Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 56
 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Sýning á myndlist úr eigu verslun- areigandans fyrrverandi, Sævars Karls Ólasonar, opnaði um síðustu helgi í Gerðarsafni. Sævar hefur lengi safnað myndlist og á stórt og áhugavert safn verka, en á sýning- unni má sjá úrval þeirra. Segja mætti að Sævar hafi „valið aðeins það besta“ úr safni sínu á sýning- una enda er hann þekktur fyrir sinn góða og vandaða smekk. Á meðal þess sem sjá má á sýn- ingunni eru verk eftir Gunnlaug Blöndal, Kristján Davíðsson og marga af þekktustu samtímalista- mönnum þjóðarinnar. Að auki eru til sýnis áhugaverð verk eftir erlenda listamenn og bera þar hæst fimm sjaldgæfar litógrafíur eftir Salvador Dalí frá árinu 1971. Í verkunum myndgerir Dalí hug- myndir sínar um klæðnað spjátr unga framtíðarinnar. Sem alkunna er starfrækti Sævar Karl lengi gallerí í verslun sinni í Bankastræti þar sem flestir af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar sýndu verk sín. Á sýn- ingunni í Gerðarsafni gefst tæki- færi til að rifja þessar skemmti- legu sýningar upp þar sem til sýnis er merkileg röð veggspjalda sem listamenn gerðu fyrir sýningar sínar í galleríinu. Veggspjaldaröð- in gerir sýningargestum kleift að rekja sögu gallerísins allt til upp- hafsins og fá yfirlit yfir þau fjöl- breyttu verk sem þar hafa verið sýnd. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út í tengslum við sýninguna. Í henni má meðal annars finna grein eftir Guðberg Bergsson um hlutskipti kaupmanna og mál- verkasafnara og ítarlegt viðtal Guðbjargar Kristjánsdóttur við Sævar Karl og konu hans Erlu Þórarinsdóttur. - vþ Sævar velur aðeins það besta SPJÁTRUNGUR FRAMTÍÐARINNAR Ein af litógrafíum Salvadors Dalí sem sjá má á sýningunni í Gerðarsafni. Kl. 20 Heimildarmyndin „Borgarmúrar: Mín eigin Teheran“ eftir íranska leikstjórann Afsar Sonia Shafie verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20. Leikstjórinn verður sjálf viðstödd sýning- una og svarar spurningum að henni lokinni. Aðgangur að viðburðinum er ókeypis og öllum opinn. > Ekki missa af... Djasstónleikum á Gauki á Stöng í kvöld. Fram koma gítarleikarinn Hilmar Jensson og norski trommu- leikarinn Oyvind Skarbo og leika listir sínar fyrir viðstadda. Þeir félagar hafa komið fram saman áður á hinni virtu Nattjazz-hátíð í Bergen í Noregi og fengu þar mikið lof fyrir leik sinn. Tónleik- arnir hefjast kl. 21 og miðaverð er 1000 kr. Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Vígaguðinn eftir franska leikskáldið Yasm- inu Reza annað kvöld. Yasmina þessi Reza er eitt vinsælasta samtíma- leik skáld heimsins og er þess skemmst að minnast þegar uppfærsla Þjóðleik- hússins á hennar þekktasta leikriti, Listaverkinu, sló í gegn árið 1997. Vígaguðinn er í senn gamansamt og harmrænt leikrit sem nær að sameina spennu, grín og áleitnar vangaveltur um samfélagið. Verk- ið segir frá tvennum hjónum sem hittast í kjölfar þess að ellefu ára gömlum sonum þeirra sinnast á leikvellinum. Með fundinum ætla hjónin að ræða málið á siðmennt- aðan og yfirvegaðan hátt en þegar líður á kemur í ljós að undir fág- uðu yfirborði paranna krauma frumstæðar hvatir. Með hlutverk hjónanna fara þau Baldur Trausti Hreinsson, Þórunn Lárusdóttir, Friðrik Friðriksson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Hin óljósu mörk siðmenntunar og villimennsku sem búa innra með okkur öllum er því eiginlegt viðfangsefni verksins. Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leikstjóri sýn- ingarinnar, segir persónur leik- ritsins geta komið kunnuglega fyrir sjónir, enda teflir leikskáldið saman fjórum einstaklingum sem eru hálfgerðar erkitýpur í sam- tímanum. „Reza skoðar nútímann og siðmenninguna sem honum fylgir í gegn um þessar fjórar per- sónur sem mætast til að útkljá erf- itt mál. Verkið varpar ljósi á hvernig við þurfum að ná stjórn á tilfinningum okkar og hvötum til þess að geta lifað í samfélagi við aðra. Viðfangsefnið er áleitið og það má segja að þetta sé óvægið gamaleikrit.“ Vígaguðinn er nýjasta leikrit Yasminu Reza og var fyrst frum- sýnt í Sviss árið 2006 þar sem það sló umsvifalaust í gegn. Verkið hefur síðan verið sett upp víða um heim við miklar vinsældir og góð viðbrögð gagnrýnenda. „Yasmina Reza er fyndinn og skemmtilegur höfundur en kemur um leið fram í verkum sínum sem glöggur þjóð- félagsrýnir og hugsuður. Hún beit- ir einstökum húmor til þess að vekja okkur til umhugsunar um ýmsa þætti mannlegrar tilveru. Henni tekst oft að koma okkur á óvart með því að varpa nýju ljósi á ýmsa þætti mannlegrar tilveru. Hún kann að koma áhorfendum til að hlæja og fær þá til að hugsa um leið,“ segir Melkorka. Leikritið er sýnt á Smíðaverk- stæðinu, en á þessu leikári helgar Þjóðleikhúsið sviðið spennandi erlendri samtímaleikritun. Leik- myndahönnuðurinn Stígur Stein- þórsson hefur gert leikmynd sem, með smávægilegum breytingum, nær að þjóna þeim þremur sýn- ingum sem tilheyra þessari leik- ritasyrpu. Smíðaverkstæðið er þannig orðið einn helsti vettvang- ur nútímarýni í Reykjavík í vetur og ætti því að vekja áhuga allra þeirra sem láta sig samfélagið varða. vigdis@frettabladid.is Villimaðurinn haminn M YN D Þ JÓ Ð LE IK H Ú SI Ð /E D D I SIÐAÐAR SAMRÆÐUR Mynd úr uppfærslu Þjóðleikhússins á leikritinu Vígaguð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.