Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.01.2008, Blaðsíða 20
20 24. janúar 2008 FIMMTUDAGUR nám, fróðleikur og vísindi 10 ,9 10 ,8 9, 8 10 ,9 10 ,2 2002 2003 2004 2005 2006 Kjarni málsins > Fjöldi nemenda á hvern kennara í grunnskólum landsins, miðað við stöðugildi. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS „Námið er komið á fullt hjá mér en ég er eingöngu í tímum til að byrja með. Þessa stundina erum við til dæmis að læra um ábyrgð ríkisvalds, almenn- ings og einkageirans í tímum hjá Brynhildi Davíðsdóttur dósent,“ segir Sigrún María Kristinsdóttir, nemandi í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands. „Ég er á annarri önn af fjórum og mun skrifa fimmtán eininga meist- araritgerð, sem ég byrja væntanlega að undirbúa á þessari önn. Ég ein- beiti mér mikið að skipulagi þessa dagana en er þó ekki komin með lokaverkefni enn þá. Ég býst við að skoða íbúalýðræði og aðkomu almennings að ákvörðunum stjórnvalda um framkvæmdir í meistararitgerðinni minni en á eftir að ákveða það betur.“ Sigrún María segir að námið sé fjölbreytt og gefi góða yfirsýn yfir umhverfi og náttúru, umhverf- isvernd og notkun manna á auðlindum jarðar. Í náminu sé til dæmis skoðað hvernig hægt sé að bregðast við loftslags- breytingum, hvernig skapa megi umhverfisvitund, hvort og hvaða mengun sé vandamál á Íslandi og hvernig megi meta virði náttúrunnar. Hún segir að allir nemendur taki ákveðinn kjarna til að byggja á og sérhæfi sig svo í því sem þeir hafa mestan áhuga á. Hún nefnir sem dæmi um mismunandi sérhæfingu rannsóknir á umhverfismerkingum í sjávarútvegi frá sjón- arhorni Íslands og loftgæði í grunnskólum Reykjavíkur og áhrifum þeirra á heilsufar barna. Í umhverfis- og auðlindafræðinni safnast saman nemendur með margbreytilegan bakgrunn; úr raunvísindum, heimspeki- deild, blaðamennsku, leiklist og sjávarút- vegsfræði svo dæmi séu nefnd. Mikil og stöðug þörf er fyrir umhverfis- og auðlinda- fræðinga en starfsvettvangurinn getur falist í ráðgjöf á sviði umhverfis- og orkumála, hjá fyrirtækjum með virka umhverfisstefnu, í stjórnsýslu á sveitarstjórnarsviði og á landsvísu, við rannsóknir hjá opinberum stofnunum og hjá einkaaðilum og við kennslu. NEMANDINN: SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR, NEMANDI Í UMHVERFIS- OG AUÐLINDAFRÆÐUM Fjölbreytilegt nám um umhverfi og náttúru Nýr gagnvirkur námsvefur hefur fengið góðar viðtökur í íslenska skólakerfinu en um fimmtíu skólar nýta sér hann við kennslu. Upphaf vefsins má rekja til þess þegar Starkaður Barkarson, fyrrverandi framhalds- skólakennari, hugaði að því hvernig hafa mætti í sig og á þegar hann var fjarri heimaslóðum. „Það má segja að þetta hafi byrj- að á samskonar neyð og kenndi nöktu konunni að spinna,“ segir Starkaður um upphafið á gagn- virka námsvefnum Stoðkennar- inn sem nú vísar nemendum menntaveginn í fimmtíu skólum. „Ég var framhaldsskólakennari í íslensku en eftir tvö ár fannst mér ég ekki vera tilbúinn að helga mig því eingöngu svo ég fór til útlanda. Þá þurfti ég að finna leið til að hafa í mig og á. Fyrir algjörla tilviljun fór ég að fikta við forritun og sá þá að þar eygði ég nokkra möguleika á að kenna í gegnum netið. Ég byrj- aði með íslensku en svo bætti ég við ensku, dönsku og stærð- fræði.