Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 51
FIMMTUDAGUR 24. janúar 2008 31 UMRÆÐAN Kjör aldraðra Hvers vegna hækkar ríkis-stjórnin ekki lífeyri aldraðra frá almannatryggingum eins og lofað var fyrir kosningar? Hvers vegna segir ríkisstjórnin að hún sé að bæta kjör aldraðra, þegar hún er eingöngu að draga úr tekjutengingum, sem aðeins koma hluta eldri borgara til góða? Ellilífeyrisaldur er 67 ára. Þegar fólk hefur náð þeim aldri getur það farið á eftirlaun. Það hefur þá lokið starfsævi sinni. Þeir eru til- tölulega fáir, sem vilja halda áfram að vinna. Aðgerðir ríkis- stjórnar til þess að bæta kjör aldraðra eiga að sjálfsögðu að miðast við þá, sem eru orðnir elli- lífeyrisþegar og hættir störfum. Aðgerðirnar eiga ekki eingöngu eða fyrst og fremst að miðast við þá sem eru heilsuhraustir og kjósa að vinna áfram. Það er mikill minnihluti aldraðra. Og það á ekki að blekkja eldri borg- ara og tala eins og það sé verið að bæta kjör allra eldri borgara, þegar aðeins er verið að bæta kjör þeirra, sem eru á vinnumarkaðnum. Það eru nú átta mánuðir frá því að ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylk- ingar tók við völdum en samt hefur lífeyrir aldr- aðra, sem hættir eru að vinna, enn ekki hækkað um eina krónu fyrir til- stuðlan ríkisstjórnarinnar. Félag eldri borgara í Reykjavík hefur sam- þykkt að lífeyrir eldri borgara verði miðaður við neysluútgjöld samkvæmt könnun Hagstofu Íslands. Hagstofan birti slíka könnun 18. desember 2007. Þá voru neysluútgjöld einhleypinga komin í 226 þúsund krónur á mánuði, að viðbættri vísitöluhækkun frá því könnunin var gerð. Skattar eru ekki með- taldir í könnun Hag- stofunnar. 60+ hjá Sam- fylkingunni hefur gert svipaða ályktun og Félag eldri borgara í Reykjavík, þ.e. að miða eigi lífeyri aldraðra við neyslukönnun Hagstof- unnar. Lífeyrir aldraðra frá almanna- tryggingum er í dag 130 þúsund krónur á mánuði hjá einhleyping- um, sem ekki eru í lífeyrissjóði, þ.e. fyrir skatta eða 118 þúsund eftir skatta. Það vantar því 108 þúsund á mánuði upp á að lífeyrir- inn dugi fyrir neysluútgjöldum. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um að hún ætli að láta þá, sem ekki eru í lífeyrissjóði, fá 25 þúsund á mánuði úr lífeyrissjóði frá 1. júlí nk. hrekkur skammt til þess að brúa þetta bil. Mjög lítill hópur fær þessa upphæð og hún verður skattlögð og veldur skerðingu tryggingabóta eins og allar tekjur úr lífeyrissjóði. Hjá einhleypingi verða ekki nema rúmlega 8 þús- und krónur eftir á mánuði þegar búið er að skerða þessa upphæð með sköttum og skerðingu bóta. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar er því aðeins til málamynda. Samfylkingin lofaði því fyrir síðustu kosningar að hún ætlaði að leiðrétta lífeyri aldraðra og miða hann við neysluútgjöld sam- kvæmt neyslukönnun Hagstof- unnar. Sú leiðrétting yrði gerð í áföngum. Fyrsti áfangi þessarar leiðréttingar hefur ekki tekið gildi enn. Það er ekki nóg að draga úr tekjutengingum til þess að efna þetta loforð. Kjarabætur til aldraðra verða að ná til allra elli- lífeyrisþega en ekki eingöngu þeirra, sem eru á vinnumarkaði. Það á ekki að mismuna eldri borg- urum. Sjálfstæðisflokkurinn hét eldri borgurum einnig kjarabót- um fyrir síðustu kosningar. Ég tel því að ríkisstjórnin sé skuldbund- in til þess að bæta kjör eldri borg- ara myndarlega með hækkun líf- eyris allra en ekki hluta eldri borgara. Höfundur situr í stjórn 60+. Hvers vegna hækkar ekki lífeyrir eldri borgara? UMRÆÐAN Umferðaröryggi Ingólfur Sverrisson skrifar grein á þriðjudag um Vegavernd Sjóvár sem er ný þjónusta við við- skiptavini félagsins sem lenda í því að bíll þeirra bilar. Ég vil nota tækifærið og þakka Ingólfi fyrir þann áhuga sem hann sýnir Vega- vernd Sjóvá en þessi nýja þjón- usta hefur vakið mikla athygli og margir STOFN- félagar Sjóvár hafa þegar nýtt sér hana. Ingólfur veltir fyrir sér hvort réttlætanlegt sé fyrir Sjóvá að gefa öllum STOFN-félögum þessa þjónustu endurgjaldslaust þar sem það hljóti að þýða hærri iðgjöld. Miðað við eftirspurnina eftir þessari þjón- ustu félagsins fyrstu vikurnar er ljóst að það er þörf fyrir hana. Vegaþjónusta fagmanna eins og FÍB, sem sinna þessari þjónustu, getur skilað sér í færri tjónum. Nokkur slys hafa orðið hér og erlendis þar sem bílar hafa bilað og ökumenn ekki staðið rétt að málum. Sjóvá vill fara nýjar leiðir í for- vörnum og umferðarmálum. Boð okkar til ríkisins um að flýta fram- kvæmdum við stofnbrautir eins og Suðurlandsveg og Vesturlandsveg eða gjöf okkar til viðskiptavina um vegavernd eru leiðir sem geta stuðlað að fækkun slysa og öryggi í umferðinni. Ingólfur bendir einnig á að þjón- ustan sé einungis veitt á höfuðborgar svæðinu, Árborg, Reykjanesbæ og á Akureyri. Við stefnum á að veita þessa þjónustu til 80% af íbúum landsins og munum þegar á næstu vikum tilkynna um stækkun þjónustusvæðisins í sam- vinnu við FÍB. Höfundur er forstjóri Sjóvár. Vegavernd eykur forvarnir BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON ÞÓR SIGFÚSSON Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ÖRUGG FJÁRFESTING — TRYGGÐUR HÖFUÐSTÓLL Sölutímab il 17. -24. ja n. Kynntu þér málið á kaupþing.is, í síma 444 7000, eða komdu við í næsta útibúi. ICEin 0708 sex mánuði 11% á tímabilinu sem jafngildir 23% á ársgrundvelli OMXI15 17. - 24. janúar EURin 0708 sex mánuði 15% á tímabilinu sem jafngildir 32% á ársgrundvelli gengi evrunnar 17. - 24. janúar Nú getur þú tekið þátt í að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum eða í gengi mynta án þess að eiga á hættu að tapa höfuðstól og átt möguleika á góðri ávöxtun. tveimur nýjum reikningum, ICEin 0708 og EURin 0708, Nýjung Bundið í 6 mánuð i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.