Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 70
50 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR EM Í NOREGI HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Þrándheimi henry@frettabladid.is Evrópumótið í handbolta: Milliriðill I. Króatía-Svartfjallaland 34-26 Pólland-Danmörk 26-36 Slóvenía-Noregur 33-29 Stigin: Danmörk 6 stig, Króatía 6, Noregur 5, Slóvenía 4, Pólland 3, Svartfjallaland 0. Milliriðill II. Spánn-Svíþjóð 26-27 Þýskaland-Frakkland 23-26 Ísland-Ungverjaland 36-28 Mörk Íslands (skot): Snorri Steinn Guðjónsson 11/1 (15/2), Guðjón Valur Sigurðsson 6/2 (11/2), Róbert Gunnarsson 5 (7), Ólafur Stefánsson 5/1 (11/2), Alexander Petersson 4 (7), Hannes Jón Jónsson 2 (2), Logi Geirsson 2 (3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (1). Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 18/1 (37/6), 49%, 49 mínútur. Birkir Ívar Guðmundsson 1 (10/2) 10%, 11 mínútur. Skotnýting: 63% skorað úr 36 af 57 skotum. Vítanýting: 67% skorað úr 4 af 6 skotum. Fiskuð víti: 6 (Ólafur 3, Sigfús 1, Guðjón Valur 1 og Róbert 1. Hraðaupphlaup: 8 (Snorri Steinn 3, Guðjón Valur 2, Róbert 2 og Alexander 1). Utan vallar: 8 mínútur (Sverre 2, Sigfús 1 og Vignir 1). Mörk Ungverjalands (skot): Tamás Mocsai 6 (10), László Nagy 5 (11), Balázs Laluska 4 (6), Tamás Iváncsik 3 (4), Gergö Ivánsik 2 (3), Gábor Császár 2 (4), Fernc Ilyés 2 (6), Szabolcs Zubai 1 (1), Szabolcs Törö 1 (2), Nikola Eklemovics 1 (3), Gyula Gál 1 (4). Varin skot: Nenad Puljezevic 11 (36/3), 31 %. Nandor Fazekas 6 (17/3), 35%. Fiskuð víti: 4. Hraðaupphlaup: 5. STAÐAN: Frakkland 4 4 0 0 +17 8 Svíþjóð 4 2 1 1 +2 5 Þýskaland 4 2 0 2 +1 4 Ungverjaland 4 1 1 2 -5 3 Spánn 4 1 0 3 -1 2 Ísland 4 1 0 3 -14 2 Iceland Express-deild kvk: Keflavík-Grindavík 95-72 (43-44) Stig Keflavíkur: Takesha Watson 28 (12 stoðs., 6 stolnir), Susanne Biemer 21, Margrét Kara Sturludóttir 19 (15 frák., 5 varin), Pálína Gunnlaugsdóttir 11 (8 frák.), Birna Valgarðsdóttir 10, Rannveig Randversdóttir 6. Stig Grindavíkur: Tiffany Roberson 28 (16 frák.), Ingibjörg Jakobsdóttir 12 (7 stoðs.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 11 (6 stoðs.), Petrúnella Skúladóttir 11, Íris Sverrisdóttir 4, Ólöf Helga Pálsdóttir 3, Joanna Skiba 3. Fjölnir-KR 58-68 Enski deildarbikarinn: Everton-Chelsea 0-1 0-1 Joe Cole (69.). Chelsea vann samanlagt 3-1 og mætir Tottenham í úrslitaleik deildarbikarsins. ÚRSLITIN Í GÆR HANDBOLTI Loksins, loksins. Það var fyrsta hugsunin eftir að íslenska landsliðið hafði kjöldregið Ungverja, 36-28, í Trondheim Spektrum. Loksins sýndu strák- arnir sitt rétta andlit og þann handbolta sem þeir geta vel spilað og hefðu átt að spila frá upphafi á þessu móti. Rétt eins og venjulega byrjaði íslenska liðið mjög illa í leiknum. Strákarnir voru komnir fjórum mörkum undir, 4-8, eftir aðeins ellefu mínútur og allt í volli. Sókn- in vandræðaleg, vörnin léleg og markvarslan engin. Alfreð var nóg boðið og tók leikhlé. Leikur liðsins var allur betri í kjölfarið. Vörnin þéttist og Hreið- ar náði sér vel á strik þar fyrir aftan. Snorri Steinn fór hreinlega hamförum í sókninni og fyrr en varði var Ísland búið að jafna leik- inn, 12-12. Það var jafnt þegar flautað var til leikhlés, 16-16, og vel gert hjá strákunum að koma sér inn í leik- inn og lykillinn að því var að fá loksins markvörslu. Íslenska liðið kom geysilega grimmt inn í síðari hálfleikinn, og vörnin var á tánum, Hreiðar í fantaformi og sóknarleikurinn spilaðist loksins af eðlilegri getu þar sem menn höfðu sjálfstraust í skotunum og öll skot lágu í ung- verska markinu. Ungverjarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og