Fréttablaðið - 24.01.2008, Page 6
6 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR
VEISLUBAKKAR
MEÐ LITLUM
FYRIRVARA
554 6999 | www.jumbo.is
TORTILLA
& PÓLARBRAUÐ
3.480 kr.
36
BITAR
Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina
Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS
Opið virka daga frá kl. 10 til 18
og á laugardögum frá kl. 12 til 16
Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík
575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230
RANGE ROVER SPORT DIESEL
Nýskr: 03/2006, 2700cc, 4 dyra,
Sjálfskiptur, Ljósgrár, Ekinn 30 þ.
Verð kr. 7.300.000
SJÁVARÚTVEGUR Öllum fjörutíu og
fimm starfsmönnum í landvinnslu
hjá HB Granda á Akranesi verður
sagt upp 1. febrúar næstkomandi
en 20 þeirra verða svo endurráðnir
í júníbyrjun næstkomandi. Í til-
kynningu frá fyrirtækinu segir að
þetta séu viðbrögð þeirra við skerð-
ingu aflaheimilda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkti
á fundi sínum í fyrradag ályktun
þar sem lýst er óánægju með
ákvörðunina og ákveðið að halda
fund með stjórnendum HB Granda
og þingmönnum Norðvesturkjör-
dæmis. Hann verður haldinn næst-
komandi mánudag.
„Við fórum fram á fund með
stjórnendum þegar þeir hættu við
að flytja alla fiskvinnslu hingað til
Akraness í ágúst til að spyrja um
það hvaða framtíðarsýn fyrirtækið
hafi um starfsemina hér,“ segir
Gísli S. Einarsson bæjarstjóri. „Þá
töldu þeir ekki þörf á því og það
næsta sem við heyrum af þeim eru
þessar uppsagnir.“
Hann segir að frá því að HB og
Grandi sameinuðust árið 2005 hafi
Árni Vilhjálmsson stjórnarformað-
ur gefið fyrirheit um meiri upp-
byggingu á Akranesi en síðan þá
hefur starfsmönnum fyrirtækisins
á Akranesi fækkað um 140. Í álykt-
uninni segir að ef ákvörðun stjórn-
armanna um uppsagnir gangi eftir
séu þeir að semja lokakaflann í 100
ára atvinnusögu útgerðar og fisk-
vinnslu á Akranesi. Ekki náðist í
Árna Vilhjálmsson. - jse
Fjörutíu og fimm starfsmönnum sagt upp á Akranesi:
Útgerðarsögu Akraness að ljúka
HÖFNIN Á AKRANESI Bæjarstjórn Akra-
ness hefur boðað til fundar á mánudag
með stjórnarmönnum HB Granda.
DANMÖRK Naser Khader forðaði
ríkisstjórn Anders Fogh
Rasmussen frá því að lenda í
minnihluta í atkvæðagreiðslu á
danska þinginu. Khader, leiðtogi
Nýja bandalagsins, gerði sam-
komulag við Fogh Rasmussen um
að flokkur hans greiddi ekki
atkvæði með frumvarpi um
málefni flóttamanna en í staðinn
fengi hann að hafa áhrif á samning
um stöðu flóttamanna í Danmörku.
Khader vill að flóttamenn sem
fá hæli í Danmörku fái að búa
innan um annað fólk í stað þess að
dvelja á sérstökum flóttamanna-
miðstöðvum fyrstu árin eftir
komuna til landsins. - gb
Danska stjórnin heldur velli:
Khader bjargaði
Fogh Rasmussen
LÖGREGLUMÁL Kæra barst til lög-
reglunnar í fyrradag frá einstakl-
ingi sem orðið hefur fyrir fjár-
svikum með erlendum tékkum. Þá
hefur lögregla fengið mörg símtöl
frá fólki sem er að spyrja út í
þessa svikastarfsemi.
Lögreglan hefur varað við fjár-
svikum með erlendum tékkum.
Þau fara fram með þeim hætti að
viðskiptum er komið á í gegnum
íslenska sölusíðu. Kaupandinn
sendir sem greiðslu falsaðan
erlendan tékka í pósti. Tékkafjár-
hæðin er mun hærri en söluverð
hlutarins og óskað er eftir að mis-
munurinn verði sendur seljanda í
formi peningasendingar með
milligöngu Western Union til þess
lands þar sem kaupandinn kveðst
vera staddur. Seljandinn, grunlaus
um að tékkinn sé falsaður, skiptir
honum í banka. Þegar tékkanum
er síðan hafnað af hinum erlenda
reikningsbanka er hins vegar búið
að innleysa peningasendinguna.
