Fréttablaðið - 24.01.2008, Qupperneq 58
38 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR
Fyrir réttu ári ákvað Safnaráð að tilnefna Minjasafn
Reykjavíkur til Evrópusafnaverðlaunanna 2008
fyrir glæsilega viðbót við safnið, Landnámssýning-
una Reykjavík 871±2 í Aðalstræti.
Á sýningunni er miðlað fróðleik um lífið á
landnámsöld og möguleikar margmiðlunar-
tækninnar nýttir með nýstárlegum hætti.
Minjasafnið hefur í kjölfar tilnefningarinnar verið
valið á lista safna sem keppa munu til úrslita um
Evrópsku safnaverðlaunin.
Fleira er fréttnæmt frá landnámssýningunni þar
sem á safnanótt, 8. febrúar næstkomandi, verður
þar til sýnis uppstoppaður rostungur. Þá verður sagt
frá rostungum og þeirri hugmynd sem fram hefur
komið að ein af ástæðunum fyrir landnámi Íslands
hafi verið eftirsókn eftir rostungstönnum. - vþ
Tilnefning og rostungur
LANDNÁMSSÝNINGIN REYKJAVÍK 871 Tilnefnd til Evrópusafna-
verðlaunanna.
Barna- og unglingaleikhúsið hefur
í haust og vetur sýnt frumsaminn
söngleik sem byggður er á ævin-
týrinu um Öskubusku í Austurbæ
við Snorrabraut. Nú fer hver að
verða síðastur að berja herleg-
heitin augum þar sem að á sunnu-
dag kl. 16 fer fram síðasta sýning-
in á verkinu.
Barna- og unglingaleikhúsið
hefur verið starfrækt í tvö ár og er
Öskubuska þriðja sýning hópsins.
Fríður flokkur ungmenna á aldrin-
um 9-15 ára sem valin voru með
áheyrnarprufum skipa leikhópinn,
en fullorðið fagfólk kemur að
öðrum þáttum sýningarinnar. Söng-
leikurinn inniheldur allt það sem
prýða þarf góða skemmtun:
hressandi sönglög og dansa, spennu
og fyndni og ætti því að geta höfð-
að til allrar fjölskyldunnar.
Barna- og unglingaleikhúsið
stendur annars í ströngu þessa
dagana við að undirbúa sína næstu
sýningu sem verður frumsýnd á
menningarnótt í ágúst næstkom-
andi. Mikil leynd hvílir yfir verk-
efninu, enda er alkunna að
skemmtilegra er að vinna að
leyndarmáli en því sem allir vita
af.
Miðasala á síðustu sýningu
Öskubusku fer fram á vefsíðunni
www.midi.is og í síma 5514700.
- vþ
Síðasta sýning Öskubusku
HÆFILEIKARÍKIR KRAKKAR Hluti leikhópsins sem stendur að Öskubusku.
Brísingsbók
Hér á landi greip sig æði
meðal ungra lesenda þegar
fyrstu bindin tvö eftir hinn
barnunga höfund Christopher
Paolini um Eragon komu út.
Nú hefur verið tilkynnt um
titil titil og utlit þriðju
bókarinnar. Mun hún heita
Brísingr.
Bókin
kemur út í
Bandaríkj-
unum 20.
september.
Eragon
hefur verið
þýdd á 50
tungumál og
samanlagt
hafa selst
meira en
12,5
milljónir
eintaka af
bókunum
tveimur. Það
er Forlagið
sem gefur þriðja hlutann af
bálknum hér á landi og leggja
menn þar á bæ kapp á að þýða
bókina eins fljótt og unnt er
svo að íslenskir lesendur og
aðdáendur Eragons drekavin-
ar geti lesið sem fyrst hvernig
ævintýrið endar og stefnir á
útgáfu á íslensku snemma
hausts. - pbb
BÓKMENNTIR
Kápan á fyrirhug-
aðri bók Christop-
hers Paolini um
Eragon og dreka
hans Safíru.
Gagnrýnendur
eru á einu máli:
"sýning sem gleður,
hræðir, skelfir og hrífur...
heilsteypt flott listaverk."
E.B. Fréttablaðið
"fátt sem geislar jafnmikilli
ástríðu á sviði núna"
M.R. Morgunblaðið
"verkið er unnið af
heiðarleika, alúð og
auðmýkt... Til hamingju!"
Þ.E.S. Víðsjá. RÚV
"unnendur góðrar leiklistar
láti þessa sýningu ekki
fram hjá sér fara"
E.B. Fréttablaðið
Vegna mikillar eftirspurnar hefur
verið ákveðið að framlengja
sýningar á Fool for Love út febrúar.
Sýnt í Silfurtunglinu, Austurbæ.
Næstu sýningar:
fös 25/1 kl. 20, uppselt.
fös 25/1 kl. 22
lau 26/1 kl. 20
fös 1/2 kl 20
fös 1/2 kl 22
fim 7/2 kl 20
lau 9/2 kl 20
fös 15/2 kl 20
lau 16/2 kl 20
Tryggðu þér miða núna!
Miðasala á midi.is
og í síma 551 4700
Höfundur: Sam Shepard
Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson
Tónlistarstjóri: KK
Ljósahönnuður: Jón Þorgeir Kristjánsson
Búningahönnuður: Rannveig Eva Karlsd.
Hljóðhönnuður: Sindri Þórarinsson
Leikmyndahönnun: Mekkín Ragnarsd.
Leikarar:
Sveinn Ólafur Gunnarsson, Þóra Karítas,
KK og Magnús Guðmundsson.
Þjóðleikhúsið
um helgina
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri.
Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Vígaguðinn mið 23/1 forsýn. uppselt
fös 25/1 frumsýn. uppselt. lau 26/1 uppselt
Ívanov fös. 25/1 örfá sæti laus.
lau. 26/1 örfá sæti laus. Takmarkaður sýningafjöldi
Konan áður sun 27/1 örfá sæti laus
Leikstjóraspjall að lokinni sýningu
Skilaboðaskjóðan
sun. 27/1 kl. 14 & 17 örfá sæti laus
Gott kvöld, barnasýning
sun 27/1 kl. 13.30. Fáar sýningar eftir
SUN 27. JANÚAR KL. 20
TÍBRÁ: MUSIC FOR A WHILE
JÓHANNA HALLDÓRS OG
BAROKKSVEIT.
SÖNGVAR OG DANSAR FRÁ 16.ÖLD
Miðaverð 2000 kr
LAU 2. FEBRÚAR KL. 13
TÓNLEIKAR TKTK
MYNDIR Á SÝNINGU
ÚR HNOTUBRJÓTNUM
PÉTUR OG ÚLFURINN
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
VIKUNA 3. – 10. FEB 08
www.salurinn.is
25 jan uppselt
30 jan örfá sæti laus
27 febrúar
28 febrúar
Auglýsingasími
– Mest lesið