í stöðunni 24- 19 tóku þeir leikhlé. Það breytti engu fyrir Ungverjana því íslensku strákarnir héldu áfram að keyra yfir þá af fullum krafti og buðu upp á leiftrandi hand- bolta. Leikur liðsins náði hámarki þegar Guðjón Valur skoraði glæsi- legt sirkusmark þegar tíu mínútur lifðu leiks og kom Íslandi um leið í 28-22 og ballið í raun búið. Frábær sigur var staðreynd hjá strákunum okkar og var virkilega gaman að fylgjast með liðinu í gær. Hreiðar og Snorri voru menn dagsins en þeir áttu báðir frábær- an leik. Ólafur óx er leið á leikinn, Alex var traustur og Róbert drjúg- ur. Vonandi verður framhald á þessu í leiknum gegn Spánverjum í dag. Velkomnir til Noregs Íslenska landsliðið sýndi loksins sitt rétta andlit þegar það pakkaði Ungverjum saman í Þrándheimi í gærkvöldi með átta marka mun, 36-28, í milliriðli II. FRÁBÆR Í GÆR Snorri Steinn Guðjónsson átti frá- bæran leik gegn Ungverj- um í gær eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í hinum leikjum Íslands á EM. FRÉTTABLADID/PJETUR HANDBOLTI Alfreð Gíslason var sáttur við sína menn í gærkvöldi og kvað liðið loksins hafa verið að spila á eðlilegri getu. „Loksins náðum við virkilega góðum leik á okkar hraða. Þetta er svip- aður bolti og á HM í fyrra þar sem við spiluðum mjög vel,“ sagði landsliðsþjálf- arinn Alfreð Gíslason eftir sigurinn á Ungverjum í gær. „Vörnin virkaði vel, mjög góð markvarsla hjá Hreiðari og fyrir vikið var mun hraðari bolti í okkar leik. Það voru flestallir að spila vel og þann bolta sem við höfum ætlað okkur að spila. Ég var ekkert stress- aður þó svo að við lentum fjórum mörkum undir því við vorum að gera hlutina rétt en skjóta illa og taka óþarfa áhættu. Ég bað Óla um að hætta að hanga of mikið á boltanum því þá slokknar á Snorra því hann er góður að nýta sér hrað- ann í sókninni,“ sagði Alfreð en hann er samt eðlilega svekktur að liðið skuli ekki hafa sýnt slíkan leik fyrr í mótinu. „Það er mjög svekkjandi og líka að við skulum hafa spilað svona illa í upphafi gegn Þjóðverjum því við hefðum getað unnið þann leik. Við áttum ekki möguleika gegn Frökkum og við hefð- um líka getað gert betur gegn Svíum. Von- andi náum við öðrum álíka leik gegn Spánverj- um því sigur þar gæti lyft okkur í fjórða sæti riðils- ins og það væri ásættan- leg niðurstaða eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Alfreð að lokum. - hbg Alfreð Gíslason var afar sáttur við leik sinna manna gegn Ungverjum í gær: Svona er okkar bolti SÁTTUR Alfreð Gíslason var afar ánægður. FRÉTTABLADID/PJETUR HANDBOLTI „Við megum ekki tapa okkur í gleðinni þótt við höfum unnið einn leik en í dag náðum við loksins að gera það sem við höfum ætlað að gera í undanförn- um leikjum,“ sagði línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem átti fínan leik. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu erfitt það er að rífa sig upp eftir hverja skituna á fætur annarri. Það eru allir pirraðir á okkur og við erum pirraðir út í sjálfa okkur. Þess vegna er ljúft að hafa unnið og vonandi klárum við mótið með sigri.“ - hbg Róbert Gunnarsson: Það var erfitt að rífa sig upp SIGRI FAGNAÐ Róbert Gunnarsson, Vignir Svavarsson, Snorri Steinn Guð- jónsson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna sigri í gær. FRETTABLADID/PJETUR Allt annað var að sjá leik íslenska liðsins gegn Ungverjum í gær en í undanförnum leikjum þó að gæði handknattleiksins hefðu ekki endilega verið einhverjum klössum betri. Leikmenn voru einfaldlega mun frískari að sjá og komu mun afslappaðri til leiks. Ekki er ólíklegt að menn hafi litið svo á að þetta gæti ekki orðið mikið verra og menn hefðu úr þessu engu að