Seljandinn situr þá eftir með sárt
ennið og þarf að öllum líkindum að
endurgreiða íslenska innlausnar-
bankanum andvirði tékkans. Við
rakningar á ip-tölum sést að þeir
sem standa að baki þessu eru
staddir í Nígeríu þótt peninga-
sendingarnar fari annað. - jss
Lögreglan varar við fjársvikum með erlenda tékka:
Tékkasvik kærð til lögreglunnar
LÖGREGLUSTÖÐIN Lögreglunni hefur
borist kæra frá einu fórnarlambi fjár-
svikanna.
STJÓRNMÁLAFERILL BJÖRNS INGA
Björn Ingi Hrafnsson hóf feril sinn í stjórnmálum árið 2002 þegar hann
tók við sem skrifstofustjóri þingflokks framsóknarmanna. Hann varð síðar
aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar þegar hann gegndi embætti utan-
ríkis- og forsætisráðherra árin 2003 til 2006. Björn Ingi var í 2. sæti á lista
Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar
2003 og var varaþingmaður Jónínu Bjartmarz í því kjördæmi. Hann hefur
verið borgarfulltrúi Reykjavíkur frá maí 2006 og verið formaður borgarráðs
og varaforseti borgarstjórnar.
STJÓRNMÁL Björn Ingi Hrafnsson
hefur ákveðið að hætta afskiptum
af stjórnmálum að sinni og mun
óska eftir lausn frá störfum sem
borgarfulltrúi í Reykjavík á fundi
borgarstjórnar í dag. Ástæðan er
persónulegar árásir á hann frá
Guðjóni Ólafi Jónssyni, fyrrver-
andi þingmanni flokksins. Björn
Ingi útilokar ekki að snúa aftur og
ætlar ekki að segja sig úr Fram-
sóknarflokknum.
Í yfirlýsingu sem Björn Ingi
sendi frá sér klukkan ellefu í gær-
kvöldi segir hann að almenningur
hafi orðið vitni að óvenjulega
rætnum og persónulegum árásum
gegn honum. Það stjórnist af
hreinu og beinu hatri í hans garð
frá Guðjóni Ólafi Jónssyni, fyrr-
verandi þingmanni flokksins. Hafi
það vakið þjóðarathygli. Enn frem-
ur segir: „Þegar við svo bætist, að
illa fengin gögn og fylgiskjöl úr
bókhaldi kosningabaráttu flokks-
ins eru farin að rata til fjölmiðla,
má öllum vera ljóst að hatrið og
viljinn til að koma höggi á mig og
Framsóknarflokkinn eru orðin
allri skynsemi yfirsterkari.“
Björn Ingi sagði í viðtali við
Fréttablaðið á tólfta tímanum í
gærkvöldi að ákvörðunin hafi
verið tekin með stuttum fyrirvara.
„Mér finnst að það hafi verið stig-
ið yfir ákveðna línu sem á ekki að
stíga yfir. Ég finn það líka á fólki
um allt land að stjórnmálin séu
komin á eitthvert ljótt stig. Mér
finnst rétt að bregðast við því með
þessum hætti.“ Björn Ingi segist
hafa rætt við Guðna Ágústsson
vegna ákvörðunar sinnar og hann
virði hana. „En ég reyndar held að
honum, eins og reyndar mörgum
fleirum í flokknum, hafi verið illa
ofboðið síðustu daga.“
Þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við Valgerði Sverrisdóttur,
varaformann Framsóknarflokks-
ins, höfðu aðeins liðið nokkrar
mínútur síðan henni bárust fréttir
af ákvörðun Björns Inga. Hún
sagðist vera slegin yfir fréttunum
en vildi ekki tjá sig frekar að svo
stöddu.
Guðjón Ólafur Jónsson segir að
ákvörðun Björns Inga komi sér
ekki á óvart en þetta hafi ekki
verið ætlun sín þegar hann sendi
út bréf til framsóknarmanna í
Reykjavík, þar sem segir að
flokkssjóðir séu misnotaðir. „Nú
verðum við sem eftir erum að
byggja það upp sem tapast hefur.“
Aðspurður um stöðu sína innan
Framsóknarflokksins segir Guð-
jón að það sé honum ekki efst í
huga, hann hafi hins vegar ein-
beitt sér að því að gera rétt í mál-
efnum flokksins.
Yfirlýsinguna má lesa í heild
sinni á Visir.is
svavar@frettabladid.is
Persónulegar árásir
voru knúnar af hatri
Björn Ingi Hrafnsson hefur ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum að
sinni og mun óska eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi í dag. Ástæðan er
persónulegar árásir í hans garð. Hann er ekki hættur í Framsóknarflokknum.
FALLIST Í FAÐMA Björn Ingi og Alfreð Þorsteinsson faðmast eftir fund sem var
haldinn með framsóknarfélögunum í Reykjavík í kjölfar REI-málsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KJÖRKASSINN
Telur þú að nýr meirihluti í
Reykjavík sitji út kjörtímabilið?
JÁ 22,9%
NEI 77,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlar þú að fara á
þorrablót?
Segðu skoðun þína á vísir.is