Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 76
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Dr. Gunna Lærdómur síðustu daga er þessi: Handrukkarar, þótt þeir láti stórkarlalega, eru vælandi vesal- ingar inni við beinið sem brotna saman í vörslu lögreglunnar. Stjórn- málamenn, þótt þeir láti eins og heilagir fulltrúar almennings, eru upp til hópa tækifærissinnaðir lúsablesar sem gera hvað sem er til að moka undir rassgatið á sjálf- um sér. Hjá öðrum hópnum er drif- krafturinn peningar og dóp, hinum völd og áhrif. ÍTREKAÐ hefur komið í ljós í skoðanakönnunum að álit almenn- ings á stjórnmálamönnum er lítið. Það sjá allir í gegnum þetta lið. Hafi álitið verið lítið má telja full- víst að það er algjörlega hrunið eftir atburði síðustu daga. Fyrst þögðu Ingibjörg og Össur þunnu hljóði þegar stórvafasöm ráðning Þorsteins Davíðssonar var til umræðu. Hefðu þau ekki froðufellt snarvitlaus af bræði út af nákvæm- lega sömu atburðum sitjandi hinum megin borðsins? Þú getur rétt ímyndað þér. Þetta er hlægileg tækifærismennska og prinsipp- leysi. SAMA er með þennan Fram sóknar- gaur sem kvartar yfir fatakaupum Björns Inga. Af hverju létu menn hann ekki fá nokkur pör af sokk- um, tvær slaufur og jakkaföt? Þá myndum við ekki heyra múkk. OG svo er það uppreisn gamla góða Villa. Það var hryllileg sjón þegar þau stóðu þarna á mánudag- inn eins og sljór her uppvakninga, starandi tómum augum út í loftið og fnæsandi sigri hrósandi með tvö A4 blöð af almennt orðuðum lof- orðum í sautján liðum, sem hefði þó verið hægt að stytta niður í eitt: Við ætlum að gera allt sem allir vilja að við gerum en þó sérstak- lega það sem Ólafur F. vill. HVAÐA rugl er þetta? Er ekki heil borg hérna full af ómönnuðum leik- skólum, yfirfullum umferðar æðum og fúkkalyktandi brunagildrum sem þarf að redda einhvern veg- inn? Væri ekki nær að þetta lið gerði eitthvað af því sem það var kosið til að gera í stað þess að sitja endalaust á svikráðum í því eina augnamiði að koma sjálfum sér til valda og áhrifa? ÉG segi það satt. Næst þegar allt þetta pakk byrjar að stilla sér bros- andi upp á plakötum, lofandi öllu fögru, mun ég ganga um með lepp á báðum og þykk eyrnaskjól. Og ég mun ekki óhreinka mig á því að mæta niðurlútur í kjörklefann til þess eins að handrukkarar lýð- ræðis ins láti mig fá einn umganginn enn. Handrukkarar lýðræðisins 10.33 13.39 16.47 10.35 13.24 16.15 Í dag er fimmtudagurinn 24. janúar, 24. dagur ársins. Gríptu augnablikið og lifðu núna Nú hefur Vodafone stórlækkað verð á símtölum til og frá Evrópu. Öll lönd Evrópusambandsins og EES, auk Færeyja og Sviss, eru orðin eitt gjaldsvæði og nemur lækkunin um og yfir 50%! Fyrir þá sem eru mikið á ferð og flugi hentar vel að skrá sig í Vodafone Passport, en þá talar þú á sama mínútuverði og á Íslandi gegn vægu upphafsgjaldi. Viðskiptavinir okkar sem nota Frelsi geta einnig áhyggjulausir notað símann sinn í útlöndum án þess að eiga von á bakreikningum. Kynntu þér málin á www.vodafone.is áður en þú skellir þér til Evrópu. Vodafone er einfaldlega rétti ferðafélaginn fyrir þig. Frábær ferðafélagi F í t o n / S Í A F I 0 2 4 6 9 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.