Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 36
 24. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Frost og snjór er engin ástæða til að hætta við útihlaup. Það þarf einfaldlega að klæða sig betur. Hlaupafatnaður í dag er ekki lengur þykkur og fyrirferðar- mikill heldur þunnur og léttur úr gerviefnum sem hleypa í gegnum sig svita og þorna fljótt. „Maður klæðir sig í rauninni eins og á sumrin, fer kannski í þykk- ari buxur en þetta er orðinn svo góður fatnaður að maður getur hlaupið í hvaða veðri sem er,“ segir Pétur I. Frantzson, leið- beinandi Laugaskokks hjá World Class. Hann segir nauðsynlegt að vera í síðbuxum á veturna. Fólk velji sér þá þykkari gerðina af hlaupabuxum þegar kalt sé en óþarfi sé að fara í utanyfirbuxur þar sem efnin séu orðin svo góð. „Svo er maður með lambhúshettu eða góða húfu og vettlinga og hlýja sokka og svo eru margir sem hlaupa á keðj- um í hálkunni,“ bætir hann við en bæði er hægt að fá gadda undir skóna eða eins konar keðjur sem smeygt er á sólann. Hlífðarjakk- inn þarf að vera vatnsheldur en hleypa í gegnum sig raka frá lík- amanum og gott er að vera í síð- ermabol innanundir sem má þó ekki vera úr bómull því hún kóln- ar þegar hún blotnar. í skamm- deginu er líka nauðsynlegt að vera með endurskinsmerki á hlaupagallanum og svo er bara að drífa sig af stað. Útsölurnar eru víða í hámarki núna og nýjar vörur streyma inn í íþróttaverslanir. Auðvelt er því að galla sig upp fyrir útihlaupin og starfsfólk verslana getur leið- beint með heppilegan hlaupafatn- að í kuldanum. Meðfylgjandi eru myndir af fötum úr versluninni Útilífi í Glæsibæ. - rt Hlaupið í frosti og funa Kuldi er engin afsökun fyrir því að hætta að skokka úti. Það þarf einfaldlega að búa sig eftir veðri. NORDICPHOTOS/GETTY Storm Fit-hlaupajakki sem hrindir frá sér vatni, hleypir í gegnum sig svita og er með endurskini, á 12.490 krónur. Hlaupasokkar 1.990. Hlaupabelti undir vatns- brúsa á 3.990 krónur. Hlaupahanskar á 1.490 krónur. Síðerma bolur frá Nike, einnig úr Dry Fit-gerviefna- blöndu, á 4.990 krónur. North Face-lamb- húshetta á 3.990 krónur. Síðar hlaupabuxur úr DryFit-gerviefna- blöndu sem hleypa í gegnum sig svita og þorna fljótt. 6.990 kónur. Útilíf Glæsibæ. Hlaupabolur úr DryFit- gerviefni kostar 6.990 krónur. Hlaupaskór á 16.990 kónur. Veturinn er rómantískur út í ystu æsar. Náttúran skreytt sínu fegursta skarti þar sem stirnir og glitrar á allt sem fyrir augu ber. Mannlífið svo yfirvegað og hlýlegt. Borgarysinn lágur og bjóðandi með öllum sínum notalegu innlitum og uppákom- um. Heima er svo allra best. Þar er senan alltaf klár fyrir stolnar stundir og minningabakstur meðan fagurformuðum hvítkrist- öllum kyngir úti. Ísköld rómantík Göngutúr í snjónum er upplífgandi. Skilur eftir sig fótspor merkra daga. Takið með ástarrautt teppi til að fá stundarfrið fyrir snjókornum milli kossa. Sumarhúsaferðir á vetrum eru ómót- stæðilegar. Það er upplifun að finna sveitamyrkrið grúfa yfir húsinu meðan máninn tifar í takt við snarkið í arninum. Heitur pottur beinlínis kallar á gleði og ástarfjör. Skoðaðu náttúru Íslands í vetrarfötunum. Dýr skynja sömu rómantísku áhrifin og mennirnir og kossar mannanna smita þau öll af hamingju og ást. Eins og kærleikur ferfætlinga lætur engan ósnortinn. Skammdegið er að stórum hluta innitími. Skrabbl í góðum félagsskap er ein af betri gjöfum tilverunnar. Búið til ykkar eigin reglur: Bara ástarorð leyfð og hafið við hendina heitt súkkulaði með koníakslettu og aðrar lífsins dásemdir. Bakstur er rómantískur og heimilislegur. Þegar ekki er hundi út sigandi er gaman að fara ekkert á fætur en rísa helst upp úr rúmi til að baka. Sköpunin, biðtíminn í ofninum og afraksturinn býður allur upp á eftirsóknarverða vetrarerótík. Ekki gleyma smáfuglunum. Það er rómantískt að taka til korn og heilnæma matar afganga handa smávinum fögrum sem leita án árangurs að ætilegum bita með litlum goggum í frostinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.