“ Árið 2002 var vefurinn orðinn að veruleika og ári síðar voru grunnskólar farnir að færa sér hann í nyt. „Þetta eru allt gagnvirk verk- efni svo nemandinn fær alltaf viðbrögð. Ef hann gerir villu þá fær hann leiðsögn um hæl. Þá er útskýrt hvaða reglur hann hefur farið á mis við og svo framvegis. Svo fara allar þessar upplýsing- ar í gagnagrunn svo kennarinn getur haldið utan um einkunnir. En þó þurfa nemendur ekki að örvænta ef illa gengur með eitt ákveðið verkefni því það er allt- af hægt að gera það aftur og bæta þannig árangurinn.“ En það eru ekki einungis skól- ar sem sækja um aðgang að vefnum heldur hafa foreldrar sótt um fyrir börn sín ef þeir sjá að þau þurfa frekari tilsögn við námið. Ein námsgrein kostar þúsund krónur á mánuði en fyrir tvö þúsund krónur má fá aðgang að öllum námsgreinunum á vefn- um sem ætlaðar eru grunnskóla- nemendum. Starkaður hefur fengið jákvæð viðbrögð frá kennurum en hvernig mælist Stoðkennarinn fyrir hjá nem- endum? „Ja, hann hefur reyndar ekki enn fengið viðurnefnið Stuðkennarinn en þó hef ég heyrt að nemendur óski oft eftir því að komast á hann. Kannski er auð- veldara að fá unglinga að skján- um en að fá þá til að opna bók.“ Vefurinn er fyrst og fremst ætlaður nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskóla og svo 1. bekk í framhaldsskóla. En hægt og bítandi er námsefni fyrir aðra hópa að ryðja sér til rúms á vefn- um. Starkaður er að kenna íslensku í Frakklandi og geta nemendur hans nálgast náms- efnið á Stoðkennaranum. „Svo er kærastan mín frönsk svo mér ættu að vera hæg heimatökin að setja frönsku inn á vefinn,“ segir hann og brosir við. Stoðkennarann er að finna á vefslóðinni stodkennarinn.is. jse@frettabladid.is Stuð hjá stoðkennaranum STARKAÐUR BARKARSON Námsvefurinn Stoðkennarinn styður nú nemendur í fimm- tíu skólum og fleiri námfúsa menn. Ungmennin taka honum vel þótt enn hafi hann ekki fengið viðurnefnið Stuðkennarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN „Þú ert að verða of seinn í skólann“ er yfirskrift fyrirlestrar Péturs Gunnarssonar rithöfundar sem hann heldur í Kennaraháskóla Íslands miðvikudag- inn 30. janúar næstkomandi. Er fyrirlesturinn haldinn af því tilefni að nú á háskólaárinu 2007- 2008 minnist Kennaraháskólinn þess að liðin eru 100 ár frá setningu fyrstu fræðslulaga á Íslandi og stofnun Kennaraskóla Íslands sem nú er Kennara- háskóli Íslands (KHÍ). Í tilkynningu frá KHÍ kemur fram að „einhver augljósasta breyting sem orðið hafi á okkar dögum sé hin gríðarlega aukning aðvífandi, aðfengins, aðstreymandi efnis. Eitt sé þó óbreytt og það sé geta mannsins til að taka á móti.“ Segir þar enn frekar að „þar sem við getum ekki endalaust aukið við, hljótum við í æ ríkari mæli að þurfa að velja og hafna. Sem aftur feli í sér gildismat.“ Þá sé spurt „hvað verðskuldar að við gefum því gaum?“ Í fyrirlestrinum, sem haldinn er í salnum Skriðu og hefst klukkan fjögur, mun Pétur leitast við að máta samfélag og einstakling við þessa nýtilkomnu stöðu. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og öllum opinn en honum verður einnig sjónvarpað á slóðinni http://sjonvarp.is. Verður hann og aðgengi- legur á sömu slóð eftir útsendingu. - ovd Opinn fundur í KHÍ í tilefni af að 100 ár eru frá setningu fyrstu fræðslulaganna: Að verða of seinn í skólann PÉTUR GUNNARSSON RITHÖFUNDUR Heldur fyrirlestur á mið- vikudaginn klukkan fjögur í Kennaraháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands halda hina árlegu Rask-ráð- stefnu um íslenskt mál og almenna málfræði nú á laugardaginn, 26. janúar. Verður ráðstefn- an haldin í stofu 101, sem nefnd er Hringstofa í Háskólatorgi HÍ og hefst klukkan níu árdegis. Meðal dagskrárliða má nefna fyrirlestur Bjarka M. Karlssonar, Kristjáns Árnasonar og Þórhalls Eyþórssonar um lífsmörk Eddukvæða, fyrirlestur Jóns G. Friðjónssonar um tengsl stjórnar og Guðbrandsbiblíu og fyrirlestur Sigrúnar Ammendrup um flámæli á 19. öld, rannsókn á stafsetningu einkabréfa. