkur ekki að það sé löngu kominn tími til að stöðva skaðann af rányrkjunni og gefa landinu grið, svo hægt verði að snúa vörn í sókn? Áframhald á vitnisburði sér- fræðinga um eyðileggingu gróðurþekjunnar vegna búskap- arhátta okkar mun halda áfram á næstunni. Höfundur er leikkona og fyrrver- andi formaður Lífs og lands. Vitnað í sannanir UMRÆÐAN Verslun og þjónusta Mikið var gaman að fá að vera þátttakandi í neytendaumræðu á Íslandi – úr fjarska að vísu, þar sem ég fylgdist með umræðunni frá Minnesota – eftir að nöldurgrein sem ég sendi heim um lélega þjónustu á Fróni varð að umfjöllun- arefni í sjónvarpsþættinum Ísland í dag. Í kjölfarið fékk ég tölvupóst og upp- hringingar frá fjölda fólks sem allt hafði margvíslegar sögur að segja af miður skemmtilegum viðskiptum við íslenska kaupmenn. En eftir þessa flóðöldu af yfirlýsingum um lélega þjónustu við íslenska neytendur hugsaði ég með mér að það væri góð hugmynd að skrifa greinarkorn um jákvæðar hliðar málsins. Hvar hef ég fengið virkilega góða þjónustu heima á Íslandi? Ég settist niður með penna og blað og hugsaði um allar ferðirnar heim síðastliðin ár. Það var ekki erfitt að hugsa um vörur eins og íslenskan fisk og lambakjöt eða rjóma og smjör, en fyrirtæki... ? Hverjir taka alltaf á móti manni með bros á vör og „hvað get ég gert fyrir þig“? Glitnir var fyrsta fyrirtækið sem kom upp í huga mér. Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég opnaði fyrst reikning uppi í Gullinbrú og bankinn hét ekki Glitnir þá, en ég er sannfærð um að maður þarf að leita lengi yfir fjöll og firnindi til að finna fyrirtæki sem hugsar jafnvel um viðskiptavini sína og Glitnir. Og ég verð að bæta við að ég er nú bara meðlimur af sauðsvörtum almúganum sem alltaf er að berjast í bökkum en ekki flottur fjárfestir... Ég man ekki nákvæmlega hvernig auglýsingaslag orðið frá Glitni var hérna um árið, en skilaboðin voru „þinn fjárhagur er okkar mál“ – eitthvað svoleiðis. Það er ekkert grín með það. Þeir virkilega meina það. Glitnir er besti banki í heimi. Fiskbúðin í Vogunum, sennilega ein af síðustu „á horninu“-fiskbúðum landsins, alltaf með frábæran, rassskellandi ferskan fisk – og afgreiðslufólkið brosandi og sjarmerandi. Og Kjöthöllin á Háaleitisbraut 58-60, pínulítil búð með besta nautakjöt í bænum og kjötkaupmann sem vill allt fyrir mann gera. Af e.t.v. minna „sexí“ stofnunum – Lánasjóður íslenskra námsmanna. Starfsfólkið þar er ekkert nema kurteisin og þolinmæðin, sama hvað maður biður um, hvort sem það er að leita uppi 135 ára gömul lán eða senda eyðublað. Og þetta er fólk á launataxta ríkisstarfsmanna, sem örugg- lega er ekkert skemmtilegt þegar maður býr á dýrasta landi í heimi. Og fólk sem sennilega þarf daglega að hlusta á meiri kvartanir, kvabb og dónaskap en flest okkar alla ævina. Alltaf ekkert nema elskulegheitin. Líka Hagstofa Íslands – þegar ég hef þurft að hafa samband við þá stofnun – starfsfólkið þar hefur alltaf samband strax eða sendir manni tölvupóst næsta dag. Ég verð nú að bæta við uppáhaldsbakaríinu mínu – Jóa Fel. Gómsæt vara. En lélegt að loka bakaríinu niðri í Kleppsholtinu. Það var alltaf viðkomustaður númer tvö eftir Keflavík – mamma eða Ásdís systir sóttu mig út á völl og svo fórum við beint niður í Jóa Fel til að fá vínarbrauð, hvítlauksbrauð og túnfisksalat (en ekki rækjusalat, sorrí Jói, rækjusalatið hennar mömmu er það besta í heimi. Ef til vill gefur hún þér uppskriftina ef þú biður hana fallega...) Það var svo þægilegt að geta lagt beint fyrir framan bakaríið. Maður bara stökk út og verslaði og aftur beint út í bíl. Nú er búið að loka þessu bakaríi og Jói er kominn niður í boxsamstæðuna niðri í Görðum og nú þarf maður að leita að bílastæði. Sem sagt: vesen. En mikið væri gaman ef Jói Fel væri með bakarí við hliðina á Kjöthöllinni á Háaleitisbrautinni, sem er við hliðina á Glitni og ef fiskbúðin í Vogunum opnaði svo við hliðina á Glitni... Besta þjónusta og vara landsins væri öll á einum stað! Það væri, eins og börnin segja – geðveikt kúl! Höfundur er fjölmiðlafræðingur, fyrrverandi ritstjóri Gestgjafans og fréttamaður á Stöð 2. Besta þjónustan á Íslandi UMRÆÐAN Þróunarmál Fögnuður Íslend-inga yfir því að vera komnir í fyrsta sæti á lífsgæða- kvarða Sameinuðu þjóðanna er skiljan- legur. Ég bý nú í landi sem er í 125. sæti og munurinn þar á milli er mikill. Til að byrja með nægir að nefna meðal-ævilíkur: Namibíumenn verða að meðaltali fertugir, Íslendingar slaga hátt upp í að lifa næstum tvöfalt lengur. Og sú langa ævi er að