tapa. Alfreð gerði ákveðnar breytingar á vanaföstu byrjun- arliði jafnt í sókn sem vörn. Hvort sem það hafi verið lykillinn að sigri okkar manna veit ég ekki en allavega hafði það þau áhrif, að allt flæði varð einfaldlega betra og leikur liðsins meira líkur því sem við eigum að venjast. Varnarleikur liðsins framan af var ekki mjög sannfærandi og Birkir í markinu fann sig ekki. Ungverjar leiddu því leikinn framan af og náðu mest fjögurra marka forystu. Sem betur fer, samhliða því, þá gekk sóknarleikurinn vel og því vorum við aldrei langt undan. Með innkomu Hreiðars í markið fóru hlutirnir að snúast á betri veg og smátt og smátt komst liðið að nýju inn í leikinn. Það var síðan frábær seinni hálfleikur og þá einkum fyrstu 15 mínútur hálfleiksins þar sem frábær markvarsla, góð vörn og fjölbreyttur sóknarleikur leit dagsins ljós, sem kláruðu leikinn. Sóknarleikur liðsins var allur annar en í undanförnum leikjum og kom þar einkum til frábær leikur Snorra Steins sem sýndi loks sitt rétta andlit og sýndi hve mikilvægur hlekkur hann er í leik íslenska liðsins. Ekki einungis stjórnaði hann sóknar- leik liðsins mun betur en í undanförnum leikjum heldur var hann einnig sjálfur mjög ógnandi og hreyfanlegur sem skilaði frá honum ellefu góðum mörkum. Hreiðar stóð sig frábærlega í markinu og hreinlega lokaði því á mjög mikilvægum augnablikum. Óli og Alex skiluðu sínu og voru virkilega ógnandi og Guðjón kom sterkur inn í seinni hálfleik eftir frekar mistækan fyrri hálfleik. Sverre kom sterkur inn í varnarleikinn og það var ánægjulegt að sjá hvernig hópnum tókst að vinna sig út úr þeim mótbyr sem það lenti í í upphafi leiks og ná að snúa leiknum sér í hag með jafn öflugum hætti. Almennt stóðu allir leikmenn liðsins sig vel og eiga hrós skilið fyrir góðan vinnusigur, vinnusig- ur sem hefur náð að kveikja vonir manna að liðinu takist, þrátt fyrir allt, að öðlast þátt- tökurétt í forkeppni fyrir næstu Ólympíuleika. SÉRFRÆÐINGURINN GEIR SVEINSSON FJALLAR UM EM Í HANDBOLTA Allir leikmenn liðsins eiga hrós skilið HANDBOLTI Hreiðar Guðmundsson markvörður átti stjörnuleik gegn Ungverjum en markvarslan hans átti stóran þátt í glæstum sigri. „Þetta var allt annað líf. Ég var rólegri og það munaði um það. Þá leið mér betur. Ég er mun sáttari núna en eftir síðustu leiki. Mér leið mjög illa eftir síðasta leik en núna fær maður blóm í hjartað,“ sagði Hreiðar kátur. „Það var ekki hægt að fara í gegnum keppnina með þessari spilamennsku. Vissulega er erfitt að rífa sig upp en við sýndum að við getum varið vel og liðið getur spilað þetta fínan bolta.“ - hbg Hreiðar Guðmundsson: Blóm í hjartað ÖFLUGUR Hreiðar Guðmundsson átti frábæran leik fyrir Ísland í gærkvöldi og varði 18 skot. FRETTABLADID/PJETUR HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns- son hafði ekki fundið sig sem skyldi á mótinu en minnti heldur betur á sig í gær með frábærum leik. „Það var kominn tími til að ég sýndi eitthvað. Þetta hefur ekki verið nógu gott hjá okkur og maður hefur oft sofið betur. Við vissum hvað bjó í liðinu og sýndum það loksins,“ sagði Snorri en hann hefur ekki verið nógu sáttur við sjálfan sig á mótinu. „Ég hef verið mjög slakur og fer ekkert í felur með það. Sama hvernig fer gegn Spánverjum verð ég aldrei fyllilega sáttur með minn leik á þessu móti. Svona er þetta í handbolta. Maður finnur sig stundum vel og stundum ekki.“ - hbg Snorri Steinn Guðjónsson: Kominn tími á þetta Á FULLRI FERÐ Ólafur Stefánsson er kominn á fulla ferð eftir meiðslin og hér sést hann skora eitt af fimm mörkum sínum gegn Ungverjalandi í gær. FRETTABLADID/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.