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir en nánari dagskrá og efniságrip má finna á slóðinni www.imf.hi.is ■ Ráðstefna Rask-ráðstefna Málþing í tilefni af útkomu bókarinnar Fjölmenning á Íslandi fer fram í Skriðu, fyrirlestrarsal í Hamri, Kennaraháskóla Íslands milli klukkan 13 og 16 á morgun. Aðalfyrirlesarar er þau Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent við Williams College og lektor við Háskóla Íslands, og Elín Þöll Þórðardóttir, dósent við McGill University, en að loknum fyrirlestrunum er gert ráð fyrir pallborðsumræðum þar sem rædd verður framtíð fjölmenningar á Íslandi. Er aðgangur að málþinginu ókeypis og allir velkomnir. Bókin Fjölmenning á Íslandi er gefin út af Rann- sóknarstofu í fjölmenningarfræðum við Kennarahá- skóla Íslands og Háskólaútgáfunni. ■ Málþing Enginn er eyland – fjölmenning á Íslandi Þórir Sigurðsson, kennari við Háskólann á Akureyri, heldur erindi klukkan 17 í dag, fimmtudag, sem hann nefnir SPÚTNIK: 50 ár frá upphafi geimaldar. Í ágripi Þóris kemur fram að þegar Sovétmenn hafi skotið fyrsta gervihnettinum á braut um jörðu hafi þeir breytt stjórnmálum, menntamál- um, vígbúnaði og vísindum í veröldinni. Í erindi sínu ætlar Þórir að rekja sögulegan aðdraganda og stikla á helstu áföngum geimferðanna frá Spútnik 1 til Apolló 11 sem og lýsa með dæmum þeim breytingum sem urðu á kennslu í eðlis- og stærðfræði á þessum árum. Er fyrirlesturinn haldinn á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og Eðlisfræðinga- félags Íslands í stofu 158 í VR-II húsi verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Íslands við Hjarðarhaga. ■ Fyrirlestur SPÚTNIK: 50 ár frá upphafi geimaldar Fyrsta málþing íslenskrar málnefndar sem vinnur nú að því að semja drög að íslenskri málstefnu fyrir menntamálaráðuneyt- ið fer fram föstudaginn 25. janúar í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins. Stendur málþingið milli klukkan 14 og 17 og verða þar flutt fimm erindi og umræður leyfðar. Fyrirlesarar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar, Sigurður Líndal lagaprófessor, Þór Vil- hjálmsson rithöfundur og Mörður Árnason íslenskufræðingur. Er málþingið það fyrsta af tíu en markmið nefndarinnar er að efna til umræðu um mismunandi svið málstefn- unnar og kalla fram sjónarmið hlutaðeigandi hópa. ■ Málþing Lagaleg staða íslenskunnar Lúther og konurnar: Um áhrif siðabótar Marteins Lúther á líf kvenna er heitið á fyrirlestri Arnfríðar Guðmundsdóttur, dósents í guðfræði við Háskóla Íslands (HÍ), en fyrirlesturinn heldur hún á vegum Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu næstkomandi miðvikudag, 30. janúar klukkan 20. Í tilkynningu á vef HÍ segir að nýjar áherslur í guðfræði Marteins Lúther á fyrri hluta 16. aldar vörðuðu ekki aðeins kenningar og starfshætti kirkjunnar, heldur höfðu þær víðtæk áhrif á líf fólks í samfélögum þar sem siðabótin festi rætur. Þá segir enn fremur að í fyrirlestrinum ætli Arnfríður að huga sérstaklega að hugmyndum Lúthers um konur og þeim áhrifum sem siðabótin hafði á konur og hlutverk þeirra. Fundurinn er öllum opinn og verður kaffistofa Norræna hússins opin að fundi loknum. ■ Fyrirlestur Lúther og konurnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.