meðaltali miklu meira en tvöfalt betri. Af því að hlutabréfamarkaðurinn er að falla, krónan að gefa eftir og þorskurinn líka er ágætt fyrir okkur Íslendinga að gæta að því hvaða verkefni blasa við í landi númer 125 og bera saman við okkar hag. Skoðum nokkur ,,Þús- aldarmarkmið“ Sameinuðu þjóð- anna og stöðu landsins sem um ræðir. Baráttan gegn fátækt Heimili eru skilgreind fátæk ef þau verja meira en 60% af tekj- um sínum í mat, og mjög fátæk ef hlutfallið er 80% eða meira. Í Namibíu er þriðjungur heimila undir þessum fátæktarmörkum. Atvinnuleysi er 37%, en í sveit- um er það 45% og meðal ungs fólks í kringum 60%. „Flóttinn af landsbyggðinni“ er því stað- reynd hér sem annars staðar, en það sem við tekur eru kofahreysi á jöðrum bæja og borga þar sem ekkert er að hafa, ekki skólar, heilsugæsla, grunnþjónusta eða atvinna. Fjórðungur barna undir fimm ára aldri er vannærður. Almenn grunnmenntun Menntamál eru stærsti útgjalda- liður ríkisins og hlutfallslega stærri en á Íslandi. En hlutfall af hverju? Tekjurnar eru svo litlar að menntakerfið stendur fráleitt undir kröfum. Reyndar fara 90% barna í grunnskóla en mörg eru dottin út eftir fimmta bekk og einungis rúm 50% ljúka tíunda bekk til að komast í framhalds- nám. Barnadauði Listinn yfir orsakir barnadauða, ungbarna og barna yngri en 5 ára, sýnir að koma megi í veg fyrir stóran hluta dauðsfalla. Niðurgangur vegna óhreins vatns, malaría, vannæring, berklar, lungnabólga og van- þroski í fæðingu eru allt ástæður barnadauða sem hægt er að leysa með betri heilsugæslu og minni fátækt. HIV-smit og malaría Eitt af þúsaldarmarkmiðunum er að koma böndum á HIV-smit. Hlutfall þess er ótrúlegt í lönd- um eins og Namibíu (20%), Botsvana (24%) og Malaví (14%). Ekki hefur tekist að snúa þróun við. Þetta þýðir að lífslíkur minnka og grafið er undan sam- félaginu í heild. Aldraðir ein- staklingar, afar og ömmur, verða að taka að sér sífellt fleiri munaðarleysingja. HIV-smit er aðal- ástæða dauðsfalla í Namibíu, árlega deyja 23.000 manns úr sjúkdóminum og hefur sú tala hækkað um tíu þúsund á fimm árum. Þetta er hátt hlutfall hjá tveggja milljóna manna þjóð: 100 þúsund manns á hverjum fjórum árum. Sjúkdómurinn leggur gríðarlegar byrðar á heil- brigðiskerfið auk þess sem sam- félög og fjölskyldur kikna undan framfærslukostnaði þeirra sem eftir lifa. Sjálfbær þróun og umhverfi Borgir og bæir bera ekki með góðu móti fólksfjölda sem kemur úr fátækum sveitahéruðum. En þau héruð eiga við landeyðingu, þurrka og ofbeit að stríða. Mann- gert umhverfi þolir ekki þung- ann af tilflutningum innan lands- ins, en í dreifbýli hjara sjálfsþurftarbændur á mörkum lágmarksafkomu og skorts. Vara- sjóðir í formi beitarlands, vatns og búfénaðar rýrna. Þróunaraðstoð Ríki númer 125, sem hér er lýst að ofan, er talið svo vel megandi að þróunaraðstoð hefur dregist saman. Úr 132 dollurum á mann við sjálfstæði 1992, niður í 60 dollara á mann núna. Namibía reiknast nú meðaltekjuland hjá S.Þ., sem þýðir að sjálfkrafa minnkar stuðningur utan frá. Í landi þar sem ójöfnuður mælist meiri en annars staðar þýða með- altekjur ekki neitt. GINI-stuðull sem almennt er notaður til að mæla skiptingu lífsgæða er hvergi óhagstæðari fyrir fátæka en hér. Það eru því næg verkefni í þessu landi þótt hagur sé talinn hægt batnandi. Við sjáum lífs- gæðamuninn milli númer eitt og númer 125 á þessum fáu mála- flokkum sem raktir hafa verið og varða Þúsaldarmarkmið Sam- einuðu þjóðanna. Nú má enda- laust velta vöngum í kringum tölur og mælivarða af þessu tagi. Ein nálgun sem mér flaug í hug við lestur þessarar lýsingar á landi númer 125 er að spyrja hvenær við Íslendingar vorum á þessu stigi? Að slepptri HIV- plágunni, eru 100 ár síðan við vorum svipað á vegi stödd? Hag- sögumenn kunna örugglega að lesa í þessar tölur af meiri nákvæmni en ég. En fyrir leik- mann gæti ástandið í dag í landi 125 virst svipað og var á Íslandi um það leyti sem við fengum heimastjórn. Um eða eftir alda- mótin 1900. Barnadauði, kröm, menntunarskortur, fjármagns- skortur, fátækt á mörgum heim- ilum og sjúkdómar sem drógu forfeður okkar til dauða langt á undan því sem nú þekkist. Þeir sem halda að ,,þróun“ sé bara spurning um hagfræðilegt töfra- bragð ættu að gæta að þeim hundrað árum sem íslenska efna- hags- og velferðarundrið þurfti. Höfundur starfar fyrir Þróunar- samvinnustofnun í Namibíu. Númer eitt eða 125 HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR ÍRIS ERLINGSDÓTTIR STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.