Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 40

Fréttablaðið - 24.01.2008, Side 40
 24. JANÚAR 2008 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vetrarlíf Þótt Kaldbakur við austanverðan Eyjafjörð bjóði upp á eina lengstu skíðabrekku lands- ins þegar aðstæður leyfa þá er þar lítið um að vera nú vegna snjóleysis. „Það er hálfgert hörmungarástand hér í snjómálum og starfsemin liggur því niðri eins og er. Við erum alls ekki ánægð með þetta,“ segir Sigurbjörn Höskuldsson, eigandi Kald- baksferða ehf. Hann er þekktur fyrir að koma fólki upp á Kaldbak með snjótroðara. Sigur- björn er þó frekar bjartsýnn og vonast til að hægt verði að byrja með fastar ferðir upp í næsta mánuði. „Við erum með áform um heilmikla starfsemi með vorinu. Til dæmis er margt planað í maí,“ segir hann og bendir fólki á að fylgjast með á heimasíðunni www. kaldbaksferdir.com. Snjótroðarinn fer upp í 1.174 metra hæð þegar best lætur og tekur ferðin 45 mínút- ur á toppinn. Þaðan er útsýni stórbrotið. Fólk getur svo valið hvort það tekur sér far með tækinu niður aftur eða brunar á skíðum, sleð- um eða snjóþotum. „Góðu fréttirnar eru þær að vegur var lagð- ur upp á Grenjárdal í haust í um 430 metra hæð og því verður hægt að fara í troðaraferðir lengur fram á vorið þótt snjóinn taki úr Greni- víkurfjallinu,“ segir Sigurbjörn. Margt planað í maí í lengstu skíðabrekku landsins Sigurbjörn vonast til að hægt verði að hefja ferðir upp í næta mánuði. Kaldbakur við Eyjafjörð er heillandi til útivistar þegar nægur snjór er. SKAUTAHÖLLIN Í LAUGARDAL Börn: 500 krónur Fullorðnir: 700 krónur. Leiga á skautum: 300 krónur Leikskólabörn borga 200 krónur bæði fyrir aðgang og skautaleigu. Afsláttur er veittur fyrir hópa yfir 20 manns á almennings- tímum. SKAUTASVELLIÐ EGILSHÖLL Börn: 450 krónur Fullorðnir: 500 krónur. Skautaleiga: 300 krónur. Eldri borgarar, öryrkjar og leik- skólabörn frá ókeypis aðgang. SKAUTAHÖLLIN Á AKUREYRI Börn frá 5 til 16 ára: 400 krón- ur Fullorðnir: 500 krónur Skautaleiga: 300 krónur. Skautasvell Alltaf gaman á skautum. WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA 27 79 / T A 1 0. 20 07 SUPER SWAMPER GROUND HAWG DEKK OG FELGUR FYRIR JEPPA Fellsmúla 24, Rvk. s: 530 5700 Réttarhálsi 2, Rvk. s: 587 5588 Ægisíðu 102, Rvk. s: 552 3470 Langatanga 1, Mos. s: 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hfj. s: 555 1538 Dalbraut 14, Akranes. s: 431 1777 EAGLE ALLOYS POLISHED DOTZ LUXOR U.S. WHEEL SILVER TRACKER U.S. WHEEL CHROME TRACKER COOPER DISCOVERER ATR JEPPA OG JEPPLINGADEKK COOPER DISCOVERER M+S JEPPA OG JEPPLINGADEKK GROUND HAWG II FÁANLEGT Í 36 - 44" 15 -16,5" FELGUR SUPER SWAMPER SSR FÁANLEGT Í 35 - 38" 15 -18" FELGUR SUPER SWAMPER IROK FÁANLEGT Í 33 - 49" 15 -18" FELGUR EAGLE ALLOYS 1144 Skíðastaðagangan fer fram norður á Akureyri um helg- ina, en þar verður keppt í 5, 10 og 20 kílómetra skíðagöngu. Að sögn Jóhannesar Kárasonar, formanns skíðagöngunefndar Skíðafélagsins á Akureyri, nýtur gangan sífellt meiri vinsælda á milli ára og þess vænst að þátt- taka verði góð í ár. „Þeim fer fjölgandi sem taka þátt, en í fyrra gengu 80 manns þótt sá fjöldi hafi auðvitað deilst niður á vegalengdir,“ segir Jóhannes máli sínu til stuðn- ings, en þess má geta að gangan er hluti af svokallaðri Íslands- göngu, sem er samheiti yfir göngur vítt og breitt um landið og lýkur með göngu á Ísafirði. Engin skilyrði eru sett fyrir þátttöku í göngunni þótt Jóhann- es mæli reyndar með því að menn hafi undirbúið sig gerist þeir svo djarfir að ganga 20 kíló- metra. Þeir sem ná því hljóta að launum stig en verðlaun og við- urkenningar verða veittar og boðið upp á kaffi í dagslok. Gangan hefst klukkan 13 á laugardag við Gönguhúsið í Hlíðarfjalli, en nánari upplýs- ingar fást á heimasíðunni www. skidi.is. Aukin þátttaka

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.